Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Page 29
FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1998 45 Eitt kortanna sem myndir Bjarna prýöa. Jólakort á Mokka í dag verður opnuð sýning á myndum eftir Bjama Jónsson, sem unnar vom til birtingar á jólakortum á sjötta og sjöunda áratugnum. Kortin eru ákaflega sérstæð og engu er líkara en áhorfandanum sé gefmn kostur á að skoða jólaundirbúning og jóla- hald í íslenskum hulduheimum. Sýningar Bjami er fæddur 15. september 1934 og var á unga aldri tíður gest- ur á vinnstofum margra okkar þekktustu málara. Hann stundaði nám i skóla frístundamálara og Handíðaskólanum hjá Kurt Zier, Valtý Péturssyni og Hjörleifi Sig- urðssyni. Bjarni er þekktur fyrir teikningar sínar í Speglinum og myndskreytingar á bókum, meðal annars skýringarmyndir í ís- lenskum sjávarháttum eftir Lúð- vík Kristjánsson og teikningar af íslenskum plöntum. Hann hefur málað einstaklega falleg og sér- stæð olíumálverk af íslenskum lágplöntum og vinnur nú að gerð málverka um íslensku áraskipin. Þessar myndir era í senn einstök heimild um líf og störf fyrri tíma og visst listrænt afrek. Bjarni vann á þessu ári minnismerki um erlenda sjómenn sem látist hafa við Vestfirði og afrek björgunar- manna sem lagt hafa líf sitt í hættu þeim til bjargar. Minnis- merkið var reist að Hnjóti við Pat- reksfjörð. Sýningin stendur til 10. janúar 1999. Gísli Rúnar Jónsson leikur Benedikt sem ætlar að skemmta sér ærlega í fjarveru eiginkonunnar. Sex í sveit í kvöld verður sýning á hinum vinsæla farsa, Sex í sveit, á stóra sviði Borgarleikhússins. Hefur leik- ritið verið sýnt fyrir fullu húsi allt frá frumsýningu og á morgun er 40. sýningin. Sex í sveit er dæmigerður flækjufarsi. Hjónakornin Benedikt og Þórann eiga sín leyndarmál og þegar frúin hyggur á heimsókn til móður sinnar sér eiginmaðurinn sér leik á borði að bregða undir sig betri fætinum í fjarveru konunnar. Hann býður hjákonu sinni og vini til helgardvalar í sumarhúsi þeirra hjóna. Svo óheppilega vill tii að eig- inkonunni snýst hugur og hættir við aö fara. Margfaldur misskilning- ur verður til, allt vindur upp á sig og ástandið verður vægt til orða tek- ið ískyggilegt. Leikhús Sex í sveit er eftir Marc Camoletti sem er af flestum talinn einn helsti núlifandi gamanleikjahöfundur. í hlutverkunum eru Björn Ingi Hilm- arsson, Edda Björgvinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Gísli Rúnar Jónsson, Rósa Guðný Þórsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir. Leikstjóri er María Sigurðardóttir. 8-villt á Kaffi Reykjavík Hljómsveitin 8-villt hefur verið í stuttri hvíld að undanfornu en er nú komin á fullt eftir mannabreyt- ingar. í kvöld og annað kvöld ætlar hljómsveitin að skemmta gestum á Kaffi Reykjavík. Sem fyrr er hljóm- sveitin skipuð fjórum stúlkum sem sjá um sönginn og fjórum strákum sem sjá um hljóðfæraleikinn. Nýju meðlimirnir eru Kristjana Þórey Skemmtanir Ólafsdóttir, Ragnheiður Edda Við- arsdóttir, Cecilia Magnúsdóttir og Matthías Vilhjálmur Baldursson. Fyrir í hljómsveitinni eru Bryndís Sunna Valdimarsdóttir, Sveinn