Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 11
Tónlistareinfarinn Pétur Einarsson, öðru nafni P6: Pétur Einarsson, betur þekktur sem P6, er einfari í tónlistinni. Hann vill þó taka það skýrt fram að P6 er nafnið á hljómsveitinni sem hann er í, ekki hans listamannsnafn. Pétur er það mikill einfari að hann fór ekki út úr húsi þegar hann gerði og fram- leiddi nýju plötuna sína, „Colours". Platan er stútfull af ballöðum en er Tónl einnig gjaldgeng í tölvuna og þá geymir hún myndbönd, myndir, dag- bækur og smásögu. P6 vakti fyrst at- hygli árið 1993 með myndbandi við lagið „The World within". Þar sést Pétur hnykkla vöðvana, grípa um punginn á sér og stökkva í straum- harða á á eftir klukku. Sá Pétur sem nú situr fyrir framan mig er ekki sá vöðvastælti Pétur sem sást í því myndbandi. Það er þvi eðlilegt að maður spyrji hvort hann sé hættur í líkamsræktinni. „Ha, ha, ha, ég hef aldrei stundað slíkt markvisst," segir Pétur, hvergi banginn. Nei, ég spyr af því aö þú varst svo massaöur þegar þú komst fram á sjón- arsviöið en nú ertu bara oröinn kepp- ur. „He, he. Já, ég er orðinn 100 kíló en fyrir nokkrum árum prófaði ég að fara í 69 kUó. Maður er svo sem alltaf að skokka og sprikla, en jú, það er rétt, maður er orðinn svolítið feitur, en ástæðan fyrir þvi er sú að ég ökklabrotnaði síðasta sumar og gat ekkert hreyft mig og borðaði mikið á meðan. En nú tekur maður sig á. En fyrst þú minnist á þetta myndband þá var það háðsádeUa á poppið, poppar- ar eru strengjabrúður skemmtana- iðnaðarins." Maöur hefur heyrt þennan frasa áöur hjá þér. „Jú, jú, örugglega hundrað sinnum áður, en það nær honum enginn. Þetta myndband var fúllkomlega mis- skUið.“ Þú sérö ekkert eftir þessu? „Nei,“ segir Pétur, kokhraustur „en ég myndi ekki presentera þetta úti.“ 20% ánægður Svo þú hefur bara legið ökklabrot- inn og gert nýju plötuna? „Ég var reyndar byrjaður fyrir tveim árum, undirbjó mig í eitt og hálft ár en lokaspretturinn hófst sl. sumar. Ég ákvað að gera þetta ailt heima, fékk mér tól og tæki og mest- ur tíminn fór í að læra á það aUt. Þessi plata er tekin upp og fjölfólduð heima hjá mér. Ég þurfti ekki að fara út úr húsi tU að gera hana, þetta fer aUt í gegnum PC-tölvu. Ég fæ að vísu gestaflytjendur í nokkrum lögum sem stóðu sig frábærlega." Hvaö fóru margir tímar í plötuna? „Að meðaltali svona fimm tímar á dag í tvö ár, það eru þá um 3500 tím- ar. Næst verð ég mUdu fljótari því ég er búinn að læra á tækin. Ég er mjög sáttur við plötuna, alveg svona 20% ánægður, mér finnst þetta mjög gott skref. Ég veit samt ekki hvort þetta er nógu gott tU að senda á markað er- lendis.“ Þú ert gagnrýninn á eigin verk, þykir mér. Á þessari plötu ertu í miklum ballöðuham... „Ja, þetta eru ein- fóld lög sem standa undir sér í þessum einfoldu útsetning- um. Þau eru tUtölu- lega átakalítU í pæl- ingum þó þau hafi sína meiningu. Næst verða ailt öðru- vísi áherslur, kannski 50% trommur og 20% bassi. Næsta plata er eigin- lega tUbúin en það á bara eftir að vinna hana. Ég stefni á að gefa hana út síðar á árinu." Að trúa á sjálfan sig Hvað meö textana, hvaö ertu aö spá? „Ég er nú aðaUega að spá i að þeir passi við melódíuna," segir Pétur og hlær. „Ég kann ekki að yrkja á ís- lensku svo ég yrki á ensku, enda þekki ég marga úti og þetta er alveg eins fyrir þá. Fyrst er ég að leika mér með hljóm, svo kemur melódia og stemningin í laginu kaUar á einhver ákveðin hughrif varðandi texta. Þeir koma aUtaf síðastir og eru síðasta brotið í púsluspUinu. Textamir eru frekar einhæfir á síðasta diski en verða aUt öðruvísi á þeim næsta.