Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 Spurningin Hver ætti að vera konungur á íslandi? Björn Sigurðsson, vinnur á Reykjalundi: Fidel Castro. Bryndís Valsdóttir nemi: Þetta er of flókin spurning. Nana Mardiana, starfsstúlka í bakaríi: Ólafur Ragnar Grímsson. Dagbjört Þráinsdóttir, í fæðing- arorlofi: Ég vil ekki að það sé kon- ungur á íslandi. Ægir Þór Eysteinsson sölumað- ur: Herbert Guðmundsson. Jóhannes Oddsson nemi: Ég hef ekki hugmynd. Lesendur Umhverfisverölaun Norðurlandaráðs Dr. Ólafur Arnalds (t.v.) var heiðraður fyrir „Jarðvegsrof á íslandi". Við hlið hans situr Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra. ísólfur Gylfi Pálmason alþm. skrifar: Alþjóðlegt samstarf er okkur ís- lendingum mjög mikilvægt, ekki síst norrænt -samstarf. Á þingi Norðurlandaráðs beindist athyglin mjög að vest-norrænu samstarfí. Á síðstu árum hefur mörgum fundist að vest-norrænt samstarf hafi orðið nokkuð afskipt vegna aukinnar áherslu á samstarf Norðurlandanna við Eystrasaltsríkin. Mér þótti einkar ánægjulegt að skoða sýningu nemenda Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum, sem haldin var í tengslum við þing Norðurlandaráðs. Þarna voru kynnt rannsóknarverkefni um landann. Hinir ungu Vestmannaeyingar, ásamt kennara sínum, voru góðir fulltrúar íslands og landi og þjóð til sóma, en verkefnið táknrænt um al- þjóðlegt samstarf ungs fólks á ís- landi í dag. Hápunktur Norðurlandaráðs- þingsins að þessu sinni var verð- launaafhending til dr. Ólafs Arnalds fyrir verkefnið „Jarðvegsrof á ís- landi“. Ólafur stjórnaði þessu verk- efni i samvinnu starfsmanna RALA og Landgræðslunnar og er því um leið viðurkenning fyrir stofnanirn- ar og starfsmenn þeirra. Land- græðslan er elsta stofnun sinnar tegundar í landinu. Viðurkenningin vekur enn meiri athygli á hinu mikla vandamáli sem jarðvegseyð- ing er. Viðurkenningin vekur einnig athygli á hve brýnt er að leggja meira fé til landgræðslu og skógræktar á íslandi. Þessir þættir hjálpa einnig íslend- ingum annars vegar til kolefnis- bindingar, sem er mikil nauðsyn vegna alþjóðlegra samninga, og hins vegar erum við að endur- heimta land. Það er ánægjulegt að skynja á hvern hátt Ólafur hefur kynnt verkefnið öfgalaust og án sleggjudóma. Á þennan hátt er auð- veldara að laða hinn almenna borg- ara til samstarfs og að ná þjóðarsátt um uppgræðslu og skógræktarverk- efni, sem eru afar brýn umhverfis- verkefni á íslandi. Það vakti og at- hygli mína að Ólafur lét verðlauna- féð renna til verkefnisins og lýsir það vel áhuga verðaunahafans á verkefninu. Fólksflóttinn frá Vestfjörðum Gunnar Sigurðsson skrifar: Mannfjöldi eykst hægt og bítandi hér á landi. Ein mesta fjölgunin var á sl. ári ef marka má tölur frá Hag- stofunni. Stöðugur fólksflótti er hins vegar úr dreifbýlinu og mestur frá Vestfjörðum. Þar hefur fólki fækkað um 14,9% á síðasta tíu ára tímabilinu. Hvergi er um aðra eins fólksfækkun að ræða á landinu, þótt alls staðar í dreifbýli fækki fólki, sem flýr ýmist til þéttbýlisins við Faxaflóa eða beint til útlanda. Allar tilraunir hins opinbera til að viðhalda hinni dreifðu byggð eða auka hana, hafa mistekist gjörsam- lega. Meira að segja samgöngubæt- ur eins og VestQarðagöngin höfðu ekki þau áhrif að íbúar þar vestra héldu kyrru fyrir eða þeim fjölgaði. Flóttinn frá Vestfjörðum virðist varanlegur. Sannleikurinn er að Vestfjarða- göngin, svo góð sem þau eru og nýt- ast íbúum milli kauptúna þar, nægja ekki til að halda íbúum á svæðinu. Til þess þyrfti mun meiri samgöngubætur í vegamálum. Helst þá að lagfæra leiðina yfir Dynjand- isheiði og Hrafnseyrarheiði með jarðgangagerð. Þá yrði líka einangr- un allra Vestfjarða loks rofin. Jarð- gangagerð er ekki neitt verkfræði- undur í dag. Hún er líka eina lausn- in til að halda Vestfjörðum í byggð. Allt annað er einskis nýtt. Ég minn- ist nú vart á „menningarhús" sem ætlar að verða eitt mesta „flopp“ í stjórnvaldsaðgerðum síðari tíma hér á landi. Vímuefnaneytendur á biðlista - meðferðarheimili og úrræði skortir Hanna Sig. skrifar: Það vantar fleiri heimili fyrir þá krakka og aðra sem lent hafa í þeirri ógæfu að ánetjast vímuefn- um, og það eru allt of fá meðferðar- heimili til staðar fyrir þá krakka sem þurfa þess með. - Á Landspítal- anum, deild 33 A, getur innlögn far- ið fram án þess að viðkomandi ein- staklingur samþykki það sjálfur, en forráðamaður hans verður að sækja um innlögn fyrir hann