Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 15 Arndís Vilhjálmsdóttir var að lesa þýskar smásögur á kaffihúsinu enda nýbúin að festa kaup á nýrri þýskri orðabók. DV-myndir Teitur Svokölluö bókakaffihús eru vinsæl í erlendum stórborgum, ekki síst í Bandaríkjunum. Tilveran brá sér á dögunum á tvö bókakaffihús í miöborginni. Gunnhildur Sveinsdóttir: Auðvelt að gleyma stað og stund tli ég sé ekki það sem kallast fastagestur héma enda kem ég þrisvar til flórum sinnum í viku. Ég kem gjama upp úr hádeginu og sit fram eftir degi eða þangað til ég á að mæta í vinnuna. Það vantaði til- fmnanlega bókakaffihús áður en þetta opnaði. Ég kynntist slíkum kaffihúsum þegar ég bjó í New York fyrir nokkrum árum. Þá vandi ég komur mínar í Bames & Nobles bókabúðina en þeir reka prýðiskaffihús í versluninni. Þessi búð er með gríðarlega gott úrval bóka og auðvelt að gleyma stað og stund heilu og hálfú dagana. Mér var sagt að bókakaffihús væm bestu staðimir til að ná sér í maka en ég veit nú ekki hvort það er rétt,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir þjónn sem var að lesa hnausþykkt kvennatímarit þegar blaða- maður truflaði hana á Súfistanum í síð- ustu viku. Guðrún Vera Hjartardóttir myndlistarkona var að blaða í erlendu tímariti um myndlist á Gráa kettinum. Hún sagðist oft koma við til að lita i fagtímaritin enda væri þau helst að finna á þessu kaffihúsi. Hulda Hákon rekur einstakt bókakaffihús: Bækur fyrir myndlistarmenn egar við ákváðum að opna kaffihús var fýrsta hugsunin að gera staðinn hlýlegan. Við vorum svo heppin að fá til liðs við okkur Friðrik Weisshappel, sem er með flinkari mönnum á þessu sviði, og hann kom strax með hugmyndina að nokkurs konar bókakaffihúsi. Ég var hrædd um að þetta yrði dálítið til- gerðarlegt en útkoman varð bara góð,“ segir Hulda Hákon á Gráa kett- inum. Það má segja að bókakostur kaffi- hússins skiptist í þrennt. í einum skáp er finna prýðisgott úrval ís- lenskra ljóðabóka, erlendar kiljur er að finna í afgreiösluborðinu og svo er stolt staðarins griðarstór bókaskápur þar sem er fmna katalóga yfir ís- lenska nútímamyndlist. Metnaður staðarins er að vera með tæmandi safii yfir íslenska nútímalist. „Hér er öðrum þræði rekinn nokk- urs konar samkomustaður myndlist- armanna og við verðum off vör við að fólk leitar i bækumar þegar það er að ræða um ákveðna myndlistarmenn. Svo leggjum við líka metnað í að kaupa góð fagtímarit frá útlöndum,“ segir Hulda. Meginhluti bókakostsins kemur af heimili þeirra Huldu og Jóns Óskars eða frá fjölskyldum þeirra. Kjarvals- staðir og Listasafn íslands gáfu þeim sýningarskrámar og annað prentað mál um íslenska myndlist. „Það má heldur ekki gleyma bama- „Þetta er öðrum þræði samkomu- staður myndlistarmanna," segir Hulda Hákon, eigandi Gráa kattar- ins. Hún á og rekur kaffihúsið í fé- lagi við eiginmanninn Jón Óskar sem einnig er myndlistarmaður. bókunum. Það safii er reyndar ekki mikið að vöxtum en bömin hafa gam- an af að skoða bækur á meðan fúil- orðna fólkið fær sér kaffi.“ Þá er ein gullvæg regla á kaffihúsinu en hún er sú að ef menn ágimast kilju í af- greiðsluborðinu þá er þeim heimilt að taka bókina svo fremi sem jpeir koma með aðra kilju sem er jaftiþykk og setja í staðinn. Gunnhildur sat í makindum og las í hnausþykku kvennatímarti á Súfist- anum í sfðustu viku. „Hugmyndin að baki bókakaffihúss er hreint frábær og hér ríkir mjög þægilegt andrúmsloft. Það er upp og ofan hvað ég les hverju sinni en það er alltaf eitthvert leseftii á borðinu. Jóla- bækumar era ákveðið aðdráttarafl um þessar mundir og ég er byijuð að taka forskot á sæluna. Ég er nánast búin með bókina herrnar Vigdísar Grímsdóttur og svo las ég dálítið í bókinni Góðir íslendingar eftir Huld- ar Breiðfjörð síðast þegar ég kom hingað. Báðar mjög góðar bækur sem gaman væri að lesa í heild,“ segir Gunnhildur Sveinsdóttir. -aþ Ragnheiður framkvæmdastjóri leikur aðeins klassíska tónlist fyrir sína gesti. Það er hluti af stemningunni. Ragnheiður Ólafsdóttir framkvæmdastjóri: Ekki amast við þaul- setnum gestum Bókakafflhúsið Súfistinn i húsi Máls og menningar við Laugaveginn hefur verið starfrækt í rúm tvö ár. Þetta er fyrsta alvöra bókakaffið hér á landi en gestum er heimilt að taka með sér bækur úr búðinni og glugga í þær yfir kaffibolla. Margir þekkja þennan ágæta sið frá útlöndum, ekki sist Bandaríkjunum þar sem mikil hefð er fyrir slíkum bókakaffi- húsum. „Það er mikið lesið héma. Hér situr fólk stundum löngum stundum og grúfir sig yffr bækur eða tímarit. Við ömumst lítið við því þótt fólk sé þaulsetið,“ segir Ragnheiður Ólafs- dóttir, framkvæmdastjóri Súfistans. Það vekur athygli blaðamanns aö gestimir virðast taka hlutverk sitt alvarlega þvi við nánast öll borðin situr fólk með annað hvort tímarit eða bækur fyrir framan sig. Skyldi þetta ekki fara illa með bækumar? „Nei, alls ekki. Tímaritin em geymd héma uppi og era ekki seld eftir notkun. Hvað bækumar varð- ar þá man ég ekki til að fólk hafi farið illa með bækur eða orðið á að hella yfir þær. Nálægðin við bóka- búðina gefur kaffihúsinu notalegan blæ enda bækur afar hlýlegar. Við reynum líka að skapa þægilegt and- rúmsloft og höfúm til dæmis þann háttinn á að leika aðeins klassíska tónlist fyrir okkar gesti,“ segir Ragnheiður Ólafsdóttir. -aþ I tilefni af 76 ára afmæli okkar 1. Desember. Glæsileg tilboð og mikill afsláttur á flestum vörum, aðeins í 3 daga BOSCH GSM sími 608. AEG Borvél SBE570 AEG Eldavél 5002 SHARR Reiknivél með dagatali EL 950 verð áður 16.900, AEG Þvottavél W1010 100 snúninga SHARR Örbylgjuofn R 211 hJjJLUJÍ irsjfinwi/pT-Jzsu verðáður 15.900, •dáí)u/3D .w,- Hljémtækjastæða N 500 verð áður 44.900, BOSCH Bílskúrshurðaropnari SHARR Faxtæki F1500 7, 2. OQ 3, clcsemher 18.400 20% afslátturfif öllum ryksugum,kafflkönnum,brauðrlstum.straujórnum ofl. Einnig 20% afsláttur af TEFAL pottum og pönnum og EMILE HENRY leirbúnaöl. 15% afsláttur af Husqvarna 10% afsláttur af Indeslt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.