Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Blaðsíða 22
í > Þaö er alltaf veriö aö hvetja mann til aö fara í sund. Aö synda ku nefnilega vera besta líkams- ræktin og mikil heilsubót. Gott og vel og ekkert viö þaö aö athuga. Það er fínt að synda. En mál- iö er aö allt of margir ruddar stunda þessa staði. Alls konar ruddar sem gera manni lífið leitt í vatninu. Einna verstir sundlaugarudda eru fastakúnnarnir. Þeir telja sig eiga svæöið af því koma svo oft, synda alltaf á sömu brautinni og ef saklaus syndari villist inn á þá braut er eirv faldlega klesst á viðkomandi og sparkað í hann. Fastakúnnarnir þykjast Ifka eiga einhverja ákveöna skápa sem enginn annar má fara i. Þetta er fólkið sem maður mætir allsberu í úti- klefunum á sumrin, eins og maöur hafi einhvern áhuga á aö liggja meö allsberu fólki af sama kyni í sólbaði! Svo sjá fastakúnnarnir lika alltaf ástæðu til að iöka leikfimiæfingar uppi á bakka, sama hvað er kalt. Þetta er óskiljanleg athyglis- sýki. Hvern langar að horfa á þessi ósköp? Get- ur þetta lið ekki bara verið niðri í vatninu? Til hvers heldur það að sundlaugar séu? Oft eru fastakúnnarnir gamalmenni og það er nú bara þannig meö gamlingjana að þeir ráða ekki alltaf við grindarbotnsvöðva og hlandblöðrur þannig að eitthvað fer nú af pissi í pottinn. Raunar er liðið sem kemur sjaldan í laugarnar ekkert skárra, sérstaklega ekki ef það ætlar að þykjast geta synt. Þetta kann engar umferöarreglur og syndir þvers og kruss um laugina og tekur ekkert tillit til þeirra sem voru byrjaöir á undan. Er alltaf að glápa út í loftið í leit að einhverjum sem það þekkir og er einfaldlega fyrir. Þeir eru líka óþol- andi perrarnir sem fljóta alltaf rétt fyrir aftan konu sem syndir bringusund. Þessir menn sem glápa úr sér augun ef einhver leggst í sólbað og láta útstreymið úr sundlaugar- veggjunum buna á tittlinginn á sér. Líklega eru þó útlendingar verstir af öllu vondu. Þeir baða sig ekki, skyrpa á gólfin í búningsklefunum, hafa hátt og koma alltaf í óþolandi stórum hóþum. Rosalegir ruddar og konurnar raka sig ekki undir höndunum og eru stoltar af því. Oj. Það er nú bara einu sinni svo að hversu sjálf- stæð, sérstök og einstök við teljum okkur þá erum við bara nákvæmlega eins og umhverfið, uppeldið og samfélagið hafa mótað okkur. Við erum hvert og eitt bara gamall frasi sem margoft er búið að segja áður. Við gerum það sama á hveijum degi, göngum í okkar einkenn- isbúningum - sem við viljum kalla .sjálfstæðan smekk* - og högum okkur eftir kerfi sem við höfum komið okkur upp og stöðnum í á unglings- aldrinum. Við þessu er lítið að gera nema að bíta á jaxlinn, fylgja straumnum og verða enn eldri. Nema þá kannski að taka upp á því einn daginn að fara aö gera allt öðruvísi en áður. Segja upp í vinnunni og fá sér nýjan einkennisbúning - kannski skósíðan svartan frakka, barðastóran mexlkóahatt og ganga um bæinn berfættur meö kanínu í bandi. Þetta vekti athygli og fólk myndi segja að nú værir þú endanlega farinn yfir um, en þú myndir flissa I kampinn af því að þú vissir betur. Upp úr þessu færir þú út að skemmta þér á algjörlega nýja staði og bærinn er fullur af stöðum sem geta komið á óvart. Hvað með t.d. um helgina