Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Side 10
10 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 Kvikmyndahátíð DV My Son the Fanatic: Ást og trú ★★ í þungbúinni verksmiðjuborg á Norður-Englandi býr leigubílstjóri af pakistönskum uppruna ásamt konu sinni og uppkomnum syni. Feðgarnir leita leiða til að hefja sig yflr gráan hversdagsleikann og faðirinn, Parvez, þykist hafa himin höndum tekið þegar sonur hans, Farid, hefur komið sér upp huggulegri hvítri millistéttar- stúlku. Honum þykir því syrta í álinn þegar Farid sparkar stúlkunni og gengur til liðs við íslamska réttrúnað- arreglu. Ekki bætir úr skák að sonur- inn flytur leiðtoga reglunnar inn á heimilið og umtumar öllu í þágu hins helga manns og lærisveina hans. Par- vez leitar skjóls í faðmi vændiskon- unnar Bettinu sem hann hefur lengi kannast við en þarf jafnframt að deila henni með nöturlegum þýskum kaup- sýslumanni sem leggur ofbeldi og kyn- líf að jöfnu. Á yfirborðinu svipar myndinni til breskrar raunsæishefðar og Kureishi, sem meðal annars skrifaði My Beauti- ful Laundrette, liggur mikið á hjarta varðandi hlutskipti síns fólks og þær aðstæður sem þeim er búið. Hér er ást- inni teflt gegn trúnni, bæði öflin bjóða manni sáluhjálpina en allt veltur á því hvemig höndlað er með þau. Manni er löngu morgunljóst af ýms- um myndum að lífið getur oft verið óyndislegt í hina gráa norðri Bret- lands og þessi mynd bætir engu sér- stöku þar við. Hins vegar bjargar hún sér út úr leiðindum með frísklegri frá- sögn og léttum húmor, svo ekki sé tal- að um hreint ágætan leik af hendi hins gamalreynda Om Puri í hlutverki íjöl- skyldufóður sem veit ekki lengur hvað snýr upp og hvað niður. Skapheitur, ákafur og seiðandi stórnefjaður lyftir hann frekar hefðbundinni frásögn upp í góða skemmtun en óneitanlega hefði maður kosið ýmsar aðrar persónur myndarinnar betur skapaðar. Leikstjóri: Udayan Prasad. Handrit: Hanif Kureishi. Aðalhiutverk: Om Puri, Rachel Griffiths, Stellan Skarsgard, Akbar Kurtha. Ásgrímur Sverrisson K v i k m y n d a GAGNRÝNI Kvikmyndahátíð í Reykjavík: Nokkrar góðar í dag Sá voldugi Meðal kvikmynda sem Regnbog- inn sýnir í dag er The Mighty sem fjallar um tvo utangarðsdrengi sem í anda Arthurs konungs og riddara hans við hringborðið ákveða að fara á vit ævintýra og bjóða drekum og djöflum birginn. Allt byrjar þetta þegar hinn ungi Kevin Dillon (Kier- an Culkin) og móðir hans (Sharon Stone) flytja í næsta hús við Maxwell Kane (Elden Henson) sem býr hjá ömmu og afa (Gena Rowlands, Harry Dean Stanton). Hinn þrettán ára Maxwell er risi á hæð og mikill á velli en hræðslu- gjarn og gengur ekki vel í skólanum þar sem hann er ávallt hafður út undan. Kevin er andstæða hans, lít- ill Einstein sem er gáfaðri en allir aðrir jafnaldrar hans og því passar hann heldur ekki inn í félagsskap- inn í skólanum. Maxwell og Kevin ná samt fljótt saman og bæta hvor annan upp og þar sem enginn vill vera með þeim eru þeir einir á báti og kallaðir Frankenstein og Igor af skólafélögunum. Leikstjóri The Mighty er Englend- ingurinn Peter Chelsom. Hann vakti strax athygli með fyrstu kvikmynd sinni, Hear My Song, sem fjallaði um