Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Page 26
V 42 FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 Afmæli Þórdís Jónsdóttir Þórdís Jónsdóttir, fjármálastjóri Dreifingar hf., til heimilis aö Stiga- hlíð 60, er sextug í dag. Starfsferill Þórdís fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá „Skólanum á kirkjuloftinu”, þar sem nú er safnaðarheimili kirkj- unnar. Hún vann á sumrin við síld- arsöltun er hún hafði aldur til, eins og flestir unglingar á Siglufirði á þeim tíma. Fyrst var hún hjálpar- stúlka móður sinnar sem var í hópi fljótvirkustu síldarstúlkna á Siglu- firði, síðan saltaði hún sjálf á Sunnuplaninu. Að loknu gagnfræðaprófi fór Dísa, eins og hún var kölluð af fjöl- skyldu og vinum, einn vetur í Hús- mæðraskólann á Laugarvatni. Þórdís flutti síðan með foreldrum sínum til Reykjavíkur og hefur síð- an átt þar heima. í Reykjavík vann Þórdís fyrst hjá Mjólkur- samsölunni, starfaði sið- ar hjá Landsbankanum og var svo flugfreyja hjá Loftleiðum í átta ár. Þórdís hefur síðan ver- ið fjármálastjóri hjá heildversluninni Dreif- ingu hf. Jafnhliða því starfi hefur hún verið flugfreyja hjá Atlanta. í tengslum við starf sitt hefur Þórdís sótt nám hér á landi og erlendis, m.a. eitt ár í Noregi og sex mánuði í Englandi í tungumálum, tölvu- vinnslu, bókhaldi og fjármálastjóm. Fjölskylda Þórdís giftist 6.3. 1971 Hauki Hjaltasyni, f. 6.3. 1940, forstjóra Dreifingar hf. Hann er sonur Hjalta Jónssonar, f. 30.8. 1903, d. 18.5. 1971, verksmiðjustjóra hjá 0. Johnson & Þórdís Jónsdóttir. Kaaber, og Jóhönnu Gústu Baldvinsdóttur, f. 19.11. 1911, húsmóður sem nú dvelst á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Dóttir Þórdísar og Hauks er Charlotta Maria Hauksdóttir, f. 31.5. 1972, ljósmyndari og flug- freyja. Sonur Þórdísar er Jón Daði Ólafsson, f. 20.4. 1964, við MA-nám i tölvu- og viðskiptafræðum í Bandaríkjun- um, en kona hans er Ásdís Óskars- dóttir, f. 12.6. 1964, og eru böm þeirra Tinna Ýr, Daði Þór og Sandra Dís. Þórdís er næstyngst í hópi fimm systra. Systur hennar era Anna Sig- ríður, f. 25.6. 1926, d. 14.4. 1979; Sig- urdís Alda, f. 11.4. 1930; Halldóra, f. 27.8. 1933; Helen, f. 4.7. 1940. Foreldrar Þórdísar: Jón Þorkels- son, f. 10.3. 1896, d. 11.3. 1979, skip- stjóri og verkstjóri hjá Síldarverk- smiðju ríkisins og síðar síldarmats- maður, frá Siglufirði, og k.h., Sigur- laug Davíðsdóttir, f. 31.10. 1906, verkakona og húsmóðir, ættuð frá Hvammstanga er nú nýtur umönn- unar á Hrafnistu í Reykjavík. Ætt Foreldrar Jóns voru Þorkell Sig- urðsson og k.h., Anna Sigríður Jónsdóttir. Þau reistu nýbýlið Landamót á Siglufirði og voru börn þeirra oftast kennd við það. Foreldrar Sigurlaugar voru Davíð Guðmundsson og k.h., Þórdís Hans- dóttir. Þau voru í hópi fyrstu Hún- vetninga sem settust að á Hvamms- tanga. Andlát Kjartan Magnússon Kjartan Magnússon kaupmaður, Lindargötu 11, Reykjavík, lést á Landakotsspítala að morgni fimmtudagsins 3. desember. Útfór hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 11. desember, kl. 13.30. Starfsferill Kjartan fæddist í Ólafsvík 15.7. 