Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 Fréttir Læknar óttast að Kári eignist Gagnalind og ráði þar með öllum sjúkraupplýsingum: Hugsanlegt að hætta samstarfi - og stöðva sjúkragögnin, segir Tómas Zoega, yfirlæknir geðdeildar Landspítalans íslensk erfðagreining er eigandi að 20 prósentum í Gagnalind ehf. sem setur upp sjúkrarskrárforritið Sögu sem ætlað er að safna saman upplýs- ingum um sjúklinga fyrir gagnagrunn á heilbrigðissviði. Þessi eignaraðild ÍE að Gagnalind er mjög umdeild og margir telja þama vera á lofti hættu- merki þar sem sá aðili sem hafi einka- leyfi á gagnagrunninum hafl jafn- framt sterk ítök á vinnslustigi sjúkraupplýsinga. Forritið hefur þeg- ar verið tekið í notkun á heilsugæslu- stöðvum og nokkrum sjúkrahúsum. Það er þó enn sem komið er lokað en seinna meir verður opnað í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Gagn- rýnt er að ekki skuli skilið á milli þeirra sem hafa aðgang að gagna- grunninum og þeirra sem fara með skráningu gagna og flutning til land- læknis þar sem dulkóðun fer fram. DV hefúr heimildir fyrir því að lækn- ar hafi hvatt landlækni til að láta mál- ið til sín taka. Þá hafa fleiri aðilar áhyggjur af málinu og því óöryggi sem því fýlgir að einn aðili geti feng- ið sllka yfirsýn. Þá er á það bent að Gagnalind, sem setur upp sjúkra- skrárkerfið Sögu, muni jafnframt sjá um viðhald á kerfmu í framtíðinni. Stærstu eigendur Gagnalindar eru Is- lensk erfðagreining hf. með 20 pró- senta hlut, Landssíminn með 20 pró- sent, Þróunarfélag íslands með 15 pró- sent, Skýrr með 15 pró- sent og hópur lækna og starfsmanna fyrirtækis- ins eiga 30 prósent. Það vekur ugg hjá einhveij- um að Skýrr er í meiri- hlutaeign Opinna kerfa hf. Talið er að Skýrr muni gegna lykilhlut- verki hvað varðar flutn- ing gagna og uppsetn- ingu gagnagrunnsins. Þeir þræðir sem liggja að Gagnalind eru taldir líklegir til að gefa ís- lenskri erfðagreiningu færi á því að ná undir- tökum í fyrirtækinu og þar með flutningi sjúkragagna og geymslu þeirra. Hissa á ráðherra Tómas Zoega, yfir- læknir á geðdeild Land- spítalans, telur hættu- merki á lofti. Á hans deild er þegar byrjað að skrá upplýsingar um sjúklinga i Sögu. Hann segist í meginatriðum vera ánægður með for- ritið sjálft en áhyggjur hans snúi fyrst og Tómas Zoéga, yfirlæknir geödeildar Landspítal- ans, óttast að Kári Stefánsson og íslensk erföa- greining nái yfirráðum í Gagnalind hf. og fái þar með yfirsýn yfir öll sjúkragögn, allt frá skráningu og í gagnagrunn. Tómas vinnur með sjúkra- skrárforritið Sögu og segist ekki hafa athug- semdir við sjálft forritið heldur það hverjir hafi að- gang að gögnunum. DV-mynd Teitur fremst að því að sami aðili geti ráðið gagnagrunninum og flutningi gagn- anna að honum. „Ég er mjög hissa á því að heil- brigðisráðherra og landlæknir skuli ekki hafa gert athugasemdir við eign- araðild íslenskrar erfðagreiningar að Gagnalind. Þó þarna sé um að ræða 20 prósenta hlut þá þarf aðeins einn að- ila í samstarf svo íslensk erfðagrein- ing ráði meirihluta í Gagnalind,“ seg- ir Tómas. Hann segir að þegar til tals kom á seinasta ári að ÍE keypti Gagnalind að öllu leyti hafi læknar hótað að hætta samstarfmu gengju kaupin eftir. Sú hætta sé enn til staðar að fyrirtækið nái meirihluta í Gagnalind og læknar séu mjög á verði vegna þess. „Þessi óeðlilegu tengsl gætu orðið til þess að læknar verði að hætta þátt- töku í gagnagrunninum. Það gengur ekki upp að sami aðili og ræður gagnagrunninum ráði einnig meiri- hluta í fýrirtækinu sem safnar upp- lýsingunum," segir Tómas. Aðspurður um eignaraðild Is- lenskrar erfðagreiningar að Gagna- lind