Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 24
24 Sviðsljós FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 903 • 5670 Hvernig á að svara auglýsingu í svarþjónustu: y Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara smáauglýsingu. / V Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. Þá heyrir þú skilaboð auglýsandans ef þau eru fyrir hendi. ■/ Þú leggur inn skilaboð eftir hljóðmerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. •/ Þá færð þú að heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. Hvernig á að svara atvinnu- auglýsingu í svarþjónustu: 4 Þú hringir í síma 903-5670 og eftir kynninguna velur þú 1 til þess að svara atvinnuauglýsingu. Þú slærð inn tilvísunarnúmer auglýsingar, alls 5 stafi. 1 Nú færö þú að heyra skilaboö auglýsandans. ■ Ef þú vilt halda áfram ýtir þú á 1 og heyrir þá spurningar auglýsandans. ' Þú leggur inn skilaboð eftir hljóömerki og ýtir á ferhyrninginn að upptöku lokinni. Þá færð þú að heyra skilaboðin sem þú last inn. Ef þú ert ánægð/ur með skilaboðin geymir þú þau, ef ekki getur þú talað þau inn aftur. f Þegar skilaboöin hafa verið geymd færö þú uppgefið leyninúmer sem þú notar til þess að hlusta á svar auglýsandans. Mikilvægt er að skrifa númeriö hjá sér því þú ein(n) veist leyninúmeriö. f Auglýsandinn hefur ákveöinn tíma til þess að hlusta á og flokka svörin. Þú getur hringt aftur í síma 903-5670 og valiö 2 til þess að hlusta á svar auglýsandans. Þú slærö inn leyninúmer þitt og færð þá svar ayglýsandans ef það er fyrir hendi. Allir í stafræna kerfinu með tónvalssíma geta nýtt sér þessa þjónustu. 903 • 5670 Aöeins 25 kr. mínútan. Sama verð fyrlr alla landsmenn. Eyddu gamlárskvöldi sitt í hvoru lagi: Allt er búið milli Friðriks og Mariu Nú þarf ekki frekari vitnanna við. Friðrik Danaprins og söngkon- an Maria Montell eru hætt að vera saman, segir danska vikublaðið Billed Bladet. Maria tók tilboði um að syngja í hinu fræga Falkoner leikhúsi í Kaupmannahöfn á gamlárskvöld. Hún hafði þá þegar gert það upp við sig að sambandið væri búið og að hún mundi ekki eyða gamlárskvöld- inu með prinsinum, eins og hún gerði árið áður. Og ekki kom heldur til greina að hún yrði í sumarhúsi drottningar í Svíþjóð dagana milli jóla og nýárs. Friðrik og Maria áttu saman helgi í íbúð prinsins í Amalienborg- arhöll á haustdögum. Síðan hefur prinsinn oft komið heim til Dan- merkur frá París, þar sem hann Maria Montell er endanlega úr sög- unnl sem kærasta Friðriks ríkisarfa. starfar í danska sendiráðinu, til að skemmta sér og hafa það huggulegt. Maria hefur ekki verið með í þeim fleðskap. Á meðan kærastan fyrrverandi söng og skemmti gestum Falkoner leikhússins á gamlárskvöld, hlýddi Friðrik á ræðu drottningarinnar móður sinnar í höllinni, ásamt Jóakim litla bróður og Alexöndru mágkonu. Að ræðunni lokinni hélt unga fólkið til íbúðar krónprinsins og hélt partí með nokkrum vinum sínum. Að sjálfsögðu var þar skálað i kampavíni og snæddar ostrur. En prinsamir eru eins og aðrir strákar. Og strákar vilja flugelda á gamlárskvöld. Það varð því úr að þeir skutu upp nokkrum slíkum af hallarsvölunum og sprengdu svo kínverja langt fram eftir nóttu. Má ekki koma nálægt Elle Macpherson Ofurfyrirsæt- an Elle Macpher- son fékk hlut- verkið í kvik- myndinni Bodyguard II sem Kevin Costner bauð Díönu sálugu á sínum tíma. Elle er að vonum ánægð en ekki eigin- maður hennar, Arkie Busson. Elle og Kevin voru í ástarsambandi árið 1996 en það var áður reyndar áður en Elle hafði hitt Arkie. Nú segja vinir Arkies að hann ætli að sjá til þess að turtildúfurnar fyrrverandi fái ekkert tækifæri til að nálgast hvort annað. Hann heimtar að eig- inkonan gæti