Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Fréttir Menn ættu ekki að bölva rigningunni: Regndropar skapa peninga - Landsvirkjun afléttir um sinn skerðingu á orkusölu til kaupenda ótryggðrar orku Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar - rigningin hefur li'ka sínar björtu hliðar. DV-mynd Rigningin undanfarna daga skapar verðmæti. Víða um land hafa innlendir orkugjafar verið nýttir þar sem í vetur hefur verið kynt með olíu vegna slaks vatns- búskapar í virkjunum landsins. Rigningarflóðin færa þjóðarbúinu fjármuni sem birtast í aukinni raf- orkuframleiðslu með auknu rennsli í ánum. Vatnsmiðlunarlón- in braggast á sama tíma. Þóris- vatn, mikilvægasta vatnsforðabúr- ið, var fullt að tveimur þriðju í gær. Hugsanlegt er að það hafi sitt að segja á næstunni þegar metið verður hvort hægt verður að hefja sölu fyrr en til stóð til stóriðju og kaupenda ótryggðrar raforku. Hver dagur, sem hægt er að nýta innlenda orku í stað innfluttrar, gefur gull í mund, hjá orkusölun- um sem og kaupendum. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi hjá Landsvirkjun, staðfestir að vetrarregnið færi fyr- irtækinu mikið fé. Hann veit til að þessa dagana er kynt með inn- lendri orku í Krossanesverksmiðj- unni í Eyjafirði, Mjólkurbúi KEA á Akureyri, hjá hitaveitum, fjar- varmaveitum á Vest- fjörðum og fiski- mjölsverksmiðjum á Suðurnesjum svo dæmi séu tekin. „Rigningin skapar peninga, þannig er það í öllu orkukerf- inu,“ sagði Þorsteinn Hilmarsson þegar hann var inntur eftir orkubúskap í ausandi rigningarveðrum í jólamánuði. „Við erum að nýta okkur litla glufu, sem er kannski ekki nema nokkrir dagar. En engu að síður kemur það öllum vel að geta nýtt sér þetta. Við brugðumst snöggt við hérna hjá Lands- virkjun og fyrirtæk- in reyna að nýta sér tækifærið eins og þau mögulega geta,“ sagði Þor- steinn. „Við getum að sjálfsögðu ekki reiknað út það dæmi hvað einn rigningardropi eða regnskúr færir okkur í tekjur,“ sagði Þorsteinn þegar við lögðum þá erfiðu spurn- ingu fyrir hann til gamans. „Það er flókið dæmi að reikna og ekkert einhlítt svar við því. En ætli megi ekki svara því svo að það fari eft- ir því hvar regndropinn fellur, hvort hann lendir á nefbroddinum á manni eða inni á virkjunar- svæði." Svartolía eða rafmagn Ástandið í lónum Landsvirkjunar hefur verið nokkuð stöðugt undan- farið, en rigningai-flóðin að undan- fórnu eru kærkomin til að auka á vatnsmagnið, sem var afar lítið í haust, þegar lónin fylltust ekki. Kaupendur ótryggðrar orku sem svo er kölluð þurfa að nýta olíu- katla til framleiðslu á varaafli, þeg- ar vatnsframleiðslan fullnægir ekki eftirspuminni. Á ýmsum stöðum þar sem raforkukerfið er nægilega öflugt hefur verið reynt að skapa hvata til að menn fjárfesti í raf- skautskötlum en eigi gömlu olíu- katlana og geti gripið til þeirra sem varaafl, enda sýnir reynslan að það er ekki á vísan að róa varðandi orkukaup í stórum stíl. DV heyrði í gær í Jóhanni Pétri Andersen, framkvæmdastjóra í Krossanesverksmiðjunni. Hann sagði að það væri gott mál að geta nýtt innlendu orkuna en fyrir verk- smiðjuna hefði þetta ekki mikið að segja þessa stundina, loðnuveiðin hefði verið svo treg að lítið hráefni hefur borist. Ef allt hefði verið eins og venjan er, þá væri þarna um að ræða hið besta mál. -JBP Dyflinnarferð borgarfulltrúanna: Árni Þór sagði ósatt - segir Jóna Gróa Sigurðardóttir borgarfulltrúi Jóna Gróa Sigurðardóttir borgar- fulltrúi segir í samtali við DV að það sé ósatt að það hafi verið ætlunin frá upphafi ferðar að borgarfulltrúar kæmu heim á undan hópnmn til að ná aukafundi sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins höfðu ekki hug- mynd um við brottforina frá íslandi. Hins vegar tilkynnti formaður Veitu- stofhana Jónu Gróu eftir að komiö var tO Dyflinnar að til stæði að halda aukafund í borgarstjóm á mánudegi. Ekki nefndi hann tilefnið - sem reyndist vera útsvarshækkun R-list- ans. Borgarfulltrúar R-lista flugu um" London til Reykjavíkur og náðu til fundar. Jóna Gróa ákvað aftur á móti að fylgja hópnum síðar um daginn. Sú tilhögun að fljúga um London kostar borgarbúa um 200 þúsund krónur aukreitis, að sögn Jónu Gróu. „Ég hafði ekki hugmynd um þenn- an fund eða breytingu á heimferðinni þegar ég fór út með hópnum til Dublin," sagði Jóna Gróa í samtali við DV í gær. „Formaður veitustofnana sagði mér