Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 4
fyrir börn
Möguleikhúslð viö Hlemm sýnir Hafrúnu, nýtt
leikrit byggt á íslenskum þjóðsögum, kl. 17 á
sunnudaginn. Síminn er 562 5060.
Sýningum á Dlmmallmm fer fækkandi en leik-
ritiö verður leikið á sunnudaginn kl. 16. Sími
530 3030.
Snuöra og Tuðra eftir Iðunni Steinsdóttur
veröur leikið í Mögulelkhúslnu við Hlemm á
sunnudaginn kl. 14. Síminn er 562 5060.
Ávaxtakarfan verður i Óperunni á morgun og
á sunnudaginn kl. 14. Sími 5511475.
Borgarlelkhúslö sýnir Pétur Pan á stóra svið-
inu á morgun kl. 14 (uppselt) og á sama tíma
á sunnudaginn (uppselt). Sími 568 8000.
Bróölr mlnn Ljónshjarta verður í ÞJóðlelkhús-
Inu á sunnudaginn kl. 14. Nokkur sæti laus.
Sími 5511200.
meira á.
www.visir.is
Hannes Lárusson myndlistar-
maður kastar sér inn í anddyrið í
kjallaranum (það er verið að gera
við aðalinngang hússins) og við hon-
um blasir plakat með andlitsmynd
af Kára Stefánssyni.
„Þetta er það sem sýningin fjallar
um, já,“ segir Hannes sposkur og
ekki er laust við að smá glotti bregði
fyrir.
Til fróðleiks verður að geta að
verkin sem Kári valdi á þessa sýn-
ingu sína sem ber heitið „Þetta vil
ég sjá“, eru bara eftir þrjá lista-
menn. Þeir eru Kristján Davíðsson
(tengdafaðir Kára), Magnús Kjart-
ansson (gekk í MR með Kára) og
Sigtryggur Baldvinsson (hann og
Kári eiga sama langafann). Verk
þessara manna samanstanda af alls
konar málverkum sem eru fyrir
leikmann misjafnlega falleg.
„Sú hugsun sem liggur að baki
þessari sýningu," segir Hannes,
svona tii að útskýra konseptið fyrir
okkur plebbunum, „er draumurinn
um endurreisnartímabilið. Þá var
listin ekki einangruð, því aðallinn,
kaupsýslumennimir og stjómmála-
mennirnir héldu listamanninum
uppi. Það var partur af þeim að
stuðla að listsköpun og í staðinn tók
listamaðurinn það að sér að koma
með nýja heimsmynd og ýmsar upp-
götvanir, samanber Leonardo da
Vinci. En það sem er bersýnilega að
gerast héma er að vísindamaðurinn
og kaupsýslumaðurinn Kári Stefáns-
son er ekkert að leita að da Vinci.
Hann vill bara eitthvað fallegt."
Hannes gengur á milli mynda og
skoðar gaumgæfilega ailt sem verð-
ur á vegi hans. Segir að þetta sé
kannski ágætis yfirlit yflr verk
Kristjáns Davíðssonar. Fimmtíu ára
ferill uppi á vegg í Gerðubergi.
„Og ef maður skoðar þá þróun
sem átt hefur sér stað nú á tuttug-
ustu öldinni, þá hefúr athyglin í
raun verið að þróast frá myndlistar-
manninum, sem er innblásin og
skapandi vera, yfir á áhorfandann.
Hann er að verða þungamiðjan sem
neytandi og er í rauninni guðleg
vera. Og ef þú þekkir innviði neyt-
andans þá ertu búinn að fanga guð-
dómleikann."
Kári er sem sagt upphafinn á þess-
ari sýningu og í raun guödómlegur
neytandi?
„Já. En það er spurning hvort Kári
líti á sjálfan sig sem slíkan. Á tímum
endurreisnarinnar litu þessir menn,
sem líkja má við Kára, á sig sem
verndara listamanna. Manna sem
voru að móta nýja heimsmynd með
nýjum hugmyndum og rannsóknum,"
segir Hannes og lítur hugsi yfir verk-
in sem eru allt í kringum hann.
