Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 Neytendur Bragöprófun á þorrabökkum: Misjöfn gæði og misjafnt innihald - Kjarnafæði, Múlakaffi og SS bestir Nú I upphafi þorra er vel við hæfl að gæða sér ýmsum þjóðlegum réttum sem tengjast þessum mán- uði. Mikið úrval er af alls kyns tilbúnum þorramat og súrmat í fotum fyrir litlar og stórar fjölskyldur. Neytendasíðan fékk matgæðingana Sigmar B. Hauksson og Dröfn Farest- veit til að bragða á tilbún- um þorramat frá átta fyrir- tækjum. Fyrirtækin sem voru með í könnuninni eru Kjamafæði, Múlakaffi, SS, Samkaup, Bónus, Goði, KEA og kjötvinnslan í Borgamesi. Matgæðing- amir gáfu þorrabökkun- um einkunnir frá einum og upp í fimm þar sem 1 stig er gefíð fyrir mjög vondan bakka, tvö fyrir vondan, þrjú fyrir sæmi- legan, fjögur fyrir góðan og fimm fyrir mjög góðan. Þar sem matgæðingamir vom tveir að þessu sinni var einkunnaskalinn frá tveimur og upp í tíu. Skýrt skal tekið fram að ekki er tekið tillit til verðs bakkanna enda er hér einungis um gæðakönnun að ræða. Kjarngóður bakki Fyrst var prófaður bakki frá Kjamafæði. Bakkinn frá Kjamafæði fékk hæstu einkunn í könnuninni ásamt bakkanum frá MúlakafEi og súrmetisfötunni frá SS eða átta stig sem þýðir gott. Sigmar og Dröfn vom samstiga í dómum sínum um Kjamafæði og gáfu bakkanum hvort um sig fjögur stig. Sigmar sagði m.a. um bakkann: „Nokkuð vel útilátinn bakki, úrval- ið ágætt. Súrmaturinn olli þó von- brigðum, var ekki nægjanlega súr að mínu mati. Ágætur bakki en þó athyglisvert að þar vantaði blóðmör og lifrarpylsu.“ Dröfn var sammála Sigmari um það að súrmeti væri ekki nægjan- lega súrt hjá Kjamafæöi. Einnig sagði Dröfn: „... hangikjötið of pressað, eins og um álegg væri að ræða. Hákarlinn var góður en dálít- ið sérstakt að bera fram kartöflusal- at með í bakkanum." Klesstur bakki frá Bónusi Næst var prófaður bakki frá Bón- usi sem hlaut þrjú stig frá hvomm miklu ánægðari með súr- meti í fötu frá SS en með súrmetið frá Goða. Bæði gáfu SS-fötunni fjögur stig eða samtals átta stig. Dröfn sagði m.a.: „Góður súr á nokkuð hefð- bundum súrmat.“ Sigmar bætti við: „Ágætt úrval af súrmat og súr- bragðið hreint út sagt ágætt.“ Bakkinn frá Múlakaffi, sem kallaöur er hjóna- bakki, fékk einnig samtals átta stig hjá matgæðingun- um. Sigmari fannst bakkinn vel útilátinn og lofa góðu. Einnig fannst honum hangikjötið fallegt og bragðgott og súrmaturinn ágætur. Dröfn sagði um bakkann frá Múlakaffi: „Fallegar sneiðar og fjölbreytt úr- val. Hákarlinn góður en súrmetið mætti vera súr- ara.“ Hrútspungar og eistu Bakki frá kjötvinnslu Samkaups fékk þrjú stig hjá Sigmari en fjögur stig hjá Dröfn. Sigmar sagði m.a. rnn bakkann: „Hálf var þetta nú fátæklegt. Þó var maturinn ágætlega súr. Bringukoll- ar og lundabaggi var skást." Næst var komið að bakka frá Borgamesi. Sá bakki fékk tvö stig frá Sigmari en þrjú stig frá Dröfn. Sigmari fannst súrmaturinn hálf- bragðlaus, grisasultan bragðlítil en hangikjötið ágætt. Dröfn fannst bakkinn m.a. snyrti- legur en frekar bragðlaus. Einkennileg samsetning Bcikkinn frá KEA fékk samtals fimm stig, tvö frá Sigmari en þijú frá Dröfii. Sigmar sagði m.a.: „Þetta var ein- kennilega saman settur bakki. Þar var m.a. sneið af úrbeinuðu lamba- kjöti sem var grængrátt á litinn. Há- karlinn var hins vegar blár á litinn og alls ekki góður. Skástur var mag- állinn.