“ Hvemig einhœfir? „Það er verið að syngja um tUfinn- ingalíf karls og konu, sem þykir frek- ar væmið, og ég neita því svo sem ekki. Ég legg samt mikið í textana, reyni að hafa þá á vitrænum gnmni. Einu sinni samdi ég texta sem hét „IICR“ og stóð fyrir „Innocence, ign- orance, conciousness, reality" og er mjög hörð ádeUa á pólitík og trúmál eða öfgana í því. Það finnst mér mjög agressífur texti en enginn hefur spurt mig út í hann, enda kannski öUum nákvæmlega sama. En ef það er eitt- hvert útþynnt popp þá er það gripið og sagt að svona sé maður og ekkert öðruvísi." Jœja, nú er tækifœriö: segöu mér af textanum. „Ég hef mina pólitísku skoðun og trúarsannfæringu en þetta er ádeUa á fólk sem notfærir sér pólitík og trú- mál í annarlegum tUgangi. Svo æðir almenningur áfram í blindni og trúir því sem goðin segja og gera. Svona hefur þetta verið í gegnum aldimar. Það er eins og fólk láti berast með straumnum og taki öUu sem fyrir það er sett. Þetta er texti um kenjar fólks- ins. Ég er á þeirri skoðun að það sé sama hve hátt þú teygir þig tU himna: þú þarft aUtaf að hafa báða fætur á jörðinni og trúa á sjálfan þig fyrst og fremst og það sem þú ert að gera.“ Tímalaus snilld eða hallæri Pétri finnst gott að búa á íslandi en hann bjó í London í tvö ár og fannst það ágætt líka. Hann gerir plötudómur Kristján Hreinsson — íslandsvinurinn og ættarsóminn: ★★ DifjTd.j Dbn djTÍiJjJjjJjJ DjíúllD Trúbadorar og mótmælasöngv- arar hafa ekki verið áberandi í tónlistarflórunni nýlega; íslend- ingar sjálfsagt búnir að heyra nóg um kjör verkalýðsins og spiUta valdhafa í fréttunum og þurfa ekki að láta syngja þær fyrir sig lika. Þjóðfélagsgagnrýni er enda vandmeðfarið textaefni og eldist oft Ula. Auk þess sem popparar eiga oft i erfiðleikum með að muna hvað þeir heita, hvað þá kryfla heimsmálin til mergjar. Kristján Hreinsson tekur það samt á sig að flytja okkur ótíðind- in af hriplekri þjóðarskútunni, hvar siðblindir lygamerðir ráða ríkjum í samvinnu við andskot- ann og örmagna almúginn lepur dauðann úr skel. Hljómar kunn- uglega, ekki satt? Á hinn bóginn er Kristján fuU- ur af ást á þessu gaddfreðna skeri okkar og kveður því ljóð af móð. Skáldskapnum er svo blandað við fremur hefðbundna Dylan/Megas tónlist og hann svo sunginn rámri röddu. Það dregur svolítið úr áhrifum plötunnar hve söngstUl Kristjáns minnir á nefndan Meg- as, ofan á kveðskapinn og lögin sem einnig minna tíðum á hann. Það eru samt vel smíðuð lög á plötunni og spUamennska öU tU fyrirmyndar. Og fyrir fólk sem hefur gaman af einfaldri rokktónlist með hnyttnum text- um er óhætt að mæla með ís- landsvininum og ættarsómanum Kristjáni Hreinssyni. Og ekki spUlir fyrir að hann hefur lýst sér grein fyrir smæð markaðarins hér og stefnir út, „þegar maður er kominn með eitthvað massíft í hendurnar". Hann er líka með nokkuð burðuga heimasíðu. „Þar er ég að kynna það sem ég er að gera, meira tU gamans. Það er snið- ug leið.