Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Spurmngin Hvaða lið er best í enska boltanum? Áslaug Hallgrímsdóttir, 14 ára: Manchester. Pétur Pétursson nemi: Liverpool. Erla Bjömsdóttir nemi: Manchest- er. Ómar Magnússon nemi: Liver- pool. Hjálmar Karlsson, 11 ára: Manchester. Egill Karlsson, 8 ára: Manchester United. Lesendur Tölvan á tækniöld Þessi stóra geymsla fyrir upplýsingar, þessi fjölnota maskína stendur ráðþrota and- spænis árinu 2000 - eða hvað? Konráð Friðfinnsson skrifar: Víst er tölvan merkilegt fyrirbæri sem tekist hefur að gerbreyta allri aðstöðu manna til að afla sér fróð- leiks ásamt margháttuðum öðrum upplýsingum sem að gagni geta komið í það og það skiptið. Einnig brúkar fólk tækið í sífellt auknum mæli til beinnar skemmt- unar. Netið til dæmis hefur dregið heiminn svo saman aö unnt er að tala viö vin sinn í Ástralíu á jafnauð- veldan máta og að drekka vatn. Þessi aðferð er einnig mun ódýrari en að hringja úr venjulegum síma. Að ekki sé talað um farsíma (GSM). Inntemetið býður mönnum einnig þann kost að senda eigið efni út sem berst þá með ljóshraða vítt og breitt um veröldina og inn á heimili manna sem litlar líkur era á að viðkom- andi hitti nokkum tímann í lifanda lífl. Á Netinu er slík mergð gagna af ýmsum toga að það hálfa væri nóg, eins og stundum er sagt. En hvenær fær svo sem fróðleiksfús einstaklingur nægan fróðleik, getur maður spurt sjálfan sig. Þrátt fyrir að tölvan sé „snögg“ i öllum hreyfingum og hægt sé að kalla fram í henni margháttaða hluti á örskotsstund er hún engu að síður bara vél sem veit ekki neitt sjálf. Það sem gerist er að maskínan er mötuð af fólki sem kann með hana að fara og notar hana til að kalla upplýsing- amar fram á nýjan leik þegar þörf er á þeim. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig, í stuttu máli. En þó að hinir mörgu yfirburðir vélarinnar, sem tekist hefur að breyta svo miklu í samtíðinni, séu augljósir standa menn engu að síð- ur frammi fyrir talsvert stóru vandamáli sem mun kosta þá gífur- leg útgjöld. Og hvaða vandamál skyldi þetta nú vera? Sjálft árið 2000. Þessi stóra geymsla fyrir upp- lýsingar, þessi fjölnota maskína stendur ráðþrota andspænis jafn- litlu máli og árið 2000 er í raun. Hugarsmiðunum, sem hönnuðu öll hugbúnaðarkerfm, yfirsást þetta litla atriði, sem er þó orðið að risa- vöxnu vandamáli. Og áhyggjur manna vaxa vegna þess að aldamót- in nálgast með ægihraða og flæða yfir án tillits til þess hvort tölvurn- ar eru tilbúnar eða ekki. Mín trú er hins vegar sú að búið verði að leysa þennan hnút áður en hið umtalaða ár 2000 gengur í garð. Feitt fólk í fyrirmyndir Lauga Sig. skrifar: Ég er ein af þeim sem á erfitt með að losa mig við aukakílóin. Mér þyk- ir gott að borða og skammast mín ekkert fyrir það. Nú á ég stóra fjöl- skyldu og því fylgja tíðar heimsókn- ir, það kallar á bakstur og aðrar kræsingar og það er ekki til að laga línumar. Ég er ekki viðkvæm fyrir áreiti sem ég verð fyrir á fórnum vegi, þegar unglingar kalla á eftir mér „feita kerling", „hvalur", „flóð- hestur" og margt fleira. Það sem fer fyrir brjóstið á mér er að í öllum auglýsingum eru það þess- ar grönnu stúlkur sem eru alveg eins og anorexíusjúklingar sem eru fyrir- myndir unglinga í dag. Af hverju telj- umst við ekki með, erum við eitthvað síðri manneskjur? Af hverju eru það ekki við sem auglýsum t.d. „Diet“ kók? Það eru jú við sem þurfum á því að halda. Það fer líka í taugarnar á mér að þegar ég fer á hamborgara- staði þá er horft á mig eins og ég eigi ekki rétt á að vera þar. Eins og það sé bara grannt fólk sem megi borða sætindi. Mig langar oft að standa upp frá borðinu og segja við viðkomandi: „Þú átt eftir að enda eins og ég“. Svo eru það þessir undramegrun- arkúrar sem tröllríða öllu, þeir era farnir að angra mig verulega. Ekki vegna þess að ég hafi eitthvað út á þá að setja, heldur vegna þess að maður- inn minn er farinn að koma með því- líkar reynslusögur úr vinnunni frá konum sem hafa lést um svo og svo mörg kíló á viku og er alltaf að reyna að fá mig til að prófa. Ég hef bara ekki áhuga, því ég er ánægð með mig eins og ég er. Spörum og gerum við sjálf „Maður tekur einfaldlega húnana af og losar um pinnann þannig að hann verður laus, og ofninn tekur að hitna ...