Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 Spurningin Sóttirðu Kvikmyndahátíð í Reykjavík? Ingólfur Arason: Því er fljótsvar- að, nei. Arndís Steinþórsdóttir nemi: Nei, ég missti af því. Ragnheiður Gunnarsdóttir kenn- ari: Nei. Kristín Ólafsdóttir nemi: Já, ég sá Ugly í Stjömubíói. Sigurhanna Kristinsdóttir nemi: Já, ég sá Festen og Idioteme. Lesendur Siðvæðum stjórnmálin „Hugsjónin um siðvæðingu stjórnmálanna markar skörp skíl á milli Samfylkingarinnar og annarra flokka og fram- boða í kosningunum í vor,“ segir Vilhjálmur m.a. - Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson á góðum degi. Vilhjálmur H. Vilhjálms- son háskólanemi og frambjóöandi i prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar: Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn brýn þörf á skráðum siðareglum í stjórnmálalífi á íslandi. Mýmörg spillingarmál hafa komið upp á yfirborðið á þessu kjörtímabili. Nægir að nefna Landsbankamálið og mál Gunnlaugs Sig- mundssonar og Kögunar í því sambandi. Til þess að trú almennings á sljórn- málamönnum aukist þarf að skrá reglur um siðferði í opinberu lífi og gera ábyrgð stjómmálamanna skýrari. Það er eitt af meginverk- efnum samfylkingar vinstrimanna að beita sér fyrir breyttum starfshátt- um í íslenskum stjómmál- um. Mikilvægt er að stjómmálaflokk- arnir opni bókhald sitt og gefi upp nöfn þeirra er láta þeim í té fjárfram- lög sem fara yfir tiltekna fjárhæð. Jafnræði og réttlæti á að vera lykil- atriði í allri stjómsýslu og það er tímabært að frnna þessum hugtökum stað í orðabók íslenskra stjórnmála- manna, þó að það kosti snemmbúin verklok hjá embættismönnum og bankastjórum. Það er löngu tímabært að siðvæða íslensk stjómmál og upp- ræta þá spillingu sem hefur kraumað undir yfirborði stjórnmálanna. Stjómmála- mönnum ber að sæta ábyrgð fyrir verk sín og því er lykilatriði að skýrar leikreglur liggi fyrir. Það er þessi nýja sýn á þjóðfélagið og stjómun þess sem er drifkrafturinn á bak við samfylkingu fé- lagshyggjufólks. Hugsjónin um siðvæðingu stjómmál- anna markar skörp skil á milli Samfýlkingarinnar og annarra flokka og fram- boða í kosningunum í vor. Með áherslum á eign þjóð- arinnar yfir auðlindum sinum, byltingu í mennta- og umhverfismálum og á kjör almennings, ásamt sið- væðingu íslenskra stjóm- mála er sótt til sigurs i kosningunum í vor. Það er komið að vatna- skilum í íslenskum stjónr- málum og framundan era sögulegar kosningar, þar sem takast á samfylk- ing um aimannahagsmuni annars vegar og hagsmunaverðir sérhags- muna hins vegar. - Það er samfylkt til sigurs í vor. Bryndís í forystu Samfylkingar Steinunn Jóhannesdóttir rithöf- undur skrifar: Á næstu dögum gefst einstakt tækifæri til þess að taka þátt í að skapa nýja og langþráða stjómmála- hreyfingu á íslandi. - Samfylkingu jafnaðar-, félagshyggju- og kven- frelsissinna. