Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Síða 6
6 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 Préttir Félagar úr björgunarsveitinni Ingólfi eru hér uppi á þaki húss á horni Lang- holtsvegar og Kleppsvegar. Um helmingur af bárujárnsplötunum á þakinu fauk af á laugardagsmorgun. DV-mynd HH Óveöriö á föstudag og laugardag: Annríki hjá lögreglu Það gekk mikið á í óveðrinu á fostudag og laugardag. Frá hádegi á föstudag og þar til á miðnætti á laugardag bókaði lögreglan í Reykjavík 71 mál sem tengdist að- stoð við fólk vegna óveðurs. Hins vegar var rólegt hjá lögreglunni að- faranótt sunnudags og í gærdag. Meðal mála sem komu upp var timbur sem var að fjúka úr hús- grunni við Tröllaborgir, hlutur fauk á bíl við Borgartún og skemmdi hann og hjólhýsi fauk á hliðina uppi í Grafarvogi og olli það skemmdum á bifreið. Strætisvagnabiöskýli í Mosfellsbæ fauk um koli, krana- bóma fauk upp af stórum krana við Holtagarða, tilkynnt var um auglýs- ingaskilti sem var að fjúka á Lauga- vegi og óskað var eftir aðstoð vegna útihúsa sem voru að fjúka í Mos- fellsbæ og var björgunarsveit ræst út til aðstoðar. -SJ Farfuglaheimilið Hafaldan rýmt í gærkvöld DV, Seyöisfíröi: Á föstudaginn brast hér á stór- viðri en úrkoma var lítil sem engin í fyrstu. Vind lægði á laugardags- morgun og eftir hádegi fór verulega að snjóa. Síðdegis kom almannavarna- nefnd saman og tók þá ákvörðun að rýma skyldi farfuglaheimilið sem stendur við Ránargötu undir hlíð- um Bjólfsins skammt utan við bæ- inn. Þarna er mikil snjóflóðahætta, þetta er örskammt fyrir innan þann stað þar sem síldarverksmiðjan Vestdalsmjöl er en hluti hennar eyðilagðist í snjóílóði 19. mars 1995. Þá var mikil mildi að menn sem voru þar að starfi skyldu vera í þeim hluta hennar sem slapp við flóðið en það flutti hluta af mjölhús- inu í brotum i sjó fram. í farfuglaheimilinu búa 13 pólskir farandverkamenn sem starfa hjá fiskvinnslustöðinni Strandarsíld. Þeir gista nú í sumarbústað Seyð- firðingafélagsins í Reykjavík sem er við Garðarsveg, hinum megin í bænum. Þegar snjóalög voru könnuð betur eftir hádegi i dag og mæld kom í ljós að snjór er miklu minni en áætlað var og því hefur hættuástandi nú verið aflýst. -JJ Ólafur Þ. Stephensen: Allt í vinnslu „í leyfisbréfi Landssímans frá síöasta ári var okkur gert að móta og taka í notkun kostnað- arbókhald fýrirtækisins, en það er annað að móta og taka í notk- un og hitt að skila tölum," segir Ólafur Þ. Stephensen, upplýs- ingafúlltrúi Landssimans. Hann segir að það taki sinn tíma að skila tölum til Póst- og fjarskip- stastofnunar. „Það er ákveðin mótsögn hjá Póst- og fjarskipta- stofnun í því að fyrirtækið á annars vegar að taka kerfið í notkun um áramót og á sama tíma að skila tölunum úr því. Tölunum verður skilað um leiö og þær koma,“ segir Ólafur. Hvað varðar upplýsingar frá Landssímanum um færslu á sím- tölum milli símafyrirtækja og seinkun á afliendingu gagna til Póst- og ljarskipstastofnunar seg- ir Ólafur: „Þetta er tæknilegt úr- lausnaratriði og þegar þetta verður að lögum veröa skilyrðin að sjálfsögðu uppfyllt. Það er hins vegar ekki rétt að Lands- síminn skili ekki þessum upplýs- ingum til stofnunarinnar til þess að hindra samkeppni annarra fyrirtækja. Okkar tæknimenn hafa í mörg hom aö líta og þetta er eitt af því sem þeir eru að skoða. En það er einu sinni þannig að keppinautar okkar eru yfirleitt mjög ákafir að fá upplýsingar frá Landssímanum, sem önnur fyrirtæki taka sér yf- irleitt tíma til að vinna," sagði Ólafur. Námsflokkar Hafnarfjarðar bjóða upp á fjölbreytt og gagnlegt nám fyrir fólk á öllum aldri. • Erlend tungumál (byrjenda- og framhaldsnámskeið og námskeið með áherslu á tal). Danska. Norska. Sænska. Enska. Þýska. Franska. ítalska. Spænska. • islenska (málfræði