Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 10
^ I
Þegar kemur að listrænu flippi
eru fáir sem fara í sporin hans Ric-
hards James sem betur er þekktur
sem rafpoppvirkinn Aphex Twin. í
fyrra lét hann gera myndband fyrir
sig við lagið Come to Daddy þar sem
andlitið á honum var tölvuunnið
framan í hópi af krökkum sem
stríddu gömlum konum. Nú gengur
Richard enn
lengra og er bú-
inn að láta fram-
leiða hágæða-
dekkjaverkstæð-
isdagatöl með
léttklæddum
skvísum, nema
hvað andlitið á
er komið á allar
pæjumar. Þá eru nokkrar myndir af
LA-dólgstýpum í dagatalinu, auðvit-
að allar með andliti Richards. Hægri
hönd popparans í graflska flippinu
heitir Chris Cunningham og skvís-
upælingunni verður framhaldið í
myndbandi sem búið er að gera við
lagið Windowlicker (Gluggasleikir).
Auk skvisna sem líta út eins og Ric-
hard James i framan verða skeggjað-
ar konur og kynskiptingar í aðal-
hlutverkum. Smáskífa með laginu
kemur út seinni hluta mars en eng-
um sögum fer af því hvenær von er
á nýrri breiðskífu frá Aphex Twin.
honum sjálfum
Uppgangur velska tríósins Stereophonics:
Stællaust
úr
Hljómsveitir frá Wales hafa lík-
lega aldrei átt meira upp á pallborð
poppsins en um þessar mundir.
Áður en Manic Street Preachers og
Catatonia komu, sáu og sigruðu var
það helst Tom Jones sem fólk
tengdi við Wales. Nú er nýtt band að
renna sér upp við hliðina á Manics
og Catatonia í almennum vinsæld-
um, rokktríóiö Stereophonics.
Þremenningamir Kelly Jones,
Richard Jones og Stuart Cable
eru eins nánir og hægt er að vera
í hljómsveit. Þeir koma frá smá-
bænum Cwmaman, miðju veg á
milli Cardiff og Swansea, og Jo-
nes-aramir vora farnir að spila
saman um fermingu ásamt öðrum
í hljómsveitinni Zepher. í þessum
bæ hlusta flestir á þungarokk -
klassaþungarokk eins og AC/DC,
Led Zeppelin og Deep Purple - era
í T-bolum þar að lútandi, era með
yfirvaraskegg og sítt að aftan og
íslenski
l i S t i N
Jll
NR. 309
vikuna S.2-12.2. 1999
FLYTJANDI5/2 29/1
Safti Vikur LAG
1 1 SWEETESTTHING .................................U2
2 4 WHEN YOU BELIEVE ... .MARIAH VAREY & WHITNEY H0UST0N
2 PRAISEYOU.................................FATBOY SLIM
3 ERASE/REWIND ......................THE CARDIGANS
6 FLYAWAY.............................LENNY KRAVITZ
9 STJÖRNUR ....................SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
8 LOTUS....................................R.E.M.
5 HARD KNOCK LIFE............................JAYZ
21 ONE........................................CREED
16 N0 REGRETS.......................ROBBIE WILLIAMS
13 MÉRERSAMA..............................BUTTERCUP
12 EVERYTIME...........................JANET JACKSON
7 THE EVERLASTING ...........MANIC STREET PREACHERS
14 MALIBU .....................................HOLE
11 REMOTE C0NTR0L..........................BEASTIE BOYS
10 ALARMCALL(FRENCHMIX) ......................BJÖRK
18 HAVEYOUEVER ..............................BRANDY
17 ÁSTARFÁR.............................LANDOGSYNIR
15 l'M YOUR ANGEL...............R.KELLY & CELINE DION
23 AS ...................GEORGE MICHAEL 8i MARY J BLIGE
19 BÍDDU PABBI..............................SÓLDÖGG
26 ÁSTIN MÍN EINA . .VÉDÍS HERVÖR ÁRNADÓTTIR (DIRTY DANC.J
29 LIFI ÁFRAM..............................SÓLDÖGG
22 HOTHOTHOT(REMIX) ........................LLC00LJ
END OFTHE LINE............................HONEYZ
EX FACTOR.................................LAURYN HILL
THERE GOES THE NEIGHB0RH00D...............SHERYL CROW
LOVE LIKETHIS .......................FAITH EVANS
CASSIUS ‘99..............................CASSIUS
BLAME IT 0N THE B00GIE ....................CLOCK
NÓTTIN TIL AÐ LIFA...................SKÍTAMÓRALL
LULLABYE .........................SHAWN MULLINS
S0 YOUNG.....................................THE CORRS
UNTILTHETIME IS THOUGH......................FIVE
G0TY0U (WHERE I WANT)....................THE FLYS
PERFECT10 ........................BEAUTIFUL SOUTH
TAKE ME THERE..........BLACKSTREET & MYA (RUGRATS)
H0WWILLIKN0W.............................JESSICA
WVERY MORNING .........................SUGAR RAY
SYSTURNAR (KJÓNN í SÚPUNNI)......ESTER & MARGRÉT
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25 28
26
27 25
28 32
29
30 20
31
32
35
31
33 33
34 40
35
36 24
37 30
38
39 38
40
1 1
4 4
2 3
3 16
6 6
9 7
8 10
5 2
21 -
16 20
13 13
12 5
7 8
14 31
11 9
10 11
18 -
17 15
15 14
23 21
19 12
26 -
29 32
22 24
28 -
| M V T T ■
25 26
32 -
1 N ) T T I
20 19
35 -
31 38
33 40
40 -
1 II V T T 1
24 17
30 29
Iihtt
38 -
Inttt
Taktu þátt í vali listans
í síma 550 0044
989
tiumwja
íslenski llstinn er samvinnuverkeFni Bylgjunnar og DV. Hringt er
f 300 til 400 manns á aldrinum 14 til 35 ára, af öHu landinu.