að sleppa þessum margheimsóttu búllum sem þú þekkir eins og rassinn á þér og skella þér frek- ar á Catalínu I Kópavogi og sjá hljómsveitina Jukebox, eða tékka á Álafoss föt bezt I Mosó og sjá Kókos, eða jafnvel að skreppa á Pét- urspöbb og sjá Tvenna tíma. Úthverfapöbbarnir svekkja ekki og þar gætuð þið kanínan fallið í kramið eða jafnvel I skuggann af öllum hinum fríkunum sem lóna yfir bjór á þessum glæstu búllum. Úthverfapöbbarnir eru því I fókus þessa vikuna og það að stinga I stúf, gera eitthvað ferskt og koma á óvart - með eöa án kanínu. Grímur Atlason vinnur með Grímur Atlason býr í fWWsemsprautarslgað öllu jöfnu með heróíni. Kaupmannahöfn og starfar í hinu alræmda hverfi Norrebro. Þar hjálpar hann heróínsjúkling- um að fóta sig í líf- inu. Hann kemur þeim í meðferð og sér um þá þegar þeir Þetta er í „slömminu". Þaö þarf lykilorö til aö komast inn í húsið. Starfsfólkið verður aö eiga von á þér ef þú ætlar að komast inn því einhverjir skápar þarna inni eru fullir af methadóni og einhverju öðru gæfulegu sem fíklamir í Kaup- mannhöfn væru til í að troða inn um allar glufur á líkömum sínum. Grímur Atlason vinnur á þriðju hæð og tekur þar dópista í viðtöl. Hann samþykkir sjáifur viðtal við Fókus og það er tölt á næsta kaffí- hús. Eftir götunum líður slæðuk- lætt kvenfólk sem myndi sóma sér vel sem eiginkonur Halims Al. Kaupmannahöfn er alþjóðleg borg og í Norrebro er maður vís til að sjá bíla merkta „Khan 1“, „Khan 2“ og jafnvel „Khan 3“. Sagan segir að það sé pakistanska mafían. Hvernig vinna er þetta? „Svo viö byrjum á byrjuninni þá vinn ég hjá Rádningscetitei* indre for stofafhængige," segir Grímur sem vinnur með heróínfíklum í Kaupmannahöfn. „Bein þýðing: Ráðgjafamiðstöðin innri fyrir efna- háða. Mjög pent orðað hjá þeim. En þetta er miðstöð fyrir eiturlyfjaneit- endur í þessum hluta Kaupmanna- hafnar." Og hvaó geröiröu? „Ég kaupi meðferð fyrir heróin- fíkla og hjálpa þeim þegar meðferð- inni lýkur. Hérna er þetta öðruvísi en heima þvi bærinn K,., . kaupir meðferð af sC -i' einkaaðilum fyrir fiklana. Aðalstarf mitt núna felst í því að búa til eins konar eftirmeðferð í anda tólf sporana hjá AA. En þetta er allt öðruvísi hér því fólkið er á bótum frá hinu opinbera á meðan það er í rugli og líka þegar það kemur úr meðferð og þá er alls óvíst hvort það fær einhverja vinnu. Það er því mjög erfitt fyrir fiklana að fmna sig aftur." En er heróín ekki þaó geggjaö dóp aó þaö er varla hægt að venja sig af því aö nota þaó? „Nei, nei. Það er ekki rétt. Það geta allir hætt. Ég hef séð þá allra verstu hérna úti verða edrú. En það verður að viðurkennast að þaö eru kannski eftir 30 meðferðir og það spilar líka inn í að fólkið sem er hér hjá okktir er kannski þriðja kynslóð af Bistand [bætur frá féló]. Þetta fólk hefur því aldrei unnið handtak á ævinni og er búið að eyða lunganum úr ævinni í að sprauta sig. Þetta fólk kann ekki að versla í matinn eða borga reikninga. Hefur aldrei verið meö bankareikning og þvi er eftir- meðferðin algjörlega nauðsynleg." Þú ert þá ekkert aó vinna meö neinum fyllibyttum? „Nei. Ég vinn eiginlega bara með heróínistum. Hér er þetta aðskilið, dóp og brennivín. En það er talað um að það séu eitthvað um 12.000 heróínistar í Danmörku svo neyðin er mikil." Hefuröu rekist á einhverja ís- lenska heróínneytendur? „Ég hef ekki tekið neinn til með- ferðar, nei. En ég veit að það eru einhverjir héma úti og svo veit ég líka um nokkra sem era edrú. Svo koma héðan nokkrar líkkistur heim á hverju ári. En ég held að íslenskir fíklar leiti ekki svo mikið til okkar ef þeir vilja hætta. Þeir fara heldur heim og klára sín mál þar.