Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Page 15
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 15 Þrír bláþræðir Ferð Clintons forseta til Miðaust- urlanda um helgina átti að verða sigur- for. Ætlunin var að staðfesta friðarsam- komulag ísraela og Palestínumanna sem gert var í síð- asta mánuði, og sýna kjósendum heima fyrir í leið- inni að hann væri sá sem réði, utan- lands sem innan, þrátt fyir Móníku- málin. En ein vika er langur tími í pólitík, og mánuður heil eilífð. Allt er nú öfug- snúið frá því sem var eftir kosningarnar í nóvember og friðarsamkomulagið í Wye Mills. Sigurför Clintons fellur í skuggann af ákæru til embættis- missis, sem dómsmálanefnd full- trúadeildarinnar samþykkir eftir helgina. Sú bjartsýni sem ríkti fyr- ir fáeinum nokkrum dögum er að víkja fyrir kvíða og óvissu. Póli- tisk staöa Clintons hangir nú á bláþræði. alla burði til að verða með merkari forsetum. Nú mun hans verða minnst fyrir hneykslis- mál aðallega, ef full- trúadeildin ákærir. Þetta eru örlagatímar í forsetatíð Clintons. Gaza Staða Bandaríkjanna meðal Arabaríkja í Mið- austurlöndum stendur og fellur með samkomu- laginu sem gert var í Wye, einkum vegna hefðbundinnar þjónkun- ar Bandaríkjanna við israelsk sjónarmið. Til að sýna í verki að Bandaríkin séu óvilhöll mun Clinton lenda á nýja alþjóðaflugvellinum í Gaza og ávarpa þing Palestínumanna. f eina tíð hefði þetta eitt verið frétt ársins. En sú frétt mun falla í skuggann af þingfréttum frá Washington. Netahanyahu hefur í raun afneit- að samkomulaginu. Öfgasinnar í Kjallarinn Gunnar Eyþórsson blaöamaður Örlagatímar Það hefur legið fyrir frá upphafí að dómsmálanefndin muni ákæra Clinton. Það sem er nýtt er að sá meirihluti demókrata og hófsamra repúblikana í fulltrúadeildinni allri, sem var andvígur ákæru, er að því er virðist horfinn. Nú er svo mjótt á munum að velta kann á einu atkvæði innan tveggja vikna, hvort réttað verður yfir for- setanum í öldungadeildinni. Þessu veldur tómarúm í forystu repúblikana. Gingrich er úr sög- unni og nýr leiðtogi tekur ekki við fyrr en í janúar. Á meðan hafa hægri öfgamenn undirtökin í þing- flokknum, undir forystu DeLays nokkurs. Öldungadeildin mun ekki dæma Clinton frá embætti. Til þess þarf tvo þriðju atkvæða, sem ekki eru til staðar. En réttarhöldin ein gætu rúið Clinton æru og áhrifum heima og erlendis, að ekki sé minnst á arfleifð hans. Hann hafði Bill Clinton, Yasser Arafat og Benjamin Nethanyahu. - „Ailir þrír hanga á bláþræði og á þeim sama bláþræði hangir síðan friðarsamkomulagið." ísarel ætla að fella stjórnina ef hann gerir það ekki, og harm er fundvís á tyliiástæður. Hann kenn- ir Palestínumönnum um allt, og neitar að afhenda það land sem samið var um í Wye. Nethanyahu hangir á bláþræði, en heldur áfram að sölsa undir sig hemumið land þvert á öll loforð. Á sama tíma vatnar ört undan Arafat, hann er sakaður um að vera leppur Isarels- stjórnar, og á í blóðugu stríði við sína eigin andstæðinga. Hann hang- ir líka á bláþræði. Clinton sýnir mikið hugrekki með því að koma til Gaza og sýna samstöðu með Arafat með því að ávarpa Palestínuþingið. Þetta er þó ekki í takt við þau sjónar- mið sem mest er hampað í Bandaríkj- unum. Þrátt