og stafsetning). • Stærðfræði (talnareikningur, alm. brot, algebra, prósentureikn.). • íslenska fyrir útlendinga (byrjenda- og framh. námskeið). • Verkgreinar. Tréútskurður. Fatasaumur. Bútasaumur og „Flís og fix“. Trérennismíði. Eldsmíði. Hnífagerð. Tálgu-námskeið. • Garðyrkja. Hönnun og skipulagning heimilisgarðsins. Skjólveggir og sólpallar. Skipulag innkeyrslunnar. Val og skipulagning trjá- og runnagróðurs. • Fluguköst og fluguhnýtingar • Myndlist og listgreinar. Málun og teiknun. Myndlist fyrir börn og unglinga. Leirmótun. Postulínsmálun. Skrautritun. Silkimálun. Klippimyndir (Silhouette). Myndbrúðugerð úr pappamassa. • ftölsk matargerð og matarmenning • Vorskreytingar og páskaskreytingar • Bonsai (ræktun og meðferð japanskra dvergtrjáa). • Tai Chi Ch’uan (kínversk hreyfilist) • Námsaðstoð fyrír skólafólk 10. bekkur grunnskóla (danska, enska, íslenska og stærðfræði). Framhaldsskólanemendur (íslenska, stærðfræði og erlend tungumál). • Skattaskýrslugerð • Starfstengt nám: • Bókhald og rekstur (bókfærsla / rekstur og bókhald smáfyrirtækja). • MLM markaðssetning (Multi-Level-Marketing). • Betrí gæði í ferðaþjónustu • Heimagisting - stofnun og rekstur Innrítun á vorönn 1999 fer fram dagana 18. - 21. janúar á skrifstofu Námsflokka Hafnarfjarðar, Strandgötu 31,2. hæð, kl. 13 119. Upplýsingar í síma 565 1322. Kennsla hefst skv. stundaskrá 25. janúar í Flensborgarskóla. Námsgjöld greiðast við innritun. Greiðsiukortaþjónusta. Ath! ýmis stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til náms í Námsflokkum Hafnarfjarðar. Landssíminn afhendir ekki kostnaðarbókhald: Landssíminn hindrar Námsflokkar Hafnarfjarðar - segir Arnar Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Íslandssíma Númer verða eign rétthafa Um næstu áramót mun renna út síðasti frestur sem símafyrirtæki hafa tfl að innleiða frjálsan flutning símanúmera þegar rétthafar þeirra „Landssíminn hefur ekki afhent bókhaldsgögn fyrirtækisins þar sem fram á að koma á hvaða þjónustu- leiðum þeir græða og á hvaða leið- um þeir tapa. Almenna símakerfið er undir einokunarumsjá Landssím- ans og þar þurfa aðrir, þ.m.t. Póst- og fiarskiptastofnun, að fá upplýs- ingar um kostnað til þess að hægt sé að keppa við fyrirtækið á þessu sviöi,“ segir Arnar Sigurðsson, sölu- og markaðsstjóri Íslandssíma hf. Hann segir Landssímann draga að afhenda gögn um kostnaðarbókhald fyrirtækisins sér til ávinnings og hindra þar af leiðandi samkeppni. Auk þess segir Amar að fyrirtæki með yfirburða markaðshlutdeild eins og Landssíminn þurfi að hlíta lögum EES og Evrópulöggjöfinni en geri það ekki. „Þeir fá stöðugt að bera undir sig að þeir viti ekki hversu mikifl þessi kostnaður er eða ségjast þurfa að kanna hlutina sjálfir og þetta háir undirbúningi ís- landssíma mjög. Það er með ólíkind- um að fyrirtækið komist upp með þetta,“ segir Amar. Gústav Arnar, forstöðumaður Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að Landssímanum hafi verið sett það skilyrði þegar leyfi fyrirtækis- ins var endurnýjað á síðasta ári að kostnaðarbókhald þess yrði athent í október 1998. „Þeir skiluðu því ekki þá en báðu um frest tfl 1. janúar 1999, en það hefur ekki enn borist," segir Gústav. Hann segir ákvæði í lögum um að beita megi dagsektum í tilfellum sem þessum. „Við höfum ekki enn tekið ákvörðun um hvort við munum beita dagsektum vegna þessa en við munum ihuga það. Það er leiðinleg leið en við verðum að sjá hvað Landssíminn gerir,“ segir hann. Islandssfmi biður þess að geta hafið samkeppni við Landssímann. Gústav Arnar, forstöðumaður Póst- og fjarskiptastofnunar. skipta um þjónustufyrirtæki. Þá geta notendur haldið símanúmeri sinu þegar þeir skipta um símafyrir- tæki. Þessi lög innan Evrópska ef- hahagssvæðisins hafa í dag tekið gildi í nokkrum löndum, þ.