Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Blaðsíða 33
Ty\‘ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 37 fel Verk á sýningunni í Galleríi Sæv- ars Karis. Hlynur og Hlynur í Galleríi Sævars Karls í Banka- stræti halda þeir félagar og nafnar, Hlynur Hallsson og Hlynur Helga- son, sameiginlega sýningu. Lista- mennirnir eru á sama aldri og voru samstíga í skóla en vegna nafns þeirra er þeim oft ruglað saman. Hlynrn- Hallsson er fæddur á Ak- ureyri 1968. Hann var í Myndlist- arskóla á Akureyri og i MHÍ. Hann nam fjöltækni i Hannover, Ham- borg og Diisseldorf 1993-1996 og var í námi hjá prófessor Ulrich Ell- er 1997. Sýningar Hlynur Helgason er fæddur 1961. Eftir að námi í MHÍ lauk nam hann uppeldis- og kennslufræði við Háskóla íslands. Þegar þvi námi lauk fór hann til London i framhaldsnám í myndlist. Sýningu þeirra félaga lýkur 28. janúar. Bessi sýnir í Lóuhreiðrinu í Kafflstofunnu Lóuhreiðrinu, Laugavegi 59, sýnir Bessi Bjama- son tólf vatnslitamyndir og eina akrýlmynd. Þetta er hluti af sýn- ingu sem Bessi hélt í Þórshöfn í Færeyjum síðastliðið sumar. All- ar myndimar nema ein em frá Færeyjum og eru málaðar á síð- asta ári en Bessi dvaldi í Færeyj- um í átta mánuði. Sýningin er sú þriðja sem Bessi heldur síðan 1996 auk þess sem hann hefur tekið þátt í tveimur samsýningum. Auk myndlistarstarfa er Bessi við sál- fræðinám við Háskóla íslands. Sýning hans í Lóuhreiðrinu stend- ur til 13. febrúar. Hannes og Mörður á Sóloni Mörður Ámason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson munu eig- ast við á kappræðufundi á Sóloni fs- landusi í kvöld um höfuðstrauma í íslenskum stjómmálum. Umræðu- efni fundarins er Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn og munu þeir Hannes og Mörður fjalla um stjóm- mál samtímans og framtíðarinnar með svipuðu sniði og í sjónvarps- þáttum þeirra félaga fyrir nokkmm ámm. Þess er vænst að gestir leggi orð í belg. Stjórnandi fundarins er Kristín Ólafsdóttir. Samræður Marðar og Hannesar hefjast kl. 20.30. Samkomur Ástand efnahagsmála í Asíu í hádeginu á morgun kl. 12 mun Íslensk-Kínverska viðskiptaráðið efna til hádegisfundar í Skálanum á Hótel Sögu. Á fúndinum mun hr. Wang Ronghua, sendiherra Kína á íslandi, halda erindi um ástand efnahagsmála í Suðaustur Asíu og viðhorf Kínverja til fjármálakrepp- unnar og áhrif hennar á alþjóðavið- skipti. ITC-deiIdin Harpa Deildarfundur verður í kvöld kl. 20 að Sóltúni 20, Reykjavík. Fundur- inn er öllum opinn. Félag eldri borgara í Reykjavík í dag kl. 13 verður skák í Ásgarði, Glæsibæ, og kl. 15 mun Unnur Arn- grímsdóttir verða með dagskrá sem nefnist Syngjum og dönsum. Kl.16.15 verður kennsla í framsögn. Kennari: Bjami Ingvarsson. Gaukur á Stöng: Stefnumót Undirtóna Stefnumótum hafa verið góðar og gefið góð fyrirheit um áframhald- andi tónleikahald. Stefhumót númer þrjú mun fara fram í kvöld og er það sett fram sem árshátíðarkvöld Undirtóna. Þar mun rokkið vera allsráðandi og tvær hljómsveitir sem voru áher- andi í þessum geira tónlistar á síð- asta ári, Botnleðja og Ensími, munu