Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Side 15
Leikarahópurinn í The Thin Red Line minnir einna helst á Woody Allen-mynd. Það er eins og hann sé samansettur úr blaðagrein um athyglisverðustu karlleikara síðasta áratugar. í myndinni The Thin Red Line er fjallað um vináttubönd sem myndast á milli manna í herdeild- inni „C-for-Charlie“ á meðan hún er að berjast í Guadalcanal. Mynd- in markar endurkomu leikstjórans Terrence Malick til Hollywood og að sögn var slegist um hlutverk í henni. Jafn stjömum prýdd mynd hefur varla sést síðan The Tower- ing Inferno var og hét. Sean Penn fer með hlutverk Ed- wards Welsh liðþjáifa. Welsh er maður sem hefur engan áhuga á stríði og er bara í hernum af því að hann var kvaddur til. Penn er mörgum kunnur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við Carlito’s Way og Dead Man Walking og þó ekki síður fyrir að hafa verið gift- ur Madonnu og ráðist á ófáan pap- arazzi ljósmyndarann. John Cusack leikur John B. Gaff höf- uðsmann. Hann ætti að vera áhorf- endum góðkunnugur enda hefur hann leikið í fjölda mynda og ber þar helst að nefna BuIIets over Broadway eftir Woody Allen og Grosse Point Blank. Ben Chaplin leikur óbreyttan Bell, mann sem getur ekki hætt að hugsa um konu sína sem bíður eftir honum heima. Chaplin þessi er tiltölulega óskrif- að blað og man maður helst eftir honum úr Merchant-Ivory mynd- inni Remains of the Day þar sem hann lék persónu sem hét Charlie! Chaplin segist hafa tekið hlut- verkinu hiklaust og vonar að myndin verði sí- gild eins og fyrri tvær myndir Malicks. Nick Nolte fer með hlutverk Gordons Tall. Tall er mað- ur sem er dauð- hræddur við að tapa og verður að sýna yfirmönnum sínum hvað í hon- um býr. Nolte er einn af þessum gömlu bransaköll- um; veðurbarinn og pírir augun. Hann segir Malick vera leikstjóra sem sé einstakt tækifæri að fá að vinna með og að í hvert skipti sem hann leikstýri mynd geri hann það eins og hún sé hans síðasta. Hann hefur leik- ið í ótal mynd- um, t.a.m. 48 Hours-myndun- um og Night Watch, endur- gerðinni af Nattevagten. Woody Harrelson fer með hlutverk Kecks liðþjálfa. Keck er maður sem er til í að fórna sér fyr- ir aðra og sannast það í myndinni. Harrelson lék m.a. í White Men Can’t Jump, People vs. Larry Flynt og að ógleymdum Staupasteini sem var á dagskrá sjónvarpsins í mörg ár. Storm liðþjálfi er leikinn af John C. Reilly. Reilly þessi hefur mestmegnis leikið lítil hlutverk í Grease og Pulp Fiction. Það er fyndið að maður eins og Travolta sé orðinn einhvers konar „Grand Old Man“ myndarinnar og feti þar með i fótspor manna á borð við Fred Astaire sem lék líka smáhlut- verk í mynd sem var einnig stjörn- um prýdd; The Towering Infemo. Svona er nú tíminn fljótur að líða. stórum myndum eins og Hoffa, Shadows and Fog og Boogie Nights. John Savage fer með hlutverk McCron liðþjálfa. George Clooney leikur Charles S. Bosche höfuðs- mann og svo er John Travolta með hálfgert „cameo“ hlutverk sem Quintard hershöfðingi. Travolta er nú flestum kunnur bara fyrir myndimar Saturday Night Fever, Terrence Malick, leikstjóra The Thin Red Line, hefur verið hampað fyrir að að hunsa Hollywood: Tók til ser að Terrence Malick, leikstjóri myndarinnar „The Thin Red Line“, er goðsagnakennd vera í Hollywood. Eftir að hafa leikstýrt tveimur feikna vinsælum mynd- um á áttunda áratugnum hvarf hann af kortinu. Það er fyrst núna, tuttugu ámm síðar, að hann er