Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Fréttir Garðabær og Seltjarnames skattaparadísir sem ekki hækka útsvar á íbúana: Viljum að fólk njóti skattalækkananna - segir Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri Garöabæjar. Borgin samþykkti hækkun i gærkvöld „Við erum búnir að ákveða að hafa útsvarsálagninguna í lág- marki, í 11,24%, við viljum að fólk hér í bæ njóti skattalækkana ríkis- ins sem fram undan eru,“ sagði Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, í gær. Reykjavík- urborg hækkar álagninguna um 0,75% eins og kunnugt er, og ekki er fráleitt að ætla að Seltirningar hækki sín gjöld. Útsvarsprósentan yrði því lægst á landinu í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. í þessum tveimu skattaparadísum á höfuðborgarsvæðinu greiða íbúamir 11,24 prósent af launum í útsvar. Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti á átakafundi í gær að hækka útsvar á borgarbúa í 11,99 prósent úr því að vera 11,24 prósent. Þá hækkaði bæjar- stjórn Vest- mannaeyja einnig álögur á sitt fólk í gærkvöld í 11,94 prósent. Hörð við- brögð urðu við áformum borgar- innar um þessa hækkun í gær og sagði Davíð Odds- son forsætisráð- herra þær vera óskammfeilni og verið væri að hirða af Reykvík- ingum ávinning- inn af skattalækkunum. Páll Péturs- son félagsmálaráðherra sagði aftm- á móti á Alþingi í gær að hann hefði skilning á þörf borgarinnar til að Ingimundur Sig- urpálsson - Garðabær held- ur sínu striki í útsvarsálagn- ingu. Tjón meðferðarheimilis um 100 þúsund krónur: Stoliö úr bíl Virkisins „Mér finnst menn vera að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægst- ur. Við erum að berjast fyrir til- veru okkar með olnbogaböm lands- ins. Þessi þjóíhað- ur er mikiö tjón fyrir meðferðar- heimilið. Bíllinn er okkur mjög mikil- vægur. Mikið af innra starfinu byggist á að fara út með krakkana í bílnum og kynna þau fyrir því samfé- lagi sem þau búa í. Við erum öll mjög sár og reið yfir þessum þjófnaði,“ sagði Guðmundur Týr (Mummi) Þór- arinsson hjá meðferðarheimilinu Virkinu þar sem ungir fikniefrianeyt- endur era í meðferð. Stórri rúðu úr bíl heimilisins, Ford Econoline, var stolið um helgina. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á laugar- dagsmorgun en þá hafði bíllinn staðið fyrir utan heimilið sem er í Duggu- vogi 12. Mummi segir að rúða eins og þessi kosti um 100 þúsund krón- ur. „Við þolum illa svona hnökra. Ég skora á alla sem geta veitt einhverj- ar upplýsingar um þennan þjófnað að láta vita. Svona rúða fer ekki úr einum bO í annan nema fólk viti af því. Þetta var greindega einhver sem kann td verka. Ég vona að þjófurinn eða þjófamir fái sektarkennd í hvert skipti sem hann horfir út um rúðuna ef hann er búinn að setja hana í ein- hvem bO. Ef einhver á svona aukarúðu myndum viö þiggja hana með þökkum," sagði Guömundur Týr Þórarinsson. -Ótt Tilfinnanlegt tjón varö hjá aðstand- endum Virkisins þegar skemmdar- vargar réðust á bíl þeirra. DV-mynd hækka. Ýmislegt bendir til þess að sveitarfélög hafi haft samráö um að hækka og borgin riðið á vaðið. Garðabær heftnr safnað skuldum vegna fiárfestinga en ekki reksturs. Á næsta ári gerir fiárhagsætlunin ráð fyrir að bærinn grynnki skuld- irnar um 100 milljónir. Garðbæing- ar og Reykvíkingar skulda svipað á íbúa, um það bO 150 þúsund krónur. „Það er verið að réttlæta hækkun á útsvari