1917 en ólst upp á Hellissandi fyrstu árin. Hann flutti ungur með fjöl- skyldu sinni til Reykjavikur þar sem hann ólst upp í Vesturbænum í stórum systkinahópi, lengst af við Lágholtsveg á Bráðræðisholtinu. Hann var í Miðbæjarskólanum og stundaði síðar nám við Kvöldskóla KFUM. Faðir Kjartans fórst með togaran- um Jóni forseta út af Stafnesinu 1928 og fór Kjartan því ungur að vinna fyrir heimilinu ásamt móður sinni og eldri systkinum. Hann UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Heiðarholt 6, 0203, Keflavík, þingl. eig. Jónasína Þórðardóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, miðviku- daginn 16. desember 1998, kl. 10.00. Mánagata 9, Grindavík, þingl. eig. Pétur Gíslason, gerðarbeiðendur Grindavíkur- bær og íslandsbanki hf., útibú 542, mið- vikudaginn 16. desember 1998, kl. 15.30. S ÝSLUMAÐURINN f KEFLAVÍK starfaði m.a. hjá Sigurþór Jónssyni, úrsmið og reiðahjólakaupmanni í Hafnarstræti og hóf ungur störf hjá Dagbjarti Sigurðssyni, kaupmanni við Vesturgötu. Þar var hann fyrst sendisveinn, síðan við afgreiðslu- störf og varð síðan verslunarstjóri, átján ára, við verslun sem Dagbjart- ur starfrækti á homi Ránargötu og Ægisgötu. Loks starfaði hann í versluninni Höfn sem Dagbjartur starfrækti við Vesturgötu á móts við Garðastræti. Á stríðsárunum átti Kjartan vörubifreið, ásamt öðrum, sem hann ók eitt sumEir við gerð flug- vallarins í Vatnsmýrinni. Hann stundaði leigubílaútgerð á stríðsár- unum, ásamt Þórði Péturssyni, og ók sjálfur leigubíl um skeið. Þá starfaði hann við Heildverslunina Eddu skamma hríð. Kjartan stofnaði, ásamt Jasoni Sigurðssyni, kjöt- og nýlenduvöru- verslunina Jason & Co að Efsta- sundi 27 í Reykjavík árið 1947. Þeir starfræktu verslunina saman til 1959 er Jason dró sig í hlé. Eftir það rak Kjartan verslunina Kjartansbúð í Efstasundi 27 til ársins 1984. Hann starfaði síðan við húsvörslu hjá Verslunarbankanum í Bankastræti og síðar fslandsbanka frá því í árs- byijun 1986-91 er hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Kjartan æfði og keppti með KR í knattspyrnu, handbolta og hlaupum á unglingsáranum og vann í sjálf- boðavinnu við framkvæmdir á gamla KR-skálanum i Skálafelli. Hann var hverfisstjóri i heimavam- arliðinu á stríðsáranum, var einn af stofnendum IMA, Innkaupasam- bands matvörakaupmanna, var í > —i nýtt hefti á öllum sölustöðum Mikið að lesa fyrir jíflð, í i.a.: al Bráðavaktin að tjaldabaki FHögandi diskar: og fleiri framtíðardraumar ffsMt Bí'jiÆháétvk I Bivlh.ii líjf.k J Tveir menn í bala . ^. Ebola - banvæn IeyndariS!