Ðnnlg getur fálk hringt f síma 550 0044 og tekiö þátt f vali
llstans. íslenski listinn er frumfluttur á fimmtudagskvöldum á
Bylgjunni kl. 20.00 og er birtur á hverjum föstudegi í DV. Listlnn
er jafnframt endurfluttur á Bylgjunni á hverjum laugardegl kl.
16.00. Llstinn er blrtur, a8 hluta, f textavarpl MTV sjónvarps-
stöðvarinnar. íslenskl listinn tekur þátt fvali „World Chart“ sem
framlelddur er af Radio Express f Los Angeles. Elnnlg hefur hann
áhrif á Evröpullstann sem birtur er f tönlistarblafiinu Music &
Media sem er rekið af bandarfska tönlistarblaðinu BiHboard.
Yíirumsjdn me8 sko6«nakfinnun: Halldóra Hauksdóttir - Framkvarmd kfinnunar Markaðsdelld DV - Tölvuvinnsla: Dódó
Handrtt, heimlldaröHun og yftrumsjón mei framlelðslu: ívar Guímundsson - T«knlstj6m og framlelísla: Forstelnn ÁsgeIrsson og f’rálnn Steinsson
Útsendlngastjám: Ásgeir Kolbelnsson, Jóhann Jóhannsson og Ragnar PáTl Olafsson - Kynnir í útvarpi: ívar Gufimundsson
drekka bjór á knæpunni. Þetta
er rokkbær og strákamir drakku
í sig rokkið og börðu út rokkslag-
ara í bílskúmum. Zepher entist
stutt og sömu þrír strákamir og
nú skipa Stereophonics voru
komnir saman árið 1991 en köll-
uðu sig Tragic Love Company
eftir uppáhaldsböndunum sínum
Tragically Hip, Mother Love
Bone og Bad Company. Áfram
var haldið að æfa kóverlög en
Kelly Jones (söngvari og gítar-
leikari) var þó farinn að fondra
við textagerð, enda búinn að
uppgötva Bob Dylan og farinn að
stunda naflaskoðun á smábæjar-
lífið. Þetta hefur haldið sér og
flestir textamir era um daglegt
líf venjulegs fólks og beint úr
raunveruleika smábæjarins.
Kelly tók líka eftir því hvemig
hægt var að búa til langar sam-
ræður um hamborgara í mynd-
inni Pulp Fiction og telur það
samtal eitt af því sem áhrif hafði
á textagerð sína. Smám saman
fór bandið að semja sín eigin lög
en gerði sér grein fyrir takmörk-
unum sínum. Það var trió svo
lögin urðu að vera einföld og
kraftmikil: góðar melódíur, eng-
in sóló, bara stælalaust rokk spil-
að af ástríðu og virðingu.
í gömlum pels
Það tók tímann sinn að komast
á kortið. Svo lítið gekk á tímabili
að bandið íhugaði að gerast
Hendrix „tribute" band og fá sér
skósvertu en rokkaðar happadísir
tóku i taumana þegar Stereophon-
ics (eins og þeir vora nú farnir að
kalla sig í höfuðið á stereogræjum
ömmu Stuarts) hituðu upp fyrir
Catatonia sem þá var nýbúin að fá
samning. Þetta var í mars 1996 og
tónleikamir fóra fram í leikhúsi.
Baksviðs fundu strákarnir gamlan
pels og mönuðu Kelly upp í að fara
í hann. í salnum var bransakarlinn
og umboðsmaðurinn John Brand
sem fannst bandiö flott og hitti það
baksviðs. „Þegar ég hitti hann var
ég í þessum kerlingapelsi," segir
Kelly. „Það var nú bara upp á grín
en hann fílaði það í botn. Hann
hélt ég væri einhver alger stjama."
