Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Page 6
GSM
viötaliö
Eyþór
Arnalds
framkvæmdastjóri
hjá Oz.
Eyþór: „Halló.“
Fókus: „Eyþór?“
Eyþór: „Já.“
Fókus: „Blessaður, þetta er hérna
á Fókusi."
Eyþór: „Já, einmitt. Hæ.“
Fókus: „Hvað ertu að gera?“
Skrudningar.
Fókus: „Hvað er að gerast? Af
hverju eru svona miklir skruðn-
ingar?“
Eyþór: „Ég er að labba eftir Aust-
urstræti."
Fókus: „Ha?“
Eyþór: „Ég er að labba eftir Aust-
urstræti.“
Fókus: „Já, það kemur svo mikill
hávaði þegar vindurinn blæs í
símann."
Eyþór: „Já, já. Svona er þetta.“
Fókus: „Hvert ertu að fara?“
Eyþór: „Ég er að labba upp í OZ í
„góða“ veðrinu.“
Fókus: „Já, það er ógeðslegt veð-
ur. Er þér ekki kalt?“
Eyþór: „Jú, það er frekar
blautt og slydda."
Fókus: „Ég er ekkert að trufla
þig?“
Eyþór: „Nei, ég er bara að ganga.“
Fókus: „Eitthvað að frétta?“
Eyþór: „Bara gott. Ég held að ..."
Dudududududu...
Fókus: „Úps.“
Og hringir aftur.
Fókus: „Það slitnaði."
Eyþór: „Eitthver truflun hjá
Landssímanum.“
Fókus: „Einmitt. Heyrðu! Ég ætl-
aði að spyrja þig hvort þú vissir
númerið hjá honum Gulla?“
Eyþór: „Gulla Þórs?“
Fókus: „Já.“
Eyþór: „Já, það kemur héma.
Bíddu aðeins.“
Smábið.
Eyþór: „898 4490.“
Fókus: „4490?“
Eyþór: „Já.“
Meiri skruðningar og lœti.
Fókus: „Rosalegur hávaði er
þetta. Áttu ekki bíl?“
Eyþór: „Jú. En það er hollt að
ganga um borgina."
Fókus: „Þú færð bara flensuna.
Það eru allir með flensuna."
Eyþór: „Nei, ég hressist á því að
labba á milli staða og fæ ekki
flensu."
Fókus: „Jæja. Gengur ekki annars
bara vel?“
Eyþór: „Jú. Mjög vel. Það er búið
að vera nóg að gera í vinnunni
og mikið að gera í kringum
Ericsson.“
Fókus: „Einmitt."
Eyþór: „Svo var ég að kaupa mér
nokkrar frábærar bækur upp úr
Arnazon dott komm.“
Fókus: „Já. Og varstu að sækja
þessar bækur núna?“
Eyþór: „Já, ég sótti þær á póst-
húsið hérna í Austurstræti.“
Fókus: „Á sem sagt að fara að
hella sér í lestur um helgina?"
Eyþór: „Já.“
Fókus: „Ætlarðu þá ekkert út á
lífið?“
Eyþór: „Nei, ætli það. Ég veit það
ekki.“
Fókus: „Jáá. Jæja. Heyrðu, við
sjáumst kannski."
Eyþór: „Já. Ókei.“
Fókus: „Ókei.“
Eyþór: „Bæ, bæ.“
Fókus: „Bæ.“
Þann 1. mars 1989 var áfengur bjór aftur seldur á íslandi eftir
76 ára bann. Síðan þá hefur mikili bjór runnið til sjávar og margt
breyst í bjórheiminum. Þó kannski ekki svo mikið. Það er jú hægt
að drekka fleiri tegundir og á fleiri stöðum, en samt; áhrifin eru
þau sömu og maður þarf jafn oft að fara á klósettið.
Tíu ár
í maí 1988 samþykkti Alþingi ný
áfengislög sem cifléttu bjórbanni.
Með voru 23 þingmenn en 17 á
móti. Meðal þeirra var Stefán
Valgeirsson sem máli sínu til
stuðnings fór með vísu:
Vímulaus æska,
sú von deyr ei.
Ég vil ekki bjórinn.
Ég segi nei.
Annar bjórandstæðingur
var Steingrímur J. Sigfús-
son. Ertu enn þá á móti
bjórnum, Steingrímur?
„Ég sé ekki eftir
Steingrímur J
Sigfússon
afstöðu minni þá. Eg var ekki endi-
lega á móti bjór heldur að verið
væri að slaka á í þessum
málum. Mér finnst að
það þurfi aðhalds-
sama stefnu i
áfengismálum. En
ég sé svo sem ekki
ástæðu til að
banna bjórinn aft-
ur. Ég hafði það á
tilfinningunni að
menn myndu sofna
á verðinum og margt
af því sem ég ótt-
aðist að myndi gerast hefur ræst.“
Þannig aö bjórinn hefur ekki
bœtt drykkjumenningu landans?
„Nei. Auðvitað er betra að fólk
drekki léttvín og bjór frekar en
sterkt áfengi, en það hefur sýnt sig
að bjórinn ýtir undir unglinga-
drykkju og er hrein viðbót. En
hvorugir höfðu rétt fyrir sér,
hvorki þeir sem voru svartsýnast-
ir á sínum tíma eða þeir sem töldu
að bjórinn bætti ástandið."
Hvaöa bjór finnst þér bestur?
