Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 Spurningin Hver er uppáhalds- liturinn þinn? Guðjón Sigurðsson, 14 ára: Gulur. Rafn Herlufsen nemi: Blár. Georg Melk Róbertsson nemi: Grænn. Inga Dóra Gunnarsdóttir, leið- beinandi á félagsmiðstöð: Gulur. Katla Ketilsdóttir ræstitæknir: Enginn sérstakur. Lesendur Sleifarlag Flugleiða í ferðarekstrinum - leikiö á landsmenn sem lengst og mest Luxair-flugvél yfir Lúxemborg. - Munum ekki detta í lukkupott lækkaðra fargjalda með flugi Luxair til íslands, að mati bréfritara. Bjöm Guðmundsson skrifar: Eftir áralanga reynslu af samskiptum við er- lend flugfélög og ferða- þjónustufyrirtæki sé ég að við íslendingar stönd- um afar illa að vígi varð- andi valkosti á ferðum milli íslands og Bret- lands, meginlands Evr- ópu svo og til Bandaríkj- anna. Engin alvöru sam- keppni hefur verið til staðar á þessum flugleið- um um áratuga skeið. Samkeppnisleysi leiðir til stöðnunar eins og all- ir vita og að þessum þætti hafa margar ís- lenskar ríkisstjómir stuðlað með ivilnunum við eitt islenskt flugfélag umfram önnur, nefnilega Flugleiðir hf. sem hafa einokun og sjálfdæmi um verð- lagningu fargjalda til og frá land- inu. Tilboðin um lág fargjöld fyrir út- lendinga til og frá íslandi, bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu, á kostn- að íslendinga eru alþekkt. Svörin sem gefín era t.d. vestra hjá sölu- mönnum Flugleiða era þau að svo mikil samkeppni sé á Bandaríkja- markaði að bjóði félagið ekki þessi lágu fargjöld myndi enginn fljúga með félaginu. Þess er svo vandlega gætt, t.d. með nákvæmri skoðun persónuskilríkja við farmiðasölu, að íslendingar fái ekki sömu kjör. Auðvitað er þetta niðurlægjandi fyrir okkur og má flokka undir gróft mannréttindabrot. íslenska stjórn- sýslan lítur þetta ekki alvarlegum augum. Þar ráða hlunnindasjónar- mið, bæði vegna heildarviðskipta við hið opinbera svo og vegna þjónkunar einstakra embættis- manna sem sjá sér hag af afskipta- leysinu. En þetta er ekki allt, þótt undan þessum lið (ofurfargjaldanna fyrir íslendinga) svíði sárast. Þjónustu- þættir Flugleiða era langt fyrir neð- an allt velsæmi í ferðarekstri flugfé- laga og ferðaþjónustuaðila. Áætlan- ir og aðrir árstíðabundnir bækling- ar koma seint og illa og bæklingar og verðskrár fyrir almenning (t.d. yfir sumarleyfisferðir) aðeins þegar félaginu hentar. Nú ætti t.d. sum- aráætlun að liggja fyrir, svo og aðr- ir bæklingar og verðskrár fyrir næsta sumar. Það er fyrst í febrúar- mánuði eða í mars sem þeirra er að vænta. Að venju. - Ég fékk senda fullkomna bæklinga (réttara er að kalla það bækur) frá Luxair yfir sumarleyfisferðir og bók með verð- skrá fyrir næsta sumar. Hvort tveggja tilbúið í lok síðasta árs. Menn líta þvi með nokkurri eftir- væntingu til komu Luxair sem þjón- ustuaöila í flugi til og frá landinu næsta vor. Þá ætti að vera hægt að kaupa af þeim einhvers konar pakkaferðir til Lúxemborgcir ásamt ferðum þaðan t.d. til sólarlanda sem það félag býður í tugatali. En þar verður líklega hængur á ef Flugleið- ir selja farmiða Luxair hér. Allt er því á eina bókina lært. - Sleifarlag Flugleiða mun því áfram bitna á okkur og félagið mun geta óáreitt leikið á okkur auma sem lengst og mest. Og varla munu stjómvöld hrófla við þeim gráa leik fremur en endranær. Pólitísk ábyrgð, hvar verður hún? Kjartan Jónsson skrifar: Hvar mun pólitísk ábyrgð verða við lok næsta kjörtímabils? - Það er ótrúlegt hve pólitískt landslag á Alþingi hefur breyst undanfarin ár án þess að nokkrar kosningar hafi farið fram. Þeir eru skritnir, al- þingismennimir okkar. Þeir era ekki kosnir persónulegri kosningu, heldur sem hluti af lista sem hefur ákveðna stefnu og stefnuskrá en þegar þeim sýnist svo hoppa þeir frá borði og halda áfram sem óháð- ir eða skrá sig á annað skip. Þar halda þeir áfram eins og ekkert hafi í skorist. Allt í skjóli 48. grein- ar stjómarskrárinnar þar sem seg- ir að alþingismenn séu fulltrúar eigin samvisku en ekki kjósenda sinna. Og þetta köllum við lýðræði. Það er löngu kominn tími til að breyta 48. greininni og færa okkur nær raunverulegu lýðræði. Það er eitt að geta réttlætt svona lagað með tilvísun í stjómarskrána en svo annað hversu sterkt það er siðferðilega. Ég hvet alla kjósendur til að íhuga þá vanvirðingu sem þeim er sýnd með þessu og spyrja sjálfa sig: „Hvar mun þetta fólk verða í lok næsta kjörtímabils?" Ábyrgðarleysi listasafna Einar