Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 5 X>v______________________________________Fréttir The Economist segir Islendinga i góðum málum: Hamingjusamir á floti - en spurningarmerki sett við Kolkrabbann og Smokkfiskinn The Economist gefur íslenskum stjórnvöldum gófla einkunn. Þótt norskir frændur þeirra hafl reynst tregir til að ganga i Evrópu- sambandið eru íslendingar, allir 279.000, enn staðráðnari í að vera utan þess. Þeim vegnar afskaplega vel upp á eigin spýtrn-, þökk sé fisk- inum þeirra og þróttmikilli heil- brigðri skynsemi. Þeir vilja einfald- lega ekki deila afla sinum með evr- ópskum fiskimönnum né láta aðra ákveða hvað þeir mega veiða eða hversu mikið. Þeir hafa 200 mílna fiskveiðilögsögu í kringum sig, fisk- veiðunum er vel stjómað og því skyldu þeir því vilja gera við kerfi sem í augum þeirra sjálfra er ekki bilað? „Við lítum á hafið sömu aug- um og aörar þjóðir líta á landið, skógana og garðana," segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sem kominn er af sjómönnum. Hagvöxturinn á íslandi hefur ver- ið rúm fimm 'prósent á ári undan- farin þrjú ár. Rétt um tvö prósent þjóðarinnar em atvinnulaus. Eyjar- skeggjar hafa reyndar þurft að flytja inn vinnuafl: Pólveija, Filippsey- inga, Taílendinga. Davíð Oddsson forsætisráðherra, sem semur gam- anleiki i frístundum sínum, bendir á töflu OECD þar sem ísland er í fimmta sæti yfír þau ríki í heimin- um þar sem kaupgetan er mest. Þeg- ar ísland hlaut sjálfstæði frá Dan- mörku árið 1944 „sögðu margir að það væri vitleysa, við gætum ekki spjarað okkur.“ Þeir höfðu svo sannarlega rangt fyrir sér. En íslendingar era langt frá því að vera einangraðir eða fomeskju- legir. Þeir tala ensku jaöi reiprennandi og frændur þeirra á Norðurlöndum. Þeir gefa út fleiri bækur á mann en nokkrir aðr- ir. Þeir em ákafir not- endur Netsins. Þeir em fágaðir, íþrótta- mannslegir, náttúra- vmnendur. Þeir era hugmyndaríkir arki- tektar. Og þeir era í fremstu röð í jarð- varmavísindum, með eldfjöll á við og dreif um tungllíkt landslag eyjarinnar. Eins og aðrar nor- rænar þjóðir hafa þeir rausnarlegt velferðar- kerfi en smærra í sniðum en í Skandin- avíu - og þeir hafa verið að draga úr kostnaði við það að imdanfomu. Þeir hafa líka gengið lengra í að láta fólk borga sjálft góðan hluta eigin líf- eyris. Og þeir hafa ákveðið að starfsævi fólks skuli líka vera lengri: opinber eftir- launaaldur fyrir karla og konur, sem nú er 67 ár, verður hugsanlega hækkaður upp í 70 ár. Eins og flest- ar aðrar Norðurlandaþjóðir ríkis- styrkja þeir bænduma sína. Slíkur rausnarskapur kann þó að fara þverrandi. íslendingar horfa jafnmikið til Bandarikjanna og Bretlands og til Norð- mlandanna. Bandarík- in eru langeftirsóttasta lemd námsmanna sem fara utan. I kjölfarið fylgja Bretland, Þýska- land og Danmörk. Jafnframt því að vera aðildarland að NATO (þótt það ráði ekki yfir eigin her), hefur ísland sérstakan vamarsamn- ing við Bandaríkin. Hvort tveggja er ekki lengur umdeilt. íslend- ingar hafa einnig mik- inn áhuga á samvinnu við Rússland, Kanada og Noreg í Barentshafi og á