koma fram ásamt hinum grunsam- Skemmtanir lega DJ Boom Boom. í nýlegum árs- lista Undirtóna, sem valinn var af lesendum blaðsins, var Botnleðja valin besta íslenska hljómsveit árs- ins og lag Ensíma, Atari, valið besta lagið. Breiðskífa Botnleðju, Magnyl, var valin besta plata ársins og plata Ensíma, Kafbátamúsík, sú þriðja besta. Stefnumót hefst stundvíslega i kvöld kl. 22 á Gauki á Stöng. Kaffi Reykjavík Boðið er upp á lifandi tónlist á hin- um vinsæla skemmtistað Kaffi Reykjavík í kvöld. Er það Hálfköflótt- ur sem skemmtir gestum staðarins. Stefnumót er heiti á tónleikaröð sem tónlistarblaðið Undirtónar stendur fyrir og eru haldin tvisvar í mánuði. Ætlunin er að á þessum kvöldum komi fram bæði íslenskir og erlendir tónlistarmenn og plötu- snúðar. Á fyrsta Stefnumótinu var íslensk raftónlist í aðalhlutverki og á kvöldi númer tvö var það íslensk og erlend fönktónlist sem hljómaði undir yfirskriftinni Funk ættarmót. Viðtökurnar við þessum fyrstu Botnleðja er önnur tveggja hljómsveita sem leika á Stefnumótartónleikum á Gauki á Stöng í kvöld. Veðríð í dag Fer að rigna suðvestanlands Norður af Scoresbysundi er 1020 mb hæð. Milli Lahradors og Hvarfs er 977 mb lægð sem hreyfist allhratt austnorðaustur. í dag verður fremur hæg austlæg átt en suðaustlægari síðdegis. Undir kvöldið nálgast landið lægð úr suð- vestri, með vaxandi suðaustanátt og fer að rigna með suðvesturströnd- inni. Allhvass eða hvass suðaustan og rigning um suðvestanvert landið síðla nætur. Frost víðast hvar í dag, allt að 10 stigum í innsveitum. Á höfuðborgarsvæðinu verður suðaustanátt síðdegis, stinnings- kaldi og rigning með köflum í kvöld en allhvass eða hvass og rigning í nótt. Hiti um eða rétt ofan við frost- mark. Sólarlag í Reykjavlk: 16.55 Sólarupprás á morgun: 10.24 Siðdegisflóð í Reykjavík: 13.33 Árdegisflóð á morgun: 02.15 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Bergsstaöir Bolungarvík Egilsstaöir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Bergen Helsinki Kaupmhöfn Ósló Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Lúxemborg Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg skýjaó -3 heiöskírt -8 alskýjaó -2 -6 skýjaö -0 léttskýjaó -2 alskýjaö -3 heiöskírt -1 skýjaó 2 rigning 2 snjókoma -13 skýjaö 3 skýjaó -3 -6 rigning 2 snjókoma -9 heiöskírt 7 skýjaö 6 heiðskírt 5 rigning 6 skýjaö -6 skúr á síö.kls. 4 heiöskírt -4 rigning 6 skúr á síö.kls. 4 hálfskýjaö 5 alskýjað -5 alskýjaó 6 rigning á síö.kls. 3 lágþokublettir 2 léttskýjað -8 skýjaó 1 heiöskírt 1 léttskýjaö 12 skýjaö 6 þokumóöa 1 hrímþoka -3 alskýjaö 4 heiöskírt -15 Hálka víða á landinu Hálka er víða um land. Á Vestfjörðum er verið að hreinsa vegina um Mikladal og Hálfdán, frá Pat- reksfirði til Bíldudals, þæfingsfærð er um ísafjarð- ardjúp og í morgun var verið að moka á Steingríms- Færð á vegum fjaröarheiði. Éljagangur er með norðurströndinni. Á Austurlandi er verið að hreinsa um Fjarðarheiði en orðið fært um Oddsskarð. Silja Snædal Pálsdóttir Silja Snædal Pálsdóttir fæddist að morgni 13. des- ember og var 16 