Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Page 19
FIMMTUDAGUR 21. JANUAR 1999 19 Óli H. Þórðarson er með snjóbræðslukerfi í bílastæðinu: Ótvlrætt hagræði og ódýrt I rekstri „Eg er með snjóbræðslukerfi í bílastæðinu framan við bílskúrinn en á eftir að setja slíkt kerfl undir gangstéttina heim að húsinu. Það geri ég fyrr en seinna því það er ótvírætt hagræði að því að hafa autt stæði fyrir bílinn og auða stétt framan við húsið. Meðan ég moka snjó af gangstéttinni heim að hús- inu hugsa ég með tilhlökkun til þess þegar hún verður eins og bílastæð- ið,“ segir Óli H. Þórðarson, formað- ur Umferðarráðs, við DV. Nú, þegar jörð er alhvít og fann- fergi víða umtalsvert, hamast marg- ir við að moka gangstéttar, tröppur og bílastæði við heimili sín. En þeir eru lika margir sem hafa gefið skófl- unni frí, hafa snjóbræðslukerfi og njóta þess að vera lausir puðið. Þeir hinir sömu njóta þess einnig að ganga á auðum stéttum heim að dyrum án þess að eiga á hættu að detta og kannski beinbrotna. Þegar rætt er um snjóbræðslu- kerfi hugsa einhverjir sem svo að þá muni reikningurinn frá hitaveit- unni sprengja heimilisbókhaldið og stefna öllu í voða. En það er mesta firra. Reyndar þarf að leggja út fyr- ir stofnkostnaði en í flestum tilfell- um notast smærri snjóbræðslukerfi eingöngu við affallið frá hitakerfi hússins. Rekstrarkostnaður er nær enginn þar sem heitt vatn, sem búið er að nota í húsinu, leggur leið sína um snjóbræðslukerfið áður en það hverfúr út í götu. Þannig fæst há- marksnýting á heitu vatni sem þeg- ar er búið að greiða fyrir. „Það var svolítill kostnaður við þetta í byrjun enda keypti ég einnig nýjar hellur í stæðið. En ég sé alls ekki eftir þessu. Hagræðið við þetta er bæði beint og óbeint. Ég get þvegið bílinn á stæð- inu á vet- urna, ég get stappað snjó skónum áður en ég fer inn í bíl- inn, minnk- að þannig bleytu í gólfinu og um leið gufúmynd- un í bíln- um. Við það eykst einnig um- ferðarör- yggið. Hefði ég auða stétt heim að dyrum bærist minni snjór og bleyta inn í húsið. Loks þarf ég ekki að óttast að fá í bakið vegna mikils moksturs og verða jafnvel frá vinnu.“ Pípari með í ráðum DV ræddi við pípulagninga- menn og söluað- ila efnis í snjó- bræðslukerfi. Þar kom fram að vanda yrði til uppsetningar þessara kerfa. Lögn röranna yrði að vera þannig að hún tryggði sem mest- an hita í yfir- borði stétta og stæða. Fólk í ný- byggingum ætti að kalla pípu- lagningamann- inn meðan jarð- rask stæði yflr til að geta ráðlagt um lögnina og tryggt einfaldasta tengingu við hita- kerfi hússins. Þegar um eldri hús væri að ræða vilja pípararnir umfram allt koma á staðinn og meta hvemig best er að tengja snjóbræðslukerf- ið við hitakerf- ið. í eldri húsum kæmi Hitakerfi hússins 25 - 30 'C OIi H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, segist snjóbræðslukerfis. Stéttin heima ð dyrum er næst. reynsla og út- sjónarsemi fagmannsins sér /f3 vel þar sem eldri hús væru börn síns tíma í þessum efnum og ekki alls staðar jafnauð- velt að komast að hlut- 'éfr unum. Kostnaður Óli H. Þórðarson er með einfalt stæði framan við bílskúrinn sinn, um 10 ‘C 25-30 fermetra. Þeg- ar fagmenn ræða bræðslukerfi koma til sögunnar hugtök eins og slaufa. Ein slaufa er 200 metra slanga sem lögð er í hlykkjum undir bílastæði eða gang- stétt. Ein slaufa nægir til að hita upp um 50 fermetra, tvöfalt stærra stæði en hjá Óla. Síðan þarf milli- bilsslár til að jafna bilið, um 5 á hvern fermetra. Ef miðað er við að metri af slöngu kosti 50 krónur og hver millibilsslá 20 krónur er efnis- kostnaður orðinn 14.000 krónur. Gjaldskrá pípulagningamanna er frjáls en hjá Mælingastofu pípulagn- ingamanna fengust þær upplýsingar að vinnan við lögn í 50 fermetra stæði gæti kostað um 22.000 krónur ekki geta hugsað sér bílastæði án DV-mynd E.