Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 Fréttir Ferðamálasjóði stefnt fyrir okur - dráttarvextir sjóösins sagöir allt aö tvöfalt hærri en vaxtalög leyfa Þórður Stefánsson hefur stefnt Ferðamálasjóði fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann telur dráttarvexti af doliaratengd- um lánum sjóðsins hafa verið allt að tvöfalt hærri en landslög leyfðu. Framkvæmdastjóri Ferðamálasjóðs segir sjóð- inn hafa innheimt dráttarvextina í góðri trú og ekki fengið kvartanir eða stefnu fyrr en nú. DV-mynd E.ÓI Ferðamálasjóði hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur til að svara fyrir meinta okur- starfsemi við viðskiptavin sinn. Sjóðurinn hefur áður tapað sams konar máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og endurgreitt Hótel Leifi Eiríkssyni bætur. Málið nú höfðar Þórður Stefánsson veitinga- maður. Hann telur að dráttarvext- ir á dollaratengdum lánum Ferða- málasjóðs hafi verið allt að tvöfalt hærri en landslög leyfðu og að um sé aö ræða refsivert brot sam- kvæmt vaxtalögum. Ferðamála- sjóður er lítill sjóður. En verði hann dæmdur fyrir okurvexti má búast við holskeflu af málum frá ýmsum úr ferðaþjónustunni en einnig kunna spjótin að beinast gegn margfalt stærri sjóðum sem notað hafa sömu reglur í inn- heimtu á dráttarvöxtum um langt árabil. Þórður Stefánsson sagði i viðtali við DV að hann hefði fengið lán úr sjóðnum fljótlega eftir að staöur- inn var orðinn vinsæll og umtalað- ur, áður var honum hafnað um fyrirgreiðslu. Erfitt reyndist að standa skil á greiðslum af láninu, en stjómendur sjóðsins tóku því vel, skuldbreyttu en létu viðgang- ast að aðeins væra greiddir vextir og innheimtukostnaður. Þegar gengið var frá lántökunni treysti Ferðamálasjóður ekki eigninni í Bláa lóninu sem veði en fékk veð í Sólvallagötu 11, æskuheimili Þórð- ar, þar sem móðir hans bjó. Við lát móðurinnar kom húsið í hlut Þórðar. Reksturinn í Bláa lóninu gekk verr en skyldi og komst loks í þrot. Allir kröfuhafar nema Ferðamála- sjóður féllust á að falla frá uppboði á eignum hótelsins. Þórður sneri sér til Guðmundur Jónssonar lög- manns og kom hann i veg fyrir nauðungaruppboðið. Tókst Þórði þá að selja eignina frjálsri sölu og semja sig út úr gjaldþroti. Eigna- laus stóðu hann og kona hans eft- ir en skuldlaus og með óflekkuð nöfn. Treysti opinberum aðilum Þórður segist alltaf hafa treyst útreikningum á láni sinu, vöxtum og dráttarvöxtum. Hann taldi að opinberri stofnun sem innheimti í opinberum banka væri vel treystandi. Hann segist hafa leitað liðveislu Bankaeftirlits, ríkisskatt- stjóra, ríkissaksóknara og sam- gönguráðherra en hvarvetna verið vísað á bug með kröfur sínar. Hann segir að Ferðamálasjóður sé enn viö sömu iðju og taki of háa dráttarvexti af þeim sem lenda i vanskilum, og þeir séu margir. Vextir eru frjáls ákvörðun hvers og eins sem lánar peninga. En dráttarvextir eru aftur á móti há- markaðir í vaxtalögunum. Þar vora þeir oft á tíðum tvöfaldir hjá Ferðamálasjóði, allt upp í 13-14% á ári. Eins innheimta og hjá öðrum Snorri Tómasson, framkvæmda- stjóri Ferðamálasjóðs, segir að uppi sé ágreiningur og menn takist á. Hann segir að sjóðurinn hafi inn- heimt með sama hætti og aörir sjóð- ir og lánastofnanir og í góðri trú. Snorri segir að sjóðurinn hcifl engar kvartanir fengið vegna vaxtamála, hvað þá stefnur, fyrr en nú. Dollara- tengd lán hafa verið í meirihluta hjá sjóðnum. Formaður Ferðamálasjóðs er Bjöm Jósef Amviðarson, sýslumað- ur á Akureyri. Hann segist hafa séð stefnuna og segir að stefnandinn vilji fá í hendur uppgjör til að geta séð hvaða vextir hafa verið reiknað- ir á hann. Deilan standi um hvort sjóönum sé heimilt að taka dráttar- vexti sem 5% álag á samningsvexti, eða hvort vextir eru teknir sam- kvæmt dráttarvaxtaákvörðun Seðla- bankans. Það þýddi í sumum tilvik- um að vextimir væra lægri en samningsvextir sjóðsins. -JBP Norskt úrvalskyn DV birti um það frétt í fyrradag að íslending- ur, sem að vísu er bú- settur í Bandaríkjun- um, hafi óskað eftir sæði úr norska skíða- kappanum Birni Da- hlie en Björn hefur unniö til fleiri gull- verðlauna á Ólympíu- leikum en nokkur ann- ar skíðamaður. Þetta kemur ekki á óvart. Hviti kynstofhinn er á undanhaldi. Ekki síst að líkamlegu atgervi. Alls staöar eru svartir að slá hinum hvítu við. Sjáið körfuboltann í Bandaríkjunum þar sem varla sést hvítur maður. Sjáið frjálsar íþróttir þar sem ýmist negrar eða Afríkubúar era nær einráðir á hlaupabrautunum. í fótboltan- um er það hending ef hvítur maður sést í erlend- um liðum. Það má segja að Bjöm Dahlie sé