Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 20
b í ó Bíóborgin Ronln irtrk Þaö er margt sem gerir Ronin aö gðöri afþreyingu. Til aö mynda eru í myndinni einhver flottustu bíiaelt- ingaratriöi sem lengi hafa sést og liggur viö aö um mann fari við aö horfa á öll ösköpin. Þá er leikara- hópurinn sterkur, með Robert DeNiro í hörku- formi, og loks ber aö geta þess aö þrátt fyrir ýmsa vankanta í handriti geng- ur þessi flókna atburöarás aö mestu leyti upp og dettur ekki niöur f lokin eins og oft vill verða. -HK Enemy of the State ★★★ Virkilega vel gerð spennumynd þar sem persónur verða nánast aukanúmer viö hliöina á njösnatækni nútím- ans. Þaö er gífurlegur hraöi í myndinni sem gefur henni vissan trúverðugleika þegar njósn- atæknin er höfö í huga og þessi hraöi gerir þaö líka aö verkum að minna áberandi verður tilviljanakennt handritiö þar sem samtölin bera oft þess merki aö til aö „plottiö" gangi upp verði aö fara ýmsar vafasamar leiöir. -HK Bíóhöllin/Saga-bíó Practlcal Maglc ★★★ Bullock og Kidman hafa, held ég, aldrei verið eins góöar og njöta sín vel í þessum klikkuöu hlutverkum og Wiest og Channing skemmta sér greini- lega konunglega sem miðaldra nornamömm- ur. Practical Magic tekur sig aldrei of alvariega og þaö er þaö sem gerir hana að þeirri ánægjulegu skemmtun sem hún er. -úd Holy Man Hvaö Eddie Murphy hefur séð viö hlutverk hins „heilaga manns" er erfitt að koma auga á. Kannski hefur hann hugsað sem svo aö þarna væri tækifæri fyrir hann aö losna úr ýktum gamanhlutverkum. Murphy hefur samt ekki erindi sem erfiöi þrátt fyrir að hann beiti kjaftinum lítiö. Til þess er persónan of veikburða og Murphy ekki nógu sterkur á svellinu. -HK ■ Star Kld ki. Vonda skrimsliö I Star Kid er eins konar klóni úr Predator og einhverju kunnuglegu úr eldri geim- myndum. Einhvern veginn varð boöskapurinn sögunni ofviöa og þegar 1001. heil- ræðiö sveif yfir skjáinn fór ég að geispa. Ef þaö er eitthvaö sem drepur barnamyndir þá er þaö ofhlæði áróöurs sem gengur yfirleitt út á einhvern borgaralegan heilagleika, samfara heföbundnum kynhlut- verkaskiptingum. -úd Vampírur irki Háskólabíó Elizabeth icick Shekhar Kapur vefur frásögnina í expressíonísk klæöi, skuggarnir eru langir, sal- irnir bergmála og andi launráða svífur yfir. Guös- blessunarlega heldur hann sig langt frá hinni heföbundnu nálgun breskra búningamynda og skapar safarikt bíó sem er þegar upp er staðiö hin ágætasta skemmtan. -ÁS Festen kkkk I kvikmynd Thomasar Vinter- bergs, Festen, er það fyrst og fremst mögnuð saga sem gerir myndina aö áhrifamikilli upplif- un en auðvitað veröur heldur ekki komist hjá því aö njóta þess einfaldleika sem hún býður upp á með notkun hinnar dönsku dogma-aö- ferðar. Þetta er kvikmynd sem lætur engan ósnortinn. -HK Meet Jœ Black ★★ Áferðarfalleg og stund- um áhugaverð en frekar tilgeröarleg kvikmynd um viöskipti Dauðans viö viöskiptajöfur sem óskar sér lengra lífs. Ein bandariskra kvik- mynda sem settar eru á markaðinn um þess- ar mundir sem eru alltof langar og það fýrst og fremst gerir þaö að verkum aö hún virkar ekki þar sem hún er allt of langdregin. -HK Egypskl prlnslnn