fyrir lofsverða viðleitni getur Clinton ekki beitt ísrael nauðsyn- legum þrýstingi. Þar veldur miklu hversu skuldbundinn hann er ísraelskum þrýstihópum í Bandaríkjunum, og aldrei meira en nú, þegar hann þarf á liðveislu allra þing- manna að halda til að bjarga póli- tísku lífí sínu. Friðarsamkomulagið er undir þessum þremur mönnum komið. Allir þrir hanga á bláþræði og á þeim sama bláþræði hangir síðan friðarsamkomulagið. Gunnar Eyþórsson „Þrátt fyrir lofsverða viðleitni getur Clinton ekki beitt ísrael nauðsynlegum þrýstingi. Þar veldur miklu hversu skufdbundinn hann er ísraelskum þrýstihópum í Bandaríkjunum ogaldrei meira en nú, þegar hann þarf á liðveislu allra þingmanna að halda til að bjarga pólitísku lífi sínu.“ Hjálparstarfsemi viö Mið-Ameríku í DV. fímmtud. 3. des. sl. er grein um framlög til hjálparstarf- semi í fjórum ríkjum Mið-Amer- íku, er urðu fyrir ægilegum skaða frá fellibyl. Talið er að nálægt 20.000 manns hafi farist og um 4 milljónir manna hafí misst allt sitt eða því sem næst, auk gereyðingar á vegakerfi og skólum, sjúkrahús- um og svo framvegis. Jörðin er gjörónýt á fjölda svæða. Fram- kvæma þarf umbyltingu til að nytja hana aftur. Glöggar lýsingar í spænskum blöðum hafa glögg- og umkomuleysi eins og sakir standa. Margar þjóðir sendu hátt- setta fulltrúa sína á flóðasvæðin. Sonur Spánarkonungs fór á vett- vang til stuðnings almenningi og uppörfunar. Margir lánardrottnar strikuðu út fyrri lán og buðu nýtt framlag til hjálpar. Flestum er vel kunnungt um hina miklu fátækt er var hjá þessum þjóðum. Al- menningur getur því ósköp lítið gert sér til bjargar nema með hjálp utan frá. Hvílík rausn Umrædda grein, sem vitnað er til, skrifar for- maður Rauða kross Islands, Anna Þrúður Þor- kelsdóttir. Hún þakkar eðlilega góð viðbrögð sumra deilda Rauð kross ís- lands. Svo bætir hún við: „én bæði almenningur og íslenska ríkisstjórnin hafa þar lagt sitt af mörkum“. Hér vil ég sann- arlega gera mikinn greinarmun á. Jafnan hefur al- menningur sýnt svona málum mikinn vel- vilja og lagt mikið fram. En núverandi ríkisstjóm sýndi enga rausn. Halldór Ás- grímsson lagði til á fundi hjá ríkisstjórn- inni að framlagið yrði tvær milljónir ís- lenskra króna. Það var samþykkt. Hvílik rausn! Á sama tíma er það marg tuggið í eyru þjóðarinnar að nú ríki mesta góðæri á landinu á þessari öld og það sé ríkis- stjóminni að þakka! Hærra framlag Nokkru áður en „framlagið" kom í ljós hafði ég farið í þjóð- arsálina og lagt til að ríkisstjórnin legði fram sem samsvaraði einum USA dollar á hvem Islending eða um kr. 70. Þetta yrðu þá um kr. 19,2 milljónir króna. Anna Þrúður treystir sér ekki til þess að nefna framlag ríkis- stjórnarinnar i tölu, sem vonlegt er. - Eft- ir að „framlagiö" kom í ljós hafa fjöldamargir beðið mig að koma aftur i þjóðarsálina og gera kröfu um hærra framlag. Ég rita þess stuttu grein til að vekja at- hygli á málinu og í von um að rausn rík- isstjórnar okkar verði meiri en nú er. Við skulum ekki gleyma hvað við fengum vegna ægi- legra hamfara hér á landi fyrir skömmu og svo í gos- inu í Eyjum. Æskilegt væri að draga úr hégómlegum ferðum og fleim í svipuðum dúr og auka framlag í nafni íslensku þjóðar- innar. Það yrði í þökk hennar. Jón