Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Qupperneq 14
Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOl.TI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysíngar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vísindi í fjötrum í iðnaðarráðuneytinu liggur tilbúið til undirskriftar plagg þar sem ráðherra veitir íslenskum hveraörver- um ehf. rannsóknarleyfi til hagnýtra rannsókna á ör- verum á nánar tilgreindum jarðhitasvæðum á íslandi. Um er að ræða sérleyfi þar sem jafnframt eru veitt fyr- irheit um forgang að áframhaldandi sérleyfi til rann- sókna á örverum á jarðhitasvæðunum eftir að rann- sóknarleyfið rennur úr gildi, að fimm árum liðnum. Sérleyfi þetta tekur til leitar, söfnunar og rannsókna á örverum á jarðhitasvæðum á íslandi í hagnýtum til- gangi. Iðnaðarráðherra sagði í gær að málið væri í undirbúningi en gat ekki sagt hvenær leyflð yrði form- lega gefið út. Fátt hefur valdið meiri deilum í samfélaginu undan- farin misseri en gagnagrunnsfrumvarpið. Samkvæmt því skal veita einum aðila, íslenskri erfðagreiningu, sérleyfi til rekstrar miðlægs gagnagrunns með heilsu- farsupplýsingum íslendinga næstu 12 árin. í miðjum þeim átökum skýtur upp kollinum fyrirtæki, íslenskar hveraörverur, sem að meirihluta er í eigu aðstandenda íslenskrar erfðagreiningar. Þegjandi og hljóðalaust undirbýr iðnaðarráðuneytið sérleyfi fyrir þetta fyrir- tæki og virðist þá engu skipta að annað íslenskt fyrir- tæki hefur í áratug stundað rannsóknir á hitakærum örverum. í það verkefni hafa farið hundruð milljóna króna, meðal annars úr norrænum iðnþróunarsjóðum. Þetta fyrirtæki, Genís, er í eigu Pharmaco, Háskóla íslands og fleiri aðila. Stjórnarformaður þess segir að fótunum verði kippt undan rekstri þess fái annar aðili einkaleyfi til rannsóknanna. Hann segir fyrirtækið aldrei hafa sóst eftir sérleyfum á þessu sviði til þess að ýta öðrum út. Slíkt væri nýtt í íslensku þjóðfélagi og raunar væru sérleyfi eitthvað sem talið var tilheyra fortíðinni. Stjórnarformaðurinn áskilur sér að vonum rétt til skaðabóta veiti iðnaðarráðherra einkaleyfi til þessara rannsókna. Áætlanir iðnaðarráðuneytisins um að útiloka aðra en íslenskar hveraörverur frá þessum rannsóknum og hagnýtingu þeirra eru út í hött. íslenskar hveraörver- ur eiga að fá sama rétt og aðrir til þeirra rannsókna en ekki forréttindi sem verða til þess eins að eyðileggja dýrmætt rannsóknarstarf annarra. í yfirlýsingu frá ís- lenskum hveraörverum í gær sagði að torsótt væri að fá inn nægjanlegt fjármagn til þess að byggja upp öfl- uga starfsemi hér á landi nema til kæmi einhvers kon- ar sérleyfi. Þann vanda fyrirtækisins getur iðnaðar- ráðuneytið ekki leyst með því að ganga á rétt annarra. Ráðherra segir starfsmann sinn hafa unnið að mál- inu frá því í vor og í nánu samstarfi við vísindamenn á þessu sviði. Það kannast Þorsteinn Sigfússon, eðlis- fræðiprófessor og formaður Rannsóknarráðs ríkisins, ekki við. Hann setur mikinn fyrirvara við þessa fyrir- huguðu leyfisveitingu og bendir á að Rannsóknarráð geri ráð fyrir því að þekkingariðnaður vaxi mjög hér á landi á næstu árum. Hann muni meðal annars fela í sér nýtingu sérþekkingar og viðskiptatækifæra í fram- haldi af því. Augljóst má því vera að sérleyfi eins aðila setur miklar skorður í þeirri framþróun og gengur gegn þeim hugmyndum sem menn hafa um frjálsan markað og frjáls vísindi. Undirbúningur