Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Síða 6
m a t u r AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333. „Erfitt er aö spá fyrirfram í matreiösluna, sem er upp og ofan." Opiö í hédeginu virka daga 11.30-14.00, kvöldin mén.-fim. 17.30-22.30, fös.-sun. 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á virkum dögum en til 3 um helgar. ARGENTÍNA ★★ Baróns- stíg lla, s. 551 9555. „Bæjarins besta steikhús i hefur dalaö." Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um _____ ; helgar. ASÍA ★ Laugavegl 10, s. 562 6210. Opiö virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar. CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499. CARPE DIEM Rauðarárstíg 18, s. 552 4555. CARUSO -Hck Þlngholtsstr. 1, s. 562 7335. „Þvert á íslenska veitingahefð hefur hin rustalega notalegi Caruso batnað með aldrinum." Opiö 11.30-14.00 og 18.00-23.00 virka daga. Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00, laugard. 11.30-24.00 og sunnud. 18.00-24.00. CREOLE MEX ★★★★ Laugavegl 178, s. 553 4020. „Formúlan er líkleg til árangurs, tveir eigendur, annar I eldhúsi og hinn í sal." Opiö 11.30-14 og 18-22 á virkum dögum en 18-23 um helgar. EINAR BEN Veltusundl 1. 18-22. 5115 090. Opiö GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s. 5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milli- klassahótels með viröulegri og alúðlegri þjónustu, samfara einum allra dýrasta matseðli landsins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunni, s. 568 9888. HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber f matargerðarlist af öðrum veitingastofum lands- ins." Opiö 12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga. HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðinstorg, s. 552 5224. „Stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíö." Opiö 12-15 og 18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og laugardaga. HUMARHÚSIÐ ★★★ Amtmannsstíg 1, s. 561 3303. „Löngum og hugmyndarikum matseöli fylgir matreiðsla í hæsta gæðaflokki hér á landi" Opiö frá 12-14.30 og 18-23. IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700. „Matreiðsla, sem stundum fer sínar eigin slóðir, en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnis- stæðir." Opiö frá 12-14.30 og 18-23. ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630. KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551 1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum miöbæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30- 22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á sunnudögum. KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegl 126, s. 562 2258 LAUGA-ÁS ★★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553 1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki aö elda f kvöld, barnaflölskyldur utan úr bæ og ferða- menn utan af landi og frá útlöndum." Opiö 11-22 og 11-21 um helgar. LÆKJARBREKKA ★ Bankastrætl 2, s. 551 4430. MADONNA ★★★ Rauðarárstíg 27-29, s. 893 4523 „Notaleg og næstum rómantfsk veitinga- stofa með góðri þjónustu og framþærilegum ítal- fumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi." Opiö virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00 og 17-23.30 um helgar. 2333. „Gamal-frönsk matreiðsla alla leiö yfir! profiteroles og créme brulée." Opiö 18-22.30. PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561 3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góöum pöstum en litt skólað og of uppá- þrengiandi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar. Pedro Vazquez teíknar fuglana í Reykjavík: eins og Ijónin i Afríku Pedro Vazquez er þrítugur Spánverji, frá Galiciu-hluta Spánar. Hann er mikill snjó- brettaáhugamaður og kom til ís- lands árið 1996 til að kynna sér aðstæður í Bláfjöllum. Hann brákaði sig á fæti og fór aft- ur heim en var kominn með íslandsbakt- eríuna. Hingað kom hann svo aftur sl. sumar og er að spá í að setjast að, ætlar að taka inntökupróf í MHÍ nú á næstu vikum og hefja vonandi nám þar næsta haust. Pedro hef- ur myndskreytt snjóbretti og brimbretti suður á Spáni og gert plaköt fyrir brettamót en hér hefur hann orðið hriflnn