írskan tenór sem hvarf af sjónar- sviðinu en í þrjátíu ár var notaður staðgengill fyrir hann. Sá Ijóti Stjömubíó sýnir á Kvikmyndahá- tíð í Reykjavík nýsjálensku kvik myndina The Ugly sem gerist að mestu á geð- veikrahæli. Þar er fjöldamorðinginn Simon Carthwright (Pa- olo Rotondo) lokaður inn þar sem hann hefur um. Simon segir Karen að hann hafl verið haldinn illum anda sem hafi stjómað gerðum sinum en nú sé sá fjandi farinn úr líkama hans. Þótt sagan sé ekki sennileg er framkoma Simons slík að hún treystir honum í fyrstu og jafnvel stendur sig að því að trúa honum. Á hana renna þó tvær grímur þegar fer að slá út í fyrir honum og brátt ekki verið talinn hæfur ________ til að gangast undir The,^.9'y' P,®0 0 Ro,ondo veit hún ekki hvað er itrt.lhlutverk.nu. sannleikur og hvað ekki. Þvi fleiri sem mótsagnimar verða því ákveðnari verður hún í að kom- ast að því hver sannleikurinn er og hún er hrædd um að hann sé skelfi- legri en nokkuð annað sem komið hefur af vörum Simons. réttarhöld. I fimm ár hefur gæslumaður hans verið lækn- irinn Marlowe (Roy Ward). Dag einn kemur til starfa sálfræðingurinn Karen Shoemaker (Rebecca Hobbs) og er hún fengin til að tala við Simon sem hefur um tíma haldið því fram að hann sé orðinn heill á geðsmun- Flótti frá kreppunni Riding the Rails er ein þriggja heimildakvikmynda á kvikmyndahá- tíð og er hún sýnd í Regnboganum í dag. Þar er farið ofan í saumana á því hvernig lífið var fyrir drengi og stúlkur sem flýðu heimili sín þegar kreppan mikla skall yfir Bandaríkin en talið er að allt að 250.000 ung- menni hafi farið á flakk á fáum árum. Þau ferðuðust yfir þver og endilöng Bandaríkin sem laumufar- þegar í lestum og lifðu á þjóðvegun- um eða reyndu að leita betri lífskjara í borgum. Saga þessara ungmenna hefur verið sögð í textum þjóðlaga- söngvara á borð við Woodie Gut- hrie og Jimmie Rogers og tónlist þjóðlagasöngvara má heyra í mynd- inni sem er áhrifamikið sýnishorn þeirrar upplausnar og rótleysis sem einkenndi kreppuárin. -HK Idioterne: Er ég hálfviti? ★★★★ Lars von Trier þykir með eindæmum sérvitur og hefur getið af sér fremur sérvitringsleg verk, en myndir eins og Brimbrot og sjón- varpssápa eins og Lansinn geta seint kallast hefðbundin. Kannski er það því rökrétt skref fyrir Trier að gera næst mynd um hóp fólks sem býr saman i eins konar komm- únu og leikur markvisst „fávita" eða fólk sem er andlega og líkam- lega fatlað. Við kynnumst hópnum í gegnum Karen, unga konu sem af tilviljun slær saman við leiðtoga hópsins (sem þrífur í hana meðan hann leik- ur æstan fávita á finum veitinga- stað) og sest að um tíma í kommún- unni. Þetta er efni sem er viðkvæmt á allan máta, bæði hvað varðar kröfuna um pólitíska rétthugs- un/félagslega ábyrgð gagnvart slíku fólki - sú krafa er strax brotin í titl- inum - og hvað varðar það ábyrgð- arleysi sem felst í því að leika sér með andlega fötlun; og að leika sér að því að leika sér með andlega fótl- un, t.d. með því að gera um hana kvikmynd. Allt eru þetta málefni sem myndin snertir á, fordómar, sjálfsskoðun, samfélagsleg ábyrgð og ábyrgð einstaklinga (ein sena sýnir að tattúeraðir mótorhjólarum- ar (Hell’s