Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 25 Fréttir Trappe selur af sínum hlut í Galsa DV; Akureyri: Þjóðveijinn Andreas Trappe, sem á 90% eignarhlut í stóðhestinum Galsa frá Sauðárkróki, hefur ákveðið að selja 65% hlut í hestinum. Fyrir liggur hverjir munu kaupa um tvo þriðju af þeim hlut sem til sölu er en ekki ligg- ur fyrir endanlega hver eða hverjir kaupa rúmlega 20% hlut í Galsa. Galsi sem stóð uppi sem sigurveg- ari í B-flokki gæð- inga á landsmótinu á Melgerðismelum á síðasta ári er í eigu tveggja manna, Þjóðveijans Andre- asar Trappe og Baldvins Ara Guð- laugssonar á Akureyri sem á 10%. Baldvin Ari sagði í samtali við DV í gær að hann ætlaði að eiga sinn hlut í Galsa áfram og Trappe ætlaði að eiga áfram 25%. Baldvin Ari segir að þrjú hrossa- ræktarsambönd hafi ákveðið að kaupa hlut í Galsa en þau eru á Suðurlandi, í Skagafirði og A-Húnavatnssýslu. Sunnlendingamir kaupa tæp 22% en hin samböndin tvö tæplega 11% hvort. Þá segir Baldvin Ari að hrossaræktar- samböndin í V-Húnavatnssýslu og Dalasýslu séu að velta fyrir sér kaup- um á þeim 20% sem óseld eru. Baldvin Ari segir það skýrast á næstu dögum hvort af þeim kaup- um verði. Engar tölur eru geíhar upp varðandi þessi viðskipti, en heyrst hefúr að Galsi sé í dag metinn á 10-14 milljónir króna þannig að hér er um stórviðskipti að ræða. Þeir sem hafa leitt hryssur sinar undir Galsa hafa greitt fyrir það 35 þúsund krónur sem þykir ekki mik- ið. Þannig er folatollur hins fræga Orra frá Þúfú um 100 þúsund krónur. Bald- vin Ari segir að það verði rætt við nýja eigendur Galsa hver folatollur hans verður á sumri komanda. -gk Galsi í keppni á landsmótinu á Melgerðismelum á síðasta ári þar sem hann sigraði í B-flokki gæð- inga. DV-mynd ej Prófkjör Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi: Albert saumar að Arnbjörgu Sjálfstæðismenn á Austur- landi stefna að því að halda opið prófkjör um næstu helgi til að ganga frá skipan í efstu sæti á framboðslista sínum fyrir alþingiskosningamar í vor. Prófkjörinu var frestað um síðustu helgi vegna veð- urs. Það verður opið öllum flokksbundnum sjálfstæðis- mönnum 16 ára og eldri og öðrum sem undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn. Egill Seljavallabóndi Jóns- son sem leitt hefur lista flokksins á Austurlandi hætt- ir nú í pólitík og mesta spennan varð- andi prófkjörið er hver muni taka við forustuhlutverki hans. Ambjörg Sveinsdóttir, alþingismaður frá Seyðisfirði, sem skipaði 2. sætið 1995, er alls ekki talin ömgg um 1. sætið þrátt fyrir stuðning Egils við hana. Helsti keppinautur hennar er talinn vera Albert Eymunds- son, skólastjóri á Höth, en auk þeirra sækist Ólafur Ragnars- son, sveitarstjóri á Djúpavogi, eftir 1. sætinu. Aðrir sem gefa kost á sér era Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Jökuldal, sem vill í 2. sætið, Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður á Egilsstöðum, í 2.-4. sæti, Jens G. Helgason, nemi Eskifírði, í 4. sætið og Kári Ólason, verktaki á Héraði í 4. sætið. -gk Arnbjörg Sveinsdóttir. Tekst henni aö verjast atlögum Alberts og Ólafs? Frá undirritun samningsins. Jón Karl Einarsson og Þórir Jónsson frá Úrvali- Útsýn og Jón A. Sigurbjörnsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson frá Lands- sambandi hestamannafélaga. DV-mynd Pjetur Hestamenn í vík- ing til Þýskalands Þjóðveijar hyggjast halda glæsilegt heimsmeistaramót í íþróttum íslenskra hesta í Rieden i nágrenni Amberg, ekki langt frá Númberg í Suður-Þýskalandi. Ef veðrið verður gott má búast við að allt að 20.000 manns komi á mótið. Þýskaland er ákjósanlegt ferða- mannaland og má búast við að margir íslendingar hyggist leggja land undir fót til að styðja sína menn. Á síðustu mót- um hafa íslendingar ferðast um Evrópu jafnt fyrir mót sem á eftir en haft heims- meistaramótin sem miðpunkt. Landssamband hestamannafélaga og Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hafa gert með sér samstarfssamning vegna heimsmeistaramótsins. Úrval-Útsýn býður margvíslega þjónustu við mótið fýrir utan flug, gistingu og bílaleigubíla. Boðið verður upp á sérstakt leiguflug til Múnchen og verða starfsmenn Úr- vals-Útsýnar ytra reiðubúnir til þjón- ustu. Einnig bjóðast ferðir fyrir móts- gesti til Prag og fleiri staða. Þar sem vit- að er að áhugi er mikill á heimsmeist- aramótinu er æskilegt að bóka ferð sem fyrst því sætaframboðið er takmarkað. Mikill áhugi er meðal íslenskra knapa og hyggjast margir þeirra fara með fáka sína á úrtöku sem haldin verð- ur 17. til 20. júní en þar verður landslið- ið valið. -EJ SDG ifíkla US Hvar búa þeir sem fara með völdin í þjóðfélaginu? 11.(4, 1UU Vesturbærínn er snobbbær S3J1 'ÍuJJí teiVa'ar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.