Ármann Héðinsson „En núverandi ríkisstjórn sýndi enga rausn. Halldór Ásgrímsson lagði til á fundi hjá ríkisstjórninni að framiagjð yrði tvær milljónir ís- lenskra króna. Það var samþykkt. Hvilik rausn!u ar lýsingar verið nær daglega af hörmungum fólkins, sjúkdómum Kjallarinn Jón Ármann Héðinsson fyrrverandi alþingismaður Með og á móti Henry Birgir Gunn- arsson, Manchest- er United-aðdáandi. Heföi Man.Utd átt skilið að vinna Bayern Miinchen í meistaradeildinni? Eru miklu betri „Ekki nokkur spurning. Þeir réðu leiknum og áttu færin á meðan ekkert var að gerast hjá Bæjurum og það var ekki vegna styrk- leika Bæjara sem United kláraði ekki leikinn, heldur þeirra eigin klaufa- skapur. Færin voru alveg til staðar þótt þau hafi oft verið fleiri. Skot Andy Cole fór t.d. rétt fram hjá eft- ir frábæran undirbúning félaga hans og svo kom langbesta færi United þegar Ronny Johnsen fær tækifæri i tvígang inni í markteig í upphafi síðari hálfleiks en tekst á einhvern óskiljanlegan hátt að klúðra því en hann var reyndar nýkominn inn á og því ískaldur sem er kannskí skýringin. Mesta bitið fór síðan úr sóknarleik United er þeir misstu Dwight Yor- ke út af í meiðsli en hann hafði verið mjög ógnandi og réð Ghana- maðurinn í vöminni ekkert við hann. Ég veít til þess aö ákveðnum Bayem-aðdáendum létti mikið er Yorke fór út af. Það má segja að lánið hafi leikið við Bæjara eina ferðina enn. Skemmst er að minn- ast fyrri leiks liðanna í Þýskalandi og svo leiks þeirra á móti Barcelona á Spáni. En þetta er í lagi því bæði lið eru áfram og mín tilfínning er sú að hlutskipti þess- ara liða verði ólíkt þegar upp verð- ur staðið í maí, því United hefur sýnt að það hefur alla burði til að fara alla leið þar sem það er lang- sterkasta sóknarlið Evrópu. Tutt- ugu mörk í riðlakeppninni tala sínu máli og vömin verður orðin firnasterk þegar keppni hefst að nýju. En hvað getur maður sagt um lið eins og Bayern sem tapar fyrir Bröndby" Bayern spilaði út á jafntefli „Þeir áttu það innilega ekki skilið að vinna þennan leik. Bayern fór í þennan leik með því hugar- fari að halda jöfnu og vinna þar af leiðandi riðilinn. En það fékk náttúrlega mikla pressu á sig í upphafi leiks- ins sem gat ekki endað nema með því að fá mark á sig og urðu leik- menn því að setja í annan gir þeg- ar þeir voru komnir undir. Reynd- ar gátu þeir engan veginn tapað leiknum og mættu sterkir til leiks í upphafi siðari hálfleiks og jöfn- uðu 1-1. Svo fjaraði leikurinn bara út og bæði lið fóru sátt eftir að Bayern; skoraði þetta jöfnunar- mark. Elber fékk svo mjög gott færi sem hann hefði getað nýtt og skilað Bayern sigri og ég gæti talið upp endalaust af svipuðum færum. Það verður að segjast eins og er að Bayern er heilsteyptara en Manchester United sem veit ekki alveg hvað varnarleikur er. Þetta lið mun ekki að mínu mati ná miklu lengra en það hefur náð fram að þessu - þeir eru komnir þangað sem þeir hafa getu til. I Evrópubolta þarf maður bæði að geta sótt og varist. Þannig er það nú að besta lið á Bretlandseyjum getur bara sótt en knattspyrna gengur út á það að geta bæði sótt og varist." -hb Andri Sigþórsson, fyrrum ieikmaður Bayern Miinchen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.