Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 21
IR MID. Alhliða „fitness" skór feðri. Air loftpúði í framfót og lasystem. Góðurstamurytri sóli. fct. Venj. verð 7.990,- ^ í Pleasantville hefur aldrei rignt, engin óvild og hatur verið á milli íbúa, þar hefur heldur engin stúlka verið kysst á ástríðufullan hátt, aldrei hefur sprungið dekk á bíl eða fundist þar rauð rós, þar til nú............ i —i r i- Svart/ bærinn sem öðlaðist Iff í Pleasantville, frumlegri kvik- mynd sem vakið hefur mikla at- hygli, heimsækjum við smábæ þar sem lífið er alltaf nákvæmllega eins dag eftir dag, engin breyting á veðri, engin tilbreyting í bæjarlífið, þar til óvænt tveir unglingar detta nánast inn um bæjardyrnar. Þessir unglingar sem koma frá splundruðu nútimaheimili komast óvænt að því íbúar í Pleasantville, George og Betty. og Joan Allen í hlutverkum sínum. að þrátt fyrfr öll leiðindin í þeirra lífi þá er það hátíð miðað við lífið í Pleasantville, þar sem þau eru nú nánast í gildru. Bærinn og íbúarnir eru í sauðalitum á meðan ungling- amir tveir eru í lit. íhúamir skilja ekkert í þessu í fyrstu en smátt og smátt gera þeir sér grein fyrir því að eitthvað óvænt hefur skeð og að sá möguleiki er fyrir hendi að sjá hlutina í lit. Eftir að íbúar bæjar- ins hafa með eig- in augum komist í fyrsta sinn í kynni við ýmis- legt sem hingað til hefur verið falið fyrir þeim, eins og rigningu, listaverk, kynlif og hugmyndir al- mennt, þá verður ekki aftur snúið og bærinn öðlast smátt og smátt líf í fallegum litum. William H. Macy Aðalhlutverk- in í þessari Tobey Maguire og Reese Witherspoon leika unglinga sem lenda óvænt í smá- bæ sem ekki er til. óvenjulegu mynd, sem varla verður sagt annað um en að sé fantasía, leika Tobey Maguire, Jeff Dani- els, Joan Allen, William H. Macy, J.T. Walsh (síðasta myndin sem hann lék í) og Reese Witherspoon. Leikstjóri myndarinnar, Gary Ross, segist hafa verið með í huga sjónvarpið i árdaga, þegar allt var í svart/hvítu, við hugmyndasmíði að bænum Pleasantville. Og ef vel er að gáð, þá má sjá að mörg atriði í Pleasantville gætu verið tekin beint úr sjónvarpinu á sjötta áratugnum. Ross var lengi að koma hugmynd- inni sem hann hafði að þessari mynd á blað, en það hafðist og hef- ur Pleasantville verið hælt fyrir frumleik og gæði. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Gary Ross leik- stýrir. Hann hefur nokkra reynslu sem handritshöfundur, meðal ann- ars skrifaði hann handritin að Big og Dave. Hann þarf ekki langt að sækja hæfíleikana til ritstarfa, faðir hans var handritshöfundur sem lenti á hinum illræmda svarta lista í Hollywood á sjötta áratugnum. Auk handritsskrifa hefur Ross skrifað mikið fyrir stjórnmála- menn, meðal annars Bill Clinton, og hefur hann setið þing demókrata. Pleasantville verður frumsýnd í Há- skólabíói i dag. -HK Aðalatriðið í mínu lífi er leikiistin og ég ætla mér að vera lengi leikkona. Ég kæri mig ekki um að komast fljótt á toppinn, aðeins til þess eins að falla jafnhratt af honum aftur. Reese Witherspoon: Leikkona frá sjð ára aldri Flestar rísandi stjörnur í Hollywood hugsa mikið um það hvort kvikmyndir þeirra verði vin- sælar og hversu mikla peninga þær gefi af sér. Svo er ekki um Reese Witherspoon, sem segist ekki hafa neina löngum til að leika í kvikmynd sem fyrirfram er búist við að muni skila miklu í kassann. Þessi tuttugu og tveggja ára leikkona hefur verið að leika frá því hún var sjö ára göm- ul, en hefúr ekki leikið í mörgum kvikmyndum, þar sem hún hefur stundað háskólanám með leiklist- inni. Witherspoon tekur svo djúpt í árinni að segja að hún þakki guði fyrir það, að engin þeirra kvikmynda sem hún hefur leikið í hafi verið metaðsóknarmynd Það hefði aðeins tafið hana frá námi og gert lífið erf- iðara. Meðfram barnaskóla og grunn- skóla lék Reese Witherspoon aðal- lega í auglýsingmn og sjónvarpi. Strax í fyrstu kvikmynd sinni, The Man in the Moon, árið 1991, vakti hún athygli fyrir þroskaðan leik. Þegar Witherspoon háfði lokið menntaskólanámi, aðallega með hjálp faxtækja og tölva, settist