“ Dröfn fannst KEA-bakkinn ekki bragðast „neitt sérstaklega vel“ og tók einnig fram að lambakjötið heföi veriö skrýtið á litinn. Það er því ljóst að betra er að vanda valið þegar halda á þorrablót með vinum og ættingjum svo allir fái eitthvað sem þeim líkar. -GLM Dröfn fannst bakkinn frá Múlakaffi innihalda góðan hákarl og vera snyrtilegur. Sigmari fannst bakkinn frá Kjarnafæði m.a. vera vel útilátinn og fjölbreyttur. DV-myndir Pjetur Þorramatur Dröfn Sigmar Stjörnur samt. Kjarnafæði ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆ Múlakaffi ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆ SS ☆☆☆☆ ☆☆☆☆ ☆☆☆☆☆☆☆☆ Samkaup ☆☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆☆☆☆☆ Bónus ☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆☆☆☆ KEA ☆☆☆ ☆☆☆ ☆☆☆☆☆ Goði ☆☆☆ ☆☆ ☆☆☆☆☆ Borgarnes ☆☆☆ ☆☆ ☆☆☆☆☆ HS3 matgæðingi eða samtals sex stig. Dröfh fannst bakkinn ekki líta vel út og sagði m.a.: „Sett í bakka og lofttæmt sem verður til þess að mag- állinn pressast niður í svínasultuna og sviðasultuna. Svínasultan var mjög lítið spennandi og magállinn að mestu leyti fita.“ Sigmar sagði m.a. um Bónus- bakkann: „Afar ólystugur, öllu pressað saman í plastbakka. Súr- meti bakkans var þó ágætt. í stuttu máli sagt: útlitið ömurlegt en súr- maturinn ágætur.“ Súrmeti í fötu Því næst smökkuðu þau Sigmar og Dröfn súrmat úr fötu frá Goða. Sigmar gaf innihaldinu einungis tvö stig en Dröfh var örlátari og gaf því þrjú stig. Samtals fimm stig fyrir Goðafötuna. Sigmar var ekkert að skafa utan af því og sagði m.a.: „Þetta var allt saman afar ólystugt, hreint út sagt hálfógeðslegt. Best var hrútspungar og sviðasulta. Það verður þó að segj- ast eins og er að ekki eru góð kaup í þessari fötu.“ Dröfn var heldur ekki ánægð með Goðafötuna og kvartaði m.a. yfir því að lundabagginn í henni væri allt of feitur. Gott frá SS og Múlakaffi Sigmar og Dröfn voru hins vegar Köld lárperusúpa Köld lárperusúpa er góð tilbreyt- ing frá venjulegum þykkum hveiti- súpum og hentar bæði sem forréttur og eftirréttur. Uppskrift: Þrjár þroskaðar lárperur 1 msk. sítrónusafi 75 g niöurrifin gulrót 2 msk. þurrt sérri 20 g saxaður vorlaukur 2 bollar af kjúklingakrafti eða tveir bollar af vatni með tveimur kjúklingateningum út í 1 tsk. salt Örlítið af tabasco-sósu hrein jógúrt eða sýrður rjómi. Aðferð: Skerið lárperumar í tvennt, af- hýðið og hreinsið steinana úr þeim. Saxið þær síðan smátt og setjiö í matvinnsluvél ásamt sítrónusafan- um þar til allt er orðið að mauki. Bætið síðan gulrótinni, sérríinu og vorlauknum út í og maukið aftur þar til allt er orðið mjúkt. Hellið kjúklingaseyðinu í stóra skál og hellið lárperublöndunni saman við. Hrærið vel. Kryddið með salti og tabascosósu. Setjið plast- filmu