norðurheim- skautssvæðinu. Eftir fimm ár eða svo verð- ur hugsanlega lagður neðansjávarstrengur til að flytja rafmagn, sem íslendingar eiga nóg af, til Skotlands 825 kílómetra í burtu. Eyjarskeggjar hafa gaman af að klípa í nef- ið á stórveldunum. Þeir urðu fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands 1991; þeir vora óhræddir við að deila hart við Breta um þorskveiðar á áttunda áratugnum; þeir eiga nú í hörðum deilum við Norðmenn um flskveiðar við Sval- barða. Þeir vilja líka gjaman gera það sem rétt er - til dæmis senda lið hjúkrunarfólks til Bosníu, þróunar- hjálp til Namibíu, Malaví og Mó- sambik og matvæli til hungraðra Rússa kringum Múrmansk fyrir milligöngu Rauða krossins. Aukið frjálsræði í efnahagsmál- um er stærsta breytingin sem orðið hefur á síðustu árum, einkum fyrir tilstilli aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu, sem veitir íslend- ingum öjálsan aðgang að mörkuð- um Evrópusambandsins, nema með sjávarafurðir og matvæli. „Þetta hefúr verið okkur til mikilla hags- bóta,“ segir Geir Haarde, unglegur fjármálaráðherra landsins sem stundaði nám í Boston, Washington og Minneapolis. Hömlum á fjár- magnsflæði hefúr verið aflétt, verið er að selja hlutabréf í ríkisbönkun- um. Símaþjónusta verður einnig gefin öjáls eftir næstu kosningar, sem verða í maí, að því gengnu að núverandi stjómarflokkar verði áfram við völd, eins og reiknað er með. Erfiðasta ákvörðunin snýst um hvort gefa eigi úthlutun fisk- veiðikvóta frjálsa - innan íslands. Þaö er aðeins einn blettur á þessu huganlega málverki. Tvær við- skiptablokkir sem önuglyndari ís- lendingar uppneína „Kolkrabbann og Smokkfiskinn“ hafa náð undir sig stórum hluta viðskiptalífsins á eyjunni. Þær hafa óformleg tengsl við stjómarflokkana tvo. Skyldi Davíð Oddsson leyfa nokkrum nýj- um krabbadýrum að vera með? Toyota Corolla XLi 1300 '94, ssk., VW Colt Comfort 1800 '98, 5 5 <±, grár, ek. 82 þús. km. g„ 5 d„ grár, ek. 2 þús. km, Verð 890 þús. Highline innr. leður, sóllúga o.fl. Verð 2.200 þús. Mazda 626 GLX 2000 '91, ssk„ 4 d„ grár, ek. 203 þús. km. Verð 490 þús. Hyundai Sonata GLS 2000 '97, 5 g„ 4 d„ brúnn, ek. 44 þús. km. Verð 1.330 þús. Fiat Bravo GT 1800 '97, ssk„ 5 g„ 3 d„ grár, ek. 20 þús. km. Verð 1.340 þús. Nissan Primera GX 1600 '98, 5 g„ 5 d„ Ijósggrænn, ek. 15 þús. km. Verð 1.490 þús. Reanult Express 1400 '94, 5 g„ 4 d„ hvítur, ek. 87 þús. km. Verð 660 þús. Hyundai Atos 1000 '98, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 17 þús. km. Verð 870 þús. Hyundai Pony LS 1300 ‘93, 5 g„ 3 d„ rauður, ek. 73 þús. km. Verð 450 þús. VW Vento 1800 '93, ssk„ 4 d„ rauður, ek. 96 þús. km. Verð 960 þús. Ford Transit 2500 '98, 5 g„ 5 d„ rauður, ek. 54 þús. km. Verð 1.950 þús. Toyota double-cab dísil '92, 5 g„ 4 d„ rauður, ek. 80 þús. km, ; 33" dekk, loftlæs. aftan. Verð 1.390 þús. Tilboðsbflar í hverri viku á netfangi okkar: www.bl.is Bflalán til allt að 60 mánaða Visa/Euro-raðgreiðslur til allt að 36 mánaða. B&L notaöir bílar, S u ð u r la n d s b ra u t 12. Simi 575 1 200, beinn simi 5 7 5 1 2 3 0.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.