Angels?) eru tillitssamast- ir og umhyggjusamastir, sérstak- lega miðað við borgaralega ná- granna sem vilja kaupa hópinn í burtu) og ekki síst sjálfsmeðvitund miðilsins sjálfs þar sem leikurinn Kvikmynda GAGNRÝNI fer fram á tveimur sviðmn. Þessi sjálfsmeðvitund kemur greinilega fram í sjálfri kvikmynda- tækninni en myndin er gerð undir merki Dogme-film sem fyrirskipar eingöngu notkun á myndavél sem myndatökumaðurinn heldur á (þessi nýja frá Sony með litla skján- um, nú þekkt sem Dogme-mynda- vél) og bannar alla tæknilega eftir- vinnu. Þetta „dogma“ gefur mynd- inni ákveðinn blæ áhugamennsku og á hiklaust ríkastan þátt í því að myndin gengur upp og er eins sterk og raun ber vitni. Hins vegar vinn- ur þetta grófa yfirbragð á þver- sagnakenndan hátt líka gegn mynd- inni þar sem lýsingu, hljóði og leik er stundum ábótavant sem aftur dregur úr áhrifunum. En það er einmitt slík þversögn sem hefur drifið myndir leikstjór- ans og gerir þessa mynd að enn einni ómissandi Trier-myndinni. Líkt og áður spyr Trier mikilvægra spurninga - hvað er það sem gerir einn að fávita og annan ekki? Hvar liggja mörkin milli fávita og „hinna“? Býr lítill bældur fáviti í hjarta hvers manns? Hvað er það sem heillar og hvað er það sem skelfir við þá sem eru „öðruvísi"? - og skilar þeim aftur ósvöruðum - nokkuð sem er mikill léttir innan um allar þær „lausnir” sem Hollywood-kvikmyndagerð gefur okkur stanslaust. Handrit og myndataka: Lars von Trier. Aðalhlutverk: Bodil Jörgen- sen, Jens Albinus, Louise Hass- ing, Troels Lyby, Nikolaj Lie Kaas, Henrik Prip. Úlfhildur Dagsdóttir Festen: Engin venjuleg afmælisveisla ★★★ Það er ekki nóg að koma með nýja og sniðuga formúlu við gerð kvik- mynda eins og þeir félagar Lars von Trier og Thomas Vinterberg hafa gert meö dogma „reglugerðinni", það þarf alltaf að hafa sögu. í kvikmynd Vinterbergs, Fest- en, er þaö fyrst og fremst mögnuð saga sem gerir myndina að áhrifamikilli upp- lifun en auðvitað verður heldur ekki komist hjá því að njóta þess einfald- leika sem dogma býður upp á og allavega í Fest- en kemur það vel út þótt viss yfirborðstækni skili sér ekki alltaf. Festen gerist á sólar- hring. Boðið er til afmæl- isveislu á herragarðs- setri Helge Klingenfeldt í tilefni sextugsafmæli hans. Veislan er haldin í þvinguðu and- rúmslofti þar sem eitt bama hans íjög- urra, Linda, hefur nýverið framið sjálfs- morð. Hin böm hans þrjú, Christian, Hel- ene og Michael, mæta i veisluna og það er strax ljóst að andrúmloftið í fjölskyldunni er rafmagnað og að falin leyndarmál em til staðar. Veislan hefst á hefðbundinn hátt og fer vel fram, allt þar til elsti sonur Christians stendur upp til að halda ræðu Kvikmynda GAGNRÝNI föður sínum til heiðurs. Ræða hans er engin lofræða um fóður hans eins og allir bjuggust við heldur rifiar hann upp kyn- ferðislegt ofbeldi föður hans við sig og Lindu systur hans. Sprengingunni er varpað og nú verður ekki aftur snúið og áhorfandinn verður vitni að rafmögnuðu drama með blöndu af skemmtilegum húmor. Þetta er kvik- mynd sem lætur eng- an ósnortinn. Festen er mikið sjónarspil og sagan verður enn dýpri og áhrifameiri með frá- bæram leik aðalleik- aranna