Pálsson, Árni Ólafsson og Andri Hrannar Einarsson. Unun á síðdegis- tónleikum Hljómsveitin Unun leikur á síð- degistónleikum Hins hússins og Rásar 2 í dag kl. 17 á Geysi-Kakó- bar. Unun hefur nýverið sent frá sér geislaplötuna Óttu en einnig eru nýir meðlimir komnir í hljómsveit- ina og eru það Doddi, Viddi og Birna. Fyrir eru dr. Gunni og Heiða. Sóldögg á Gauknum í kvöld og annað kvöld mun hljómsveitin Sóldögg skemmta á Gauki á Stöng. Hljómsveitin er ný- komin úr Danmerkurferð þar sem leikið var fyrir íslenska námsmenn í Kaupmannahöfn. Gestir á Gaukn- um eiga von á að heyra lög af nýj- ustu plötu Sóldaggar sem kom út fyrir stuttu. Hljómsveitin 8-villt skemmti á Gauknum fyrir stuttu og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Veðrið kl. 6 í morgun: Veðrið í dag Víðast þurrt þegar líður á daginn Milli íslands og Grænlands er hægfara 975 mb lægðasvæði, en um 1500 km suðsuðvestur í hafi er vax- andi 978 mb lægð sem hreyfist all- hratt norðaustur á bóginn. I dag er suðvestlæg eða breytileg átt, víða kaldi og léttskýjað austan- lands en smáskúrir eða slydduél sunnan og vestan til. Suðaustan- og austangola og víðast þurrt er líða tekur á daginn, en vaxandi norð- austanátt og rigning suðaustan- og austanlands í kvöld. Hiti 0 til 5 stig. Á höfuðborgarsvæðinu er suð- austan- og austangola og skýjað með köflum. Norðan stinningskaldi í kvöld. Hiti 1 til 4 stig en um frost- mark í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.33 Sólarupprás á morgun: 11.10 Síðdegisflóð í Reykjavík: 12.35 Árdegisflóð á morgun: 01.20 Akureyri Akurnes hálfskýjaó 4 Bergstaöir skýjaö 4 Bolungarvík léttskýjaö 2 Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. 4 Keflavíkurflv. skýjaö 3 Raufarhöfn alskýjaó 1 Reykjavík skýjaó 2 Stórhöföi úrkoma í grennd 4 Bergen skýjaö 5 Helsinki kornsnjór -7 Kaupmhöfn alskýjaö -2 Oslo snjókoma -2 Þórshöfn skúr á síó. kls. 8 Þrándheimur léttskýjaö -3 Algarve heióskírt 9 Amsterdam rigning 3 Barcelona þokumóóa 10 Berlín snjókoma - -12 Chicago heiöskírt -1 Dublin hálfskýjaó 3 Halifax léttskýjaó -2 Frankfurt snjókristallar -1 Glasgow lágþokublettir 4 Hamborg þokumóöa -5 Jan Mayen þokuruóningur 0 London þokumóöa 7 Lúxemborg rigning 1 Mallorca skýjaö 9 Montreal alskýjaó 1 Narssarssuaq alskýjaö -8 New York alskýjaö 7 Nuuk snjók. á síö. kls. -7 Orlando léttskýjaö 19 París skýjaö 8 Róm þokumóóa 5 Vín þokumóöa - -13 Washington alskýjaö 8 Hálkublettir á Reykjanesbraut Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum en hálku- blettir á Reykjanesbraut og í Árnessýslu. Flughált er á Holtavörðuheiði en hálka á Öxnadalsheiði. Á Vestfjörðum er ófært um Hrafnseyrarheiði og þæf- Færð á vegum ingsfærð á Dynjandisheiði. Hálka er á Steingríms- fjarðarheiði og á Kletthálsi, þar er þungatakmörk- un 7 tonn á öxul. Á Möðrudalsöræfum er snjóþekja. Að öðru leyti er greiðfært um þjóðvegi landsins. Ástand vega 4^ Skafrenningur m Steinkast Hálka E Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir ófært Œl Þungfært (g) Fært fjallabílum Sonur Margrétar og Davids Litli drengurimi á myndinni sem fengið hefur