“ Það eru vægast sagt skiptar skoðanir á tónlist P6. „Sumum frnnst þetta tímalaus snUld en öðrum frnnst þetta ótrú- lega gamaldags og haUærislegt og ég einfaldur," segir Pétur. „Það eru svo skiptar skoðanir en það hefur engin áhrif á mig. Það hjálpar mér ekkert og letur mig ekki heldur." Ertu aö stefna aö því aö gera klassíska popptónlist? „Það veit enginn hvað verður klassfskt, ekki einu sinni karlarnir sem sömdu öll þessi klassísku verk. Bach gleymdist t.d. í eina öld. Handritin hans fundust bara uppi á háalofti og nú er þetta ódauðlegt en hann hafði ekki hugmynd um það. Ég á fúUt af lögum, sko, og ég myndi segja að 5% af því væri mjög gott miðað við hvaða tima sem er og hvaða standard sem er. Hin 95% in eru sæmilegar æfingar sem eru kannski hvorki fugl né fiskur en maður veit samt aldrei sjálfur. Ég stefni bara á að koma þessum hugmyndum á framfæri, vinna þær eins og ég tel að sé best. Ég er mótaður af alls konar tónlist, hef alist upp við þetta og tónlistin er mér jafn eðlileg og öðrum er að tjá sig með tungumálinu. Mér finnst þetta ekkert stórmál og það að vera vinsæll sem manneskja finnst mér bara ekkert tengjast tónlist. Ef það gerist verður maður bara að díla við það. Það er bara þessi útrás og tjáning sem ég er að sprikla með.“ -glh lslartti*vinurirtn Og Jtrtttarsóminn Krislján Hröinsson Á hinn bóginn er Kristján fullur afást á þessu gadd- freðna skeri okkar og kveður því Ijóð afmóð. Skáld- skapnum er svo blandað við fremur hefðbundna Dylan/Megas tónlist. því yfir að þeir sem ekki hafa ráð á skífúnni geti fengið hana gef- ins. Það er alltaf ánægjulegt þeg- ar menn standa á bak við það sem þeir segja. Og vissulega nýj- ung á íslenskum tónlistarmark- aði. Sómamaður, Kristján. Og ætti að bjóða sig fram. Ari Eldon Katfl Thomsen er aöal dj-búlla borgarinnar og þar verður DJ Stillwater með djúpt-hús I kvöld. Á sunnudaginn verður Virkni-kvöld og þá spilar drum & þass-meistarinn Justlce frá Modern Urban Jazz útgáfunni. Með Stillwater snúðast DJ Tomml en Dj-arnir Óll og Árnl með Justice. Mljómsveitin Slxtles spilar á Kaffi Reykjavík um helgina. Á sunnudaginn spila Rut Regin- alds og Maggl en á þriðjudaginn tekur Eyjólf- ur Krlstjánsson við. Á Broadway á laugardagskvöldiö verður stórdansleikur með vinsælustu hljómsveit landsins, Skítamóral, og byrjar fjörið á miðnætti. Stuðboltinn BJarnl Tryggva spyr ekki lengur Mitt líf, bauðst eitthvað betra? Hann er búinn að fá svarið og heldur í tilefni af því uppi stuð- inu á Fógetanum um helgina ásamt Helenu. Hljómsveit Gelrmundar Valtýssonar hefur brotist í bæinn gegnum storminn og ná þeir stuðþinnar úr sér hrollinum í Naustkjallaran- um um helgina. Á siðdegistónleikum Hins hússlns og Rásar 2 í dag kl. 17 koma fram fuslon og rokkband úr tónlistarskóla FÍH. Á Næturgalanum á Smiðjuvegi spila Anna VII- hjálms og Hllmar