síðasti móhík- aninn og síðustu forvöð að bjarga því sem bjarg- að verður með því að rækta kynstofn Bjöms og tryggja einhverja afkomendur sem halda uppi merki hvíta kynstofnins. Ekki kemur það heldur á óvart að það skuli vera íslendingur sem sér þessa hættu sem steðjar að hinum norræna kyn- stofiii enda hefur íslendingum farið aftur á flest- um sviðum og hefur kannski aldrei verið neinn töggur í þeim. íslenski stofninn er jú kominn frá Noregi sem eflaust hefur verið harðgerður og hetjuskotinn í upphafi en auðvitað hefur þetta síðan smám saman þynnst út með árunum og nú þurfum nýja innspýtingu ffá Norðmönnum. Og nú þiggjum viö ekki sæði úr einhverjum utan- garðsmönnum og bændalurfum en tökum það besta sem Norðmenn hafa upp á að bjóða. Bjöm Dahlie er kannski ekkert gáfumenni en hann er kappsamur atgervismaður og það er þaö sem við íslendingar þurfum og hvíti kynstofninn allur. Davíð sér um góðærið, útgerðarmennirnir sjá um gróðann og Hannes Hólmsteinn sér um hina efnahagslegu stefnumörkun og þá vantar okk- ur ekkert nema harðgerða og hrausta þjóð og hana fáum við úr sæðinu úr Bimi. íslensk erfðagreining verður að fá að fylgjast með þessum sæðisflutningum svo afrek og athafn- ir og ættarfylgjur þessa norska ofurmennis verði rakin í réttar átttir og koma í veg fýrir að einhverj- ir íslenskir aumingjar geti talið það til sinna tekna þegar afkomendur Björns fara að láta að sér kveða í skíðagöngum ffamtíðarinnar. Og sæðið úr honum Birni má ekki fara til hvers sem er. Það verður að velja rétta móður og hér eru allir möguleikar á nýju úrvalskyni og ábatasömum viöskiptum sem Kári Stefánsson hlýtur að nýta sér með réttri blöndu af góðkynja genum og þá koma sjúkrasögumar að góðum notum. Á íslandi má rækta þann hvíta norræna kyn- stofn sem nasistamir létu sig dreyma um og er ekkert að vanbúnaði þegar Bjöm Dahlie hefur samþykkt að selja sæöið úr sér til framsýnna Is- lendinga. Dagfari Stuttar fréttir i>v I Frjálslynda flokkinn Valdimar Jóhannesson hefur ákveðið að ganga til liös við Frjálslynda flokk Sverris Hermannssonar vegna nauðsynj- ar þess að mynda öflugan valkost fyrir kjósendur í kom- andi alþingis- kosningum til að kjósa gegn nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Groska.is Gróska, samtök jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, hefur hafið rekstur dagblaðs á Netinu sem gefið er út fimm sinnum í viku. Útgáfan hófst formlega á mánu- daginn en þá voru tvö ár liðin frá stofnun Grósku. Slóðin er groska.is. Morgunblaðið greindi frá. Staða mengunarvarna Stjóm samtakanna Sólar í Hvalfirði krefst þess að Hollustu- vernd ríkisins upplýsi um stöðu mengunarvarna í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga og að Vinnueftirlitið birti tölur um tíðni vinnuslysa og hvernig for- vörnum í fyrirtækinu er háttað. Ríkisútvarpið greindi frá. Rúmlega milljarðs sala Á kynningarfundi á fyrirtæk- inu Hans Peter- sen hf. sagði Hildur Petersen framkvæmda- stjóri að gert væri ráð fyrir rúmlega millj- arðs sölu á þessu ári. Morg- unblaðið greindi frá. Meirihluti útivinnandi Um 95% dreifbýliskvenna á Norðurlandi vestra eiga böm, um 93% þeirra era í sambúð og 53% starfa utan heimilis. Dagur greindi frá. Skartgripum stolið Skartgripum fyrir 1,1 milljón króna var stolið úr sýningar- glugga skartgripabúðar Jóhann- esar Leifssonar á Laugavegi 30 í fýrrradag. Vitni var að innbrot- inu sem sagðist hafa sé einn mann við verknaðinn. Morgun- blaðið greindi frá. Tekur við rekstrinum Stjóm íslenska hugbúnaðar- sjóðsins hefur gengið til samn- inga við Landsbanka íslands um daglegan rekstur og vörslu á eign- um félagsins. Morgunblaðið greindi frá. Kvótinn ekki aukinn Síldveiðum úr íslenska sumar- gotsstofninum er að ljúka þar sem flest skipanna hafa veitt sinn kvóta en hann var 90.000 tonn. Jakob Jakobsson fiskifræðingur segir engar áætlahfr uppi um nýj- an síldarleiðangur eða aukinn síldarkvóta. Dagur greindi frá. Rammalöggjöf um safnamál Bjöm Bjamason menntamála- ráðherra lagði til á ríkisstjórnar- fundi í fyrradag að skipuð yröi nefnd til að und- irbúa ramma- löggjöf um safnamál. Hlut- verk nefhdar- innar yrði að skilgreina þá safnastarfsemi sem nú er rekin. Rikisútvarpið greindi frá. Félag samkynhneigðra í Háskólanum Á þriðja tug nemenda í Háskóla íslands gekk í Félag samkyn- hneigðra stúdenta, FSS, sem stofnað var í fyrradag. Um þessar mundir eru haldnir svonefndir Jafnréttisdagar á vegum Stúd- entaráðs Háskólans og era þeir nú tileinkaðir samkynhneigðum. Morgunblaðið greindi frá. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.