Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Side 11
Liam Howlett horfir á japanska garðinn sinn, gerir mixplötu og hugsar sér til hreyfings með nýja Prodigy-plötu. ft Q 1 ,1* i . íjllsffé J J J ,v iSH 1 # I f t aö fara i r :i ■ r • i’ Fyrir suma er nóg að taka uppá- haldslögin sln upp á spólu og senda vinum sínum. Aðrir verða að mixa lögunum saman á disk og hræra og dudda í þeim þangað til splunku- nýr tónn hefur myndast. Plötu- snúðar úr rappdeildinni riðu vitan- lega á vaðið með mixdiskana, enda er tónlistarsköpun þeirra í eðli sínu sambræðsla og upphræringur á efni annarra. Mixdiskamir eru vinsæl tómstundaiðja popparanna þegar þeir nenna ekki að semja eig- ið efni. Nýlegir mixdiskar eru t.d. diskar Fatboy Slim og Chemical Brothers sem komu út í fyrra, en nú er Liam Howlett, höfuðpaur The Prodigy, búinn að gefa út mix- diskinn „The dirtchamber sessions volume one“ og gefur í skyn að bú- ast megi við fleirum. Upphafið að diskinum má rekja til útvarpsþáttar sem Liam sá um. „Fyrst kærði ég mig ekki um að gefa þetta út,“ segir hann, „en svo hugsaði ég, því ekki? Ég hef raðað lögum saman á teip siðan ég var 14 ára - ímyndaði mér að ég væri Grandmaster Flash í svefnher- berginu mínu. Öll tónlistin á plöt- unni lýsir mér mjög vel - þetta er það sem hefur haft áhrif á Prodigy. Platan selst kannski ekki mikið, en mér flnnst gott að aðdáendur okkar geti heyrt hvað flýtur um í hausn- um á mér þegar ég sem lög.“ Liam sendir föx Platan er góð í gervifætinum, grasserandi af gömlu eðalrappi, breikbíti og stundum bregður brot- um úr Prodigy-lögum fyrir. Inn á milli reka svo t.d. Sex Pistols, Primal Scream, The Charlatans og Jane’s addiction upp gólandi haus- inn. Liam fékk þó ekki leyfi fyrir að nota Bítlalagið „Sgt. Pepper’s", sem hann blandaði saman við „Chemical beats“ Kemísku bræðranna í út- varpsþættinum. Liam sendi Paul McCartney fax og reyndi að fá leyfi. „Ég skrifaði: ég vona að þú hafir áhuga á að vera með á þessari plötu, sem mér fannst fyndið því hvers vegna í ósköpunum ætti honum ekki að vera skítsama? Mér til mik- illar furðu faxaði hann til baka og sagði ókei, en kannski var hann bara að reyna að vera svalur?" Hinir Bítlarnir voru þó ekki eins hrifnir af hugmyndinni og ekki fékkst leyfi. John Lydon úr Sex Pistols var heldur ekki hrifinn og neitaði að gefa Liam leyfi. „Ég skildi ekki af hverju hann vildi þetta ekki, svo ég faxaði honum - John, bjallaðu, þetta er Liam úr Prodigy, ég vil nota eitt Sex Pistols-lag á mixdisknum mín- um - Hann hringdi svo í mig daginn fyrir gamlársdag og sagði, jæja þá. Hann var bara í vondu skapi þegar hann fékk faxið.“ Hinn endanlegi pönk- smellur En mixdiskurinn er bara stund- argaman og ný Prodigy-plata er á teikniborðinu. Síðast þegar Liam fór í hljóðver gekk illa og hann þjáðist af stressi og fannst pressan vera of mikil á sér. Nú er annað hljóð í strokknum: „Ég hlakka virkilega til að fara í hljóðver aft- ur. Ég hef þegar samið nýtt lag, það er gegnheilt pönklag, en hljómar ekki enn þá eins og smellur. Það fyrsta sem ég vil gera er að taka upp hinn endanlega pönksmell fyr- ir þennan áratug, ég vil ná kraftin- um og andanum sem ríkir. Mig langar ekki til að vinna í laginu „Ghost town“ (eftir The Specials) sem við höfum spilað á tónleikum. Það fer í mesta lagi í einhverja bíó- mynd.“ Fyrir utan allt þetta hefur Liam verið að dunda í garðinum sínum, en hann keypti risajörð og búgarð uppi í sveit á Englandi. „Þegar þú ert í skapandi starfl sannfæristu um að þér sé ekkert skapandi óvið- komandi. Svo ég setti upp japansk- an garð. Ég eyddi mánuðum í að rannsaka fræðin, viða að mér sér- stökum trjám og gróðri, en auðvit- að hjálpuðu mér margir. Þetta er mjög zen þegar maður kemst inn í þetta. En ég er ekki svo mikið zen. Þegar ég sit í eldhúsinu og fæ mér að reykja þá lítur garðurinn bara djöfull flott út fyrir utan glugg- ann.“ -glh Ný plata er komin út með bresku poppurunum 1 XTC. Það eru sjö ár liðin frá slðustu plötu en töfin kem- ur til vegna flókinna lagalegra vandræða sem XTC átti í við gamla útgáfufyrirtækið sitt. Á meðan bandið gat ekki gefið neitt út vegna málsins sömdu þeir Andy Partridge og Colin Mouldings helling af lög- um og á nýju plötunni, Apple Ven- us pt. 1, er að finna fyrri hlutann úr þeim mikla sarpi. Á þessari plötu er yfirborðið rólegt og flestar útgáfurnar órafmagnaðar með stór- karlalegum strengjaútsetningum. Á seinni helmingnum á svo að taka á og rokka. Platan átti upphaflega að vera tvöfold en fallist var á að gefa hana frekar út í tveimur hlutum. Á þessum sjö árum taldist það helst til tíöinda að Andy skildi við konuna sina og semur um það ferli hinn bitra sorg- armars „Your Dictionary". Þá hætti þriðji meðlimur XTC, gitarleikarinn Dave Gregory, skömmu áður en lokahönd var lögð á upp- tökurnar vegna hins sígilda tónlist- arlega ágreinings. Hljómsveitin hefur ekki spilað á tónleikum siðan 1982 en þá fékk Andy hræðslukast sökum sviðs- skrekks og hefur ekki lagt í að fara á svið síðan. Þeir ætla að kynna nýju plötuna með því að fara milli plötubúða og árita - og kannski verður gripið í kassagitar ef sviðs- skrekkurinn verður ekki of lam- andi. 5. mars 1999 f Ó k U S 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.