hún á háskólabekk í Stanford háskólanum þar sem hún nam enskar bókmennt- ir og lék í fáeinum sjónvarpsmynd- um með skólanum. í þrjú ár lék hún ekki í kvikmynd, en kom síðan sem fúlisköpuð leikkona á móti Mark Wahlberg í sakamálamyndinni Fear og hlaut frábæra dóma fýrir leik sinn í óháðu kvikmyndinni Freeway. Lítið hefur farið fyrir þeirri mynd sem nú telst til svokallaðra „cult“ mynda. Næst tók Witherspoon að sér að leika lítið hlutverk á móti Paul Newman í Twilight og hefur síðan leikið í Election, á móti Matthew Broderick, og Plesantville. Reese Witherspoon hefur ennþá ekki lokiö því háskólanámi sem hún ætlar sér, en er í fríi frá skólanum eins og hún orðar það og býr í Los Angeles. Eins og aðrar ungar.stúlkur sést hún með strákum vítt og breitt um bæinn, yfirleitt þó ekki leikur- um, því ef marka má orð hennar í viðtali við tímaritið Interview þá hefur hún ekki mikið álit á þeim sem unnustum: „Það getur verið spenn- andi að vera með leikara alla þrjá mánuðina sem það endist, en eftir að því er lokið þá líta þeir á mann eins og einhvern dauðan hlut sem ekki er vert að eyða meiri tíma í.“ Þetta sagði hún að vísu áður en hún fór að sjást á almannafæri með leikaranum Ryan Philippe, en þau munu leika saman í Cruel Intentions á þessu ári. -HK h Laugarásbíó Rush Hour irki. Það var því snjallt að etja Jackie Chan saman viö Chris Tucker sem slær út sjálf- "hhSÖb JJ an Eddie Murphy þegar t kemur að kjaftavaðli. Þessir tveir ólíku leikarar ná vel saman í Rush Hour sem er fýrst og fremst vel heþpnuð gam- anmynd, enda eru slagsmálaatriðin yfirleitt út- færð á þann hátt að áhorfandinn getur hlegið um leið og hann lýlgist spenntur með. -HK Regnboginn The Siege ★★ Mikill hraði á kostnað per- sóna sem eru flatar og óspennandi. Mörg atriði eru vel gerð og stundum tekst að skapa dágóða spennu en aldrei lengi í einu. Denzel Washington, sem fátt hefur gert rangt á far- sælum leikferli, hefur 1 átt betri daga. Hið sama má segja um Annette Bening en gleðitíðindin eru aö Bruce Willis nær sér vel á strik og gerir vel í litlu hlutverki. -HK Le diner de cons irk Frönsk gamanmynd sem hefur margt til síns ágætis. Byrjar sem skemmtilegur leikur fyrir útgáfustjóra sem er búinn að finna sér bjána til að taka með sér í kvöldverðarboð en þegar upp er staðið er það spurning hvor er meiri bjáni. Ágætur leikur og hnyttið handrit, en myndin liður aðeins fýrir það að vera í allri uppsetningu eins og leikrit. -HK Rounders irki Póker getur verið spennandi kvikmyndaefni og það sannast í Rounders sem fjallar um nokkra ólíka náunga sem allir eru atvinnuspilarar. Gæði myndarinnar eru mest þegar sest er við spilaboröið því handrit- ið er stundum ótrúverðugt. Góðir leikarar með John Malkovich í hlutverki senuþjófsins eiga góða spretti og skapa stundum mun dramat- ískara andrúmsloft en ástæða þykir til. -HK There’s Somethlng about Mary kkri Stjörnubíó Stepmom ★ Stjúpan er ein af þessum ofur- dramatísku erfiðleika- drömum og sver sig í ætt við vasaklútamyndina miklu, Terms of Endear- ment. Sagan segir frá Luke og Jackie, sem eru skilin, og nýrri konu Lukes, Isabel, sem börn- um Lukes og Jackie llkar ekki við. í heildina fannst mér þetta alveg voðaleg mynd. En ég er líklega I minnihlutahópi hér því það var ekki þurrt auga í húsinu. -úd meira a. www.visir.i3 NIKE AIR OPPULENCE. Léttur og góður aerobicskórsem hentar f lestum. Þessi skór hleypir svita og raka vel út og er með loftpúða fyrir framfót og hæl. Góður stamur ytri sóli. ugur aerobicskor fót og hæl sem ærir aerobicskór TUND . L* : 0KKAR FAG BK W I am Emm ai laka upp nýjar stndingar í araohiclatnaði og skám. LíHu til okkar - hvergi meira i'trval. Bíldshöfða 20 • 112 Reykjavík » 510 8020 • www.intersport.is NIKE AIR MAX RAMPANT Topp- skórinn frá Nike „fitness" línunni þennan vetur. Þú svitnar ekki í þessum. Max Rampant er fóðraður með Dri-Fit efnum og er úr syntetleðri. Stór Air loftpúði fyrir framfót og hæl og stamur sóli. Litir svart og hvítt. 5. febrúar 1999 f ÓkUS 21

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.