Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Page 15
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
15
Umbótaafl ungs
fólks inn í nýja öld
„Mikilvægt er að stjórnvöld stuðli að því að auðlindir landsins verði nýtt-
ar í almannaþágu gegn sérhagsmunum fárra ..." segir Jóhanna m.a. í
greininni.
Samfylkingin stend-
ur fyrir umbótum og
nýsköpun í íslenskum
stjómmálum og at-
vinnulífi. - Við lítum á
það sem eitt af höfuð-
viðfangsefnum okkar
að efla menntun í land-
inu. Arðurinn af sam-
eiginlegum auðlindum
verði í almannaþágu,
komið verði á mark-
vissri fjölskyldustefnu
m.a. með róttækum
umbótum í jafnréttis-
málum, áherslu á meiri
jöfnuð í eigna- og tekju-
skiptingunni og hús-
næðiskerfi með hóf-
legri greiðslubyrði.
Nýsköpun í atvinnu-
lífmu taki mið af
verndun umhverfis og með
áherslu á hugvit og þekkingu, sem
gerir okkur kleift að vera sam-
keppnisfær við aðrar þjóðir.
Stjórnkerfíð verði endurmetið
með það að markmiði að gera það
lýðræðislegra og skilvirkara og
komið verði í veg fyrir sóun á
kostnað skattgreiðenda.
Aðgerðir sem bæta kjör
námsmanna og barnafólks
Ástæða er til að bera þessar
áherslur Samfylk-
ingarinnar saman
við gjörðir ríkis-
stjómarinnar á
þessu kjörtímabili.
Þessi ríkisstjórn
hefur ekki auðveld-
að barnafólki eða
námsmönnum róð-
urinn. Þvert á móti
hefur rikisstjórnin
fækkað þeim sem fá
bamabætur um 24
þúsund og haft af
barnafólki 500 millj-
ónir króna í barna-
bótum milli áranna
1997 og 1998.
Skattlagning húsa-
leigubóta mismunar
t.d. námsmönnum
og unga fólkinu og
hefur þær afleiðingar að námslán
og bamabætur skerðast en ekki
hjá þeim sem fá vaxtabætur. Ljóst
er einnig að íhaldið er mjög áfram
um skólagjöld
sem stuðla mun
að aðstöðumun
námsmanna. 200
námsmenn bíða
líka eftir leigu-
íbúðum í Reykja-
vik. Á biðlista
eru 1200-1500
einstaklingar og
fjölskyldur m.a.
vegna aðgerða
ríkisstjórnarinn-
ar í húsnæðis-
málum á kjör-
tímabilinu. Að-
gerðir í þágu unga fólksins er að
finna á öllum þessum sviðum í
málaskrá Samfylkingarinnar.
Auðlindir og eignatilfærsla
Unga fólkið þarf líka að muna
hvemig farið var með nýtingar-
réttinn á miðhálendinu sem ríkis-
stjórnin setti í hendur örfárra
sveitarfélaga. Einnig hvernig rik-
isstjórnin festi í sessi á kjörtíma-
bilinu eignarrétt landeigenda að
auðlindum sem geta rakað til sín
miklum fjármunum frá skattgreið-
endum ef þjóðin þarf að nýta auð-
lindir sem finnast á landareign
þeirra. Eignatiifærslan í fárra
manna hendur er því mikil.
Má þar lika benda á hvemig
stuðlað hefur verið að því að
bankakerfið færist á fárra manna
hendur og hvemig rikisstjómin
útfærir fjármagnstekjuskattinn,
þannig að hann er fyrst og fremst
skattur á almennan sparnað
launafólks meðan sterkum fjár-
magnseigendum er hlíft.
Mikilvægt er að stjómvöld
stuðli að því að auðlindir landsins
verði nýttar í almannaþágu gegn
sérhagsmunum fárra og að við
skilum landinu, gögnum þess og
gæðum með sæmd til komandi
kynslóða. Það er að finna í mála-
skrá Samfylkingarinnar - umbóta-
afli unga fólksins inn í nýja öld.