merkur og 50 sentímetrar. For- Bam dagsins eldrar hennar eru Páll Svansson og Drífa Snædal og einnig á hún systur sem heitir Lea Rut og verður fjögurra ára í júní. Fjölskyldan býr í Reykjavík. Ástand vega Skafrenningur m Steinkast E1 Hálka Cd Ófært (aJ Vegavinna-aðgát 0 Öxulþungatakmarkanir m Þungfært © Fært fjallabllum Brad Pitt og Ant- hony Hopkins ieika að- alhlut- verkin í Meet Joe Black. Má ég kynna Joe Black Dauðinn getur birst á óvæntan hátt eins og væntanlegir áhorf- endur í Háskólabíói fá að kynnast í Meet Joe Black, sem Háskólabíó sýnir, þar sem Brad Pitt leikur dauðann. í byrjun kynnumst við ungum manni sem rekst á lækna- nemann Susan Parish (Claire For- lani) rétt áður en hann mætir ör- lögum sínum og deyr. Dauðinn íklæðist líkama unga mannsins og fer á stjá til að takast á við næsta fómarlamb sitt sem er faöir Sus- an, fjölmiðlakóngurinn William Parish (Anthony Hopkins). Fjöl- miðlakóngurinn er ekkert á því að drepast í ein- um hvelli og býður V//////// Kvikmyndir g||| Dauðanum að kynn- . - - ast lífsstíl hinna ríku fyrir aukavist á jörðu niðri. Meet Joe Black er lauslega gerð eftir kvikmyndinni Death Takes a Holiday frá árinu 1934. Leikstjóri Meet Joe Black, Mai-tin Brest, seg- ist hafa séð Death Takes a Holiday fyrst fyrir tuttugu árum og hafi þá strax verið viss um að hægt væri að gera aðra og öðruvísi kvik- mynd eftir henni sem hann hefur nú gert. í '» Nýjar myndir í kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Enemy of the State Bíóborgin: Ronin Háskólabíó: Spánski fanginn Háskólabíó: Meet Joe Black Kringlubíó: The Waterboy Laugarásbíó: Rush Hour Regnboginn: Rounders Stjörnubíó: Stjúpmamma Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 fiskur, 5 skordýr, 7 lát- bragð, 8 hróss, 10 seinkun, 12 sam- þykki, 14 treður, 16 ávinningur, 18 grip, 19 skálmi, 20 heili, 21 flökt. Lóðrétt: 1 lögum, 2 súld, 3 glufa, 4 gangflötur, 5 gaffall, 6 mynni, 9 spil, 11 ástundar, 13 eftirleit, 15 fjas, 17 rösk. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 vær, 4 jass, 7 iðja, 8 kæn, 9 krókur, 11 ræðin, 12 Hu, 13 æða, 14 ónot, 15 mauk, 17 urt, 18 aumur, 19 fá. Lóðrétt: 1 vik, 2 æð, 3 rjóða, 4 jaki, 5 sær, 6 snautt, 8 kunnur, 10 ræða, 11 ræma, 12 horf, 14 óku, 16 um. Gengið Almennt gengi LÍ 26. 01. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqengi Dollar 69,020 69,380 69,750 Pund 114,670 115,260 116,740 Kan. dollar 45,490 45,780 45,010 Dönsk kr. 10,7310 10,7900 10,9100 Norsk kr 9,2690 9,3200 9,1260 Sænsk kr. 8,9290 8,9780 8,6450 Fi. mark 13,4190 13,5000 13,6540 Fra. franki 12,1630 12,2370 12,3810 Belg. franki 1,9779 1,9898 2,0129 Sviss. franki 49,7600 50,0300 50,7800 Holl. gyllini 36,2100 36,4200 36,8500 Þýskt mark 40,7900 41,0400 41,5000 it. lira 0,041210 0,04145 0,041930 Aust. sch. 5,7980 5,8330 5,9020 Port. escudo 0,3980 0,4004 0,4051 Spá. peseti 0,4795 0,4824 0,4880 Jap. yen 0,608700 0,61230 0,600100 írskt pund 101,310 101,920 102,990 SDR 96,830000 97,41000 97,780000 ECU 79,7900 80,2700 81,5700 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.