Brand bransakarl fékk spólu
með hráum upptökum og daginn
eftir var hann froðufellandi í sim-
anum og farinn að tala um heims-
yflrráð eða dauða. „Það næsta sem
gerðist var að við spiluðum á
klúbbi fyrir 35 snuðrara frá plötu-
fyrirtækjum."
Næstu sex vikur fóra í að fara
út að borða með fyrirtækjaliðinu
og ræða hugsanlega samninga.
Það var slegist um bandið en
guttamir tóku tilboði Richards
Bransons, sem þá var nýbúinn
að selja sinn hlut í Virgin og bú-
inn að stofna útgáfuna V2. Ster-
eophonics fengu góðan samning
og auk hans 500 ptmd á mann -
„gallabuxnapening" - og stæl-
gæjuðust á Oxford stræti, harðá-
kveðnir i að verða
síðan AC/DC".
,besta bandið
Þrumurokk og
gítarballöður
Stereophonics gerðu hemaðará-
ætlun með John Brand og plötulið-
inu. Fyrst var hitað upp með
stærri böndum, svo gefin út plata
(“Words Gets around“), svo spilað
og spilað á sífellt betri stöðum.
Bandið uppskar með Brit-verðlaun-
um og vinsældum. Það er farið að
fylla 10 þúsund manna staði á
Englandi. „Fyrir tveim áram sagði
fólk að við yrðum famir að spila á
svona stórum stöðum um aldamót-
in,“ segir Kelly, „en ég bjóst ekki
við að við væram famir að gera
það einu ári á undan áætlun."
Önnur plata Stereophonics,
„Performance and cocktails", kem-
ur út 9. mars og er mikill spenn-
ingur fyrir henni. Þar skiptist á
grípandi þrumurokk og gítarball-
öður og enn syngur Kelly um lífið
í sínum vanalegustu myndum, líf-
ið í smábæjunum. Þrátt fyrir vin-
sældirnar og hvatningu
bransaliðsins um að flytja til
London ætla strákamir að halda
sig í sveitinni og era allir búnir að
kaupa sér íbúðir í nágrenni
Cwmaman. „Hér er fólkið ekta,
niðri á jörðinni og mjög vinalegt.
Það er það sem skiptir mestu
máli.“ -glh
Gus gus
á kreik
Gus gus hafa verið að hamast i
plötuupptökum og framtíðaráætl-
anagerð síðustu mánuðina en nú
er fjöllistahópurinn að komast í
gang á ný og árið að verða full-
bókað. Fyrstu tónleikar hópsins
hér á landi siðan á Poppi í
Reykjavík verða haldnir laugar-
daginn 20. feb. Þá á að slá upp
veislu fyrir augu og eyru í flug-
skýli E, úti á Reykjavíkurflug-
velli. Skýlið verður fóðrað hátt og
lágt svo áheyrendur fái eitthvað
annað en bergmál í vitin. Gus gus
mun framsýna það sjó sem hún
ætlar að ferðast með um heiminn
árið á enda og Sigur Rós mun
spila með og að öllum líkindum
Grinverk, sem Einar Örn Bene-
diktsson, Hilmar Öm Hilmarsson
og Sigtryggur Baldursson skipa.
Það er eins gott að Gus gus-
krákkamir hafi gaman af því að
ferðast því árið verður einn alls-
herjar rúntur. Herja á stíft á
Bandaríkin og Evrópu með
áherslu á Frakkland, enda er það
Gus gus-vænsta landið. Bandið er
orðið nógu stórt til að vera „head-
line“ á þeim tónleikum sem það
spilar á og gengið er að kröfum
þeirra hvað varðar hljóð og ljós. í
sumar er slegist um bandið á
festivöl og Hróarskelda, Glaston-
bury, St. Gallen og Quart hafa
þegar verið nefnd til sögunnar.
Tónleikayfirferðin er til að
kynna aðra plötu sveitarinnar,
„This is normal", sem kemur út
26. apríl. Lagið „Ladyshave", sem
þegar er orðið vinsælt á íslandi,
kemur út 1. mars. Á þeirri smá-
skífu verða mix eftir Roy Davis
jr, Gi Gi Galaxy, Tim „Love“ Lee,
Herb Legowitz og Megatron Man
(Biggi og Stefán í Gus gus).
Næsta smáskífa er svo á teikni-
borðinu um miðjan apríl, „Star-
lovers“, en ekki er frágengið
hverjir mixa þar, þó hefur hljóm-
sveitin Red Snapper verið orðuð
við verkefnið.
10
f Ó k U S 5. febrúar 1999