áI| fulltrúaráði Sjálfstæðis- flokksins um árabil og fé- lagi i Oddfellowreglunni. Fjölskylda Kjartan kvæntist 16.10. 1943 Guðrúnu H. Vil- hjálmsdóttur, f. 3.11.1922, húsmóður og kennara. Hún er dóttir Vilhjálms Árnasonar, f. 16.10. 1873, d. 7.1. 1956, húsasmíða- meistara í Reykjavík, og s.k.h., Þóreyjar Jónsdótt- ur, f. 26.6.1880, d. 10.2.1961, húsmóð- ur. Börn Kjartans og Guðrúnar era öll búsett í Reykjavík. Þau era Vil- hjálmur Þór, f. 28.12.1943, verkfræð- ingur og háskólakennari, kvæntur Guðrúnu Hannesdóttur, forstöðu- manni Starfsþjálfunar fatlaðra; Magnús Rúnar, f. 7.6. 1946, leigubil- stjóri í Reykjavík, en kona hans er Jóhanna Björk Jónsdóttir þroska- þjálfi; Anna, f. 4.11. 1949, starfsmað- ur við Landsbankann, gift Sigurði O. Péturssyni bankastarfsmanni; Kjartan Gunnar Kjartansson, f. 27.6. 1952, blaðamaður við DV, kvæntur Mörtu Guðjónsdóttur, kennara við Landakotsskóla; Ingibjörg Ósk, f. 17.2. 1957, leikskólakennari, gift Garðari Mýrdal, eðlisfræðingi við Landspítalann; Birgir, f. 16.3. 1962, vélvirki; Sveinn Sigurður, f. 6.7. 1967, framkvæmdastjóri en kona hans er Stella Sæmundsdóttir kaup- maður. Barnaböm Kjartans og Guðrúnar eru þrettán talsins og barnabarna- börnin þrjú. Systkini Kjartans: Jóhannes Magnússon, f. 19.7. 1910, fyrrv. kaupmaður í Reykjavík; Hrefna Lea Magnúsdóttir, f. 4.7. 1915, d. 31.5. 1988, húsmóðir í Reykjavík; Rós- björg H. Beck Magnúsdóttir, f. 22.7. 1919, d. 6.12. 1981; Magnús Gunnar Magnússon, f. 3.10. 1923, d. 2.12. 1991, húsasmiður í Reykjavík; Bjarni Magnússon, f. 5.7.1926, fyrrv. yfirvélstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Kjartans voru Magnús Sigurðsson, f. 12.1.1886, d. 28.2.1928, sjómaður á Hellissandi og síðan í Reykjavík, og k.h., Guðrún Jóhann- esdóttir, f. 16.2. 1890, d. 6.12. 1968, húsmóðir á Hellissandi og síðan í Reykjavík. Ætt Magnús var sonur Sigurðar Ólafs, sjómanns í Seiglu í Ólafsvík, Sig- urðssonar, b. á Fróðá, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar Ólafs var Anna yfir- setukona Pálsdóttir, b. í Vindási í Eyrarsveit, Jónssonar og Kristínar Naomi Þorgilsdóttur. Móðir Magnúsar var Þóra Krist- Kjartan Magnússon. björg Magnúsdóttir, b. í Klettakoti, Einarssonar og Sigríðar Brandsdóttur, b. í Miðskógum í Dölum, Bjömssonar, b. á Sauða- felli, Bjömssonar, b. á Brimilsvöllum, Bjarna- sonar. Móðir Brands var Sigríður Brandsdóttir, á Kolsstöðum í Miðdölum Þorlákssonar, hrepp- stjóra í Miðskógum, Ein- arssonar. Móðir Sigríðar í Klettakoti var Sigríður Jónsdóttir, stúdents á Prestbakka, bróður Hannesar, pr. í Glaumbæ. Jón var sonur Jóns, pr. á Stað í Steingrímsfirði Sveinssonar og Guð- ríðar Jónsdóttur. Guðrún var dóttir Jóhannesar, b. í Vindási í Eyrarsveit, Bjarnasonar, frá Norðursetu