Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Blaðsíða 6
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur
FÖSTUDAGUR 8. JANUAR 1999
Neytendur
Komnir gestir
í öflugu fréttabréfi Önfiröinga-
félagsins er sá háttur hafður á að
taka viðtöl við Önfirðinga heima
og heiman. Þai- segja viðmælend-
ur gjarnEm gaman-
sögur úr héraði.
Nokkuð skondin
saga er í nýjasta
heftinu þar sem
frú Soffla Ingi-
marsdóttir á
Flateyri lýsir at-
viki í Kaupfé-
laginu á staðn-
um hvar hún vann við af-
greiðslu. Bóndi úr sveitinni kom
á mikilli fart og greip innkaupa-
körfu og slengdi í hana einu
kartoni af salemispappír. Eitt-
hvað fannst bóndanum hann
þurfa að útskýra fábrotin inn-
kaup sin þar sem hann stóð í bið-
röð því hann sagði afsakandi svo
heyrðist um alla búö: „Það eru
sko að koma gestir" ...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkorn @ff. is
ST*BCH f#**
>00 TABtfitS
Kjörstjórnin
Vítamínþörf líkamans er breytileg og vissar aðstaeður kalla á aukin bætiefni
eða sérstaka fæðu.
Listmálarinn og lífskúnstnerinn
Steingrímur St. Sigurðsson gerði
þokkalega sölu á bók sinni Lausn-
arsteini eftir að sættir tókust milli
hans og Þorsteins
Thorarensen út-
gefanda. Um ára-
mótin hugðiSt
Steingrímur, sem
er á áttræðis-
aldri, ganga í
hjónaband með
26 ára danskri
blaðakonu. Ekki
hafa enn borist
staðfestar fregnir af gangi þess
máls en listmálarinn mun hafa
snúið heim frá Danaveldi um sein-
ustu helgi; einn á Saga klass. Hann
dró þar upp blokk og liti og teikn-
aði flugfreyjurnar en ekki var sú
danska sýnileg...
Inn úr kuldanum
Sú ákvöröun ríkis og borgar að
reisa veglegt tónlistarhús í
Reykjavík hefur vakið verðskuld-
aða athygli. Hönd í hönd ætla þau
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borg-
arstjóri og Bjöm
Bjarnason
menntamáiaráð-
herra að færa
þjóðinni hina
langþráðu tón-
listarhöll.
Ánægðastir
allra verða
væntanlega hljóðfæraleikarar
Sinfóníuhljómsveitar íslands sem
nú sjá fram á að komast loks inn
úr kuldanum. Þess er skemmst að
minnast að DV lýsti þvi að tónlist-
armennimir sátu dúðaðir á hrak-
hólum við æfingar sínar. Þá var
því lýst að Rut Ingólfsdóttir,
fiðluleikari og eiginkona mennta-
málaráðherra, gekk út af æfingu
vegna kuldans ...
FRAMBOÐSFRESTUR
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-
atkvæðagreiðslu um kjör stjórnar,
trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda
í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið
1999. Framboðslistum eða tillögum skal skila
á skrifstofu félagsins, Húsi verslunarinnar
1. hæð Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 17:00,
fimmtudaginn 14. janúar 1998.
Höfuðverkur
Eftirfarandi vítamín og steinefna-
blanda hafa reynst áhrifarík gegn höf-
uðverk.
Takið 100 mg af níasíni þrisvar á
dag, 100 mg af B-vítamíni gegn streitu
tvisvar á dag eða kalk og magnesium,
sem eru hin róandi lyf náttúrunnar.
Athugið að taka á helmingi minna af
magnesíum heldur en kalki.
Svefnleysi
Svefnlyf unnin úr barbitúrsýru eru
mjög sterk, vanabindandi, geta verið
hættuleg blandist þau öðrum lyfjum
4»
*
Herbagróði
Svo sem alþjóð er kunnugt hef-
ur dr. Jón Óttar Ragnarsson
komist í miklar álnir fyrir tilstilli
hins meinta megnmarlyfs Her-
balife. En Jón Óttar
er ekki einn um að
auðgast því fjöldi
undirsáta hans
hefur einnig gert
út á hina feitu.