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 30. janúar nk. er opið öll- um sem vilja stuðla að þessari ný- sköpun, merkustu tilraun sem gerð hefur verið til að stokka upp staðnaö flokkakerfi í landinu. i framboði em margir sterkir stjómmálamenn af báðum kynjum en í jafnréttismálum á Samfylkingin að vera forystuafl. Bryndís Hlöðversdóttir alþingismað- ur sækist eftir fyrsta sætinu í Reykjavík og hún hefur sýnt það og sannað í störfum sínum á alþingi sl. fjögur ár, og áður fyrir verkalýðs- hreyfinguna og í formennsku Kven- réttindafélags íslands, að hún er afar málefnalegur stjórnmálamaður og ötul baráttukona fyrir nútíma jafn- aðarstefnu og kvenfrelsi, auk þess að vera sá þingmaður Alþýðubanda- lagsins sem einarðlegast barðist fyr- ir hugmyndinni um Samfylkingu flokkanna þriggja og opnu prófkjöri. Sú athyglisverða niðurstaða sem fékkst á dögunum í prófkjöri Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjör- dæmi eystra, þar sem Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður vann glæsilegan sigur, hlýtur að gleðja alla sem áhuga hafa á bættri stöðu kvenna og jafnrétti kynjanna í stjórnmálum. Þar með er ljóst að í þrem kjördæmum munu konur leiða lista Framsóknarflokksins sem gerir hann mun fysilegri kost í augum jafnréttissinna en áður var. Að þessu þurfa kjósendur að hyggja þegar þeir velja á milli þátt- takenda í prófkjöri Samfylkingar- innar. Atkvæði greitt Bryndísi Hlöðversdótlnr í fyrsta sæti vegur þungt í baráttunni fyrir félags- hyggju, jöfnuði og kvenfrelsi. Hverfaskipting í Reykjavík - vesturbærinn er sérstakur „Vesturbælnn vil ég þó verja sérstaklega. Enginn getur teygt hann til ann- arra hverfa, hvernig sem reynt verður." - Við Tjarnargötu. Gísli Ólafsson skrifar: í vikublaðinu Fókus, sem fylgir DV á fóstudögmn, las ég skemmtilega - en ekki endilega raunsanna grein um skiptingu Reykjavíkur í fin hverfi, rík hverfi, þroskuð hverfi og önnur sem þar eru talin svo sem ekki neitt neitt. Þetta er eins og ég ságði, skemmtileg lesning og einkar frum- leg, en stingandi fyrir marga sem ekki munu sætta sig við útkomuna. Kannski mun svona umfjöllun verða áhrifavaldur á húsnæðismarkaðin- um. Annað eins hefur nú gerst. Það sem ég vil einna helst gera at- hugasemd við er þetta með vesturbæ- inn í Reykjavík. Gamla vesturbæinn. Hann nær sko hvorki út á Seltjamar- nes né vestur á Mela eða í Skerja- fjörð. Vesturbærinn, hinn eini sanni vesturbær, telst vera frá og með Lauf- ásvegi að austan (raunar segja sumir aðeins frá og með Lækjargötu) og að Hringbraut að vestan (Hringbrautin ekki með talin). Svona lítum við Reykvíkingar á mál- in. Melamir byggðust síðar og einnig Hagamir. Skerjafjörður er líka síðari tíma smíð, þ.e. nýju húsin á þessari ræmu, þar sem sjór og klóak fýlla vit manna í tveimur höfuðáttunum, vest- an- og sunnanátt. Seltjamamesið er hins vegar ekki hverfi, heldur sérstakt sveitarfélag. Þar hefur aldrei andað fúlu þótt hann sé á hánorðan og Nesið hefúr ávallt verið dálítið aristókratískt í sér, líkt og vesturbærinn. Vesturbæinn vil ég þó verja sér- staklega. Enginn getur teygt hann til annarra hverfa, hvemig sem reynt verður. Dómarar, forstjórar, rithöf- undar, þingmenn eða mógúlar af neinni stærð eða tegund, geta aldrei orðið vesturbæingar nema búa í vest- urbænum. Enginn skyldi reyna að afbaka stöðu og styrk vesturbæjarins í Reykjavík og alls ekki troða illsakir við þetta gamalgróna, virðulega og hlýlega hverfi, því það hefur borið höfuð og herðar yfir aðra borgarhluta um