fyrst frá þessu þegar við vorum komin til Dublin. Hann nefhdi ekki hvert tilefnið væri, ég hafði ekki Jóna Gróa Sigurðardóttir, borgar- fuiltrúi D-listans. hugmynd um útsvarsmálið. Auðvitað hafði ég samband við mitt fólk heima á laugardag, þá hafði frést af þessum fundi og mér sagt að óþarft væri fyrir mig að koma á fundinn og stofna þannig til aukakostnaðar, varamaður tæki sæti mitt að þessu sinni,“ sagði Jóna Gróa. „Ámi Þór er hlutdrægur og segir ekki satt frá í fréttinni í DV, borgar- fulltrúar R-listans vissu um fundinn og heimflugið áður en þeir fóru utan,“ segir Jóna Gróa. Hún fullyrðir að Al- freð hafi haft í fórum sínum farmiða, Dublin-London-Keflavík fyrir fjóra borgarfulltrúa og hafi verið búinn að undirbúa þessa leið heim. „Ef ég er ólögleg að hafa ekki mætt á þennan fund, eins og Ámi Þór seg- ir, þá er nú blessaður borgarstjórinn meira en lítið ólöglegur í hafnar- stjóminni. Það er ekki siður embætt- ismanna að vera með dylgjur í garð borgarfulltrúa. Árni Þór hefur gleymt að hann er embættismaður og aðstoð- armaður borgarstjóra. Hann átti því ekki að leyfa sér að vera með pólitísk- ar dylgjur og tala um að sjálfstæðis- mönnum væri afar gjamt á að hengja sig i formsatriði eins og mætingar borgarfulltrúa. Mér fmnst aðstoðar- maður borgarstjóra ekki geta leyft sér að tala um ólögleg forfóll mín þennan dag,“ sagði Jóna Gróa sem hefur setið í borgarstjóm frá 1982. -JBP Krakkarnir í 2. bekk Giljaskóla á Akureyri fengu frí frá venjulegu námi í gærmorgun. Þeir tóku sig til ásamt kenn- urum sínum, brugðu sér i bæinn, fóru á kaffihús og fengu sér kakó og sitthvað gott með. Á leiðinni var komið við á Ráðhústorgi og skoðað stóra jólatréð sem Akureyringar fengu að gjöf frá vinabæ sínum, Randers í Dan- mörku. DV-mynd -gk Veðurklúbburinn Dalbæ: Styttist í norðan stórhríð DV, Dalvík: Veðurklúbburinn á Dalbæ hefur sent frá sér jólaspána. Klúbbfélagar segja að nóvemberspáin hafi gengið eftir, rysjótt og frekar leiðinlegt veð- ur, og telja líklegast að þetta tungl, sem klárast 18. desember, verði svip- að og verið hefur, rysjótt og um- hleypingasamt. Allflestir klúbbfélagar hafa tii- finningu fyrir því að það styttist í góða, hraustlega norðanstórhríð og mikla snjókomu en eiga erfitt með að tímasetja hana, þó í síðasta lagi í kringmn miðjan janúar. Þetta byggja menn á draumum og ýmsu öðru. Tveir klúbbfélaga töldu að þetta yrði 18. desember, með nýju tungli. Jólin verða hvit samkvæmt spám klúbbfélaga, þó svo að ein i klúbbn- um væri hörð á því að þau yrðu rauð. Enn eru mikíar umræður um jarðskjálfta hjá þeim félögum og eru allir sammála um að jarðskjálfta- hrinumar séu ekki búnar og jafnvel rétt að byija. Næsta spá frá Veðurklúbbnum kemur svo í byijun janúar og htur ekki vel út með þá spá núna en nóg um það í bili. Að lokum vilja klúbbfé- lagar senda öllum landsmömium bestu jóla- og nýárskveðjur, með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. -hiá Hverageröi: Knútur Bruun aft- ur í bæjarstjórn DV Hveragerði Eftir að Einar Hákonarson sagði af sér í bæjarstjóm Hveragerðis ný- lega vora miklar vangaveltur hér hver tæki sæti hans. Einar hefur verið eini fulltrúi D-lista sjálfstæðis- manna í bæjarstjóm þetta kjörtíma- bil en Sjálfstæðisflokkurinn í Hveragerði klofnaði fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Guðbjörg Þórðardóttir, sem var í 2. sæti D-listans, er flutt úr bænum og Knútur Bruun var í 3. sæti. Hann hefur verið afar tregur við að fara aftur í slaginn. Sagðist hafa fengið nóg af því. Fjórði maður á lista, Hjalti Helgason, var því næstur bæj- arstjórnarsætinu. Á fundi í félagi D-listamanna í Hveragerði nýverið sagði Knútur þó að hann væri tilbúinn til þess að taka sæti í bæjarstjóm, þrátt fyrir allt. Samþykkt var að hann tæki sæti Einars og að Hjalti Helgason yrði varamaður hans. Knútur sagði i stuttu samtali við DV að hann vonaðist til að geta breytt ástandinu í bæjarstjórn þannig að tekið væri aukið tillit til mannlegra þarfa bæjarbúa. Ekki að- eins að líta á peningahliðina varð- Knútur Bruun. DV-mynd ÞÖK andi framkvæmdir og uppbyggingu. í bæjarstjórn eiga nú sæti fjórir frá L-lista, klofningur úr Sjálfstæðis- flokknum og einn hver frá Fram- sókn, H-lista og D-lista. Gísli Páll Pálsson, forstjóri dvalarheimilisins Áss/Ásbyrgis, er forseti bæjar- stjórnar. eh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.