Þannig hefur
Sandkorn heim-
ildir fyrir því að
skipstjóri á einu
stærsta skipi ís-
lendinga hafi tekið pokann
sinn og hætt störfum. Það sem tog-
aði skipperinn frá boröi var
einmitt Herbalife og sögur herma
að nú hafi hann sjöfóld laun.
Vandinn er sá að sjómannaafslátt-
urinn er horfinn en á móti kemur
að ýmsir skattalegir möguleikar
fylgja sölunni á megrunarlyfinu ...
Á biðilsbuxum
Vorn gegn vetri
Flestar íslenskar konur
hugsa vel um húð sína og
margar eyða miklum fjár-
munum i alls kyns krem og
smyrsl i leit að hinni eilífu
æsku. En það er ekki nóg að
halda húðinni sléttri og
stinnri með kremum heldur
er líka nauðsynlegt að verja
hana gegn Vetri konungi
sem getur farið illa með
húð allra, þ.e. kvenna, karla
og ekki síst barna.
Hér á landi og annars
staðar á norðlægum slóðum
er húð margra erfiðari við-
fangs á veturna en á sumr-
in. Húðin getur t.d. orðið
þurr eða sprungin vegna
kuldans.
Hér á eftir fylgja nokkrar
tillögur að vamaraðgerðum
gegn kuldanum sem von-
andi mýkja og fegra húð
einhverra.
Skortur á raka
Húðin er sá hluti líkam-
ans sem verður að taka við
flestum neikvæðum fylgi-
fiskum vetrarins.
Eins og áður sagði verður húðin
frekar of þurr á vetruna heldur en á
sumrin. Ástæðuna er m.a. sú að
minni raka er í kalda loftinu heldur
en hlýja sumarloftinu.
Hitakerfi húsa bætir heldur ekki
úr skák því heitt loftið innandyra
þurrkar enn frekar viðkvæma húð-
ina þegar fólk kemur inn úr kuldan-
um.
Kuldaboli bítur kinn og þá er best að klæða sig vel og hugsa vel um húðina. Foreldrar ættu sérstak-
lega að gæta að því að húð barna er sérstaklega viðkvæm fyrir kulda.
Fólk sem þjáist af exemi finnur
yfirleitt meira fyrir því á vetrana
heldur en á sumrin vegna hins
þurra vetrarlofts. Við því verður að
bregðast með feitum kremum eða
olíum.
Ekki er nauðsynlegt að eyða
miklum peningum í dýr krem og
smyrsl. í flestum tilfellum er nægi-
legt að kaupa ódýrt andlitskrem, t.d.
úr stórmarkaði, með mikilli fitu og
Pasta með hvítlauk
og steinselju
Þessi einfaldi pastaréttur er
léttur í maga og einfaldur í mat-
reiðslu.
Uppskrift
500 g pasta
Nýsoðið pasta í smjöri, ólífuolíu, hvítlauk
og steinseljusósu er mjög einföld en
seðjandi og Ijúffeng máltíð.
50 g smjör
2 söxuð hvítlauksrif
nokkrir dropar af ólífuolíu
2 msk. söxuð steinselja
salt og pipar.
Aðferð
1) Sjóðiö pastað hæfilega í
nægu léttsöltuðu vatni.
Skolið af því með heitu vatni
og látið vatniö renna af því á
sigti.
2) Bræðið smjörið á pönnu,
setjið hvítlaukinn í og brúnið
hann í eina mínútu.
3) Hellið pastanu á pönnuna
og blandið hvítlauknum vel
saman viö það, látið krauma
í nokkrar mínútur.
4) Helliö nokkrum dropum af
olíu yfir pastað á pönnunni
og stráið steinseljunni yfir.
Kryddið með salti og pipar og
berið fram heitt. -GLM
bera kremiö síðan á sig áður en
haldið er út í kuldann. Þetta ráð á
ekki síst við um börnin sem hafa
viðkvæmari húð heldur en fullorðn-
ir.