“ Gunnar Gíslason skrifar: Fullyrða má að einn dýrasti út- gjaldaliður hjá almenningi sé hvers konar viðgerðir og viðhald sem maður neyðist til að sinna á tækjum og tólum heima og heiman. Bílavið- gerðir eru sér á blaði, vegna stórút- láta sem menn verða fyrir í hvert sinn sem maður ekur bílnum á verkstæði. Annar er viðgerðir á heimilishlutum. Þar er ekki í kot vísað með upphæðirnar á reikning- unum. Ég las fyrir stuttu í dagblaði raunasögu fólks sem fór með mynd- bandstæki í viögerð, og endaði með því að það fleygði tækinu sem búið var að „gera við“ sama hlutinn tvisvar í röð fyrir um 20 þús. kr. Mín reynsla er sú að á mörgum sviðum getur maður sjálfur gert ýmislegt ef leitað er upplýsinga um hvað gera þurfi. Ég hef slæma reynslu af því að kalla í iðnaðar- menn til skyndiviðgerða og þurfa að greiða þeim ótölulegar upphæðir fyrir viðvik sem oft tekur ekki nema nokkrar minútur að fram- kvæma, þ.m.t. „akstur", „útkall" o.fl., o.fl. Viðgerðir á ofnum með Danfoss- kerfi er enn eitt dæmið um hvað fólk getur gert er ofnarnir taka upp á því að kólna skyndilega, þótt stillt- ur sé samkvæmt venju. Maður tek- ur einfaldlega húnana af og losar um pinnann þannig að hann verður laus og ofninn tekur að hitna. Fólk á að reyna að komast hjá því að kalla til hina rándýra iðnaðarmenn þar til fullreynt er hvort fólk getur ekki sjálft lagfært hlutina. Iðnaðar- menn hafa of lengi getað verðlagt vinnu sína að eigin geðþótta. I>V Leikfélög múta þingmönnum Ásta skrifar: Stundum er talað um að hér á ís- landi viðgangist ekki mútur. Það sé í ríkjum Mið- og Suður-Ameríku sem það tíðkist. Við erum ekki svo- leiðis fólk og við erum líka svo sið- vædd, Islendingar. Því glennti ég upp augun er ég sá fréttamynd í blaði er sýndi þingmönnum afhent skírteini sem gefur þeim frían að- gang að leiksýningum bandalags íslenskra leikhúsa. En þingmenn eru nú líka að fjalla um frumvarp vegna nýrra leiklistarfélaga! Þing- menn geta því nýtt sér leikritin á nýbyijuðu leikári - eins og sagði í fréttinni. Tímabært að afhjúpa skrípaleikinn sem á sér stað miklu víðar og oftar en í þessu tilviki. Þjóöin knúin til sparnaðar Jóhann Ólafsson hringdi: Nú er svo komið aö ráðamönn- um kemur það helst til hugar að knýja þjóðina til spamaðar, úr því hún tekur ekki vinsamlegum leið- beiningum seðlabankasérfræðing- anna og annars fyrirhyggjufólks i stjómsýslunni. En hvað geta ráða- menn ráðlagt? Eru þeir fyrirmynd- ir að sparnaði? Aldeilis ekki. Hið opinbera eyðir og eyðir umfram efni, og ekki stendur króna við I ríkiskassanum stundinni lengur. Og hví má þjóðin, almenningur, ekki eyöa sínum peningum, ekki eru verðbréfin til fagnaðar eða sparireikningarnir, með örvöxtum innlánsdeildanna. Og er ekki í lagi að fé fólksins sé á ferð í þjóðfélag- inu? Það endar loks hjá ríkinu í formi skatta og refsivaxta. Þvi sparar ríkið þá ekki og stöðvar féð í sínum fjárhirslum? Ljóðalestur á Austurvelli Ragnar skrifar: Mér fannst ömurlegt að horfa á nokkrar mannverur á miðjum Austuvelli og ömurlegt að heyra ljóðalestur um hátalara, er ég gekk til útfararþjónustu í Dómkirkjunni einn daginn fyrir stuttu. Ljóðalest- urinn glumdi inn í kirkjuna því hún er ekki vel einangruð. Enginn var að hlusta á lesturinn, en þetta gól í gegnum hátalarann glumdi innan kirkjuveggja þar til athöfnin hófst. Það er ekkert gamanmál að horfa upp á þetta fólk sem oft er að mótmæla á Austurvelli með ein- hverjum hætti. Það er ekki á þann völl bætandi bölinu. Böðvar kominn í búninginn Þóroddur skrifar: Eitt með öðru hefur þó Georg, settum lögreglustjóra í Rekjavík, tekist með setu sinni í embætti - það að bæta ímynd lögreglunnar á margan hátt. Meira að segja er Böðvar Bragason, endurvakinn lög- reglustjóri, kominn í búninginn, en hann var sjaldséður í honum áður en hann fór í veikindaleyfið. Og myndavélarnar komnar á sinn stað. Nú getur fólk í borginni kom- ist á skjáinn er það skreppur í bæ- inn, og lögreglan vakir yfir hverju spori. En hvað gerir næturlýðurinn og níðingarnir nærgöngulu? Ég vona bara það besta. Mannanöfn á íslandi Gerður hringdi: Dæmalaust erum við viðkvæm fyrir því hvað fólkið heitir, að meina foreldram að skíra fallegum erlendum nöfnum ef tilefni er til. Likt og DV greinir frá í frétt sl. föstudag að stúlkubami er gert að vera nafnlausu eftir að hún hafði verið skírð því fallega nafni Maria Celeste. Nafnið tekið af henni eftir skímina! Era yfirvöld hér ekki einfaldlega klikkuð? Ekki er okkur íslendingum gert að breyta um nafn erlendis eða skíra börn þar- lendum nöfnum. Við erum ekki eins og annað fólk. ( ( < ( ( ( I ( i ( ( ( ( ( ( i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.