Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 13 Fréttir KR Sport hf.: Þrettánda fjölmennasta hlutafélag landsins KR Sport hf. er þrettánda stærsta hlutafélag landsins, hluthafarnir eru 1.100 talsins og standa bak við 50 milljóna króna hluti, sem þeir létu skrá sig fyrir hjá Verðbréfa- stofunni, sem Jafet Ólafsson, eld- heitur Valsmaður, rekur. Jafet segir að dreifingin sé mikil og ljóst að fjöldamargir kaupa af tryggð við félagið. Þó voru nokkrir sem treysta á góða arðsemi félags- ins og vildu nokkrir kaupa meira en milljón, en það þurfti hins vegar að skerða heiimikið. Sagan segir að Suðurnesjamaður einn hafi viljað kaupa mjög ráðandi hlut í fyrir- Jafet Ólafsson - hugmyndir voru uppi um eins konar „yfirtöku" á KR. tækinu og gerast umsvifamikill í KR. Jafet staðfestir að nokkrir hafi viljað kaupa talsvert, en leggur áherslu á að dreifingin sé mikil, hlutir yfirleitt upp á 25 til 50 þús- und krónur. “Maður heyrði í mönnum úr öðr- um félögum með spekúlasjónir sem töluðu um að kaupa þetta allt og sameina öðrum félögum, svona rétt eins og gerist á fyrirtækjamarkaðn- um,“ sagði Jafet. Hann segir að hlutabréfin í KR Sporti hf. verði væntanlega ekki föl og allar spek- úlasjónir um að eignast KR séu út í hött. Þarna sé harður kjarni að verða eigandi að hlutafélaginu, eld- heitir KR-ingar sem láti ekki bréfin hvað sem gengur á. Fram hóf hlutafélagsvæðinguna rétt á undan KR. Fleiri íþróttafélög eru ekki í þeirri mynd að sögn Jaf- ets. Hann segir að menn láti þetta árið líða og skoði reynslu félag- anna tveggja. KR-ingar halda áfram að skoða samvinnu við erlenda aðila sem sérhæfa sig í rekstri á knattspyrnu- félögum með samvinnu í huga, til dæmis varðandi sölu og kaup á leikmönnum. -JBP Sligaðar trjágreinar í Skógum. DV-mynd NH Tjóná trjágróðri í Skógum DV, Eyjafjöllum: í óveðrinu sem gekk yfir land- ið um helgina hlóðst mikill snjór á trjágróður í Skógum undir Eyjafjöllum. Víða eru greinar brotnar undan þunganum og ljóst að töluvert tjón hefur orðið í skógræktinni. -NH Mikið fjör var á hjónaballinu. DV-mynd ÆK Sjónvarpsstööin SÝN: Bjargaði annálnum DV, Fáskrúösfirði: Hið árlega hjónaball Fáskrúðs- fírðinga var haldið laugardagskvöld- ið 16. janúar. Um 170 manns voru á skemmtuninni en þess má geta að íbúar eru um 600. Hjónaballið er ein vinsælasta skemmtunin sem haldin er hér. Nú sem áður var boöið upp á ýmis skemmtiatriði þar sem menn gerðu upp árið í gríni og alvöru. Skemmtunin hófst á borðhaldi þar sem boðið var upp á margréttað- an matseðil frá Hótel Bjargi. Raf- veitustjórinn okkar, Gunnar Skarp- héðinsson, hafði nóg að gera við að slá inn rafmagnið á meðan á borð- haldi stóð en rafmagn fór nokkrum sinnum af bænum um kvöldið. Þess má geta að „annáll ársins", þar sem sett eru saman myndbrot tekin við ýmis tækifæri og klippt og skorin og talsett að nýju þar sem það á við, var settur saman í Reykja- vík af Bergkvist Jónssyni, brottflutt- um Fáskrúösfirðingi. Var annállinn sýndur við feikigóðar undirtektir. Það leit nú ekki vel út með að ná annálnum hingað austur því þegar senda átti spóluna í flutningabíl var orðið ófært. Nú voru góð ráð dýr. En menn dóu ekki ráðalausir heldur töluðu við starfsmenn sjónvarps- stöðvarinnar SÝNAR. Þeir einfald- lega sendu efnið út á dreifikerfl sínu. Svo voru menn hér fyrir aust- an sem tóku upp efnið þegar það birtist og sýndu það svo á skemmt- uninni um kvöldiö. Þökk sé Sýnar- mönnum. Þannig fengu margir .landsmenn óvænta skemmtun sem horfðu á SÝN þann daginn. Búið var að ráða hljómsveit frá Hornafirði til að leika á dansleikn- um og vegna veðurspár lagði hún af stað frá Höfn á fóstudaginn en varð frá að hverfa við Hvalnes vegna veð- urofsans. Þá var leitað til Jóns Arn- grímssonar og hljómsveitar hans, Nefndarinnar, á Egilsstöðum. Hún komst til Fáskrúðsfjarðar á fóstu- dagsnóttina þrátt fyrir að Fagridal- ur væri talinn ófær. Hljómsveitin lék síðan á dansleiknum við góðar undirtektir fram á rauða nótt. -ÆK Stykkishólmur: Tilboð í efnisvinnslu opnuð DV.Vesturlandi: Tiiboð í efnisvinnslu við dreifikerfi hitaveitu Stykkishólms voru opnuð sl. fóstudag. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 7,5 millj. króna. Tilboðsgjafar í vikurefni voru: Borgarverk kr. 4,6 millj. Vöruflutning- ar Guðmundar Benjamínssonar kr. 5,5 millj. Vinnuvélar sf. kr. 5,7 millj. Berglín ehf. kr. 5,8 millj. Kolli ehf. kr. 5,94 millj. Páll Sigurðsson kr. 5,95 millj. Tak ehf. og Stefán Björgvinsson kr. 8 millj. Bjarni Vigfússon kr. 10,1 millj. Sigurður Hauksson kr. 16 millj. FrávikstOboð gerðu Kolli ehf. tilboð 1 kr. 3,85 millj. - tilboð 2 kr. 4,2 millj. - Tak ehf. og Stefán Björgvinsson 6,4 millj,- og B.B. og synir kr. 3,9 millj. -DVÓ/ÓJ Frá blaðamannafundi Kristilega lýðræðisflokksins sem haidinn var á Hótel Borg í gær. DV-mynd Teitur Kristilegi lýöræöisflokkurinn: Alþingi ekki sérlega kristileg stofnun - segir kosningastjóri flokksins Árni Björn Guðjónsson húsgagna- smíðameistari býður enn einu sinni fram til Alþingis og nú undir nýju flokksnafni, Kristilega lýðræðis- flokknum. Ætlunin er að bjóða fram í Reykjavík og á Reykjanesi og ef til vill víðar um landið. Guðlaugur Laufdal, kosningastjóri flokksins, sagði í sam- tali við DV í gær að ætlunin væri að fá kjörna 3 til 5 menn, Drottinn muni sjá til þess að flokkurinn fái raddir á þingi til að koma á réttlæti í landinu. Rætt er um að Árni Bjöm muni skipa efsta sætið í Reykjavík en Guð- laugur Laufdal og Kolbrún Jónsdóttir, kona hans, muni verða í efstu sætum í Reykjanesi, en ekki er þetta afráðið. Þau Guðlaugur og Kolbrún eru Fíla- delflufólk og hafa mikið komið við sögu í þáttagerð fyrir Omega, kristi- legu sjónvarpsstöðina með þáttinn Kvöldljós. Guðlaugur hefur starfað við trúboð í Bandaríkjunum. „Það þarf meiri iðnað og framleiðni í landinu. Þeir sem ganga með Guði þekkja það að við getum beðið Guðs blessunar og Guðs blessun getur feng- ið að streyma inn í hin ýmsu málefni. Og þeir sem ganga fram í þjónustu fyrir Drottin þeir ganga fram í ná- ungakærleika," sagði Guðiaugur. Hann segir að Alþingi sé ekki sérlega kristileg stofnun. „Þar hafa setið sömu mennirnir árum saman þrátt fyrir öll þau mistök sem þeir hafa gert, milljarðar í loðdýr- in, fiskeldið og frystihús og hafnar- framkvæmdir sem að engu er orðið. Á sama tíma eru alltaf sömu sultarlaun- in og ekki er hægt að hjálpa konunum til að vera heimavinnandi og sjá um börnin. Við viljum sjá fagurt mannlíf, flölskyldurnar blómstra, og til þess þurfa konurnar að vera heima að ann- ast börn og heimili. Það eru allir orðn- ir leiðir á þessu lífsmunstri," sagði Guðlaugur Laufdal, kosningastjóri Kristilega lýðræðisflokksins. -JBP Þormóður rammi - Sæberg hf.: Tveir togarar í slipp til Lettlands DV, Siglufiröi: Eftir áramót fóru tvö af skipum Þormóðs ramma-Sæbergs hf., Stálvík og Sunna, i slipp til Lettlands og eru þau ekki væntanleg aftur fyrr en í byrjun mars. Skipin eru gerð út frá Siglufirði. Löngum hafa komið hagstæð til- boð í viðgerðir á skipum frá Póllandi og ríkjunum sem áður tilheyrðu Rússlandi og svo var nú um tilboð Lettanna sem var það hagstæðasta sem fyrirtækið fékk. Að sögn Unnars Péturssonar, skrifstofustjóra Þormóðs ramma - Sæbergs hfl, eru þrjú skip fyrirtækis- ins nú á rækjuveiðum en afli er treg- ur. Talsverðar framkvæmdir standa nú yfir hjá Þormóði ramma - Sæ- bergi hf. Verið er að stækka húsa- kynni rækjuverksmiðjunnar. Einnig er unnið af fullum krafti við kítinverksmiðju sem fyrirtæk- ið er að hleypa af stokkunum ásamt SR-mjöli. Standa vonir til að verksmiðjan hefji starfsemi í næsta mánuði ef áætlanir haldast. -ÖÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.