bú- inn að leikstýra nýrri mynd. Malick hlaut ómælt lof fyrir myndir sínar „Badlands" frá-1973 og „Days of Heaven" frá 1978. Að gerð hennar lokinni dró hann sig í hlé sem varð að lokum öllu lengra en hann áætlaði. Malick hafði á sínum tíma áhuga á að gera mynd um John Merrick, eða fílamann- inn eins og hann var kallaður, en hætti svo við þegar leikrit var sett upp á Broadway um sama efni. Síðan þá hefur hann ferðast um heiminn, kynnt sér Búddatrú og vasast í hinu og þessu. Að eigin sögn var hann að „leita að sjálfum sér“. Hann hefur þvertekið fyrir öll viðtöl og ljósmyndatökur og oft verið uppnefndur „The J.D. Salin- ger of Hollywood“. Nú þegar hléið er orðið tuttugu ára langt kveður hann sér hljóðs á nýjan leik með myndinni „The Thin Red Line“ sem byggð er á sögu eftir James Jones, sem skrifaði einnig „From Here to Eternity". Myndin fjallar um hersveitina C-for-Charlie sem er send til Guadalcanal. Hún bygg- ir á reynslu bókarhöfundar sem tuttuau leita að sjálfum lýsir því hvemig sveit af hörðum hermönnum umbreytist í eina stóra fjölskyldu. Þegar í bardag- ann er komið fjallar myndin ekki endilega um bardagann sem slíkan heldur um hvaða vináttubönd myndast undir því álagi sem strið er. Að lokum eru þeir ekki að berj- ast fyrir föðurlandið heldur ein- vörðungu til að halda vinum sin- um, sönsum og lífí. Malick fékk þá hugmynd að kvikmynda söguna árið 1988 og nálgaðist þá þegar framleiðendur sína með að kaupa kvikmyndarétt- inn frá ekkju James Jones. Upp- haflega hafði hann bara í huga að skrifa handrit myndarinnar og láta einhvern annan sjá um leik- stjóm hennar en í fyllingu tímans ákvað hann smátt og smátt að „ T h e Thin Red L i n e “ s k y 1 d i v e r ð a h a n s næsta leik- stjórnar- verkefni. Hann hófst handa við að tína til það sem eft- ir stóð af tökuliði sínu og bætti þar við tökumanninum John Toll og tónskáldinu Hans Zimmer. Hann réð fræga leikara í öll aðalhlut- verkin átta og hafði fyrirfram ákveðnar hugmyndir um hver skyldi leika hvað. Leikararnir voru í engri aðstöðu til að velja sér hlutverk. Þeim var gert að þiggja það sem þeim var boðið og jafnvel stórlax eins og John Travolta lét það ekkert á sig fá þó að honum væri bara boðið smáhlutverk. Með yfir fimmtíu talandi hlutverk var ekki lítið mál að velja leikara en Malick og framleiðendumir vom ákveðnir í að láta tiltölulega óþekkta leikara leika lykilhlut- verkin, til að mynda Jim Caviezel sem leikur óbreyttan Witt. Síðan myndin var frumsýnd í byrjun árs hefur hún vakið mikla athygli og hlotið einróma lof gagn- rýnenda og vonandi kemur hún hingað til lands á næstunni. Friðrik Þór og Hal Hartley eru víst óg- urlegir veiðfélagar. Hal Harlley í sjóbirling Leikstjórinn Hal Hartley er væntanlegur til landsins. Hann ætlar að heimsækja vin sinn, Friðrik Þór Friðriksson, og elta uppi sjóbirting í svo sem eins og fjóra daga. En þeir Friðrik eru víst ógurlegir veiðifélagar. Ann- ars ætti Hal Hartley að vera öll- um unnendum svokallaðra list- rænna bíómynda kunnur. Hann hefur sent frá sér myndirnar Trust, Amateur, Simple Men og nýjasta afurðin er Henry Fool sem Hal hefur verið að kynna í Skandinavíu á undangengnum vikum og mun Friðrik ömgglega verða margs vísari um myndina eftir veiðiferðina. En Henry Fool verður svo sýnd hér á landi á kvikmyndahátíðinni Vorvindum sem verður i Háskólabíói í april. 26. febrúar 1999 f Ókus 15 i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.