Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999
lennmg
11
Simone de Beauvoir
og„hitt kynið"gs§
Um þessar mundir eru liðin fimmtíu ár
síðan franski rithöfundurinn og heimspek-
ingurinn Simone de Beauvoir gaf út tima-
mótaverk sitt Hitt kyniö sem margir telja að
hafi hafi hleypt af stað svokallaðri „annarri
bylgju" femínismans. Af því tilefni hafa bæði
bókmenntamenn og kvennafræðingar víða
um heim, þar á meðal hér á íslandi, skipu-
lagt málþing og aðrar uppákomur de
Beauvoir til heiðurs. Rannsóknarstofa í
kvennafræðum lætur ekki sitt eftir liggja og
stendur fyrir málþingi í Hátíðarsal Háskóla
íslands kl. 14-17.30 á fostudaginn.
Þar mun Vilhjálmur Ámason halda erindi
sem hann nefhir Tvírœö frelsunarsiöfrœöi:
Samanburöur á Sartre og de Beauvoir og Sig-
ríður Þorgeirsdóttir og Irma Erlingsdóttir
tala báðar um Hitt kynið en út frá mismun-
andi sjónhomum. Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir fjallar síðan um áhrif de
Beauvoir á íslenska kvennabaráttu, Soffia
Auður Birgisdóttir segir frá viðhorfum
skáldkonunnar til meðgöngu og móðurhlut-
verks - de Beauvoir var oftlega sökuð um að
gera lítið úr hvort tveggja - og loks heldur
Dagný Kristjánsdóttir erindi um skáldsögur
de Beauvoir sem nefnist Úr ástinni í eldinn.
Það er engum vafa undirorpið að de
Beauvoir er meðal merkari hugsuða úr röð-
um kvenna á þessari öld. Hún lagði meginá-
herslu á frelsi kvenna og að þær nytu réttar
til jafns við karla og mótmælti því að hlut-
skipti þeirra sem „hitt kynið“ skerti mögu-
leika og tækifæri þeirra til persónulegrar og
starfslegrar fullnægju. Af þeim sökum gagn-
rýndi hún einm.itt hugmyndir um áskipaða
hlutverkaskiptingu kynjanna, byggða á lif-
fræði. Með fleygri setningu, sem birtist í
kafla um bamæskuna í bókinni Hitt kyniö,
nefnilega „maður fæðist ekki kona, heldur
verður kona“, leitaðist de Beauvoir við aö
sýna fram á að kyn væri ekki „lífíræðileg ör-
lög“ sem dæmdu konur til ófrelsis.
Heimspeki tvíræðninnar
Sennilega höfðar de Beauvoir meir til
karlmanna í skáldsögum sínum og ritgerð-
um um heimspekileg málefni, til dæmis
íHún kom til að vera (1943), þar sem hún fjall-
Simone de Beauvoir.
ar betur en flestir aðrir um „tilvist á tímum
fáránleikans". Uppáhaldsskáldsaga umsjón-
armanns er hins vegar Pótintátar (Mandar-
ins) frá 1954 þar sem ástir og pólitísk von-
brigði franskra menntamanna em til um-
ræðu. Skáldsagan er rituð í þann mund sem
mestur eldmóður cmdspymuhreyfingarinnar
var ranninn af frönskum menntamönnum
og brestir voru komnir í pólitíska samstöðu
þeirra. Er talið að
helstu söguhetjumar
séu byggðar á de
Beauvoir sjálfri, Sar-
tre auðvitað, en
einnig Albert Cam-
us.
Þau de Bauvoir og
lífsfórunautur henn-
ar, Jean-Paul Sartre,
voru alla tíð kennd
við tilvistarstefnuna
- exístentíalismann
- vora þau aldrei
fyllilega sátt við að
láta eymamerkja sig
með þeim hætti.
Áhöld era um það
hvort þeirra de
Beauvoir eða Sartre
hafi „átt“ meira í
þeirri stefnu. Sjálf-
um þykir
mér skil-
greining
de Beauvo-
ir á eðli
tilvistar-
stefnu öllu
meira að-
laðandi en
ýmislegt
það sem Sartre hafði
um hana aö segja.