Þeir sem þjást af of þurri húð
ættu að bæta góðri olíu út í bað-
vatnið öðru hverju til að auka rak-
ann í húðinni. Hins vegar ætti fólk
með þurra húð ekki að fara í freyði-
böð því þau geta þurrkað húðina.
Kuldabólga
Margir finna fyrir svokallaðri
kuldabólgu á vetruna. Kuldabólgan
truflar blóðstreymi likamans og get-
ur verið nokkuð sársaukafull.
Háræðamar herpast saman, sumir
fá útbrot eða kláða og í sumum til-
fellum geta vefir líkamans skaðast.
Besta leiðin til að forðast kulda-
bólgu er að vera í þykkum sokkum
og góðum skóm sem halda hita á fót-
unum. Ekki láta upphitað
heimilið eða vinnustað-
inn blekkja þig og hlaupa
út á inniskónum því það
er kjörin leið til að fá
kuldabólgu.
Varir og hár
Margir finna fyrir vara-
þurrk, sprungum í vörum
eða fá frekar frunsur á
vetruna heldur en á
sumrin. Engir fitukirtlar
eru í vöranum öfugt við
aðra hluta andlitsins og
því er gott að nota áburð
við varaþurrk, feitt krem
eða jafnvel vaselín til að
koma í veg fyrir vara-
þurrk vegna kuldans.
Þeir sem eru gjamir á
að fá frunsur ættu að
kaupa sér sérstakt
frunsumeðal í apótekinu
og bera það á frunsuna
um leið og hún myndast.
Vetrarkuldinn hefur
einnig talsverð áhrif á
hár manna sem hefúr til-
hneiningu til að verða
þurrt og líflaust í kuldanum. Góð
hárnæring og djúpnæring öðru
hverju geta lífgað hárið við og gefið
því gljáa og raka.
Ónæmiskerfið
Þótt ótrúlegt megi virðast þarf
fólk ekkert frekar að búast við því
að fá kvef á vetruna heldur en á
sumrin ef rétt er haldið á spöðun-
um.
í sumum tilfellum fær fólk kvef af
of mikilli inniveru og samneyti við
aðra sem era kvefaðir. Það er því
ágætis ráð til að forðast sýklana að
vera mikið úti. Einnig örvar útiver-
an ónæmiskerfið. Uppbygging
ónæmiskerfisins er mikilvæg vörn
gegn kvefi. Einfalt er t.d. að taka C-
vítamín, borða ávexti og annan holl-
an mat og láta ekki streituna ná tök-
um á sér til að halda ónæmiskerf-
inu í góðu lagi. -GLM
Bætiefni við kvillum
Marblettir
Ef þér hættir til að fá marbletti er
ráðlegt að taka 1000 mg af C-vítamíni
með P-vítamíni, rúþeni og hesperídíni
þrisvar á dag til að draga úr við-
kvæmni háræða.
Marblettir verða til þegar smáæðar
undir húðinni rifna.
Beinbrot
Ef þið hafið einhvem tímann bein-
brotnað vitið þið hversu leiðinleg bið-
in eftir því að brotið grói er. Hægt er
að hraða fyrir því að beinið grói með
því að auka neyslu á kalki og D-
vítamíni.
og geta valdið kalktapi. I stað hefð-
bundinna svefnlyíja má taka
tryptófantöflur sem unnar eru úr nátt-
úrulegum aminósýrum og valda syfju.
Áhrifaríkt er að taka þrjár
tryptófantöflur hálftíma fyrir hátta-
tima, eina húðaða kalk- og
magnesíumtöflu þrisvar á dag og þrjár
töflur að auki hálftima fyrir háttatíma
Tíðaverkir
Gott er að taka eftirfarandi bætiefni
gegn tíðaverkju og bjúgi í kjölfar tíða:
50 mg af B6-vítamíni þrisvar á dag (er
þvagörvandi), 100 mg af samsettu B-
vítamíni fyrir og eftir hádegi. -GLM