nafnið David, er sonur hjónanna Margrétar Magn- úsdóttur De Leon og Davids De Leon. Hann fæddist í Dickson, Barn dagsins Tennessee í Bandaríkjunum 26. ágúst síðastliðinn og var við fæö- ingu 3500 grömm og 51 sentímetri. Meö honum á myndinni eru hálf- systir hans, Júlíana Bryndís Sig- þórsdóttir, 13 ára, og Cynthia Star Hanner, 6 ára. Fjölskyldan býr í Bandaríkjunum. Samuel L. Jackson leikur lög- reglumann sem þarf að beita sér- þekkingu sinni til að leita réttar síns. Samningamaðurinn Sam-bíóin hafa sýnt undanfarið spennumyndina The Negotiator. í henni leikur Samuel L. Jakson of- urlöggu, sérfræðing í aðgerðum gegn mannræningjum, sem dag einn stendur frammi fyrir því að vera ásakaður um að hafa stolið úr sjóðum lögreglunnar og myrt sinn besta vin. Aðeins Jackson veit að hann gerði ekkert af því sem hann er ásakaður um og veit einnig að hann getur ekki sannað sakleysi sitt gagnvart yfirmönn- um þar sem greinilegt er að um samsæri gegn honum er að ræða innan lögreglunnar. Til að fá mál- iö á hreint tekur hann fólk í gísl- ingu, meðal annars lögreglumenn, og ’///////// Kvikmyndir 'Æjjt býr um sig á tuttug- ***** ustu hæð í háhýsi. Heimtar hann að honum sé feng- inn samningamaður sem hann þekkir til og er úr öðru lögreglu- umdæmi. Hefst nú mikið tauga- stríð milli tveggja manna sem báðir eru færir í sínu fagi og treysta engum. í aðalhlutverkum eru Samuel L. Jackson og Kevin Spacey. Leik- stjóri er F. Gary Gray. Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: A Smile like Yours Bíóborgin: Mulan Háskólabíó: Taxi Háskólabíó: Út úr sýn Kringlubíó: The Negotiator Laugarásbíó: Blade Regnboginn: There's Something about Mary Stjörnubíó: Knock off m Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Lárétt: 1 yfirhöfn, 5 kyn, 8 liðamót, 19 bæ, 9 hærra, 10 þvoði, 12 endist, 14 fæði, 15 nábúi, 16 matarveisla, 17 hanka, 18 þvottur, 19 mikil. Lóðrétt: 1 djörf, 2 naut, 3 skordýr, 4 eldurinn, 5 áköf, 6 saur, 7 báturinn, 11 karlmannsnafn, 13 kæpa, 14 ekki, 15 varúð, 17 einkennisstafir. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skýli, 6 ól, 8 ver, 9 æðra, 10 örar, 11 nið, 12 gleðina, 15 gatinu, 18 ónum, 20 æði, 21 merar, 22 að. Lóðrétt: 1 svög, 2 kerlan, 3 ýra, 4 lærði, 5 iðni, 6 óri, 7 laða, 13 etur, 14 nuða, 15 góm, 17 lið, 19 MA. Gengið Almennt gengi LÍ11 . 12. 1998 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,310 69,670 70,800 Pund 115,720 116,320 116,970 Kan. dollar 44,980 45,260 46,120 Dönsk kr. 11,0150 11,0730 10,9120 Norsk kr 9,0800 9,1300 9,4210 Sænsk kr. 8,5720 8,6200 8,6910 Fi. mark 13,7930 13,8750 13,6450 Fra. franki 12,5080 12,5800 12,3750 Belg. franki 2,0329 2,0451 2,0118 Sviss. franki 51,7400 52,0200 50,3300 Holl. gyllini 37,2100 37,4300 36,8100 Pýskt mark 41,9500 42,1700 41,4800 ít. líra 0,042350 0,04261 0,041930 Aust. sch. 5,9600 5,9970 5,8980 Port. escudo 0,4087 0,4113 0,4047 Spá. peseti 0,4928 0,4958 0,4880 Jap. yen 0,590300 0,59390 0,574000 írskt pund 104,150 104,790 103,160 SDR 97,400000 97,98000 97,690000 ECU 82,2500 82,7500 81,5900 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.