+ÓI. með vsk. Þá er reikningurinn kom- inn í 38.000 krónur. Ef um eldra hús er að ræða bætist vinna inni í kyndiklefa við, yfirleitt í tímavinnu, og efni sem gæti numið samtals um 20.000 krónum. Samtals gerir það þá 58 þúsund krónur. Bein innspýting Ef þannig háttar til að tryggja þurfi snjóbræðslu og þurra stétt á skömmum tíma eða ef vatnið frá hitakerfi hússins er ekki nógu heitt til að ekki frjósi í bræðslukerflnu, getur þurft að dæla heitu vatni inn á kerfið. Þá er settur blæðiloki á Lokuð bræðslukerfi henta fyrir stærri svæði Þegar um stærri bílastæði er að ræða eða gangstéttir á stórri lóð, t.d. við íbúðablokkir, er ráðlegt að notast við lokað bræðslukerfi þar sem sama vatnið, blandað frostlegi, fer hring eft- ir hring. Slík kerfi geta verið 5-6 slaufur að stærð eða sem samsvarar 1000 til 1200 metrum af rörum. Til að hita vökvann í slöngunum fer hann í gegnum varmaskipti sem notast við vatnið úr hitakerfi hússins, ekki rafmagn. Þá er ráðlegt að hafa möguleika á blæðiloka eða loka fyrir beina innspýtingu, ekki síst ef halli er fyrir hendi eða aðrar aðstæður krefj- ast. Fagmenn ráðleggja um slíkt. Lokað kerii með 5 slaufúm eða 1000 metrum af rörum, sem hita um 250 fermetra svæði, getur kostað allt að 120 þúsund krónur niðurlagt. Milli- bilsslár geta kostað 25.00 krónur. Frostlögur fyri kerfið getur síðan kostað mn 27.000. Verð fyrir varmaskipti getur verið 50.000 krónur, dæla getur kostað 15.000 og þensluker, sem tekur við vatni þegar hitinn í kerfinu eykst, 3000 krónur. Stjómloki til að auka hita í kerfinu getur síðan kostað 10.000-20.000 krónur. Efni og vinna við frágang og tengingar getur kostað 25.000. Samtals getur funm lykkju lok- að kerfi því kostað allt að 285.000 krónur. Þetta kann að vera há upphæð ef hún er slitin úr samhengi en spamað- ur vegna hagræðis íbúa er væntanlega fljótur að skila sér. Beinn spamaður vegna kaupa á mokstursþjónustu get- ur einnig verið talsverður. -hlh tenginguna inni í húsi. í honum er hitanemi sem nemur hvort hiti vatnsins úr hitakerfi hússins fari niður fyrir 10 gráður. Geri hann það sér lokinn um að heitt vatn fari beint inn á kerfið, en einungis í stuttan tíma. Stýra má þessum loka og tryggja þannig skjóta bræðslu og þurra stétt. Blæðiloki getur kostað frá 10 þúsund krónum. -hlh Ofnloki er losaður með skrúfjárni. Pinninn er smurður og hreyfður til nokkrum sinnum með því að ýta á hann. DV-myndir ÞÖK Ofnlokinn er festur á aftur. Eru ofnarnir kaldir? Liðkið pinna I ofnloka Mjög algengt er að einn ofn eða fleiri í hýbýlum fólks séu kaldir, , vilji ekki hitna. Ástæðan kann að vera sú að þrýstijafnari, á grind í kyndiklefa, sé bilaður eða vit- laust stilltur. Eða þá að eitthvað annað sé að. En skýringin getur líka verið sáraeinföld. Pinni inn- an í ofnloka getur verið stirður eða setið fastur, sérstaklega ef ekki hefur verið hreyft við ofn- lokanum í lengri tíma, t.d. yfir sumar. Pinninn stjórnar vatns- flæðinu um ofninn og ef ekki er hægt að hreyfa hann er ekki hægt að stjóran hitanum á ofninum. Þess vegna er það fost regla margra á hverju hausti að ganga á alla ofna í húsinu, skrúfa ofn- lokann af, smyrja pinnann með hitaþolinni olíu eða smurúða og liðka hann með því að hreyfa hann til. Ofnlokinn er síðan sett- ur á aftur og skrúfaður fastur. Oft nægfr þetta til að fá hita á ofn sem annars er kaldur. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.