af fuglum borgarinnar og er farinn að teikna mynda- sögur um þá. „Ég er hrifinn af náttúr- unni héma,“ segir Pedro. „Mitt heimaland er fallegt líka en þar er of margt fólk og áreiti. Hér er gott næði. Stundum fer ég út í móa til að fá frið og há- lendið er líka fallegt og róandi. I Reykjavík eru margar tegundir af fuglum sem maður hafði bara séð í ævintýrabókum. Ég fer oft niður á höfn til að skoða fuglana. Fyrir mér er þetta kannski svipað og fyrir íslending sem sér ljón í Afr- íku. Það eru auðvitað fuglar á Spáni en þeir eru minni en þeir sem eru hér. Þar eru svanirnir bara í litlum görðum, umkringdir girðingu, eins og þeir séu í fang- elsi. Hér er þetta allt miklu villt- ara.“ Eru fuglarnir í1 teiknimyndasögunum meö einhver persónu- einkenni? „Já, þeir eru hver með sitt einkenni. Krían er t.d. róttæki gæinn og lundinn er eins og gamall kenn- ari, mjög afslappaður. Aðalfugl- inn, stóri mávurinn, er flókinn karakter sem borgar sig ekki að tala of mikið um. Ég reyni aðeins að lýsa karaktereinkennum ís- lendinga, eins og ég sé þau, í fuglunum. Núna er ég að spá í að taka svanina á Tjörn- inni inn í sögum- ar.“ Hvaö hefur kom- iö þér mest á óvart á íslandi, fyrir utan fuglana? „Það er margt, fólkið er t.d. dálítið kalt og allt öðru- vísi en á Spáni. Hér á fólk mjög erfitt með að heils- ast úti á götu og hverfur inn í sig en á Spáni hefur mað- ur ekki undan að heilsa: hæ, hæ í all- ar áttir.“ -glh veitingahús Austur Indíafélagið: Eitt er þurrt og annað meyrt Austur-Indíafélagið við hlið Regnbogans við Hverfisgötu er bezti matstaður austrænnar mat- argerðar hér á landi, snyrtilegur staður með kórréttri, en tilþrifa- lítilli matreiðslu, sem stundum á það til að láta þurran Tandoori- kjúkling frá sér fara. Tandoori-kjúklingur er krydd- leginn í jógúrt og karríi áður en hann er bakaður í leirofni, ein- kennisréttur norðurhéraða Ind- lands. Hann er bragðljúfur, en nýtur sín ekki, nema hann sé meyr, sem á að vera auðvelt. Þeim mun meiri eru vonbrigðin, þegar þetta bregzt. Flest annað var gott, til dæmis meyr og bragðsterkur Bagdað- kjúklingur í kókossósu með döðl- um og þurrkuðum ávöxtum, sem gáfu réttinum sætubragð, bezti að- alrétturinn. Skemmtilega eld- sterkt var Vindaloo-lambakjöt frá Goa með kartöflum og tómötum, einn þekktasti réttur suðurhéraða Indlands. Papad eða Poppadum, grillað- ar og stökkar brauðflögur, fóru vel við Raita, ídýfu úr sýrðum rjóma og smásaxaðri gúrku. Einnig hæfðu þær þrenns konar sultu, mildri úr koríander, sterkri úr tamarind og milli- sterkri úr lauk. Chiche Sheeh Kabab var nafn á aflangri, mjúkri og bragðgóðri kjúklingapylsu, kryddaðri með engifer, hvítlauk og koríander, borin fram með paprikuþráðum í sérstakri skál. Bezti forrétturinn voru djúpsteiktar pagórur úr söxuðum lauk og léttkrydduðu kjúklingabaunadeigi, bornar fram með mildri koríander-sultu. Smáatriðin voru flest vönduð. Nan-brauð var bakað á staðnum, þynnra og betra en það, sem selt er í stórmörkuðum. Pulao-hrís- grjón voru hæfilega elduð. Hins vegar fólst grænmeti dagsins í ómerkilegum, sykurbrúnuðum kartöflubitum. Indverskt kaffi var gott, með kardimommukeim. Matsalurinn er léttari og bjartari en áður, enda hefur verið dregið frá gluggum. Slæðubreiður eru enn í lofti, en skipt hefur verið um indverskar veggskreytingar til bóta, málverk og tréstyttur. Matsalurinn er léttari og bjart- ari en áður, enda hefur verið dregið frá gluggum. Slæðubreiður eru enn í lofti, en skipt hefur ver- ið um indverskar veggskreytingar til bóta, málverk og tréstyttur. Húsbúnaður er vandaður, einkum renndir tréstólar, fínt parkett og ljósir viðarbásar á miðju gólfi. Kuldalegar glerplötur eru enn á borðum, blúnduþurrkur eru úr taui. Austur-Indíafélagið er staður meðalverðs. Aðalréttir kosta um 1700 krónur og þríréttað með kaffi kostar 3200 krónur. Staðurinn er eingöngu opinn á kvöldin. Þjónusta var góð, en umbúnað- ur hennar lakari en áður. Heitir andlitsdúkar komu ekki lengur eftir mat og reikningurinn var handskrifaður. Róandi indversk músik var, þegar við komum, en vestræn graðhestamúsík, þegar við fórum. Jónas Kristjánsson 6 f Ó k U S 5. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.