sem skapa skýrar og athyglis- verðar persónur. Ekki var ég afltaf sáttur við notkun kvikmyndavélarinnar en klipping Valdís- ar Óskarsdóttur er nánast fullkomin og gefur myndinni sterkan heildarsvip. Með Festen eru Danir enn að styrkja stöðu sína í kvikmyndaheiminum og er enginn vafi að þeir hafa tekið við af forustuhlut- verki Svia í þeim efnum á Norðurlöndum. Leikstjóri: Thomas Vinterberg. Handrit: Mogen Rukov og Thomas Vinterberg. Kvikmyndataka: Anthony Dod Mantle. Klipping: Valdís Óskarsdóttir. Aðaleikar- ar: Ulrich Thomsen, Henning Moritzen, Thomas Bo Larsen, Paprike Steen og Birthe Neuman. Hilmar Karlsson Funny Games: Hrottafenginn þriller ★★★Á Mögnuð byrjun mynd- arinnar gefur tón þess sem koma skal. Þriggja manna fiöl- skylda ekur á jeppa eftir þjóðveginum með skútu í eftirdragi. Hún er á leið í sumarhús sitt og til- hlökkun eftir góðu fríi liggur í loftinu. Hjónin stytta sér stundir á leið- inni með því að leggja róleg og sígild tónlistar- dæmi fyrir hvort annað. Skyndilega er þessi frið- sæla stemning rofin með háværri, kynggimagn- aðri og djöfuflegri tónlist samfara (blóð)rauðum upphafsstöfum myndarinnar. Áhorfendum verður ljóst að fiölskyldan á allt annað en sælurika daga fram undan þótt hún sjálf hafi ekki hugmynd um að óhugnanlegri leikir en kontrapunktur bíði hennar. Meðan feðgamir koma skút- unni á flot er húsfreyjan, Anna (Susanne Lothar), trufluð af ungum manni, Peter (Frank Giering), við eldhússtörfin. Hann segist hafa verið sendur af nágrönniun þeirra til að fá lánuð egg. Peter virðist við fyrstu sýn mesti sakleysingi en er á líður verður hann æ ósvífnari. Ekki bætir úr skák þegar félagi hans, Paul (Arno Frisch), bætist í hópinn. Þegar feðgamir (Ulrich Múhe og Stef- an Clapczynski) koma heim að húsinu telur Anna sér borgið, en það reynist öðm nær. Þetta er magnaður tryllir sem á lítið skylt við heíðbundn- ar Hollywood-spennumyndir. Þetta er sálfræðitryllir af gamla skólanum þótt viðbjóð- urinn sé nú öllu meiri. Fámn myndum tekst að halda andlit- inu er farið er í út jafnmiklar öfgar og finna má í Funny K v i k m y n d a GAGNRÝNI Games en það er ekki síst mögnuðum leik að þakka hversu vel til tekst. Arno Frisch og Frank Giering ná einkar vel að sýna brjálæðið sem býr undir yfirborði jafn- aðargeðs þeirra. Á hinum enda tilfinningaskalans túlka Susanne Lothar og Ul- rich Múhe örvæntingu hjón- anna listavel. Leikararnir skapa í sameiningu spennu- þrungið andrúmsloft sem riðlast þó stundum af alls óskyldum orsökum. Michael Haneke, leikstjóri og hand- ritshöfundur, beitir nefni- lega því stílbragði að láta eina persónuna ræða fram- vindu mála við áhorfendur. Frumleiki þess er löngu fyrir bí og gerir slík útfærsla lítið annað en að brjóta upp spenn- una. Engu að síður stendur myndin þrillerum snillinga á borð við Roman Polanski lítt að baki. En jafnvel aðdáendum hans gæti brugðið við óhugn- aðinn í Funny Games, og rétt að vara viðkvæma við henni. Leikstjóri: Michael Haneke. Að- aihlutverk: Susanne Lother, Ul- rich Múhe, Arno Frisch, Frank Giering og Stefan Clapczynski. Austurrísk, 1997. Björn Æ. Norðfjörð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.