Jóhanna Sigurðardóttir
Kjallarinn
Jóhanna
Sigurðardóttir
alþingismaður
„Arðurinn af sameiginlegum auð-
lindum verði í almannaþágu, kom-
ið verði á markvissri fjölskyldu-
stefnu m.a. með róttækum um■
bótum í jafnréttismálum, áherslu
á meiri jöfnuð í eigna- og tekju-
skiptingunni og húsnæðiskerfi
með hóflegrigreiðslubyrði.“
Vér mótmælum öllu
Yfirleitt eru íslendingar rolur
sem láta sér standa á sama um
óréttlætið í heiminum. En það
kemur fyrir að við nennum að
drattast fram úr bælinu og hrópa:
„Vér mótmælum!" Og það er gam-
an að vita til þess að það gerist
frekar í góðæri en efnahagslegri
lægð. Þessi áratugur hefur til
þessa verið und-
irlagður svart-
sýni og almenn-
um niður-
skurði. En nú
eiga allir sand
af seðlum, raf-
tækjum og nýja
bíla. í kjölfarið
nennir fólk að
mótmæla.
Maður hefði
nú haldið að
mótmælin ættu
að vera í
kreppu. Að þá
væri fólk pirrað
og reitt og vildi
sjá breytingar en það er öðru nær.
Þá virðist þunglyndi hellast yfir
fólk og það lætur sig hverfa inn í
margveðsettar íbúðir. Það hrein-
lega leggur ekki í að fara út úr
húsi.
Þjóðin er í ham
Heilt bíó fylltist á síðasta ári af
fólki sem kærir sig ekki um virkj-
anir á hálendinu. Finnst þær ljót-
ar og vill hafa hálendið eins og
það er. Þúsundir manna sóttu um
kvóta til að standa með mannin-
um sem var neitað um kvóta. Rík-
ið ætlar að vísu að snúa á þetta
fólk og okkur öll með enn einni
lagasetningunni. Þeir fatta ekki al-
veg að við erum að heimta pen-
inga. Að sægreifarnir borgi okkur
fyrir afnotin af auðlindinni. En
þeir skulu vara sig, blessaðir, því
þjóðin er í ham. Við látum ekki
bjóða okkur hvað sem er í þessu
yndislega góðæri. Nú erum við í
stuði og mótmælum öllu.
í lok síðasta árs kom meira að
segja fram maður sem mótmælti
mótmælasvelti stúlknanna sem
vilja ekki virkjanir á hálendinu.
Hann át í mótmælaskyni við það
sem þær átu ekki. Þetta er að vísu
farið í heilan hring en þjóð sem er
í mótmælastuði lætur
ekkert stöðva sig.
Ástþór, Halldór
og sýslumaður
Ástþór Magnússon
þykir meira að segja
finn pappír í mótmæla-
fárinu. Hann var flott-
ur í sjónvarpinu um
jólin þar sem hann
barðist við Halidór Ás-
grímsson og sýslu-
manninn í Reykjanes-
bæ. Halldór (og likiega
sýslumaðurinn) er
hlynntur viðskipta-
banninu á íraka en það
kálar víst þónokkrum
útlenskum krakka-
grislingum. En það er
eitthvað sem góðærisþjóð vill ekki
hafa á samviskunni þegar hún tæt-
ir í sig jólasteikina.
Og þetta er ekki það eina sem Ást-
þór gerði því hann sótti líka um
leyfi til að versla við íraka. Ætlar ef-
laust að selja þeim lambakjöt, hug-
búnað og eitthvað af harðfiski. Það
er samt nokkuð vist að Halldór mun
synja því. En þá mun Ástþór vænt-
anlega leita til dómstóla og þeir eru
til alls vísir. Þetta brýtur eflaust í
bága við þær mannréttindayfirlýs-
ingar sem þingið hefur skrifað und-
ir og þá verður þetta íraksmál orðið
jafnflókið og kvótamálið. Og daginn
eftir mæta þúsundir manna upp í ut-
anríkisráðuneyti og sækja um leyfi
til að versla við Iraka.
- Nema að þá verði
aftur komin kreppa
og í kreppu viljum við
ekki sjá mótmælafíkla
á borð við Ástþór
Magnússon.
Hringferli mót-
mælanna
Það leiðinlega við
þetta allt saman er
að það kemur alltaf
kreppa. Mótmæli og
kreppur koma í
bylgjum. - Nokkurra
ára góðæri, nokk-
urra ára kreppa. -
Það hefur alla vega
verið reglan hingað
til. Það er bara von-
andi að kreppan verði ekki skollin
á áður en Kári fær allar sjúkra-
skýrslumar okkar afhentar. Okk-
ur verður að takast að bruna á
nýju bílunum niður í bæ til að láta
kippa skýrslunum okkar í burtu
áður en hann fær þær.
