Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Kirkjuferjujaröirnar í Ölfusi: 50 milljóna loðdýra- skuldir féllu á ríkið Forsjá og umsjón landbúnaðarráðu- neytisins með ríkisjörðunum að Kirkjuferju og Kirkjuferjuhjáleigu í Ölfusi hefur verið sérstæö síðasta ára- tuginn. Landbúnaðarráðherra úthlut- aði jörðunum til ábúðar skömmu fyr- ir jól, eins og greint var frá í forsíðu- frétt DV í gær og er sú úthlutun um- deild, en það er forsagan ekki síður. Þann 20. mars 1991, eða skömmu fyrir þingkosningar það ár, gerði Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi landbúnaðarráðherra, samning við ábúendur jarðanna um að kaupa af þeim fasteignir og lausafé tengt ref- arækt sem þá var stunduð á báðum jörðum en komin í þrot. Kaupverðið var hátt í 50 milljónir króna á þáver- andi gengi. Rök ábúenda og lögmanns þeirra fyrir þessum viðskiptum voru þau að ríkið keypti af þeim fasteignir og lausafé þar sem þeir væru orðnir of skuldsettir til að stuðningsaðgerðir ríkisvaldsins við loðdýraræktina dygðu þeim. Þeir yrðu því að bregða búi ef ekki kæmi eitthvað annað og meira til svo tryggja mætti áfram- haldandi búsetu á jörðunum og koma í veg fyrir frekari útgjöld ríkisins. Samningurinn við ábúendur á Kirkjufeiju var upp á 36 milijónir króna og 26 milljónir átti aö greiða með því að yfírtaka skuldir. Kaup- samningur um eignirnar á Kirkju- ferjuhjáleigu var upp á 11,5 milljónir. Þar af voru yfirteknar skuldir 9 millj- Á Kirkjuferju, annarri tveggja jarða sem landbúnaðarráðherra úthlutaði til ábúðar skömmu fyrir jól, er sorpurðunarstaður Sunnlendinga. DV-mynd ÞÖK ónir. Skuldir ábúenda á báðum jörð- unum voru einkanlega við Stofnlána- deild landbúnaöarins, Landsbankann og Byggðastofhun. Þáverandi ráð- herra hafði ekki heimild í fjárlögum til þessarar samningsgerðar. Þegar ný ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar tók við eftir kosningamar vorið 1991 settist Halldór Blöndal í stól land- búnaðarráðherra og Friðrik Sophus- son í stól fjármálaráðherra. Hvorugur hafði áhuga á því að taka þennan samning í arf þar sem engin laga- heimild fyrir honum fyrirfyndist. Þeir frystu því allar greiðslur samkvæmt honum og leit- uðu til ríkislögmanns sem taldi samninginn ólögleg- an. Hann stæðist ekki ákvæði jarðalaga um kaupskyldu ríkisins á fasteignum ef ábúandi væri að flytjast af jörð- inni. Þá væri ríkinu ekki skylt samkvæmt lögrmum að kaupa lausafé, kaup- verðið væri ekki byggt á úttekt hlutlausra aðila auk þess sem húsin væru ekki nauðsynleg til al- menns búrekstrar og ættu því að metast til lægra verðs en hin nauðsynlegu hús. Miklar deilur urðu á Al- þingi vegna löggildingar á samningnum og svo fór að aldrei fékkst lagaheimild fyrir honum. Ábúendurnir höfðuðu loks mál til þess að fá ríkið til að efna samning Steingrims J. Sig- fússonar. Lyktir málsins urðu þær að þriggja manna ráðherra- nefnd núverandi rikisstjómar, þeirra Davíðs Oddssonar, Guðmundar Bjamasonar og Friðriks Sophussonar, komst að þeirri niðurstöðu að efna samninginn með því skilyrði þó að ábúendumir vikju af jörðunum. -SÁ Siggi tattoo kominn frá Flórída: Reyndu að hrekja mig úr Hlíðunum Ibúamir kalla stofuna Hlíða-Tattoo en í raun heitir hún Fafner mc Tattoo eftir