Sverrisson í kvöld og laugar- dagskvöld. Hljómsvelt HJördísar Gelrs leikur svo gömludansalög á sunnudaginn. Á Gauknum er það hljómsveitin Mlðnes sem hyggst sjá um fjörið í kvöld og annað kvöld. Trúbadorlnn Leifur Ingl ætlar svo að freista þess að ná upp rólegri stemningu á sunnu- dagskvöldið. Á Glaumbar verða Bítl- arnlr með grin og tón- list á sunnudagskvöld- iö. j aðalsal Krlnglukráar- innar leikur hljómsveitin SÍN um helgina en Viðar Jónsson spilar í Leikstofunni. Útlendingasveitin McGlnty leikur á Dubllners um helgina. Tríóiö skipa Don Moore, Dave Hlckey og John Ferguson. I kvöld mun Nelly's Cafe fagna 2Ja ára af- mæll. Þema kvöldsins er SPUNI og mun veisl- an hefjast kl. 22 og standa til miðnættis, með léttum veitingum í boði afmælisbarnsins. Myndlist eftir listamanninn „Myrkur" mun prýða veggi hússins. Leiklist er I höndum Lindu Ásgelrsdóttur, Eddu BJargar Eyjólfs- dóttur og Vilhjálms Goða og tónlistarmennirn- ir Herbert Guðmundsson og Þórlr Úlfarsson munu sýna á sér nýja hlið. Eftir miönætti verða veitingar seldar með 50% afslætti og stendur það rausnarlega tilþoð í viku. Um helgina er það Garðar Karls og Dldda Löve í dúettnum Klapþað og klárt sem skemmta gestum Gullaldarlnnar til kl. 3. Á Café Amsterdam ætlar nýjasta popprokk- sveit landsins, Poppvélin, að rokka og poppa um helgina. ( Poppvélinni eru Tomml Tomm, Pétur Örn, Matthías Matthiasson, Jónas og Klddi Gallager. í Klúbbnum verður diskótek á föstudagskvöld- ið. Húsið verður opnað kl. 20.30, frltt inn og 20 ára aldurstakmark. Á laugardagskvöldiö munu Útvarpstöðin Mono 87.7 og Klúbburinn bjóða í partí sem hefst stundvíslega kl. 23.25. Tvlburarnir Brynja og Drífa úr Real Flava Z koma fram með splunkunýtt efni sem þær voru að klára uþþtökur á. í Prí- vatinu verður enginn annar er DJ Boy George en að vísu þara í þeinni frá London. í kvöld eru André Bachman og hinir Gleðlgjaf- arnir í Ásgarðl í Mosfellsbæ. Caprí-tríólð leik- ur svo á sunnudagskvöldiö. Torfl Ólafsson ætlar að gera allt vitlaust í Ala- bama um helgina og á sunnudagskvöldið verð- ur dansaður llnudans. Úti á Landi: Páll Óskar HJálmtýsson og hljómsveitin Caslno verða á Dalvík um helgina og spila I Víkurröst. í kvöld er unglingadansleikur frá kl. 21-1 en á laugardagskvöld er fulloröinsdans- leikur frá kl. 23-3. Palli og kó klikka aldrei I stuðinu. Hinir einu sönnu Papar spila á ODD-vltanum á Akureyrl á laugardagskvöldið. Forsala að- göngumiða á Bílasölunni Ósi. Hljómsveitin Sóldögg leikur í Skothúslnu í Keflavik á laugardagskvöldiö. Á Ránni, Keflavík, mun hljómsveitin Hafrót sjá um stuðið. í Stapanum í NJarðvík spil- ar hljómsveitin 8-Vlllt fram á rauða nótt. Á Bárunni á Akranesl sér Óli gleðigjafi um „dlskó- pöbb" til klukkan 3 I nótt. Á laugardagskvöld- iö spilar næstvinsælasta band landsins, Land og synlr, og verður I hörkuformi, nýkomið frá Færeyjum. Á mótl sól tætir og tryllir á Inghól á Selfossl. Auk þess verður þoðiö upp á valin atriði úr söngvakeppnl FJölbrautaskóla Suðurlands sem haldin var fyrir skömmu. meira á.[ www.visir.is 5. febrúar 1999 f ÓkuS 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.