Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Page 20
20 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 Hringiðan DV Skuggabarinn er orð- inn fimm ára gamall og í því tilefni var haldin afmælisveisla á föstu- daginn. Skemmtana- stjórarnir Nökkvi Svav- arsson og Kiddi „Big- foot“ voru hressir, enda „barnið“ þeirra fimm ára. Dýralæknastofa Dagfinns, stofa sem er sérhönnuð til að sinna venjulegum heimilisdýrum, er nýr kost- ur fyrir þá sem vilja ekki hafa dýrin sín veik. Eig- andinn, Guðbjörg Þorvarðardóttir, er hér ásamt hinum dýralæknunum á stofunni, Sigrfði Ingu Sig- urjónsdóttur og Herði Sigurðarsyni. Hann Siggi kunni vel við sig á milli þýskra vinkvenna sinna, Renate og Evu. Þau voru í djamminu á skemmtistaðnum Klúbbnum á laugardaginn. Kvikmyndin The Waterboy var frumsýnd í Sambíóunum og Stjörnubíói nú á föstudaginn. Hægt var að tryggja sér miða á Vísi.is og seldust þeir upp. Hjör- dís Sigurðardóttir sá til þess að enginn reyndi að smygla sér miðalaus inn á þessa vinsælu mynd. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, setti Kvikmyndahátíð í Reykja- vfk á föstudaginn. Opnunarmyndin var danska verðlaunamyndin Veislan en það var Valdís Óskarsdóttir sem sá um að klippa þá mynd. 6<w,w< t í tilefni af endurkomu Mikes Tysons í hringinn flæddi létt boxæði yfir land og lýð um helgina. Á Astró var hægt að fylgjast með boxinu á risaskjá uppi og inni í „prívati". Sverrir Hákon- arson og Grétar Stein- dórsson misstu ekki af bardaganum þótt þeir væru í djamminu. Árni og Böddi voru á Kaffi Thomsen á laugardaginn. Þá var einmitt verið að halda upp á eins árs afmæli staðarins. Bergljót Arnalds skellti saman þrítugsafmælinu sínu og uppskeruhátið vegna bókaúgáfu og hélt vinum og kunningjum veislu. Irma Erlingsdóttir og Bergljót á góðri stund. Hrefna Hallgríms- dóttir, Friðrik Frið- riksson og María Rut Reynisdóttir skelltu sér á opnun Kvikmyndahátíðar í Reykjavik í Regnbogan- um á föstudaginn. DV er að- albakhjari hátíðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.