á m. Bret- landi og Danmörku. Amar Sigurðs- son segir Landssímann reyna að draga á langinn eins og frekast sé unnt, að veita upplýsingar um tæknilega framkvæmd þessara mála sér til ávinnings, þrátt fyrir tilmæli Póst- og fiarskiptastofnunar. „Við erum búnir að láta Póst- og fiar- skiptastofnun fá upplýsingar um tæknileg atriði hvað þessi mál varða og þeir sendu þær áfram til Lands- símans, en þeir telja sig ekki geta úrskurðað í málinu á meðan yfir- maður tæknideildar fyrirtækisins ber í fyrstu fyrir sig vankunnáttu og síðar að málið væri í athugun," seg- ir Arnar. Hann bætir því við að símtöl hafi nú um rúmlega hálfs árs skeið verið flutt yfir í símkerfi Tals sem út af fyrir sig sé nægjanleg sönnun þess að flutningur síma- númera milli þjónustuaðila sé framkvæmanlegur. „Það er ljóst að þetta háir allri samkeppni og þessi mál verða að fara að skýrast,“ segir Amar. -hb Spenna á Suðurlandi Spenna ríkir á Suðurlandi í próf- kjöri sjálfstæðismanna. Flestir telja þó að poppgoöið og hreinlífismaður- inn Árni Johnsen hafi nokkuð sterka stöðu og geti leyft sér að syngja og spfla alveg fram að prófkjöri án þess að skaði hljót- ist af. Þó þykir það sýnt að keppinaut- ar hans, þeir Óli Rúnar Ástþórs- son, formaður At- vinnuþróunar- sjóðs Suðurlands, og Kjartan Þ. Ólafsson , formaður Fé- lags garðyrkjubænda, séu nokkuð hættulegir en fylgi þeirra mælist þó vart þegar svo skammt er liðið á baráttuna. Nýjasti frambjóðandinn, sem er talinn geta valdið nokkrum usla, er Víglundur Kristjánsson, athafnamaður á Hellu og sonur Kristjáns Árnasonar, fyrrum kandídats í verkalýðsslag Dags- brúnar. Hann er eini Rangæingur- inn í prófkjörinu og vel kynntur í kjördæminu... Musso-laus Fjölnir Þorgeirsson, fiöllista- maður og fyrrum ástmaður Krydd- stúlkunnar Mel B, flutti inn á síð- asta ári allmarga Musso-jeppa en lenti í basli með að fá þá gerðarvið- urkennda og skráða hér á landi. Góðir menn gengu í málið og loks tókst Fjölni eftir nokkurra vikna basl að fá bíl- ana skráða og að koma þeim út. Ein- hvern arð hefur Fjölni tekist að fá út úr þessum viðskiptum því að nú ekur hann sjálfur um á nýjum jeppa. Hann virðist þó ekki alveg treysta eigin vöru því að nýi jeppinn hans er ekki af gerðinni Musso heldur Toyota LandCruiser... Kiddi krani Kristján Þór Júliusson, bæjar- i stjóri á Akureyri, er maður fiölhæf- ] ur eins og hann hefur margsýnt og | sannað. Að undanförnu hefur hann þó aðallega birst almenningi við að undirrita ýmsa samn- inga eða þá að hann hefur veriö sýndur í sjónvarpi sem gröfu- maður. Það er nefni- lega það nýjasta á Akureyri að þar taka háttsettir menn ekki lengur | skóflustungur að nýjum bygg- | ingum heldur er bæjarstjórinn jafn- an settur upp í skurðgröfur og hann látinn taka fyrstu „gröfustunguna". Kristján Þór hefur þótt taka sig vel út í þessu nýja starfi sínu, hann ljómar af ánægju, enda er sennflega grunnt á „gröfumanninum" í okkur flestum karlmönnunum. Kristján Þór hefur líka náð þeirri færni á gröfumar að því hefur verið velt upp hvort ekki sé rétt að veita hon- ]| um réttindi á slík verkfæri... Kosningasmali Þrátt fyrir að nú sé lokiö kosn- ingu í prófkjöri Framsóknarflokks- ins í Reykjavík er síður en svo að friður sé kominn á. Eldar loga milli Finns Ingólfssonar iðnaðarráð- herra og Alfreðs Þorsteinssonar borgarfulltrúa sem sækir að ráðherran- um í fyrsta sæti list- ans. Allraflokka fólki hefur verið sópað inn í Fram- sókn og nú kraumar kjörkössunum, Meðal smala Alfreðs eru þjóðþekktir kratar sem jafn- framt gengu í flokkinn; um stundar- sakir. Sagan segir að stuðnings- menn Finns hafi svarað sókn Al- freðs með því að rugla félagatalið og tilkynna inn þekkta sjálfstæðis- menn án þeirra samþykkis. Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.