kkki Kringlubíó Wlshmaster ki The Wishmaster segir frá demóni nokkrum sem get- ur látiö allar óskir rætast en sá fylgir böggull aö þær rætast kannski ekki endi- lega á þann hátt sem óskandinn hefði viljaö. Einhvers staöar datt botn- inn úr sógunni og endirinn var alveg gersamlega út f hött og sló myndina glæsilega út úr tveggja stjömu klassanum. -úd Waterboy kk Enn einn heimskinginn sem sigrar heiminn. Nú er þaö Adam Sandler sem bregöur sér í hlutverk einfeldningsins meö barnssálina sem í byrjun myndar er lægstur allra en stendur uppi sem bestur og mestur í lokin. Sandler skapar skemmtilega persónu en er í rauninni ekki aö gera neitt annað en þaö sem Jim Carrey gerir og margir hafa gert á undan. Þá er allt of mikiö gert út á amerisk- an fótbolta sem veröur að leiöinlegum endur- tekningum. -HK Mulan kkkk Það kom fáum á óvart þegar You’ve Got Mail skaust á topp bandaríska aðsóknarlistans vik- umar fyrir jól. Það hefði frekar komið á óvart hefði myndin ekki gert það. Ástæðan er sú að í You’ve Got Mail leika þau saman Tom Hanks og Meg Ryan, sem eru meðal vinsælustu leikara heimsins í dag, og til að gulltryggja aðsókn- ina var ekkert verið að fara í felur með það að þau slógu eftirminni- lega í gegn í Sleepless in Seattle fyrir nokkrum árum. Þau náðu einstaklega vel saman í þeirri mynd, sem leikstýrt var af rithöf- undinum og leik- stjóranum Noru Ephron. Hún leik- stýrir þeim aftur í You’ve Got Mail. Rómantíkin var allsráðandi í Sleepless in Seattle og hún er það einnig í You’ve Got Mail, sem frumsýnd verð- ur í dag í Sam-bíó- unum, Nýja bíói í Keflavík og Nýja bíói á Akureyri, þó í öðru formi sé. Meg Ryan leikur Tom Hanks og Kathleen Kelly sem um líkar við. er eigandi lítillar, en þekktrar bókabúðar sem sér- hæfir sig í bamabókum. Hún er í sambandi með blaðamanninum Frank Navasky og „heldur framhjá honum“ óbeint, með manni sem hún hefur kynnst á Netinu en aldrei séð. Dag einn snarsnýst ver- öld hennar þegar opnuð er í næsta nágrenni hennar afsláttarbókabúð. Hún fer á fund Joe Fox (Tom Hanks), sem er sonur eigandans, og kvartar yfir óvönduðum við- Meg skiptaháttum en hefur ekki erindi sem erfiði og satt best að segja fara þau ákaflega í taugamar á hvoru öðra. Þrátt fyrir góð ráð frá Net- vini sínum þolir hún ekki sam- keppnina og verður að loka versl- uninni. Eins og gefur að skilja verður heldur betur handagangur í öskjunni þegar Joe Fox kemst að því að Kathleen er Netvinkona hans sem honum þykir mjög vænt um. Leikstjórinn Nora Ephron fæddist í New York 1941og leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd 1992. Áður hafði hún starf- að sem handritshöfundur og rithöfundur og var frægasta bók hennar He- artbum, þar sem hún lýsti á opinskáan hátt hjóna- bandi sínu og Carl Bern- stein (sem frægur var sem annar tveggja blaðamann- anna hjá Washington Post í Watergate málinu fræga.sem þekkt kvik- mynd var gerð um). Þrátt fyrir að öllum nöfnum væri breytt leyndist engum um hvern hún var að skrifa. Meðal annarra ritverka hennar áður en hún sneri sér að eigin kvikmyndagerð má nefna handrit að SHkwood, When Harry Met Saily, Cookie og My Blue Hea- ven. You’ve