í Reykjavík með því að út- svarstekjur í Garðabæ séu miklu hærri en annars staðar á svæðinu. Rétt er það, meðaltekjur íbúanna hér eru háar. En á móti kemur að önnur sveitarfélög hafa umstals- verðar tekjur af fasteignaskatti sem við höfum ekki. Ég tala nú ekki um þegar arðgreiðslur af orkufyrirtækj- um era farnar að spOa stóra rallu. Mér telst tO að Reykjavíkurborg hafi haft tæpar 150 þúsund í tekjur á hvem íbúa ef þessi orkuskattur er tekinn með, en við erum með um 140 þúsund á íbúa. Þama er dulin skattheimta á ferðinni að mínu mati,“ sagði Ingimundur Sigurpáls- son í gær. -JBP/-rt Frá fundi borgarstjórnar í gær þar sem harkalega var tekist á um útsvars- hækkunina sem á endanum var samþykkt gegn atkvæðum minnihluta sjálf- stæðismanna. DV-mynd Pjetur Bóksölulisti DV: Þorvaldur í Síld og fisk efstur - ævisögur og barnabækur vinsælar Listi DVl yfir söluhæstu bækur 1. Þorvaldur Gu&mundsson - Gylfi Gröndal. 2. Áhyggjur Berts - A. Jacobsson og S. Olsson. 3. Steingrímur Hermannsson - Dagur B. Eggertsson. 4. Nóttln llfnar - Þorgrímur Þráinsson. 5. Aldrel aö vlta - Guörún Helgadóttir. 6. Ég heltl Blíöflnnur en þú mátt kalia mlg Bóbó - Þorvaldur Þorsteinsson. 7. Talnapúklnn - Bergljót Arnalds. 8. Elns og stelnn sem hafló fágar - Guöbergur Bergsson. 9. Noróurljós - Einar Kárason. 10. Útkall fram af fjalli - Óttar Sveinsson. '-■’. ■’ ■ ... ÍTTOl Nú er hið árlega jólabókaflóö far- ið af stað meö tilheyrandi eftirvænt- ingu höfunda og lesenda um hverjar metsölubækunar verða í ár. Bóksölulisti DV birtist nú í fyrsta skipti fyrir þessi jól og mun hann birtast alla þriðjudaga fram að jól- um. Að þessu sinni tóku Penninn/Ey- mundsson, Hagkaupsverslanimar í Skeifunni, Kringlunni, Njarðvík og á Akureyri, Bókabúð Brynjars á Sauðárkróki, Bókval á Akureyri, Bókabúð Sigurbjöms á Egilsstöðum og Mál og menning á Laugavegi og í Síðumúla þátt í gerð bóksölulistans. Þorvaldur efstur Ævisögur og alls kyns bamabæk- ur virðast njóta mikilla vinsælda fyrir þessi jól. I efsta sæti listans er ævisaga Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fiski rituð af Gylfa Grön- dal. í öðra sæti er bamabókin Áhyggj- im Berts eftir Svíana A. Jacobsson og S. Olsson. Bækumar um Bert hafa notið óhemju vinsælda hér á landi og jafn- an verið með- al tíu sölu- hæstu bóka jólavertíðar- innar. Margir virðast vilja ffæðast um ævi og störf Steingríms Hermanns- sonar, fyrr- verandi for- sætisráð- herra. Ævi- saga Stein- grims eftir Dag B. Egg- ertsson lendir í þriðja sæti listans. Þorgrímur Þráinsson nýtur alltaf vinsælda sem barna- og unglingabókahöfundur. Að þessu sinni sendir hann frá sér unglingabókina Nóttin lifnar við sem er sjálfstætt framhald verð- launasögu hans, Margt býr í myrkr- inu. Nóttin lifnar viö prýðir fiórða sæti bóksölulistans. Barnabækur vinsælar Eins og áður sagði prýða óvenju- margar bama- og unglingabækur bóksölulistann þetta árið eða alls fimm. í fimmta sæti listans er einmitt barnabók eftir Guðrúnu Helgadótt- ur sem heitir Aldrei að vita. Þar á eftir kemur önnur barnabók eftir höfund Skilaboðaskjóðunnar vin- sælu, Þorvald Þorsteinsson. Nýja bókin hans Þorvalds, sem er í sjötta sæti listans, heitir Ég heiti Blíðfinn- ur en þú mátt kalla mig Bóbó. Bergljót Arnalds gat sér gott orð sem barnabókahöfundur í fyrra með bók sinni Stafakörlunum. Nú sendir hún frá sér bók sem nefnist Talnapúkinn og situr í sjöunda