Einarsson skrifar: Málverkafölsunarmálið er at- hyglisvert mál. Ekki síst fyrir þær sakir að dómur í málinu mun marka tímamót hver svo sem hann verður. E:. menn hljóta að spyrja sig í allri þessari ringulreið sem fjölmiðlar hafa reynt að varpa hul- unni af, hvenær er hægt að sanna að listaverk sé falsað? Er beinlínis hægt að sanna að listaverk sé falsað nema vitni komi fyrir dóm og segist hafa séð ákærðan mann falsa mál- verk eða falsarinn sjálfur gangist við þvi? Það er að mínu viti gjörsamlega útlilokað að hægt sé að dæma mann á líkum fyrir að hafa falsað málverk. Það er hægt að dæma mann fyrir að hafa falsað ávísun, finnist rithönd mannsins á henni og hægt hefúr verið að sýna fram á að hann hafi fram- selt hana. En það á ekki að vera hægt að sýna fram á að einhver hafi falsað málverk. En svo kemur að öðra. - „Listaverkasérfræðingamir" sem nú hafa borið vitni fyrir dómnum vegna Gallerí Borgar málsins og sagt umrædd mál- verk vera fölsuð eru starfandi á listasöfnum í borginni. Og svo kemur það fram í DV að listasöfnin, þá aðallega Kjar- valsstaðir, eiga 12 fölsuð mál- verk! Hvers vegna gátu þessir miklu „sérfræðingar" ekki sagt hvort þau málverk voru fólsuð? Er eftirlitsskylda listaverkanna svona léleg eða hafa listfræð- ingamir bara hreint út sagt Er hægt að sanna að þessi mynd, sem nú enga kunnáttu í þessum efn- er til rannsóknar, sé í raun og veru föisuð? um? - Þeir verða að svara fyr- - Mynd eftir Jón Stefánsson listmálara. ir það. Háu Ijósin blinda Kristinn Sigurðsson skrifar: Háu ljósin á aðeins að nota utan höfuðborgarinnar. Þetta hélt ég að allir ökumenn vissu - og virtu í flestum tilfelium. En að nota há bílljós í Reykjavík er bæði rangt og getur skapað hættu. Því miður virðist lögregl- an og svokallað Umferðarráð al- veg sofandi gagnvart þessum leiða ávana ökumanna í umferð- inni í þéttbýlinu. Jeppamir era þó verstir og hættulegastir, háu ljósin þeirra blinda algerlega í návíginu, og gæti orsakað stór- slys hvenær sem er. Er ekki kom- inn tími til að löggæslan kanni ástandið? Vinur er vini verstur Jón Pétursson skrifar: Erfið er þrautaganga sumra, og getur reynst erfiðari þegar hlutaðeigandi vinir koma ekki til hjálpar. Einstakt finnst mér hvernig málefni Helga Hjörvars og Hrannars B. Amarssonar hafa þróast. - Þegar orrahríðin stóð sem hæst gagnvart Hrannari þá heyröist ekkert i Helga Hjörvari. Helgi hefur alltaf veriö mjög hug- myndaríkur og kænn og honum tókst svo sannarlega að skáskjóta sér undan þessu leiöindamáli þannig að Hrannar stóð uppi með leiðindin. Nú höfum við orðið vitni að enn einum óheilindum Helga varðandi kostnaðarhækk- anir. Því segi ég: Þennan mann vil ég ekki sem forseta borgar- stjórnar. Vonandi sér borgar- stjómarflokkur R-listans til þess að við fáum áfram að hafa heið- arlegri forseta. Tónlistarhús - torskilin sjónarmið Eiríkur Einarsson hringdi: Það er með ólíkindum að ráð- herrar í núverandi ríkisstjóm, sem umfram allt hefur lagt áherslu á sparnað ög hvatt til að leggja fé til hliðar meðan vel árar, skuli stefna að því að byggja tónlistarhús fyrir 4 millj- aröa króna ásamt ráðstefnuhöll. Og það eru skattgreiðendur sem þetta eiga að greiða. Telur ríkis- stjómin þetta besta framlagið til þess sparnaðar sem hún segist hafa að leiðarljósi? Og því geta hinir áköfu tónlistardýrkendur sígildrar tónlistar ekki sjálfir afl- að fjár til byggingar sins áhugatónlistarhúss? Ég skora á þá hagsýnu, finnist þeir innan ríkisstjórnarinnar, að láta af þessari hugmynd fyrir hönd skattgreiðenda. KEA vonandi í Kringluna Halldóra skrifar: í fréttaskrifum og sjónvarps- viðtölum hefur komið fram að KEA eigi erfitt með að finna við- unandi staö fyrir stórmarkað sinn í borginni. í Mjóddinni gengur allt vel og þar versla ég oft og fer þá úr leið til að komast í gott vöruúrval og lægra verð en ég finn í mínu hverfi. Ekki vildi borgarstjóm leyfa KEA kaup fis- vinnsluhúss á hafharbakkanum í miðborginni, vegna þess að versl- un með matvöru var ekki talin „hafnvæn“! Tónlistarhús, ráö- stefnur og hótel era víst hafn- vænni starfsemi sem greidd er af skattgreiðendum og því eru þær þyggingar ofar á óskalista ráða- manna borgai’innar. En nú hef ég heyrt að KEA eigi von til þess að staðsetja sig í Borgarkringlunni. Það þykir mér gott að heyra og þá er komin þar verðug sam- keppni við Hagkaup í sömu húsa- kynnum. Lifi samkeppnin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.