Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Side 6
6 MEÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fréttir Finnski forsætisráðherrann Paavo Lipponen í einkaviðtali við DV: Islendingar eiga að sækja um strax - segir Lipponen sem vonast til að leiða Evrópusambandið næstu sex mánuði DV Helsinki: „Ég ráðlegg íslendingum að sækja um Evrópusambandsaðild strax. Það er allt sem mælir með að- ild fyrir landið og ég hef enga trú á öðru en að íslendingar gætu fengiö sérsamning um sjávarútvegsmál. Að því fengnu er að minu mati eng- in ástæða fyrir ykkur að standa utan bandalagsins,“ segir finnski forsætisráðherrann, Paavo Lippo- nen, í einkaviðtali við DV. Jafnaðarmaðurinn Lipponen er ákafur stuðningsmaður Evrópu- sambandsins og ríkisstjóm hans mun fara með formennsku í banda- laginu, ef hún lifir þá af kosning- amar á sunnudaginn. Það stendur tæpt og Lipponen sagði í viðtalinu við DV að hann væri svartsýnn á framhaldið nema flokki hans bætt- ist umtalsvert fylgi á lokaspretti kosningabaráttunnar. Þingkosningar eru í Finnlandi á sunnudaginn og þar er tekist á um hvort Lipponen verður í forystu í Finnlandi annað kjörtímabil, en hann hefur verið forsætisráðherra frá árinu 1995. „Hagstæð efnahagsþróun á ís- landi síðustu árin gerir það að verkum að íslendingar gætu fengið skjóta úrlausn á umsókn. Það er enginn umtalsverður munur á efna- hagskerfmu á íslandi og í Evrópu- sambandinu," sagði Lipponen og bætti við að það myndi styrkja stöðu Norðurlandanna sem heildar ef öll ríkin fimm væru í Evrópu- sambandinu. Möguleiki á skjótri inngöngu „Það eru möguleikar fyrir bæði ísland og Noreg að koma inn í Evr- ópusambandið á undan þjóðum Austur-Evrópu," sagði Lipponen, en Finnar hafa hugsað sér að beina áhuga og athygli Evrópusambands- manna i Brussel til norðurs, þann tíma sem þeir fara með for- mennsku. Þetta kalla þeir „Norð- lægu víddina". Kæmi það þér á óvart ef umsókn frá íslandi kæmi skyndilega? „Já, svolítið á óvart en ekki meira en það. Ég hef heyrt bæði í áköfum stuöningsmönnum banda- lagsins á íslandi og minna ákveðn- um andstæðingum. Hver veit, en ég vil ekki blanda mér í íslensk stjóm- mál,“ sagði Lipponen. Höfum áhrif En af hverju ættu íslendingar að ganga í Evrópusambandið, ESB? „Ég get bara dæmt út frá reynslu okkar Finna og hún hefur verið góð þau fimm ár sem við höfum verið í bandalaginu. ESB-aðildin hefur aukið hagvöxtinn og aukið stöðug- leikann i efnahagslífmu og hún hef- ur aukið áhrif Finna á alþjóðavett- vangi. Við höfum átt frumkvæði að ýmsum málum - eins og Norðlægu víddinni," sagði Lipponen. En em það ekki bara innantóm orð að tala um áhrif smáríkja innan ESB? „Nei, við höfum í raun og veru BIFREIÐASTILLINGAR NICOLAI Paavo Lipponen gaf sér tíma mitt í kosningabaráttunni til að ræða við blaðamenn DV. DV-myndir Gísli Kristjánsson áhrif og Norðurlöndin öll saman myndu hafa umtals- verð áhrif. En við þurfum að berjast fyrir málstað okkar og það væri léttara ef t.d. ísland væri með líka. Umfram allt dugar ekki að sitja hjá,“ sagði Lipponen. Berjast við atvinnu- leysi Eru þá engir ókostir við ESB-aðild? „Jú, vissulega, og fyrir okkur hafa landbúnaðar- málin reynst erfiðust. Finnskur landbúnaður get- ur ekki keppt viö evrópsk- an og það er alvarlegt vandamál, sérstaklega ef haft er í huga að 20% af vinnuaflinu em bundin í landbúnaði. Við fáum að vísu styrki til að standa