langan aldur og mun svo verða lengi enn. DV Snjóflóð og lögregla Axel hringdi: Ég furða mig á því að það skuli vera í verkahring lögreglunnar, einkum á landsbyggðinni, að passa upp á að fólk fari sér ekki að voða í óveðram, snjóflóðum og hvers konar öðrum veðurfarsleg- um hamföram. Lögrelgan tilkynn- ir um ófærð, lögrelgan varar við snjóflóði, lögreglan biður menn að binda báta sína ef von er á roki. Ég heyri þetta hvergi í öör- um löndum. Lögreglan sér um að halda reglu í umferðinni og er kölluð til við lögbrot hvers konar, en stendur ekki í stórræðum út af snjóflóðum. Nú, hvað vill maður- inn, spyr nú einhver. Jú, ég vil að þetta heyri undir almannavarnir og þær vari við og láti vita af að- steðjndi hættu, Veðurstofa við veðurofsa o.s.frv. Vantar ekki samræmingu á þessu öllu? íslenski fíkni- efnamarkaðurinn E.S. skrifar: Hve háum fjárhæðum skyldi ís- lenski fíkniefnamarkaðurinn velta hér á ári? - Fimm milljörð- um, eða fimmtán? Mín tilfinning er sú, að upphæðin geti verið á þessu bili og frekar nær hærri töl- unni. Samkvæmt nýjustu fréttum virðist góðæri í greininni og mik- ill hagvöxtur. Vitað er að störfum fer fjölgandi í kjölfar góðærisins. En hversu margir tollverðir era á launaskrá? Smyglað er heilu gámunum af áfengi. Er fíkniefn- um líka smyglað til landsins með sama hætti? - Hvers vegna er ekki tekið á málunum af alvöra? Við hvað era menn hræddir? Slæm þjónusta íbúðalánasjóðs Pétur skrifar: Ef einhver hefur vonað að hinn nýji íbúðalánasjóður, arftaki Hús- næðisstofriunar Ríkisins, myndi standa sig betur en forverinn varðandi þjónustu við viðskipa- vini sína, þá virðist svo ekki vera, því miður. Greiðsluseðlar húsbréfa sem maður á að fá á 3 mánaða fresti hafa mér ekki borist síðan í sept- ember sl. og þrátt fyrir mörg sim- töl og fogur loforð hafa efndimar engar orðið. Nú síðast var mér bent á að tala við Reiknistofú Bankanna. Nú var þeim kennt um, áður var það Pósturinn sem hafði að sögn týnt pappírunum. En það sem mér finnst svo skrýt- ið er að starfsmenn sjóðsins skuli vera í varnarstöðu og vísa vanda- málunum frá sér í stað þess að reyna að leysa þau. Vai'la getur verið erfitt að prenta út afrit greiðsluseðla eða hvað? - Von- andi era þetta byrjunarörðugleik- ar hjá hinni nýju stofnun. En þaö kemur fljótlega í ljós. Spillingin í algleymingi Guðríður Guðmundsdóttir hringdi: Manni er löngu farið að blöskra hve spillingin teygir sig langt í ís- lensku þjóðfélagi. Hún kemur ekki endilega að utan, hún er til staðar hér og er landlæg. En þeg- ar borið er saman við þær fréttir sem berast erlendis frá þykir ís- lensk spilling hugsanlega lítil- ræði. Alþjóðleg Ólympíunefiid er gjörspillt að sögn. Eigum við ekki aðild að henni? Ráðherrar og stjómamefnd ESB er gjörspillt upp til hópa. Gallinn er sá að heimskir menn í ábyrgðarstöðum hér á landi eru vísir með að telja að lítilsháttar frávik frá lögum og rétti á íslandi séu réttlætanleg, úr því stórkarlar í háum stöðum á alþjóðavettvangi verði uppvísir að lögleysu. Munurinn er bara sá að þar fá menn að fjúka, en hér í kunningjasamfélaginu líta menn í gegnum fingur sér og láta kyrrt liggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.