vélhjólaklúbbi á Suðumesjum en þaðan kemur Siggi tattoo. Siggi er bjartsýnn og hann opnaði húðflúrstofu á homi Lönguhlíðar og Mávahlíðar: „íbúamir hér í Hlíðunum tóku mér illa í upphafi. Strax og það spurðist um hverfið að ég væri að opna tattoo- vinnustofu i Lönguhlíðinni var reynt að bregða fyrir mig fæti á allan hátt. Það var hringt í öll yfírvöld og ég klag- aður í bak og fyrir en allt kom fyrir ekki. Ég opnaði stofúna og var ekki bú- inn að vera lengi þegar allir vom bún- ir að taka mig í sátt,“ segir Siggi tattoo sem er ættaður úr Vogum á Vatns- leysuströnd og heitir fullu nafni Sig- urður Erlendsson. Hann bjó alla sína tíð í Vogum og vann í fiski þar til hann flutti vestur um haf fyrir nokkmm árum. Þar datt hann í tattoo-ið: „Ég var í Jacksonville í Flórída og vann fyrst á stofu sem heitir Big City Tattoo. Þaðan flutti ég mig yfir til All American Tattoo og endaði hjá Tattoo Billy en Billy var sá alflinkasti og kenndi mér allt sem ég kann,“ segir Siggi og viðurkennir að hann sakni Billys. En Siggi er ekki einn í Hlíðunum. Með honum er kærastan sem hann kynntist á bar í Jacksonville og heitir Valerie de la Hanty. Kærastan dvelur langdvölum hjá Sigga í Hlíöunum og kann því vel: „Það var mikið að gera fyrir jólin en nú er allt steindautt. Þess vegna æfi ég mig nú á lærunum á kæmstunni og kann þvi vel,“ segir Siggi tattoo. Tattoo-verk hjá Sigga í Hlíða-Tattoo kostar frá fimm þúsund krónum upp í fimmtíu þúsund krónur - allt eftir stærð og litafjölda. Startgjaldið er þó Siggi Tattoo og Valerie de la Hanty bíða eftir viðskiptavinum í Hlíðunum og á meðan stækkar myndin á lærinu. DV-mynd Hilmar Þór alltaf fimm þúsund. Verkið sem hann þessa dagana á eftir að leggja sig á er að skapa á lærinu á kæmstunni fjöratíu og fimm þúsund fullgert. -EIR Menningarhús á landsbyggðinni Á næstu árum munu menningar- hús rísa á nokkrum stöðum á lands- byggðinni og er það sameiginlegt verkefni ríkis, sveitarfélaga og ein- staklinga. í sumum tilvikum yrði um að ræða endurnýjun á gömlum húsum en annars staðar yrði að ráð- ast í nýjar framkvæmdir. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði að verkefnið kæmi til með að kosta verulega fjármuni en ekki væri vitað um hve háa upphæð yrði að ræða. Ríkið mun bera meiri hlut eða um 60%. Menntamálaráðherra er sérstak- lega falið að vinna að undirhúningi menningarhúsanna. „Þetta er ekki gamla félagsheimil- ishugmyndin sem áður var þekkt og hefur gert heilmikið gagn,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra, Þeir kynntu fyrirhuguð menningarhús. Björn Bjarnason menntamáiaráð- herra, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Davtð Oddsson forsætisráð- herra og Páll Pétursson félagsmálaráðherra. DV-mynd Hilmar Þór „heldur er þetta hugmynd sem lýtur að því að reisa menningarhús á til- teknu árabili í þeim kjördæmum sem fjærst liggja Reykjavík." Húsin yrðu að öllum líkindum á Egilsstöð- um, Sauðárkróki, ísafirði, Akureyri og í Vestmannaeyjum. Aðrir staðir era þó ekki útilokaðir. Davíð sagði að húsin ættu að geta veriö með listviðburði og starfsemi sem ríkisvaldið meðal annars og aðrir aðilar styrkja beint á höfuð- borgarsvæðinu. „Það er í lögum um margvíslegar þær menningarstofn- anir