sæti. í áttunda sæti er bók Guðbergs Bergssonar, Eins og steinn sem haf- ið fágar. Sú bók er framhald verð- launabókarinnar Faðir og móðir og dulmagn bemskunnar. í níunda sæti er síðan hinn vin- sæli höfundur Einar Kárason með skáldsögu sína Norðurljós, og í tí- unda sæti bókin Útkall fram af fialli eftir Óttar Sveinsson. -GLM Stuttar fréttir dv Eyðnibóluefni? Margrét Guðnadóttir pró- fessor hefur upp- götvað bóluefni sem virðist duga gegn hæggeng- um veirasýking- um í sauðfé. Vonir standa því til að bóluefnis gegn eyðni sé skammt að bíða. RÚV sagði frá. Siðareglur í erfðafræði í vikunni verður haldin ráð- steöia á vegum UNESCO um sið- ferði í lífeðlis- og erfðafræði. Vigdís Ifinnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, mun halda erindi á ráð- stefiiunni. Liklegt þykir að málefni íslenskrar erfðagreiningar beri á góma á ráðstefnunni. Eigið fé lækkað Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkti í gærkvöld að lækka eigið fé veitustofnana borgarinnar niður undir 70% eiginfiárhlútfall. Það sem tekið verður úr stofnunum skiptir milljörðum og verður fært í borgarsjóð. Einkaleyfi á lífssýnum Bandariskt erfðarannsóknarfyr- irtæki hefúr fengið einkaleyfi vest- anhafs til rannsókna á lífssýnum úr íslenskum konum sem Krabba- meinsfélag íslands hefúr safnað um árabil. Stöð 2 sagði frá. Litlir eftirskjálftar Ragnar Stefánsson jarðeðlisffæð- ingur sagði í samtali viö Bylgjuna að eftirskjálftar eftir skjálftaim í gærmorgun við Kleifarvatn hefðu verið óverulegir. Von kunni þó að vera á fleiri skjálftum. Hækkun samþykkt Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkti í gærkvöld að hækka útsvar Reykvíkinga úr 11,24% í 11,99%. Tekjur borgarinn- ar aukast við þetta um tæplega milljarð króna á næsta ári. For- mannafundur ASÍ hefur mótmælt harðlega útsvarshækkuninni og skor- að á borgarstjóm að hætta við. Bensín ódýrara Bensínlítrinn lækkaði um 1,70 kr. í morgun. Lækkunin er um 20 aurum meiri en DV spáði í síðustu viku. Hjá Esso og Skeljungi kostar lítri af 95 oktana bensíni nú 72,60 kr. og 77,30 kr. af 98 oktana bensini. Dugar ekki fyrir launum Fyrstu skiptafundir vora haldnir í gær i þrotabúum Apple-umboðsins, Radíóbúðarinnar og Bónus-radíó. Fyrirtækin voru lýst gjaldþrota 17. ágúst i sumar. Heildarkröfúr nema um 400 milljónum króna. Skipta- stjóri á ekki von á að eignir dugi fyr- ir forgangskröfum sem era aðallega launakröfúr. RÚV sagði frá. Dýrari leikskólar Bæjarráð Kópavogs hefur sam- þykkt hækkun á leikskólagjöldum. Átta tíma vistun hækkai- úr 19.000 krónum í 19.300 krónur. Forgangs- gjaldskrá hækkar ennfremur um 20% að jafnaði. Nýja gjaldskráin tek- ur gildi um áramót. RÚV sagði ffá. Finnur fyrir 80 af hverjum hundrað þátttak- endum í atkvæða- greiðslu á Vísi töldu að kosning Finns Ingólfsson- ar í embætti vara- formanns Fi’am- sóknarflokksins væri flokknum ekki til framdráttar. Þátttakendur í atkvæðagreiðslunni voru um 1300. Einungis eitt atkvæði er talið ffá hverri tölvu í atkvæða- greiðslu á Vísi. Huröarás um öxl Nýir greiðsluhættir í bílavið- skiptum hafa orðið til þess að fiöl- margir hafa lent í vandræðum vegna bílakaupa. 25.000 fólksbílar hafa verið fluttir til landsins á þessu ári og i fyrra. Fjöldi fólks hef- ur leitaö til FÍB og Ráðgjafarstöðv- ar heimilanna vegna bílakaupa- vandræða. RÚV greindi frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.