sagði Þorsteinn Ingi Víglunds- son, framkvæmdastjóri Gagnalindar, að 20 prósenta hlutur skipti ekki máli þar sem um minnihlutaeign væri að ræða. Hlutnun fylgdi að vísu aðild að stjóm fyrirtækisins en engin áhrif á daglegan rekstur. -rt Prófkjör framsóknarmanna á Noröurlandi vestra: Arni öruggur í 2. sæti DV, Akureyri: „Ég er mjög ánægður en það kom mér á óvart hversu afgerandi úrslitin voru. Ég þakka það góðri vinnu stuðn- ingsmanna minna í Skagafirði, bæði í þéttbýli og dreifbýli," sagði Ámi Gunnarsson þegar talningu lauk í próf- kjöri framsóknarmanna á Norðurlandi vestra um miðnætti og ljóst var orðið að hann hafði hlotið mjög góða kosn- ingu i 2. sætið á lista flokksins. Páll Pétursson félagsmálaráðherra var einn í kjöri í 1. sæti listans og hlaut einnig mjög góða kosningu. Alls greiddu 2.290 atkvæði í próf- kjörinu og hlaut Páll 1.705 atkvæði í 1. sætið og 2.217 atkvæði alls. Baráttan stóð aðallega um 2. sætið, en í það sæti hlaut Ámi Gunnarsson 943 at- kvæði og 1.644 alls, Herdís Sæmundar- dóttir fékk 750 at- kvæði í 2. sætið og 1.446 alls og Elín R. Líndal fékk 427 at- kvæði í 2. sæti og 1.594 alls. Herdís hlaut því 3. sætið, en Birkir J. Jóns- son hafnaði í 4. sæti þar sem hann fékk 1.429 atkvæði í það sæti en Elín aðeins 1.264 atkvæði. Birkir sem er Siglfirðingur er aðeins Páll Pétursson hlaut góða kosningu í 1. sætið. Árni Gunnarsson: „Kom á óvart hversu afgerandi úrslitin voru.“ 19 ára. Elín hafn- aði í 5. sæti, Sverr- ir Sveinsson hafn- aði í 6. sæti og Val- garður Hilmars- son í 7. sæti. Úr- slitin era bindandi hvað varðar ijögur efstu sætin. Mjög ánægður „Ég er mjög ánægður með mína útkomu og afar kátur með að tveir þriðju þeirra sem kusu vilja að ég leiði listann," sagði Páll Pétursson þeg- ar úrslitin lágu fyrir. „Mér fmnst það afleitt að ekki geta þau öll sem gáfú kost á sér í 2. sætið skipað það sæti, þetta em allt hæfir einstaklingar og út- koman getur ekki orðið önnur en að við teflum fram mjög sterkum og sig- urstranglegum lista við kosningamar í vor,“ bætti Páll við. „Mér líst vel á baráttuna sem er fram undan, ég hef bent á að það er enginn ungur ffamsóknarmaður á Al- þingi og enginn annar virðist á leið þangað en ég. Ég er landsbyggðarmað- ur og það er enginn skortur á verkefh- um fýrir þann sem vill beijast fyrir landsbyggðina," sagði Ámi Gunnars- son um það hvemig kosningabaráttan og væntanleg seta á Alþingi legðist í hann. -gk Prófkjör framsóknarmanna á Norðurlandi eystra: Er glöð og þakklát - sagði sigurvegarinn, Valgerður Sverrisdóttir - Jakob Björnsson beið ósigur og hafnaði í 4. sæti DV, Akiureyri: Valgerður Sverrisdóttir alþingis- maður sigraði örugglega í prófkjöri framsóknarmanna á Norðurlandi eystra. Hún hlaut alls 1.343 atkvæði í það sæti og 2.242 atkvæði alls, en 2.497 greiddu atkvæði. Jakob Bjömsson, sem bauð sig fram gegn Valgerði í 1. sæti, hafnaði hins vegar í 4. sæti, fékk 1.844 atkvæði í það sæti og 2.028 at- kvæði ails. Það verður Daníel Áma- son, framkvæmdastjóri á Akureyri, sem skipar 2. sæti listans, hann fékk 1.493 atkvæði í það sæti og 2.325 alls og Elsa Friðfinnsdóttir, sem verður í 3. sæti, fékk 1.701 atkvæði i það sæti og 2.246 atkvæði alls. Kosningin var bindandi fýrir 4 efstu sætin. „Ég er glöð og þakklát, en ég hafði alltaf á til- fmningunni að ég myndi hafa þetta,“ sagði Valgerður þegar úrslitin lágu fýrir. „Ég tel að störf mín á Al- þingi hafi ráðið úrslitum, sem og góð vinna stuðnings- manna minna um allt kjördæmið. Viö munum tefla fram sterkum lista með Valgerður Sverr- isdóttir, örugg f efsta sætinu. mikla breidd bæði hvað varðar reynslu og kyn- ferði. Markmiðið hjá okkur