„Ég nálgast þetta frá öfugum
enda og forðast þann bjór sem er
auglýstur. Ég er algjörlega á móti
því að það sé verið að auglýsa
bjór.“
Tólf pöbbar,
fimm tegundir
Miðvikudaginn 1. mars 1989 var
bjór leyfður á íslandi eftir 76 ára
bann. Langar biðraðir mynduðust
fyrir utan áfengisbúðir áður en
þær voru opnaðar, þ.á m. fyrir
utan Heiðrúnu, sem hóf starfsemi
þennan dag. Til sölu í áfengisútsöl-
unum voru fimm bjórtegundir: Eg-
ils Gull, Sanitas Pilsner, Sanitas
Lager, Löwenbrau og Budweiser.
Samdægurs opnuðu þrjár ölbúll-
ur; Ölkjallarinn (á bak við Dóm-
kirkjuna), Rauða ljónið og
Kringlukráin. í allri Reykjavík
var því hægt að kneifa bjór á tólf
pöbbum samtals. Af þessum stöð-
um eru fimm enn þá starfandi
undir sömu nöfnum; Gaukur á
Stöng, Fógetinn, Veitingahúsið 22,
Rauða ljónið og Kringlukráin.
Fyrsti bjórdagurinn heppnaðist
vel. Ölvun var ekki til vandræða,
heldur
dansaði fólk uppi á borðum í gleði-
rúsi. Á hverju strái voru ljósmynd-
arar og erlendir fréttamenn að
fýlgjast með okkur barbörunum
sem höfðum ekki drukkið bjór op-
inberlega í heilan mannsaldur.
Þegar bjórinn kom fannst mörgum
sem síðasta vígi þess sem gert
hafði okkur að íslendingum væri
fallið. í DV var haft eftir einum
sem keypti tvær kippur: „Ég kunni
eiginlega betur við gamla lagið.
Það var eitthvað sérstakt við það.
Nú getum við keypt bjór, hlustað á
margar útvarpsstöðvar og séð sjón-
varp á fimmtudögum."
Áfengisneysla á fyrsta bjórárinu
jókst um 23% miðað við árið á
undan inælt í hreinum vínanda.
Síðan dalaði áfengisneyslan en
jókst aftur upp úr 1993 og var við
síðustu mælingar svipuð og á
fyrsta ári bjórsins.
Skál!
Nýjustu mælingar á áfengis-
neyslu íslendinga eru frá árinu
1997. Þá drakk þjóðin 373.636 alkó-
hóllítra af bjór, 112.556 alkó-
hóllítra af léttvínum, en 257.195
alkóhóllítra af sterku áfengi. Á
mánudaginn, á tiu ára afmæli
bjórsins, verður hægt að drekka
bjór á 36 stöðum í miðbæ Reykja-
víkur. í Heiðrúnu þar sem bjórúr-
valið er mest er hægt að kaupa 55
bjórtegundir í lausu og til viðbótar
hægt að sérpanta um 80 tegundir.
Árið 1988 fóru 2045 í áfengismeð-
ferð á vegum SÁÁ, en 2835 árið
1996. Skál! -glh
Hingað til hafa sveitaballaböndin látið sér næ
ballmarkaðinn og lítið pælt í meiki í útlöndua
skagrúppan Á móti sól „á barmi heimsfrægðar'
undir upptökusamning við heimsfrægt hljóðv
Selfosssk
til útflutnin
Surrey Sound er fornfrægt hljóð-
ver á Englandi þar sem ekki ófræg-
ari menn en Elton John og Cliff
Richards hafa tekið upp og hljóm-
sveitir á borð við The Police og
Beach Boys unnið. I mars fer þang-
að skahljómsveitin Á móti sól frá
Selfossi til að taka upp lög á aðra
plötu sína. Björgvin Hreiðarsson
er söngvari sveitarinnar. „Þetta er í
raun og veru ekki samningur er-
lendis, heldur fáum við boð um það
að fara út til að taka upp og séð
verður um fjárhagslegu hliðina í
gegnum fyrirtæki hér á íslandi,"
segir hann. „Nokkur lög sem hafa
komið út með okkur á íslandi verða
svo sungin á ensku og verða jafnvel
gefin út af því að þetta ska sem við
höfum aðallega spilað er í mikilli
uppsveiflu. Meðal annars hafa lögin
okkar verið spiluð í útvarpsstöð í
Washington einungis til að sýna
Kananum hve íslenskan er fáránlegt
mál.“
Á móti sól er þekkt á íslandi fyrir
„tveggja mínútna lög um uppáferð-
ir“, eins og þeir segja sjálfir, lög eins
og „Djöfull er ég flottur" og „Stelp-
ur“. Bcmdið hóf starfsemi árið 1996
og meðlimimir koma frá Selfossi og
Hveragerði. „Þegar við byrjuðum
fullir bjartsýni gáfum við út tíu laga
plötu sem við viljum sem minnst
kannast við. Hún var stór og mikill
skandall. Ég á hana einhvers staðar
en hún er lengst inni í fataskáp."
En þó Á móti sól sé kannski á leið
í heimspoppið halda strákarnir
tryggð við klakann og sveitaböllin
og spila á Sjallanum á Akureyri í
kvöld og á Hótel Mælifelli á Sauðár-
króki annað kvöld. „Auðvitað
dreymir mann alltaf um að komast
út og meikaða," segir Björgvin.
„Þama er manni gefið
tækifæri til að prófa og
það sakar ekkert að
láta reyna á það. Það
er bara að hrökkva
eða stökkva. Þó ekkert
gerist sér maður ekk-
ert eftir þessu upp á
reynsluna að gera.
Þetta er ævintýri út
af fyrir sig.“
Hljómsveitin
Á móti sól.
6
f Ó k U S 26. febrúar 1999