Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 18
^ 34 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Fréttir____________________________________________________________________________________pv Skattrannsóknastjóri fann svartan milljarö í veitingahúsum á 4 árum: Veitingamenn óttast heim- sóknir í jólahlaðborðið Ríkisskattstjóri hefur sent fyrir- -*■ tækjum í veitingageiranum bréf þar sem bent er á að eftirlitsmenn geti hvenær sem er kannað starf- semi fyrirtækjanna, ástand tekju- skráningar, bókhald, skattskil og starfsmannahald. Veitingamaður í Píanóbekkir Margar gerðir og litir LEIFSH.MAGNÚSSONAR GULITEIGI6 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI568 8611 Reykjavík sagði í samtali við DV að heimsóknir skattrannsókna- manna og gerlateljara heilbrigðis- eftirlitsins væru vægast sagt óþægilegar á matmálstímum og væru lítt lystaukandi fyrir gestina. Veitingareksturinn í landinu hefur verið í stórfelldri rannsókn sl. fjögur ár. Skúli Eggert Þórðar- son skattrannsóknastjóri tjáði DV að undanskot af veltu upp á á 900 milljónir hefðu komið í ljós við rannsóknir á veitinga- og gistihús- um á Qórum árum. Skúli sagði að þar væri aðeins um 30 fyrirtæki að ræða. Aðeins hluti af þessari upp- hæð hefur skilað sér til ríkissjóðs og ekki mun oft hafa komið til fangelsunar vegna þessara brota. Brotlegir eru hins vegar dæmdir í himinháar sektargreiðslur. Bréfið hrellir Ríkisskattstjóri segir í bréfi sem hrellt hefur marga veitingamenn: „Rekstraraðilar mega meðal ann- ars búast við því að talið verði upp úr sjóðvélum og niðurstöður úr þeim talningum bornar saman við innstimplaðar fjárhæðir, að tekin verði niður nöfn starfsmanna og þær upplýsingar bornar saman við innsendar staðgreiðsluskilagrein- ar. Jafnframt má búast við að ósk- að verði eftir því að bókhald og tekjuskráningargögn verði afhent til frekari athugunar." í bréfinu er vakin athygli á því að eftirlitsaðgerðir kunni að verða framkvæmdar hvenær sem er á af- greiðslutímanum í veitingahúsum og gistihúsum. Óþægilegar heimsóknir „Maður getur átt von á að þeir komi á háannatíma og hnýsist í alla hluti, ekki síst ef þeir koma þegar við erum að „servera“ mat- inn og jólahlaðborðið standandi uppi. Ég get ekki ímyndað mér að það sé löglegt að ráðast inn þegar verst stendur á hjá okkur,“ sagði kona, veitingamaður í Reykjavík, sem hafði samband við DV. Hún sagði að eftirlitsmenn væru að öðru leyti velkomnir til sín. „Kjarni málsins er að það er hópur manna í þessum rekstri sem vill hafa hlutina í lagi og er að berjast við það. Þeir eru að keppa við aðra sem ekki er hægt að keppa við, menn sem greiða laun undir borðið og taka hluta veltunnar í að greiða rekstrar- gjöld," sagði Skúli Eggert. Hann sagði að samráðsfundur hefði verið haldinn með Samtök- um veitinga- og gistihúsa og fé- lagsskapnum Matvís, samtökum fagstétta sem starfa í veitingahús- um. Niðurstaðan varð sú að ríkis- skattstjóri sendi frá sér upplýsing- ar og leiðbeiningar um hvernig haga á bókhaldi. Nú er bréf hans og leiðbeiningar komnar til eig- enda veitingahúsa. -JBP I I I I ( ( Keflavíkurverktakar keyptu á dögunum rafknúinn bfl af gerðinni Peugeot 106 sem notaður verður til sendiferða innan svæðis á Keflavfkurflugvelli og til Reykjanesbæjar. Er þetta fimmti rafbíllinn af þessari gerð sem seldur er hér á landi. Keflavíkurverktakar munu halda skýrslu um rekstur bílsins næstu árin og bera saman við rekstur hefðbundins bensínbfls. Á myndinni ( afhendir Guðmundur Hermannsson, framkvæmdastjóri Jöfurs, t.v., Þóri Helgasyni, fulltrúa Keflavíkurverktaka, rafbílinn. DV-mynd ÞÖK I------------------------------------------------------------------------I Jólagetraunin 1998. 6. hluti \ I Hver er hjálparsveinn Jóla? ; □ Súsanna Svavarsdóttir □ Björk □ Vigdís Grímsdóttir ; Nafn________________________________________________________________ ; I Heimilisfang________________________________________________________ ; ! Staður________________________________ Sími__________________________ ! Sendist til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkt DV - Jólagetraun •------------------------------------------------------------------------1 2. verðlaun eru Akai-hljómflutningstæki, að verðmæti 54.900 krónur, frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2. Samstæða þessi er með stafrænu útvarpi með FM/MW/LW-bylgjum, RDS og 30 minnum. Magnarinn er umhverfismagnari (270w+83w+83w eða 2x120+30+30w RMS) með full- komnu Dolby ProLogic-hljóðkerfi, tónjafnara með popp-, rokk-, jass-, bgm-, klassík- og flat- hljómi. Innstunga erfyrir heyrnartól og hljóðnema, auk klukku og vekjara. Þá er í þessari stæðu þriggja diska geislaspilari með 30 minnum og handahófsspilun og tvöfalt snældutæki með sí- spilun. Öllu er stjórnað með fullkominni fjarstýringu. Jólasveinninn er í óöaönn aö koma sér til byggöa meö gjafirnar. Til að geta komist meö allar gjafirnar hefur Sveinki ráðið sér hjálparsvein. En þar sem sveinki er gamall og gleyminn þekkir hann ekki alla sem bjóöa sig fram í starfið. Þar kemur aö ykkur, lesendur góðir, aö hressa upp á minni sveinka. Hver hefur boðist til aö hjálpa honum í dag? Hver er hjálparsveinn Jóla? Krossiö viö rétta nafnið, merkiö seöilinn meö nafni og heimilisfangi og klippiö hann út úr blaðinu. Geymiö seöilinn á vísum stað. Áríðandi er aö öllum svarseöl- unum, 10 aö tölu, sé safnaö saman áöur en þeir eru sendir blaðinu. Ekki senda hvern seðil fyrir sig. Tíundi og síöasti hluti jólagetraunarinnar mun birtast í DV17. desember. Skilafrestur verður 23. desember. Dregiö veröur milli jóla og nýárs. Verið með því vinningarnir eru glæsilegir. 2. verðlaun Jólagetraun DV - 6. hluti: Hver er hjálparsveinn Jóla? ( ( ( ( ( ( ( ( ( í i ( ( í (

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.