“ Spíttið á landanum „Ég er auðvitað hérna úti tii að gera garðinn frægan, meika það, eins og allir íslendingar í útlönd- um,“ segir Grímur og hlær. Grænlenska konan á barnum kemur með meira kaffi. Hún segir okkur að hún og Danimir tveir á bamum séu að tala um hvort við séum ekki örugglega frá Færeyjum. Grímur leiðréttir þann leiðinlega misskiining og konan fer aftur á barinn. En eru Danir ekki bara alltof aumingjavænir meö allan þennan „sósjal"? „Jú, alveg rosalega. Það er líka mikil umræða hér um að leyfa heróín til að þeir sem eru háðir því geti nálgast þaö með auðveldum hætti. En þeir sem eru aðallega á móti því eru fymim heróínistar. Nú hefur þessi umrœða veriö aö myndast heima? „Já, ég heyrði einmitt af þessu. Þetta er dæmi um mikla heiladeyfð. Fíkniefni era bönnuð út af siðferð- isprinsippinu. Af hverju er til dæm- is bannað að nauðga baminu sínu? Þessir menn sem era að stinga upp á svona vitleysu ættu að koma hingað til mín og fylgjast með því þegar ég gef sprautusjúklingunum methadón til aö lina þjáningar þeirra. Það væri líka bara nóg fyr- ir þá að skreppa hingað og tölta niður í Istedgade." En rugliö heima, hvernig er þaö í samanburöi viö Köben? „Þar er þetta aðallega spítt og sterk morfínefni sem fólk er að sprauta sig með. Heróín hefur ekki náð neinni fótfestu heima. Það er lika mjög dýrt efni og sem betur fer er það ekki mikið í notkun heima. Heima er líka svo mikið um léleg efni. Spíttið er blandað með sykri og oftar en ekki era fíklamir að fá eitthvert rusl.“ Grímur veit þetta um dópið heima af eigin reynslu. Hann sukk- aði mikið heima og erlendis á sín- um tíma. En nú er hann búinn að vera edrú i yfír fjögur ár. En af hverju fórstu til Danmerk- ur? „Ég verð bara að játa að ég var kominn með gjörsamlega nóg af þessu ragli heima. Það eina sem gerðist var að heimildin hækkaði. Ég var með fjölskyldu og vildi geta séð almennilega fyrir henni. Samt var þetta ekkert sukk á okkur hjón- unum. Við fengum okkur í mesta lagi eina og eina pítsu í mánuði. Siðan er bara svo þroskandi að flytja svona út. Mér finnst ég miklu betri manneskja eftir að hafa búið hér í tvö og hálft ár.“ Hefuröu þaö betra? „Já, peningalega. Svo vinnur maður minna héma og hefur meiri tíma fyrir sjálfan sig og fjölskyld- una. Venjulegt fólk, lítil fjölskylda, spjarar sig miklu betrn- hér en heima." Og með þeim orðum kveðjum við Grím. Hann er að fara heim. Klukk- an er bara hálfíjögur og vinnudeg- inum hans er lokið. Á morgun tek- ur alvaran við. Heróínistar betla af honum methadón. Sumir hrista fíknina af sér og ganga um göturn- ar edrú á meðan aðrir verða áður en yfir lýkur jarðaðir með kristi- legri athöfn á kostnað velferðar- kerfisins. -MT / Eg h verstu verða edrú saknar UdUd einskis hverjir voru hvar meira