þar. Þar get- ur unglingurinn dvalið í stuttan tíma, og þeir taka alls ekki yngri krakka en 16 ára og helst ekki þá sem eru svo ungir, en miða helst við 18 ára aldurinn. Vogur tekur inn yngri kyslóðina þjónusta allan sólarhringinn - eða hringið í síma 550 5000 milli kl. 14 og 16 Frá Staðarfelli. - Eftir Vog tekur Staðarfell við sem framhaldsmeðferðarúrræði fyrir yngri kynslóðina sem hefur ánetjast fíkniefnum, segir m.a. í bréfinu. en þar verður ein- staklingur að koma sjálfviljugur inn í meðferð. Eftir Vog tekur Staðarfell við sem framhaldsmeð- ferðarúrræði. Stuðl- ar er einnig með- ferðarheimili fyrir unglinga í vanda og þegar þeirri með- ferð lýkur sem getm tekið marga mánuði þá geta þeir krakkar sem þurfa meiri tíma farið áfram á heimili upp í sveit. Þau eru nokkur þessi heimili en ekki nærri því nóg. Biðlistar eru slíkir að lágmarksbið er t.d. um 8-12 mánuð- ir inn á Stuðla. Virkið er svo til nýtt meðferðar- úrræði fyrir krakka. Guðmundur Týr (Mummi) og konan hans komu þvi á laggimar þar sem þau gátu ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að úti á götunni væru krakkar sem þyrftu á langtímameðferð að halda. Það er virðingarvert að slíkir ein- staklingar skuli vera til staðar. Virkið, Stuðlar, SÁÁ - allt eru þetta stofnanir með misjafnar að- ferðir. Það er einstaklingsbundið hversu langan tíma meðferð tekur og það er sjaldnast sem skammtíma- meðferð nægir þeim sem em langt leiddir. Staðreynd er að á meðan um 50 aðilar eru í langtímameðferð þá bætast aðrir flklar við sem þurfa á afeitrun að halda, en það er fátt um staði þar sem hægt er að koma unglingum inn á. Við verðum því að ranka við okkur. DV Skaðabætur úr ríkissjóði Reynir Einarsson hringdi: Það er orðið mjög áberandi hve ríkissjóður þarf að láta í minni pokann gagnvart þeim sem höfða mál á hendur hinu op- inbera, ýmist vegna vanrækslu, misgjörða gagnvart einstaka starfsmönnum þess eða bara vegna afglapa sem eru algjörlega óþörf. Oft era þetta mistök sem rekja má til hinna og þessara embættismanna, ráðuneytis- stjóra eða jafnvel ráðherra. Nýjasta dæmið er um skaðabóta- kröfu fyrrverandi sýslumanns á Akranesi upp á tæpar 8 milljón- ir króna. AUt eru þetta skattpen- ingar almennings sem fjúka þeg- ar ríkið verður undir í svona málarekstri. Sýnilega þarf að vanda betur til starfsmannavals í hærri stöður hjá hinu opin- bera. Eflum vinstri- menn Gunnar Borgþór Sigfússon, verkefnastjóri hjá íslenskum aðalverktökum, skrifar: Undanfarið hafa skoðana- kannanir sýnt að Sjálfstæðis- flokkurinn vinni á. Erum við ánægð með það?. Búa landsmenn við góðæri? Jú, sumir, en ekki allir. Bilið breikkar stöðugt milli þeirra sem betur mega sín og þeh-ra lægstlaunuðu hjá þjóð sem stærir sig af jöfnuði milli manna. Nú hefur loks tekist að sameina vinstrimenn í einn flokk. í annað sætið samfylking- arinnar á Reykjanesi býður sig fram ungur skeleggur maður, Jón Gunnarsson. Suðumesja- maður, með reynslu af sveitar- stjórnarmálum og sem hefur ver- ið varamaður á Alþingi. Suður- nesjamenn; stöndum saman, kjósum Jón Gunnarsson í 2. sæti samfylkingarinnar á Reykjanesi í komandi prófkjöri 5.-6. feb. nk. Óskalög - frábært sjónvarpsefni Kristinn Sigurðsson skrifar: Undanfamar vikur hefur okk- ar ágæta Sjónvai-p sýnt þætti sem nefnast Óskalög í sjónvarps- sal og satt besta að segja eru all- ir sem þar hafa komið fram hreint frábærir. Góð hljómsveit Jóns Ólafssonar bætti um betur með stórgóðum flutningi. Út- koman er með því besta sem ég hef séð, bæði hér og líka erlend- is. Ég vissi ekki að við ættum svona góða söngvara. Ég vona að Sjónvarpið sjái sér fært að halda áfram á þessari sömu braut. Þátturinn þarf ekki endilega að vera alltaf sama daginn. Útigangsmenn við Hlemm Snorri Jónsson skrifar: Nýlega las ég smápistil í DV um útigangsmenn við Hlemm í Reykjavík. Mennirnir höfðu ver- ið að betla af fólki, sagði þar. Þetta er rétt hjá manninum. En einhvers staðar verða vondir að vera. Þessir svonefndu útigangs- menn eru búnir að fara í með- ferð, m.a. á vegum Samhjálpar en það er ekki hægt að svipta þá sjálfræði og þeir fara fara oftast í sama farið aftur. Sértrúarsöfn- uðirnir sem hafa haft athvarf fyrir mennina, t.d. gamla Far- sóttarhúsið i Hafnarfirði, Hlað- gerðarkot og kannski víðar. Þjóðkirkjan hefur hins vegar ekki hýst þessar ágætu mann- eskjur, svo ég viti. Þetta mætti gjarnan breytast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.