„Kannski vitum við svarið. Eflaust lít-
ur Kári ekki á sig sem vemdara neins
Kári Stefánsson er
krónprins íslands.
Hann er sætastur, rík-
astur, gáfaðastur og
smekklegastur. Það er
einmitt af þessari
ástæðu sem Menning-
armiðstöðin Gerðu
bergi opnar sýningu á
morgun með verkum
sem sjálfur Kári ís-
landus valdi. Fókus
fékk listamanninn
Hannes Lárusson til
að útskýra fyrir okkur
hvað væri í gangi og
kannski fá einhvern
botn í þennan Kára.
nema þessara vina og vandamanna
sem eiga verkin sem hér eru sýnd.“
Listamaðurinn sjálfur
Og hvar stendur listamaöurinn
sjálfur?
„Það kitlar að sjálfsögðu hégóma-
gimd hans að vera valinn af guð-
dómlegum neytanda. Listamanninn
dreymir um að valdastéttinn, pen-
ingavaldið segi: „Þetta vil ég sjá,
þetta vil ég kaupa, því þetta verk
skiptir öllu máli fyrir mig.“ Þess
vegna eru myndlistarmenn auð-
keyptir fyrir sýningu eins og þess-
ari. Því einangrun listamannsins
felst í bilinu á milli hans og pen-
ingaaflsins. Hann er háður hinu op-
inbera kerfi þar sem almenningur-
Hannes Lárusson skelltl sér á
myndlistarsýningu aö smekk Kára
Stefánssonar.
inn sér listamanninn fyrir sér með
betlistaf. Hér heima er þetta pen-
ingaafl bara svo veikt og þess vegna
er listin einangruð."
En helduröu aö Kári sjái sig sem
þennan endurreisnarkaupmann sem
þú hefur lýst?
„Nei. Hann birtir hér það viðhorf
að listin sé einangruð og snúist bara
um sjálfa sig og hafi þar af leiðandi
enga skírskotun í samfélaginu. Val
hans á verkum ber vott um tiltölu-
lega „góðan smekk" og er er stað-
festing á að listina ber fyrst og
fremst að nálgast út frá persónuleg-
um smekk.“
Við erum þegar búnir að sjá öll
verkin. Þau eru straumlínulaga, trú-
arleg og slettuleg, svo notuð séu ein-
fóld orð til að túlka þessi málverk.
Magnús Kjartansson á þau sem eru
trúarleg, Sigtryggur þessi straum-
línulaga og Kristján þau slettulegu.
Kannski væri of einfalt að sálgreina
Kára út frá því og segja hann vi-
brandi og slettulegan trúarofstækis-
mann. Þess vegna sleppum við þvi
og leyfum Hannesi að eiga lokaorðið
- lokaniðurstöðuna um þessa sýn-
ingu hins guðdómlega Kára Stefáns-
sonar:
„Það er jákvætt að jafn mikið afl
eins og Kári Stefánsson, íslensk
erfðagreining, skuli nálgast listina.
Sérstaklega ef það næst einhver sam-
runi eða efnahvarf á milli hans og
listarinnar. Ef það næst, þá hefur
eitthvað nýtt gerst, sem valdið getur
breytingu hvað íslenska myndlist
varðar og leitt til lífefhafræðilegrar
keðjuverkunar. Þess vegna er þessi
sýning ef til vill ekki allsendis
ótengd erfðafræði eins og slegið
er fram í fféttatilkynning-
unni.“ -MT
I
r
I
ÉG ER SVOt.rT*Ð AÐ HAFA ÁHYGÖJUft
AF ÞESSU 20OO-VAM5ÁMAU, NÚ
ER SVO MAR&T ORt>IÐ TÖWUSTÝRT...
NEMA NÁTTÚRULE6A Af> ÞU
SÉRT MEÐ GANGRÁö...
OA, KiEt NEI, t»ETTA VERÐUR ALLT
• LAG», t>Ú 6ETUR SLAPPAO AF...
f Ó k U S 5. febrúar 1999