Og ef við erum nógu mörg þá
getum við hlegið að þessum ís-
lendingi með hreim sem situr uppi
með fáeinar skýrslur þeirra sem
mótmæla okkar mótmælum með
því að synja Kára ekki. Þá verða
mótmælin að visu enn og aftur
komin í heOan hring. En það er nú
bara þannig að þjóð sem mótmæl-
ir, hún mótmælir öllu.
Mikael Torfason
„í lok síðasta árs kom meira að
segja fram maður sem mótmælti
mótmælasvelti stúlknana sem
vilja ekki virkjanir á hálendinu.
Hann át í mótmælaskyni það sem
þær átu ekki. Þetta er að vísu far-
ið í heilan hring en þjóð sem er í
mótmælastuði lætur ekkert
stóðvasig
Kjallarinn
Mikael Torfason
rithöfundur
Með og
á móti
Vinnur MR Gettu betur
enn eitt árið?
Stefán Pálsson
safnvöröur.
Einfaldlega
bestir
„Þann sjötta mars 1992 tapaði
MR í fjórðungsúrslitum Gettu
betur fýrir liði Menntaskólans
viö Hamrahlíð. Síðan þá hefur
skólinn hins vegar unnið aUar
sínar viður-
eignir, stund-
um með mikl-
um mun og
hampaði í vor
hinum eftir-
sótta verð-
launagrip
Hljóðnemanum
sjötta skiptið í
röð. Þessi ár-
angur er engin
tOvOjun. MR-ingar velja lið sitt
mörgum mánuðum fyrir keppni
og æfa svo af krafti, ekki sjaldn-
ar en tvisvar í viku og mipi oftar
þegar að keppni er komið. Ung-
lingastarfið er í miklum blóma
og með því að þjálfa upp yngri
nemendur er ætíð tryggt aö liðið
hefur sterkum keppendum á að
skipa. Þá má nefna að málfúnda-
félagið Framtíðin stendur fyrir
veglegri spumingakeppni bekkj-
ardeilda, þar sem mörg spurn-
ingaljón hafa stigið sín fyrstu
skref. MR-ingar þurfa ekki að
skammast sín fyrir það lið sem
skólinn sendir tU keppni í vor.
Tveir liðsmanna voru í sigurlið-
inu í fyrra og sá þriðji var annar
tveggja liðsstjóra þess liðs. Vita-
skuld verður að taka með í
reikninginn að nýr dómari er
mættur tO leiks, IUugi JökiOs-
son, og því verða spumingarnar
væntanlega með nokkuð öðru
sniði en áður. Ef þessi spá mín
rætist og MR-ingar fagna sigri
vona ég að andstæðingar taki
þeim úrslitum stórmannlega en
rjúki ekki upp til handa og fóta
með fráleitar athugasemdir og
söguburð. Spurningakeppni
framhaldsskóla á ekki að vinnast
í dómsölum, síst af öUu ef ásak-
animar eru falskar.“
Mjög
ólíklegt
„Ég veit ekki betnr en MH hafi
unnið keppnina í fyrra en auðvit-
að fengu MR-ingar afhenta ein-
hverja doUu fyrir mistök sem
þeir hafa kannski litið á að hafi
fært þeim sig-
urinn en þeir
geta ekki eign-
að sér sigurinn
með henni. En
ef menn eru
farnir að velta
því fyrir sér
hvaða skóli
vinni þetta I ár
þá held ég að
það verði í
raun og vem
bara einn skóli í keppninni í ár.
Einn skóli sem eitthvað ber á og
það verður auðvitað MH. Það er
a.m.k. tilgangslaust fyrir aðra
skóla að reyna að taka þátt ef
þeir hafa látið sig dreyma um sig-
ur því nú ber keppnislið MH af á
sviðið gáfna, líkamlegs atgervis
og andlegs þroska. En því miður
er tU fólk sem neitar að horfast í
augu við veruleikann, lifir í
sjálfsblekkingu og sækir nám við
skóla sem fer eftir námsskrá fyr-
ir framhaldsskóla frá árinu 1875.
Að míni áliti ganga þeir enn með
þær griUur að þeir muni vinna
Gettu betur i ár en því miður fyr-
ir þá mun fom frægð ekki duga
þeim fremur en á síðasta ári. Þeir
þrnfa að búa sig undir að MH
muni vinna Gettu betur annað
árið í röð.“ -hb