a. www.visiris i Ekki var minna um að vera á staðnum kvöldið eftir. Þá voru meðal annars á svæð- inu Dlddl í Pizzahöllinni, Jóhannes B. Skúlason at- hafnamaður, Georg og Gaui á Pizza 67, Hrafnhlldur Haf- stelns sæta og vinkonur hennar sem eru líka mjög sætar og tveir af sterkustu mönn- um íslandssög- unnar og þótt víðar væri leitað, þeir Magnús Ver og Auðunn Jóns. Verðlaunaljós- myndarinn ÞÖK mætti I gleði- vímu og síöasta forsíðustúlka Fókuss, Unda Eins og venjulega var mikið fjör um helgina á Kaffi Thomsen. Á laugardagskvöldið þeyttu Árnl E. og DJ Rampage skífum I sameiningu á „4 decki". Meðal þeirra sem mættu voru Móa, Ey- þór Arnaids, húsbændurnir Oddur og Ari og hjúið Áml Vlgfússon, Heba I Kjallaranum, Inga I Kókó, plötusnúðarnir Margelr, Frímann og Arnar, Slgurður Kjartan anarklstl, Svelnn Spelght tiskuguð, Tobbl hönnuöur, Jól Franski og Jonnl Slgmars. Þá var Skuggabarinn ekki tómur frekar en fyrri daginn og á föstu- daginn mættu Jakob Frimann Magnússon og stuðningsmenn, Jón Ársæll Island I dag, Júlll „Veggfóður* Kemp, Svavar Örn, Sæmundur Noröfjörö athafnamaöur, Hallur Helga, BJöm Jörundur, Ingibjörg Pálma, Ingvar Þórðar og Slggl Hlö sem staldraði við til klukkan tvö. Eln- ar Öm fótboltahetja var á staðnum og líka Þor- móður á Fínum Miöli, Jóa söngbelb, gengið úr Hanz, Baltasar Kormákur, Helgl Björns, Borg- hlldur RÚV þula, Bolll 17, Slggl Bolla 17, Slmbl kllpp, Hallur „Kelkó* Halls, Þorgrímur Þrálns, Eyvi Krlstjáns, Kalll í Pelsinum, Guönl og Böðvar Bergssynlr og Valsarar, Ey- þór X-D Arnalds, Slggl Svelns hand- boltastjarna, Jolll og Daddi Gæöamiölunar- menn, Slggl Gröndal, 40 ára, fyrirsæturnar Ásdís Blrta og Blrna Rún, Sævar Jóns fótboltakappi og Ásdís María Franklín sem var I góðum gír á gólfinu. Kvöldiö eftir voru á Skugganum Ragnhelð- ur Áma viðskiptadama, Mazioni klíkan i smóking að vanda, Svavar tískulögga, Slmml fréttamaður á RÚV og fyrrum X-ari, Þór Bæring Kolkrabbi, Helöar Austmann, Hanna BJörg KJartans KR karfa, Stelnl Glaumbar, Helmlr Guð- Jóns + bunki af Skagamönnum, Sverrlr x- Tungliö, Ingvar Ólason Þróttari, Hanz mafi- an sem er alltaf til taks, Jón Axel Ólafs- son, DJ Margelr Gæöamiölun, Þór Jósefs fyrirsæta og Logl Ólafsson x-landsliösþjálf- ari. Einnig leit EFTIRLITIÐ við eftir langa fjarveru og bjóðum við þá velkomna út á næturlifið. Að lokum skal þess getið að TV U.K. myndaði Skuggann í bak og fyrir þetta ágæta laugardagskvöld. Á Astró sáust á föstudaginn Gunnar og Magnús Laugar- ásbiósbræöur, Jón Gunnar Gelrdal, Ásgelr Kolbelns og Raggl Palll af Bylgjunni, Slggl Bolla, Sóley i Ob- session og Ólafur Thors hjá Fróða. GK, var lika á staðnum. Þá létu þau sig ekki vanta, Kjartan og Halla i Gullsól, né hvað þá held- ur hljómsveit- in Sóldögg eins og hún leggur sig. Sólon var fulF ur af alls kon- ar fólki um helgina. Á föstudagskvöldinu mátti til dæmis sjá félagana Gunnlaug Jónsson, sem gjarnan er kallaöur sölumaður Dauðans, þar sem hann vil! láta lögleiöa fikniefni, Slgurö Kára Krlstjánsson lögfræöing, Ingva Hrafn Óskarsson, formann Heimdallar, og hinn geð- þekka fræðimann Hafsteln Þór Hauksson laganema og fyrrum Fókuspenna. 22 f Ó k U S 5. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.