rannsóknarsérleyfis- ins í iðnaðarráðuneytinu sýnir að það er á villigötum. Iðnaðarráðherra hefur enn tækifæri til þess að snúa frá þeirri villu. Jónas Haraldsson FOSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 I kvöldfréttum Sjónvarps 7. þ.m. lýstir þú þeirri skoðun þinni, að hið kristna viðhorf væri að gera náunganum gott og þar með væri rétt að við tækjum afstöðu með frumvarpinu um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Jafnframt sagðir þú, að hin mikla andstaða, sem læknar og visindamenn hefðu uppi gegn því, væri hættuleg og illa rökstudd. Þá léstu þau orð falla, að allir kristnir menn mættu hafa skoðun á þessu frá siðferði- legum og trúarlegum sjónarhóli og nefndir t.d. biskupinn til sögunn- ar. Ætla ég hér með að leyfa mér að slást í þennan hóp. Ég er alveg sammála þér og sr. Jakobi Ág. Hjálmarssyni, að krist- inn maður hlýtur að taka afstöðu á grundvelli þess, hvort hann telji málatilbúnaðinn verða samborg- urum sínum til gagns eður ei og sú afstaða mun einnig ráða, hvort hann tekur þátt í tiltæki þessu, þegar á framkvæmdina reynir. Hjálmar Jónsson alþingismaður. - „Á hvaða plánetu hefur þú verið?“ spyr greinarhöfundur. Osiðlegt, hættu- leg og ókristilegt - svar til Hjálmars Jónssonar alþm. vegar ekki orðið var við mikla þátttöku stjórn- málamanna í þessari umræðu og allra síst þingmanna stjórnar- meirihlutans, sem ætla að tryggja máli þessu framgang nú á jólafóst- unni. Þessir þingmenn voru þó búnir að taka afstöðu í málinu í vor eftir flokkspólitískum línum (og að því er virðist ekkert frekar af kristnum sjónarhóli) áður en það komst í há- mæli og áður en vitinu var komið fyrir ykkur og þið þvinguð til að leggja málið fram til al- mennra umræðna. „Söfnun tæmandi upplýsinga um alla þegna eins þjóðfélags á einn stað og á forræði einkafyrir- tækis á viðskiptagrunni skapar grundvöll gríðarlegrar valdasöfn- unar. Þau völd geta spillt, þótt síðar verði.“ Kjallarinn Sigurbjörn Sveinsson læknir Eins hlýtur hann að skoða hvort eitt- hvert annað fyrir- komulag geti orðið til meira gagns og þá hvort það, sem menn hafa á prjón- unum, kunni að skaða eða hefta framgang þess, sem betur reynist. Þá verður einnig að skoða hvert mál með tilliti til þess, hvort það getur beinlínis skaðað samborgarana og lagt hömlur á frjáls- an vilja þeirra til að hafa áhrif á eigin afdrif. Ég veit að við erum sammála um þetta og þaö er grunnforsenda allr- ar frekari hugsun- ar í gagnagrunns- málinu. Um annað erum við sennilega mjög ósammála og varðar það ekkert hið kristna sjónar- horn. Órökstudd sjónarmið? Það kemur mér mjög á óvart, að þú skulir halda því fram, að sjónarmið lækna og vísindamanna séu illa rökstudd. Ég spyr nú bara: Á hvaða plánetu hefur þú verið? Síðan í vor hefur gríðarlegur fjöldi greina birst í fjölmiölum, og ráðu- neyti og þingmönnum hafa borist tugir rökstuddra álitsgerða, sem mæla gegn fjölmörgum atriðum í þvi frumvarpi, sem þið ætlið nú að fara að samþykkja. Ég hef hins Þetta er alvarlegt umhugsunar- efni. Hættuleg sjónarmið? í annan stað sagðir þú, og færð- ir ekki rök fyrir þínu máli, að mál- flutningur okkar væri hættulegur. Þessari fullyrðingu er erfltt að mæta, þar sem hún var sett fram að því er virðist út í bláinn. Ég get ekki túlkað hana á annan veg, a.m.k þar til eitthvað annað kem- ur fram en rakalaus andmæli við andófinu og einhvers konar til- burðir til að hindra málefnalega og lýðræðislega