Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1999
17
Skíði og skíðaútbúnaður:
Hinn landskunni skfðakappi, Valdimar Örnólfsson, segir
m.a. að mikilvægt sé að bindingar séu ekki of fast stilltar
miðað við þyngd manna.
Hægt að kaupa
ódýr notuð skíði
Nú er
loksins kom-
inn nægur
snjór í fjöll til
skiöaiðkunar og
því þeysa skíða-
garpar upp í fjöll
virka daga
sem um
helgar til
að renna
snævi
þöktum
brokk-
un-
um
mm
um
Skíðaíþróttin nýtur mik-
illa vinsælda sem fjöl-
skylduíþrótt hérlendis en
hvað skyldi kosta að útbúa
fjölskylduna fyrir sportið?
Ellert B. Schram, forseti
ÍSÍ, er mikill skíðagarpur
og tekur fjölskylduna
gjarnan með sér til fjalla.
Að hans sögn þarf að end-
urnýja útbúnað barna
nokkuð oft og jafnvel á
hverju ári ef þau vaxa
hratt. Hans ráð er að
kaupa ekki alltaf nýtt
heldur skipta út notuð-
um búnaði og kaupa aft-
ur notað eða nýtt í
stað þess gamla. ,,Ég
fór t.d. með
strákn-
um
sem er 9 ára, í gær til að
kaupa stærri skíði og
útbúnað handa hon-
um. Ég skipti
gamla útbúnaðin-
um fyrir nýjan
og þurfti að
borga um tíu
þúsund krón-
ur á milli
sem er
svipuð
upphæð
og ég
hefði
þurft
að
Ellert B.
Schram, for-
seti ÍSÍ, telur
skíðaiðkunina
hina ákjósan-
legustu fjöl-
skylduíþrótt.
borga fyrir notaðan búnað
ef ég hefði ekki skipt
gamla búnaðinum. Annar
útbúnaður er ekki dýr og
ekki einskorðaður við
skíðaiðkunina. Að mínu
mati þarf ekki að kaupa
sérstakan fatnað fyrir
börnin á skíðin því notast
má við snjógalla og annan
fatnað sem börnin ganga í
á veturna."
Peninganna virði
Ellert segir að auðvitað
sé afstætt hvort skíðaiðkun-
in sé dýr fjölskylduíþrótt en
hægt sé að spara með því að
kaupa notað. „Ég sé heldur
ekkert eftir peningunum
sem fara í þetta því mér
finnst þeim vel varið í
skíðin. Þetta er holl og góð
útivera sem eykur sam-
heldni fjölskyldunnar og
allir njóta góðs af.
Við byrjuðum að fara
með börnin okkar, sem
eru nú sjö og níu ára, á
skíði fyrir um fjórum
árum. Fyrsti veturinn fór
nú aðallega í að venja þau
við snjóinn og fjöllin en nú
eru þau farin að standa sig
ágætlega. Ég hef nú aðal-
lega sjálfur séð um að
kenna þeim en ætli við
fáum ekki stúlku til að
kenna þeim í vetur.“ Ellert
segist þó ekki hafa neina
leynda drauma um að gera
börnin sín að keppnis-
mönnum á skíðum heldur
sé markmiðið aðallega að
vekja áhuga þeirra á skíða-
íþróttinni. „Ég fór mikið
með eldri börnunum mín-
um, sem nú eru uppkomin,
á skíði og þau búa enn þá
að þeirri reynslu og nú er
ég að ganga í gegnum þetta
sama með þeim yngri. Ég er
viss um að þau eiga eftir að
njóta góðs af skíðaiðkun-
inni og tel hana því full-
komlega peninganna virði,“
segir Ellert B. Schram að
lokum. -GLM
Valdimar Örnólfsson:
Ráðleggingar
skíðamannsins
Það er ekki nóg að kaupa góðan útbúnað ef
undirbúningur fyrir skíðaferðina er ekki nægur.
Hagsýni leitaði því ráða hjá Valdimari Örnólfs-
syni skíðakappa sem gaf góðfúslega nokkur ráð
sem lúta að skiðaiðkun.
1) Gleymið ekki sólgleraugunum.
2) Verið alltcif í hlýjum ullarnærfótum.
3) Athugið vel að skíði og bindingar séu rétt
stillt, þ.e. að bindingar séu ekki of fastar miðað
við þyngd skíðamannsins því skíðin eiga að
losna af ef maðurinn dettur.
4) Látið börnin klæðast sokkum sem falla vel
að fætinum til að forðast hælsæri á
skíðum.
5) Reimið ekki eða smellið skóna
of fast.
6) Byrjið varlega og farið ekki í
of brattar beygjur. Gætið þess vel
að vera ekki fyrir öðrum skíða-
mönnum og farið út í kant ef þið
þurfið að stoppa.
7) Gott er að hafa með sér lítinn
bakpoka með heftiplástri, aukavett-
lingum og fleiru sem gæti komið
sér vel fyrir börnin. -GLM
Blómaráð
Vökvun heimilis-
blóma
Vökvið með vatni sem er við
stofuhita. Plöntur geta skemmst
ef þær eru vökvaðar með köldu
vatni.
- Stingdu puttanum svona 2-3
sm niður í moldina. Ef hún er rök
skaltu fresta vökvun.
- Vatnið sem þú sýður eggin í
er steinefnaríkt og því gott
drykkjarvatn fyrir plöntumar.
- Eða
setjið
eggjaskurn
í krukku
með vatni
og loki
yfir. Látið
standa í einn
dág áður en
vökvað er.
Geymið ekki
eggjaskurn langtímum saman því
skurnin skemmist og veldur
óþefi.
- Besti áburðurinn er gamalt
vatn úr fiskabúri eða vatn sem
fiskur hefur verið frystur í.
- Ekki henda sódavatninu sem
gosið er farið úr. Það hefur réttu
efnin til að færa plöntunmn heil-
brigði og fallegt litaraft.
- Ef þú vilt vökva hengiplönt-
urnar án þess að allt verði á floti
skaltu nota ísmola af og til. Vatn-
ið nær ekki að renna í gegn
vegna þess
hversu
hægt ísinn
bráðnar.
Lauk-
plöntur
ætti alltaf
að vökva á
botninum.
Fyllið skál
eða jafnvel
vaskinn af
vatni og
látið plönturnar standa i því.
- Ef stofan er full af plöntum er
nauðsynlegt að hafa lítið raka-
tæki í henni yfir vetrartímann til
að halda réttu rakastigi.
Góður snjór
Skafið upp hreinan snjó og lát-
ið bráðna í fötu. Notið hann síðan
til vökvunar vegna þess að snjór-
inn er fullur af steinefnum.
Blóm á múrsteini
Þegar þú ferð í frí skaltu láta
plönturnar standa á múrsteini
sem vatniö flýtur yfir í baöker-
inu. Steinninn sýgur í sig vatnið
og plönturnar sjúga vatn úr stein-
inum.
- Eða láttu plöntumar standa í
baðkerinu á þykkum saman-
brotnum handklæðum sem eru
gegnumblaut. Plönturnar draga í
sig þann raka sem þeim er nauð-
synlegur.
- Ef til vill viltu reyna þetta:
Settu endann á tuskuræmu í fötu
með vatni en stingdu hinum end-
anum í moldina í blómapottinum.
Hafðu í huga að fatan verður að
standa hærra en blómapotturinn.
-GLM
Beinar
plöntur
Snúið blóma-
pottinum reglu-
lega um 1/4 úr
hring svo sól-
arljósið
dreifist sem
best. Plöntur
teygja sig
sem þær geta í
átt aö sólarljósinu.