Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 17
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
17
Amtsbókasafnið á Akureyri var stofnað árið 1827 og er
því 172 ára. Safnið er um leið héraðsskjalasafn og prent-
skilasafn sem þýðir að allt sem prentað er á íslandi kem-
ur þar inn. Safnið er jafnan fjölsótt, þangað sœkja sér
margir „lesningu“ til að taka með heim, þar sitja
nemenátur skólanna á Akureyri við lestur
og upplýsingaöflun og á safnið koma
einnig margir „grúskarar“ sem finna
þar eitt og annað sem að notum kemur.
Safnið býr við þröngan húsakost og hef-
ur lengi staðið til að stœkka það, en það
hefur dregist nokkuð, hvað sem veldur.
Jón Hjaltason sagnfræðingur: „Andinn hér er mjög góöur.“
DV-mynd gk
Þetta er mjög
notendavænt safn
- segir Jón Hjaltason, söguritari og sagnfræðingur
Eg nota safnið mjög mikið.
Á efri hæð þess hef ég
smáskonsu fyrir mig og
vinn þar að söguritun,"
segir Jón Hjaltason, sagn-
fræðingur og söguritari. Jón hefur
skrifað tvö bindi af Sögu Akureyrar
og hóf fyrir um ári ritun þriðja bind-
is sem nær yfir árin 1906 til 1930.
„Ég tel að hér sé prýðisgóð að-
staða. Það sem skiptir hins vegar
mestu máli er viðmót þess fólks sem
hér starfar. Starfsfólkið er allt af
vilja gert til að aðstoða þá sem hing-
að koma inn þannig að andinn hér í
húsinu er mjög góður. Þetta er mjög
notendavænt safn, ekki hvað síst
vegna þess hversu gott starfsfólk er
hér.
Bókasafnið býr þröngt, en Héraðs-
skjalasafnið býr afskaplega þröngt.
Það er eiginlega orðið óviðunandi
hvemig búið er að Héraðsskjalasafn-
inu og það þarf að gera eitthvað til
úrbóta í þeim efnum. Fyrir mann
sem vinnur eins og ég geri má segja
að það sé aldrei allt á einum stað, en
það er varla hægt að ætlast til að hér
sé meira en er. Þetta er mjög vel búið
safn, enda eitt af prentskilasöfnum
sem þýðir að inn á safnið kemur allt
sem prentað er í íslenskum prent-
smiðjum.
Það er mjög einfalt fyrir mig að
svara því að hér er mjög gott að
vinna. Hér er aðgangur að tölvum og
hægt að komast inn á Netið til að
veiða gögn af öðrum söfhum, jafnvel
erlendis frá ef þörf krefur. Ég er al-
veg sannfærður um að fyrir mig að
hafa þessa vinnuaðstöðu flýtir mjög
verkinu, allt sem á þarf að halda er í
seilingarfjarlægð," segir Jón.
-gk
Sverrir Björnsson við lestur á Amtsbókasafninu.
DV-mynd gk
Netið
Einbeiting með
eyrnatöppum
- segir Sverrir Björnsson
Ég kem hingað á safnið til að vinna við heima-
verkefnin og reyni að komast hingað sem oft-
ast,“ sagði Sverrir Bjömsson sem Tilveran
hitti í lestrarsal Amtsbókasafnsins. Sverrir
er nemandi á fyrsta ári í rekstrarfræði við Háskólann
á Akmreyri.
Sverrir segir að auk þess að hafa næði til lestrar noti
hann gögn safnsins, sérstaklega þegar hann sé að
vinna að ákveðnum verkefnum. „Ég fer þá hingað á
safnið til að viða að mér gögnum, eða á háskólasafn-
ið sem er uppi i Sólborg. Ég neita því ekki að það
getur stundum verið erfitt að einbeita sér við lest-
urinn í salnum en þegar eyrnatapparnir eru
komnir á sinn stað er þetta allt í lagi.
Maður sér að hingað koma nemendur úr
öllum framhaldsskólunum til að lesa, úr
Menntaskólanum, Verkmenntaskólan-
og Háskólanum. Þá er alltaf eitt-
hvað um að „grúskarar" séu hér að
ná sér í einhverjar upplýsingar.
Ég hugsa að ég sé hérna um það
bil 8-10 klukkutíma í
hverri viku að jafhaði.
Þjónustan hér er mjög
fín og fær alveg bestu
einkunn,“ sagði Sverrir.
-gk
Hægt að fara á
- sögðu fálagarnir Alexander og Ásbjörn
Safn eins og Amtsbókasafnið er ekki bara fyrir
fullorðna heldur sækir þangað fólk á öllum aldri.
Unga fólkið kemur þó fyrst og fremst til að sækja
sér bækur til að lesa, nú eða þá til að komast að-
eins í tölvu, eins og félagamir Alexander Gíslason og
Ásbjöm Sveinbjömsson sem báðir eru 10 ára og í Brekku
skóla.
„Við komum stundum hingað. Stundum
skoðum við bækur og tökum bækur með
okkur heim og strmdum fórum við í tölv-
una. Þar er hægt að gera ýmislegt eins og
að komast inn á Netið og þar er hægt að
gera margt eins og t.d. að skoða teikni-
myndir sem er mjög gaman.
Við höfum mestan áhuga á spennubók-
um og tökum stundum svoleiðis bækur
til að fara með heim. Annars er mest
gaman í tölvunni, við erum miklir
tölvugrúskarar og það er skemmtilegra
að „vera í tölvunni" en aö lesa bækur,“
sögðu þeir félagar. -gk
Alexander og Ásbjörn líta í bæk-
ur á Amtsbókasafninu.
DV-mynd gk