í Keflavík undir Jökli, Bjarnasonar, frá Hnausum, Jónssonar, b. á Búðum í Eyrarsveit, Jónssonar. Móðir Bjarna frá Norð- ursetu var Þuríður Steindórsdóttir, í Keflavík á HeUissandi, KetUssonar og Margrétar Sveinsdóttur. Móðir Jóhannesar var Steinunn Jóhannes- dóttir, frá Kinn í Staðarsveit, Sig- urðssonar, b. í Kinn, Guðmundsson- ar. Móðir Steinunnar var Ingibjörg Þórarinsdóttir, b. í Berserkja- hrauni, Helgasonar. Móðir Ingi- bjargar var Guðrún Einarsdóttir, b. í Haukabrekku, Þorleifssonar og Ingibjargar Steindórsdóttur. Móðir Guðrúnar var Rósbjörg HaUgrímsdóttir, b. í Miðhúsum í Breiðuvík, HaUgrímssonar, b. í Blönduhlíð, Magnússonar, b. í Hlíð, Guðmundssonar. Móðir HaUgríms í Miðhúsum var Þóra Bjarnadóttir, b. á Dunkárbakka, Þorsteinssonar og Guðrúnar Brandsdóttur. Móðir Rós- bjargar var Þorbjörg Þorkelsdóttir, í Bárðarbúð í Hellnaplássi, Ámason- ar, í Einarslóni, Þorkelssonar. Þor- björg Þorkelsdóttir var hálfsystir, sammæðra, Steinunnar Jóhannes- dóttur. Til hamingju með afmælið 11. desember 85 ára Signý Ólafsdóttir, Efstasundi 3, Reykjavík. Júlíana Aspelund, Stigahlíð 16, Reykjavík. 70 ára Gunnar Ámason, Gullsmára 9, Kópavogi. 60 ára Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Einigrund 20, Akranesi. Hún verður með heitt á könn- unni á afmælisdaginn eftir kl. 20.00. Páll Hjartarson, Grófarseli 17, Reykjavík. Elin Kristín Halldórsdóttir, UnufeUi 27, Reykjavík. Ragnhildur HaHgrímsdóttir, Kársnesbraut 27, Kópavogi. 50 ára Margrét Pálsdóttir, kaupmaður í Liverpool, Suðurgötu 7, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Guðjón Magnússon. Þau taka á móti vinum og vandamönnum í sal á 5. hæð í Reykjavíkur Apóteki, frá kl. 19.00-22.00. Helga Soffía Gísladóttir, Kópalind 12, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Elís Heiðar Ragnarsson. Þau eiga tuttugu og fimm ára hjúskaparafmæli þann 16.12. nk. Þau eru á Kanaríeyjum. Kristín Ólafsdóttir, Borgartúni 34, Reykjavík. Rögnvaldur Gunnarsson, Heiðargerði 57, Reykjavík. Örn Pálsson, Skagaseli 4, Reykjavík. Jón Sigurðsson, Víðigrund 22, Akranesi. Leokadia Piela, Hafnargötu 2, Bakkafirði. 40 ára Kristinn Ómar Herbertsson, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Sigrún Magnúsdóttir, Álftalandi 7, Reykjavík. Birgir Straumfjörð Jóhannsson, Garðhúsum 26, Reykjavík. Ómar Jóhannesson, Svarthömram 20, Reykjavík. Heiðrún Ásgeirsdóttir, VaUarhúsum 13, Reykjavík. Þorleifur Sigurður Ásgeirsson, Fífumóa 3 D, Njarðvík. Barði Kristjánsson, Hlíðargötu 40, Þingeyri. Helga Ottósdóttir, RaftalUíð 8, Sauðárkróki. Vilhjálmur H. Waltersson, SólvöUum 14, Breiðdalsvík. Kristín Anna Þorsteinsdóttir, Austurvegi 8, Vík. staðgreiðslu og greiðslukortaafslóttur Smáauglýsingar og stighœkkandi birtingarafsláttur 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.