þess að minnst eins metra fjarlægð verði á milli hennar og Kevins við kvikmyndatökurnar. Jerry í París með milljónamæringi Jerry Hall, sem stendur í skilnaðarmáli við Mick Jagger, skrapp nýlega til Parísar með glaumgosanum og milljónamær- ingnum Guy Dellal. Guy er hins vegar harðákveðinn í að fara ekki í neitt fast og alvarlegt sam- band. Að sögn vina Jerry er hún afar hrifin af glaumgosanum sem hefur hjálpað henni að komast yfir skilnaðinn við Jagger. Vinur auðjöfursins fráskilda segir að hann hafi vorkennt Jerry og vitað að það myndi gera þeim báðum gott að komast frá London í smátíma. Segja vinirnir að Jerry geti trúað Guy fyrir sorgum sínum auk þess sem hann komi fram við hana eins og hefðarfrú. Franski tískuhönnuðurinn Thierry Mugler er þekktur fyrir frumlegan fatnað. Hann sveik svo sannarlega ekki aðdáendur sína um heim allan þegar hann sýndi nýjustu sköpunarverkin í París í vikunni. Þar mátti meðal annars sjá þetta fallega piis og meðfylgjandi jakka yfir gagnsæjum toppi. Harry prins betri en pabbi gamli í skíðabrekkunum Harry prins naut lífsins á skíðum með föður sínum, Karli Bretaprins, í Kloster í Sviss ekki alls fyrir löngu. Prinsinn var á nýrri tegund skíða, mjög stuttum, sem er nýjasta æðið í ár. Renndi Harry sér niður brekkurnar án stafa og stökk upp í loftið á skiðunum. Karl, sem hefur farið í vetrarfri til Kloster í nokkra áratugi, var alls ekki samkeppnis- fær í brekkunum. Prinsinn ungi var í svörtum anorakk og með svarta derhúfu en pabbinn var i sama gamla gráa skíðagallanum og hann hefur verið síðustu tuttugu árin eða svo. Ljós- myndarar gætu vel hugsað sér að Bretaprins klæddist einhverju lit- ríkara i snjónum og hann veit af því. Þess vegna benti hann þeim á í gríni að hann væri ekki í öllu gömlu, hann væri með ný skíðagler- augu sem gerðu það að verkum að hann kæmist hraðar niður brekk- urnar. Vilhjálmur prins fór ekki með fóður sínum og bróður til Sviss. Hann kaus að fara á skotveiðar með vinum sinum til Skotlands í staðinn. Kathleen Turner lögst í drykkju Þá var öldin önnur þegar Kathleen Tumer leitaði að demöntum með Michael Dou- glas. Nú leitar hún bara í flösk- una og drekkur og drekkur. Vodki er uppáhaldið. Á degi hverjum fær hún sendar nokkr- ar flöskur úr áfengisverslun hverfisins síns í New York. Þeg- ar leikkonan fer út að borða í há- deginu skolar hún matnum nið- ur með nokkram glösum af víni. í Ameríku vekur slíkt eftirtekt þar sem flestir láta sér nægja ís- kalt lindarvatn. Kathleen hefur sér þó það til málsbóta að hún byrjaði ekki að drekka svona fyrr en gigtarsjúkdómur fór að valda henni sársauka. Raquel með eig- in pitsumann Aldrei skyldi maður segja aldrei. Að minnsta kosti ekki þegar ástin og hjónabandið eru annars vegar. Kynbomban Raquel Welch hefur fengið að kenna á því svo um munar. Hún hafði svarið þess dýran eið, eftir að hafa skilið þrisvar sinnum, að hún skyldi aldrei gifta sig aftur. Hætt er við að hin 57 ára Raquel standi ekki við þau orð sín því hún er bálskotin í 37 ára göml- um pitsugerðarmanni. Richie heitir hann og á nokkra pitsu- staði í Ameríku. Helena hélt 2 daga veislu Danska fyrirsætan Helena Christensen fagnaði þrítugsaf- mælinu sínu um daginn með tveggja daga veislu. Helena átti afmæli á jóladag. Fyrri daginn bauð hún nánustu ættingjum til kvöldverðar á heimili sínu við Kristjánshöfn, það er að segja foreldrunum, systur sinni og mági og dóttur þeirra. Daginn eftir var veisla fyrir vinina við íslandsbryggju. Þar mátti sjá tískukónga, sjónvarpsstjörnur og forleggjara. Ekki má gleyma vinunum sem komu gagngert til Danmerkur frá útlöndum til að fagna tímamótunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.