Got Maii er fimmta kvik- myndin sem Nora Ephron leikstýr- ir og skrifar handrit að. Fyrst var Það gneistaði á milli Meg Ryan og Tom Hanks í Svefnvana í Seattle og hafa margir beðið eftir því að þau mættust aftur á hvíta tjaldinu. Þeirri bið er lokið og rómantískar sálir verða varla fyrir vonbrigðum með þau í You’ve Got Mail. Þar er ástin að vísu að hluta tölvuvædd: það This Is My Life (1992) og svo kom Sleepless in Seattle (1993). Þeirri mynd fylgdi hún eftir með hinni misheppnuðu Mixed Nuts (1994) og svo kom myndin um „erkiengilinn" Michael (1996). Nora Ephron hefur leikið lítil hlut- verk í tveimur kvikmyndum sem báðum var leikstýrt af Woody Allen: Crimes and Misdemeanors (1989) og Husbands and Wives (1992). Nora Ephron er í dag gift rithöfundinum og handritshöfund- inum Nicholas Pileggi (GoodFellas, Casino). -HK Tom Hanks ásamt Noru Ephron við tökur á You’ve Got Maii. JOf--., Meg Ryan: Meg R I upphafi aldarinnar var þaí ein kvikmyndastjarna, Marj Pickford, sem allir dáðu bæð sem persónu og leikkonu. Hún ei sú leikona sem Meg Ryan er of líkt við. Þessi líking er samt ekk reist á traustum grunni, því e eitthvað er þá er Meg Ryan nú tímakona í fyllstu merkingu þess orðs, er ákveðin en um leið opin þykir skemmtileg og fyndin og of á tíðum óútreiknanleg. Fæðingardagur og -ár: 19. nóv- ember 1961. Fæðingarstaður: Fairfield, Conn- ecticut, Bandaríkjunum. Stjörnumerki: Sól í Sporðdreka- merkinu, tungl í Hrútsmerkinu. Foreldrar: Harry Hyra kennari, Sus- an Jordan leikkona. Systkini: Dana, Annie, Andrew. Eiginmaður: Dennis Quaid leikari. Börn: Jack, Henry. Kvikmyndin Top Gun, Armed and Dangerous, Innerspace, Promised Land, D.O.A., The Presido, When Harry Met Sally...., Joe Versus the Volcano, The Doors, Prelude to a Kiss, Sleepless in Seattle, Flesh and Bone, When a Man Loves a Woman, IQ, French Kiss, Restoration, Courage Under Fire, Addicted to Love, City of Angels, You’ve Got Mail. TOíiJ Fæðingardagur og ár: 9. júlí, 1956. Fæðingarstaður: Concord, Kaliforníu, Bandaríkjunum. Stjörnumerki: Sól í Krabbanum, tungl í Ljóninu. Eiginkona: Rita Wilson leik- kona. Fyrrum eiginkona: Sam- antha Lewes. Börn: Colin og Elizabeth með Lewes; Chester og Truman með Wilson. Kvikmyndir: Bachelor Party, Splash, The Man with One Red Shoe, Volunteer, Every Time We Say Goodbye, The Money Pit, Nothing in Comm- on, Dragnet, Big, Punchline, The Burbs, Turner and Hooch, Joe Versus the Volcano, Bo- nefire of the Vanities, Radio Flyer, A League of Their Own, Sleepless In Seattle, Phila- delphia, Forrest Gump, Apollo 13, That Thing You Do, Saving Private Ryan, You’ve Got Mail. Ef hægt er aö miöa Tom Hanks við einhvem frægan leikara þá verður að fara aftur í tímann, til gullára Hollywood þar sem hann hefði sómt sér vel sem rómantísk kvikmynda- stjama á borð við Cary Grant og James Stewart. Er hann mörgum þeim hæfileikum búinn sem þessir ágætu leikarar höfðu. Það er oft góður húmor í leik hans sem skilar sér vel til áhorfenda og hann getur eins og Grant og Stewart gátu, bmgðið sér í damat- ísk hlutverk með góðum árangri. 20 f Ó k U S 5. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.