betur að vígi í samkeppn- inni,“ sagði Lipponen. Finnar búa einnig við al- varlegt atvinnuleysi upp á 10-12% og Lipponen sagði að litlar líkur væru á að úr rættist í bráð. Atvinnuleys- ið yrði til langframa það sama í öðmm ESB-ríkjum og að nú væm hópar fólks á miðjum aldri án atvinnu og án vonar um að fá vinnu aftur. „Án ESB-aðildar heföum við ekki unnið okkur svo skjótt út úr kreppunni í kjölfar falls Sovétríkjanna en við verðum líka að sætta Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, hvetur íslendinga til að sækja um aðild að Evrópusambandinu við fyrsta tækifæri. Hann hefur orð á sér fyrir að vera traustur stjórnmálamaður af gamla skólanum. okkur við að sumar hefðbundnar atvinnugreinar standa höllum fæti,“ sagði Lipponen. Hvað um spillinguna sem hrjáir Evrópusambandið? „Þetta er mikið áhyggjuefni en ég hef trú á að það takist aö hreinsa til í Bmssel. Eftir það stendur ESB sterkara en áður,“ sagði Lipponen. Norræna víddin Hvað um „Norrænu viddina"? Er hún eitthvað fyrir okkur íslend- inga? „Já, auðvitað. Höfuðmarkmiðið er að fá ESB til að beina sjónum sínum til norðurs, hvort sem er til íslands, Finnlands eða Norðvestur- Rússlands. í'yrir okkur Finna em öryggismálin mikilvæg og það þarf fjármagn til að koma stöðugleika á i Rússlandi og leysa umhverfls- vandann þar. Þetta er hagsmuna- mál íslendinga líka,“ sagði Lippo- nen. En em Finnar ekki bara að reyna að ná forystunni innan Norðurland- anna með þessari „Norðlægu vídd“? Er þetta ekki bara áróðurs- bragð til að ná forystunni frá Sví- um? „Við erum ekki í samkeppni við Svíana en við reynum að koma mál- stað okkar á framfæri og fá aðra tii að skilja hagsmuni okkar,“ sagði Lipponen. Óttast ósigur Flokkur þinn, Jafnaðarmanna- flokkurinn, stendur höllum fæti nú fyrir kosningar. Verður þú forsæt- isráðherra eftir þær? „Þetta er spennandi spuming. Ég trúi að við eigum möguleika á að halda stöðu okkar sem stærsti flokkurinn og ég segi að það sé mik- ilvægt fyrir Finna að við vérðum áfram í forystu. Aðrir em á annarri skoðun. Stöðugleiki er mikilvægur en við höfum ekki getað staðið við gefln loforð um að skapa ný störf og það væri óábyrgt að lofa einhverj- um töfralausnum í atvinnumálun- um. Vegna þessa töpum við atkvæð- um,“ sagði Lipponen. Ætlar þú að segja af þér ef flokk- ur þinn verður ekki lengur stærst- ur eftir kosningar? „Það er óábyrgt að setja slík skil- yrði fyrir fram en við þolum ekki að tapa illa. Ósigur þýöir þó ekki að við skommst undan ábyrgð á stjóm landsins,“ sagði Lipponen sem leið- ir stjóm sex flokka frá hægri og vinstri í stjómmálunum - svokall- aða Regnbogastjóm. Betri en Davíð Oddsson Lipponen á góðar minningar um ísland - ef frá er talinn jarðskjálft- inn í fyrra. Þá var hann með hörð- um norrænum fyrirmönnum í boði í Perlunni í Reykjavík. Skyndilega byrjaði byggingin að nötra og allt virtist ætla að jafnast við jörðu. „Þetta var skelfilegt. Ég varð skíthræddur eins og allir aðrir en reyndi að bera mig vel og róa mitt fólk. Svo sagði ég við Davíð Odds- son: „Er þetta ekki um það bil 5,3 á Richter?" Nei, Davíð hélt að skjálft- inn hefði ekki verið meira en 5 á Richter en ég hélt fast við mitt: 5,3! Síðar kom í ljós að ég hafði á réttu að standa og snjallari en Davíð í að giska á stærð jarðskjálfta," segir Lipponen og hlær. „En þetta var skelFilegt." Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.