umræðu. Ég tel ekkert ókristilegt við það að telja gagnagrunnsfrumvarpið ósiðlegt, hættulegt, og skaðlegt vís- indunum og framforum í læknis- fræði. Ég hef rökstutt það aðeins nánar i bréfi mínu og margra ann- arra heilsugæslulækna til þín dags. 30. nóv. sl. og þetta hefur komið fram i álitum, sem ég hef átt hlut að. Ég tel það meira að segja mjög kristilegt og borgara- lega skyldu mína að halda þessum skoðunum á loft, ef ég tel, að sam- borgurum mínum farnist betur, ef famar verða aðrar leiðir, en ráð er fyrir gert til að skýra snertiflöt meingenanna og sjúkdómanna. - Það mun fyrirhugaður gagna- grunnur ekki gera. Ókristileg sjónarmið? Ég vil svo leyfa mér í lokin að minna þig á eitt. Rauði þráður hins nýja sáttmála er frelsi mannsins, eins og Lúther benti svo vel á. Til viðbótar því er einn af undirtónum bæði nýja og gamla testamentisins aðvörun við takmarkalausu valdi. Eins og þú veist vel hefur verið sagt: Vald spillir, algert vald gjörspillir. í þjóðfélagi okkar daga eru upplýs- ingar eftirsóttar. Þeim fylgja völd. Söfnun tæmandi upplýsinga um alla þegna eins þjóðfélags á einn stað og á forræði einkafyrirtækis á viðskiptagrunni skapar grund- völl griðarlegrar valdasöfnunar. Þau völd geta spillt, þótt síðar verði. Þær ástæður einar nægja mér til að veita þessu máli alla þá mótstöðu sem ég get, og það frá kristnum sjónarhóli. Sigurbjörn Sveinsson Skoðanir annarra Stjórnvöld og hámarksverð hlutabréfa „Sú staðhæfíng að íslenskur fjármagnsmarkaður sé að slíta bamsskónum verður varla dregin í efa ... Fyrir liggur sú staðreynd að hvort sem mönnum lík- ar betur eða verr, þá munu einkavædd ríkisfyrir- tæki fyrr eða síðar lenda undir stjórnunarlegum áhrifum þeirra einkafyrirtækja sem sjá sér mesta hagnaðarvon í rekstri þeirra. Spurningin er hvort stjórnvöld hefðu ekki mátt sjá þetta fyrir og verð- leggja hlutabréfin með þeim hætti að tryggt væri að hámarksverð fengist fyrir ríkisfyrirtækin á mark- aði?“ EG í Viðskipti/atvinnulíf Mbl. 10. des. Drifkraftur í einkavæöingu „Ægivald ríkisvaldsins á íslenskum fjármála- markaði er algjört, og með sölu á hlutabréfum í rík- isviðskiptabönkunum er verið að leita leiða til að losa þetta dauðahald ríkisvaldsins og stjómmála- manna ... Það á að vera sérstakt fagnaðarefni fyrir alla að íslenskur fjármálamarkaður sé orðinn það þroskaður að allir landsmenn geta tekið þátt i þessu mikla verkefni og það án þess að taka mikla áhættu. Ekki geta stjórnmálamenn haft á móti því að al- mennum launamönnum gefist kostur á slíku? Hér sátu allir við sama borð, hinir efnameiri og þeir sem minni fjárráð hafa. Þessi aðferð verðbréfafyrirtækja og banka er sá drifkraftur sem skort hefur í einka- væðingu ríkisfyrirtækja. Gagnrýni fárra stjórnar- þingmanna breytir þar engu um.“ Úr forystugrein Viðskiptablaðsins 9. des. Gagnrýni á Hæstarétt „Stjórnmálamenn hafa gagnrýnt að Hæstiréttur hafi verið skipaður fimm dómurum en ekki sjö í þessu máli, en dómurinn hefur alveg nákvæmlega sama vægi þrátt fyrir það. Ég lít á þessa gagnrýni stjómmálamanna á réttinn vegna þessa kvótamáls sem einhvers konar pirring vegna þess að niðurstað- an veldur því að taka verður kvótamálin til endur- skoðunar á Alþingi ... Þetta er nú einu sinni æðsti dómstóll landsins og mér finnst ekkert koma fram í dómnum sem er ámælisvert, að mínum dómi.“ Helgi Laxdal í Degi 10. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.