Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Neytendur Bl-vítamín Bl-vítamín, ööru nafni þíamín, er vatnsleysan- legt og á það þvi sammerkt meö öllum hinum B- vítamínunum að alit um- frammagn þess skilst út úr líkaman- um en geym- ist ekki. Því þarf að full- nægja B-vítamínþörf einstak- lingsins á hverjum degi. B-vítamínin eru samvirkin sem þýðir að þau virka betur saman en þegar þau eru tekin hvert í sínu lagi. Bl, B2 og B6 ættu að vera í sömu hlutföllum til að gefa sem bestan árangur (þ.e. 1 mg af Bl, 1 mg af B2 og 1 mg af B6). Ráðlagður dagskammtur (RDS) fyrir fullorðna er 1,2 til 1,4 mg af Bl-vítamíni. Bamshafandi konum og brjóstamæðrum er ráðlagt að taka 1,4 mg á dag. Þörf fyrir B1 eykst við veikindi, streitu og uppskurði. B1 er stundum kallað „upp- byggingarvítamínið" vegna hinna góðu áhrifa sem það hefur á taugakerfið og viðhorf. B1 örvar þvagmyndun lítil- lega. Gagnsemi B1 getur stuðlað að vexti, bætt viðhorfin, auðveldað meltingu kolvetna, viðhaldið eðlilegri starfsemi taugakerfis, vöðva og hjarta, haldið flug- og sjóveiki í skefjum, dregið úr sársauka eftir tannholdsuppskurð, hjálpað til við meðferð veirusjúkdóms í skyntaugum. Matvæli Matvæli sem innihalda B1 eru m.a.: þurrkað ger, hrísgrjóna- hýði, heilhveiti, haframjöl, jarð- hnetur, svínakjöt, flest græn- meti, klíð og mjólk. Eiturvirkni B1 hefur enga þekkta eitur- virkni. Allt umframmagn skolast út með þvaginu og geymist því ekki að neinu ráði í líffærum né vefjum. Meðal sjaldgæfra umframá- hrifa eru riða, áblástur, bjúgur, taugaveiklun, ör hjartsláttur og ofnæmi. Heilræði Ef þú reykir, drekkur eða not- ar mikinn sykur þarfnastu meira Bl-vítamíns en ella. Ef þú ert barnshafandi, með bam á brjósti eða notar getnað- arvamarpillur þarftu líka meira B-vítamín en ella. Við allar streituaðstæður, s.s. sjúkdóma, áhyggjur, áföll og eft- ir skurðaðgerð, skyldi auka inn- töku B-vítamína almennt. Lækn- ingaskammtur Bl-vítamínsins er um 10-20 mg á dag i nokkrar vik- ur. -GLM Bókajól: Bækur við allra hæfi Jólin nálgast óðfluga og margir eru eflaust farnir að velta fyrir sér hvað gefa skuli vinum og vanda- mönnum í jólagjöf. Bækur eru ómissandi í jólapakkana á mörgum heimilum en þær em misdýrar. Neytendasíðan kynnti sér bóka- markaðinn fyrir þessi jól með tilliti til verðs bókanna. Verð bókanna er viðmiðunarverð sem gefið er upp í Bókatíðindum 1998. Ævisögur Ævisögur og alls kyns endur- minningar eru gríðarlega vinsælar í jólapakka landans. Verð á þeim er hins vegar talsvert misjafnt. Erlend- ar ævisögur og endurminningar era yfirleitt ódýrari en þær íslensku en sjálfsagt hafa endurminningar þekktra fslendinga meira aðdráttar- afl heldur en minningar erlendra manna og kvenna. í Bókatíðindum íslenskra bókaútgefenda eru að finna tvær erlendar ævisögur á inn- an við 1500 krónur. Annar vegar er um að ræða „Á mörkum manna- byggða - ævisaga James Hunt- ington“ og hins vegar Villtir svanir - fjölskyldusaga Jung Chan. Rétt er þó að geta þess að Villtir svanir hef- ur áður komið út á íslensku. Ævisögur og endurminningar ís- lendinga kosta flestar á bilinu 3.200-4.500 krónur. Þær bækur sem skera sig úr í þessum hópi og era