sem ríkisvaldið rekur að þeim beri að sinna og rækta landsbyggð- ina enda era þetta stofnanir í eigu allra landsmanna. Þrátt fyrir góðan vilja hefur veriö annmarki á því að hægt væri að rækta þetta hlutverk." -SJ Ráöuneyti í ólestri Ríkisendur- skoðim hefur gert fjölda athuga- semda við rekst- ur landbúnaðar- ráðrmeytisins, annars ráðuneyta Guðmundar Bjamasonar. Reikningar fyrir sérfræðiþjónustu em m.a. sagðir ekki vera lögformleg- ir, rangfærslur komi fram í bók- haldi, skil á ferðareikningum starfs- manna séu óviðunandi og kröfur vegna ofgreiddra launa óinnheimt- ar. Morgunblaðið sagði frá. Jólapakkar ófarnir Jólapakkar sem safnað var í tengslum við jólasveinalandið Norð- urpólinn á Akureyri fyrir jól er enn á landinu og fylla nú 15 stór bretti á Keflavíkurflugvelli. Pakkamir verða fluttir með Cargolux til stríðs- hrjáðra barna í Bosníu og komast ekki til viðtakenda fyrr en um næstu mánaðamót. Dagur segir frá. Baugur á nú Lyfjakaup Eigendur Lyflu ehf., þeir Ingi Guð- jónsson og Róbert Melax, hafa selt Baugi hf. þriðjungshlut sinn í Lyfia- kaupum ehf. Baugur á nú fyrirtækið að fúllu. Viðskiptablaðið sagði frá. Meiri skatttekjur Tekjur ríkisins vegna eignarskatta lögaðila jukust um 547 milljónir króna, eða 33,3 prósent milli áranna 1996 og 1997 að því er fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um rík- isreikning fyrir árið 1997. Aðalástæð- an er bætt eignastaða fyrirtækjanna. Viðskiptablaðið sagði frá. Verslun á íþróttavöllinn Stjórn Kaupmannafélags Akur- eyrar vill að hugmynd um hátt í tíu þúsund fermetra verslanamiðstöð þar sem nú er knattspymuvöllur Akureyringa verði gaumgæfð. Dag- ur sagði frá. Ekki sameinaöar Fréttastofur Ríkisútvarps og Sjónvarps verða ekki sameinaðar, heldur verður samvinna þeirra aukin. Þetta kem- ur fram í samtali við Boga Ágústs- son, fréttastjóra Sjónvarps, í Degi. Réttindi aðfluttra Félagsmálaráðuneytið hefur gefið út upplýsingabækling fyrir útlend- inga sem flytjast til íslands. í honum em upplýsingar um íslenskt samfé- lag, réttindi og skyldur og einnig um þær opinbem stoftianir sem útlend- ingar þurfa að eiga samskipti við þegar þeir koma til landsins. Flugeldar á Netinu Á gamlárskvöld og fram á nýárs- dag var hægt að fylgjast með lifandi myndum af flugeldum yfir Reykja- vík á heimasíöu SPRON á Netinu. Yfir ein milljón manns reyndi að heimsækja heimasíðu SPRON þessa nótt. Mega ekki auglýsa Frambjóðendur í prófkjöri sam- fylkingar í Reykjaneskjördæmi verða að undirrita yfirlýsingu um að þeir auglýsi ekki framboð sitt í fjölmiðlum. Sameiginlegt blað verð- ur gefið út þar sem allir frambjóð- endur verða kynntir. Nýr þjóögarðsvöröur Nýr þjóðgarðsvörður hefur verið settur yfir þjóðgarðinn í Skaftafelli meðan Stefán Benediktsson er í leyfi. Hann heitir Ragnar Frank Kristjánsson og er landslagsarki- tekt. Morgunblaðið sagði frá. Jafnsettur Böðvari í nýrri úttekt Ríkisendurskoð- unai- á stjóm- skipulagi og flár- málum lögreglu- stjóraembættis- ins í Reykjavík segir að sam- kvæmt núgild- andi skipuriti sé staða og hlutverk varalögreglustjórans fremur óljóst og virðist sem hann sé nánast jafn- settur lögreglustjóra, Böðvari Braga- syni. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.