yfir skálina og hafið hana i kæli í nokkra tíma. Hellið súpunni síðan í skálar og setjið eina matskeið af sýrðum rjóma eða jógúrt ofan á. Berið strax fram. -GLM Þessi kalda lárperusúpa hentar bæði sem forréttur og eftirréttur. Kexkóngur A sama tíma og Jakobi Bjöms- syni, fyrrum bæjarstjóra á Ak- ureyri, var hafnað í prófkjöri Framsóknar, að sögn vegna þess að hann tók upp á þvi aö vatnsgreiða sér svo fólk þekkti hann ekki, skaust annar og tiltölu- lega óþekktur mað ur upp á stjörnu himin Framsókn- ar nyrðra. Kex- kóngurinn Daníel Ámason hreppti annað sætið eftir mikla haráttu þar sem hann fékk því m.a. framgengt að kosið var ut- an kjörstaðar í fyrirtæki hans, Kexsmiöjunni á Akureyri, við litl- ar vinsældir sumra keppinauta. Nefndur Daníel er nánast óþekktur samanborðið við Jakob en hefur unnið sér traust meö þvi að gefa kex i bunkum en græða samt á öllu saman og síðan að kaupa í Plastos í gegnum Akoplast, fyrirtæki sitt, og fjölga störfum í þeim bransa fyr- ir norðan. Og þá var hann heldur ekkert að rugla fólk með því að skipta fyrirvaralaust um útlit... Stálin tvö íþróttamenn ljósvakafjölmiðl- anna og aðstoðarmenn þeirra í beinum útsendingum af íþróttavið- burðum fara oft geyst í málflutn- ingi sínum, svo geyst reyndar á stundum að tungan virðist talsvert á undan huganum. Ótalmörg gull- kom þeirra hafa oft verið tínd til, m.a. hér í þess- um dálki, enda af nógu að taka. Guðmundur Torfason knatt- spyrnuþjálfari bætti í saftiið um helgina þegar hann aðstoðaði við lýsingu á leik Liverpool og Manchester United á Stöð 2. Guð mundur og Valtýr Björn voru að ræða málin áður en leikurinn hófst og áttu greinilega von á góðri skemmtun. Valtýr sagði að án efa yrði um hörkuleik aö ræða. Guð- mundur tók undir það og bætti við að þarna mættust „stálin tvö“ og á ýmsu mætti eiga von ... Tækifæri úr greipum Sjálfstæðismenn í Reykjavík ákváðu um helgina að fara ótroðn- ar slóðir og handraða á lista flokks- ins fyrir kosningarnar í vor. Marg- ir munu reiðari en aðrir yfir því að ekkert verði af prófkjöri þar sem þeir hafa lengi gengið með þing- mann í magan- um. Þar ber helst að nefna Hönnu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks sjálf- stæðismanna, Guðlaug Þór Þórð- arson borgarfulltrúa og Birgi Ár- mannsson, fyrrum formann Heimdallar. Sandkomi er tjáö að Birgir hafi lengi vel undirbúiö þátt- töku í prófkjöri í vor. Birgir haföi hugað að þátttöku í prófkjöri fyrir borgarstjómarkosningar og haföi líka lengi áhuga á því að gefa kost á sér sem formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Síðasta tækifærið í bili er þá farið loksins þegar Birgir ætlaði sér ffarn ... Út í ystu myrkur Hagyrðingamir eru farnir að huga að framboðsmál- um. Eftirfarandi fengum viö frá Gunnari Gutt- ormssyni, hróður Hjörleifs. Þjóö mfn, enn er stofn þinn styrkur, þú stóöst af þér margan næðinginn. Sendu í ár út í ystu myrkur íliald, framsókn og „bræðinginn“. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is Birnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.