í dýrari kantinum eru flestar bækur Mörgum finnst bókalestur fram á rauða nótt vera ómissandi hluti jólahátíðarinnar. um vel þekkta íslendinga. Þar má t.d. nefna ævisögu Steingríms Her- mannssonar á 4.480 krónur, ævi- sögu Þorvaldar í Síld og fiski á 3.980 krónur, ævisögu Pétur Benedikts- sonar á 4.480 krónur og ævisögu Steingríms St. Th. Sigurðssonar, einnig á 4.480 krónur. íslenskar skáldsögur Erfiöara er að skipta íslenskum skáldverkum niður í ákveðna verð- flokka. Talsvert er um endurútgefn- ar bækur i þessum flokki sem sum- ar era ódýrari en nýútkomnar bæk- ur og einnig virðast sum smásagna- söfn vera talsvert ódýrari en skáld- sögrn-. Þó má segja að algengt verð á ís- lenskum skáldsögum sé á bilinu 3.200 krónur til 3.900 krónur. Ekki virðist skipta öllu máli um hvaða höfunda er að ræða því bækur yngri og óþekktari höfunda era á sama verðbUi og bækur eldri höf- unda. Eins og áður sagði era smá- sagnasöfn og greinasöfn mörg hver talsvert ódýrari en skáldsögumar en verðbU þeirra er þó mjög breitt og kosta þau frá 1100 upp í rúmlega 4000 krónur. Þýddar skáldsögur Mikið úrval þýddra skáldsagna er á markaðnum fyrir þessi jól og er verð þeirra mjög mismunandi eða aUt frá tæplega 1.000 krónum upp í tæplega 4.500 krónur. Talsvert er vun endurútgefnar bækur og smá- sagnasöfn sem era talsvert ódýrari en skáldsögurnar. Meðalverð þýddra skáldsagna er þó einhvers staðar á bUinu 2500-3600 krónur. Barnabækur Ánægjulegt er að sjá hversu gott úrval er af bama- og unglingabók- um fyrir þessi jól. Segja má að með- alverð íslenskra skáldsagna fyrir börn og unglinga sé á bUinu 1.500-2.000 krónur. f þessum flokki má einnig finna talsvert ódýrari bækur og era flestar bækur fyrir smábörn t.d. ódýrari. Erfitt er að setja fram eitthvert meðaltalsverð á þýddum barnabók- um því þær spanna mjög breitt svið eða aUt frá einfoldum smá- bamabókum á 262 krónur upp í myndskreytt ævintýri H.C. Ander- sens á 3.850 krónur. Þó má segja að meðalverð þýddra skáldsagna fyrir böm og unglinga sé svipað og með- alverð íslenskra skáldsagna fyrir sama hóp. -GLM Þessi réttur hentar bæði vel sem iéttur hádegisverður eða meðlæti með fisk- eða kjötréttum. Risotto með grænmeti Þessi réttur hentar prýöisvel bæði einn og sér með góöu brauði eða sem meðlæti með fisk- og kjöt- réttum. Uppskrift: 2 stk. af meðalstóra kínakáU 2 msk. smjör 1/2 laukur, brytjaður smátt 1 gulrót, söxuð i teninga 1 sellerístilkur, smátt saxaður 400 g hrisgrjón, ósoðin 150 g frosnar grænar baunir 1 þykk skinkusneið salt og pipar. Aðferð: 1) Skerið græna hluta kálsins í mjög þunna strimla og hvíta hlut- ann í litla teninga. 2) Hitið smjörið á stórri pönnu og steikið laukinn, gulrótina, seU- eríið og kálið í tvær mínútur. 3) Steikið nú hrísgrjónin, baun- imar og skinkuna þar til grjónin eru gegnsæ, hrærið í á meðan. 4) Færið aU yfir í eldfasta skál og hellið 3 boUum af sjóðandi vatni yfir. Kryddið meö salti og pipar og blandið öUu vel saman. 5) Setjið lok á skálina og stingið henni i 220' C heitan ofn. Eftir 15- 20 mínútur er rétturinn tUbúinn og borinn fram heitur. (Litlu matreiðslubækumar). -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.