hlýtur að vera að fá þrjá þingmenn kjörna í vor,“ sagði Val- gerður. Mikil vonbrigði Jakob ®|or"=s' 3 son, tefldi djarft „Niðurstaðan og tapaði er mikil von- brigði eins og alltaf þegar markmið nást ekki. Ég tefldi djarft en þetta er niðurstað- an,“ sagði Jakob Bjömsson, allt annað en kátur með úrslitin. Jakob sagðist hafa gert sér grein fyrir því að svona kynni að fara þannig að hann hefði verið við öllu búinn. Jakob sem er oddviti framsókn- armanna í bæjarstjórn Akureyrar tapaði bæjarstjórastólnum í bæjar- stjórnarkosningunum sl. vor. Að- spurður hvort þetta tvennt kynni að marka endalok ferils hans í stjórnmálum sagði Jakob: „Þetta hafa ekki verið góðir mánuðir hjá mér en ég hef ekki hugleitt það hvort ég dreg mig til baka. Ég vil hins vegar nota tækifærið og þakka þeim sem studdu mig.“ -gk Stuttar fréttir i>v Davíð til Mexíkó Davíð Odds- son forsætisráð- herra og kona hans, Ástríður Thorarensen, halda I opin- bera heimsókn til Mexíkó á næstunni. Þau dvelja í landinu 1. og 2. febrúar í boði forseta landsins, Ernestos Zedillo. Áður en farið verður til borgarinnar Mexíkó mun Davíð heimsækja borgimar Guaymas og Maztlan þar sem íslensk fyrir- tæki hafa haslað sér völl á sviði sjávarútvegs og iðnaðar. Færeyingar í viöræðum Færeysk stjórnvöld og íslensk erfðagreining eiga nú í viðræðum um hugsanlegt samstarf í erfða- fræðirannsóknum, en heilbrigðis- ráðherra lagði á síðasta ári fram tillögu þess efnis. Ekki eru allir sammála um samstarfið, því danskur prófessor varar Færey- inga við þvl, segir það varhuga- vert. RÚV sagði frá. Norðurál skoðað Vinnueftirlitið skoðaði í gær aðstæður í álverksmiðju Norðuráls á Grundartanga og fundaði með öryggisnefnd fyrir- tækisins. Samtökin Sól í Hval- firði hafa lýst yfir þungum áhyggjum vegna tíðra vinnuslysa og mikillar mengunar hjá fyrir- tækinu. Guðjón Sólmundsson, umdæmisstjóri vinnueftirlitisins á Akureyri, telur fyrstu mánuði álversins hafa einkennst af því að veriö sé að koma fyrirtækinu í gang. Morgunblaðið greindi frá. Þáttaskil í sögu tungunnar Tímamót urðu í gær þeg- ar Bjöm Bjarnason menntamála- ráðherra og umboðsmaður Microsoft stór- fyrirtækisins á Norðurlöndum undirrituöu samning um að þýða Windows 98 og Microsoft explorer, net- vafraforritið yfir á íslensku. Tannlæknadeilan Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið telur að fullyrðingai' Tannlæknafélags íslands, að með breytingum á endurgreiðslum al- mannatrygginga vegna tannlækn- inga hafi staða ákveðinna þjóðfé- lagshópa verið skert, séu rangar. Visbending vegna þessa sé að með breytingunum hafi greiðslur Tryggingastofnunar vegna tann- lækninga hækkað um 70 milljón- ir króna á ári. Aukin sala Icelandic Seafood jók sölu á flestum tegundum á síðasta ári en þá jókst sala alls um 22 pró- sent og verðmæti sölunnar nam 5,3 milljörðum króna. Fram- kvæmdastjóri félagsins segist bjartsýnn á að markaðsstaða haldist enda þótt útlit sé fyrir minna framboö á rækju frá ís- landi sem er um helmingur af sölu fyrirtækisins í Bretlandi. Morgunblaðið greindi frá. Ólögleg framleiðsla Alþjóðleg samtök hugbúnaðar- framleiðenda hafa komið upp um ólöglega framleiðslu á hugbúnaði í Danmörku fyrir um 16 milljarða króna. Samtökin eru einnig að at- huga ólöglega fjölfóldun hugbún- aðar hér á landi. Ríkisútvarpið greindi frá. Fegrunarátak skipulagt Borgarráð hefur samþykkt tillögu um að skipa starfshóp sem sjá mun um að skipuleggja umhverfis- og fegrunarátak í borginni í til- efni þess að Reykjavík verður menningarborg árið 2000. Átakið mun standa árið 1999 og 2000. Morgunblaðið greindi frá. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.