Hún lýsti henni sem
„heimspeki tvíræðn-
innar" þar eð hún
áréttaði þá spennu
sem það hefði í for
með sér að lifa í „nú-
inu“ en vera samt
meðvitaður um „endanleika" lífsins. De
Beauvoir hélt því blákalt fram að tilvistar-
stefnan væri í rauninni jákvæð heimssýn
því samkvæmt henni væri fólk hvorki gott
eða vont að eðlisfari. „í fyrstunni er einstak-
lingurinn ekki neitt; hann ákveður síðan
hvort hann eigi að vera góður eða vondur,
eftir því hvort hann notar sér frelsi sitt eða
hafnar því.“ -AI
Dr. Jackie og Mrs Hilary
- um myndina um Jacqueline du Pré
Hilary and Jackie, sem sýnd er í Háskólabíói
um þessar mundir, er kvikmynd um systur
sem báðar vora undraböm í tónlist. Lífshlaup
þeirra átti þó eftir að verða býsna ólíkt, önnur
varð bóndakona uppi í sveit, en hin heimsfræg-
ur sellóleikari. Myndin er byggð á sannri sögu,
því fræga systirin er engin önnur en Jaqueline
du Pré, heimskunnur sellóleikari sem lést úr
MS-sjúkdómnum árið 1987, aðeins 42 ára gömul.
Myndin spannar nokkra áratugi, hún hefst í
upphafi sjötta áratugarins og endar þegar
Jackie deyr. Leikstjórinn, Anand Tucker, er
mjög á persónulegu nótunum, og er kjaminn í
myndirmi kjaftasaga um að Jackie hafi sofið
hjá mági sínum með leyfi systur sinnar. Sagan
kom fyrst fram í bókinni A Genius in The
Family eftir systkini Jackies, og er myndin
byggð á henni.
Mikið hefúr verið smjattað á þessum meinta
ástarþríhymingi síðan bókin út, og kemur ekki
á óvart að bókin og myndin skuli hafa vakið
mikla reiði meðal þeirra sem þekktu Jackie
persónulega. Þar á meðal era heimsfrægir tón-
listarmenn á borð við Yehudi Menuhin, Itzhak
Perlman, Mstislav Rostropovich og Pinchas Zu-
kerman. Frá þeim kom sú yfirlýsing skömmu
fyrir frumsýningu myndarinnar í London að
myndin væri ómakleg árás á konu sem getur
ekki varið sig, Jackie í myndinni væri ekki sú
Jackie sem þeir þekktu, heldur væri hún gerð
að eigingjömu skrímsh sem reyndi að stjóma
öllum í kringum sig.
Óneitanlega kemst maður ekki hjá að vor-
kenna píanóleikaranum og hljómsveitarstjór-
anum Daniel Barenboim, eiginmanni Jackie,
sem sagði opinberlega um bókina og höfunda
hennar: „Gátu þau ekki beðið uns ég var all-
ur?“ Eins og áður sagði era það bróðir og syst-
ir Jackie sem skrifuðu bókina, og verður að
segjast eins og er að maður skilur ekki alveg
tilganginn. Kánnski vildu þau ná sér niðri á
sfjömunni í fjölskyldunni; þeim hefur greini-
lega ekki tekist að vinna úr afbýðiseminni sem
á
Emily Watson í hlutverki Jacqueline du Pré.
heltekur gjaman systkini undrabama. Svo
hafa peningar sjálfsagt spilað þar inn í líka, því
fátt selst betur en kjaftasögur um heimsfrægt
fólk. En kjaftasagan er í rauninni nauðaó-
merkileg, og er bara safarík vegna frægöar eins
aðilans.
Venjulegt líf og óvenjulegt
Þrátt fyrir þetta er myndin að mörgu leyti
ágætlega gerð. Emily Watson sýnir tilþrifamik-
Kvikmyndir
Jónas Sen
inn leik sem Jackie, og
Rachel Griffiths sömuleiðis
sem Hilary. En James Frain
er óttalega aulalegur Daniel
Barenboim og hefur ekki þá
útgeislun sem maður skynj-
ar frá ofurpíanóleikaranum
í ótal sjónvarpsviðtölum og
uppi á sviði.
Áhugaverður er saman-
burðurinn á „venjulegu" og
„óvenjulegu" lífi, að sá sem
er heimsfrægur skuh þrá
jafnheitt hið hversdagslega
líf og meðalmaðurinn sviðs-
ljósið. í myndinni er hvorug-
ur lífsstílhnn betri, því þó
Jackie sé rik og fræg og ferð-
ist til fjarlægra landa, missir
hún tökin á sjálfri sér í öh-
um hamaganginum. Á end-
anum flýr hún i sveitasæl-
una til systur sinnar, sem er
sjálf afbrýðisöm og bitur yfir
að hafa ekki náð langt á tón-
listarbrautinni.
Ekki verður hjá því komist að bera HUary
and Jackie saman við myndina Shine, um ástr-
alska píanóleikarann David Helfgott. Shine var
óneitanlega miklu skemmthegri mynd, t.d end-
aði hún vel, sem skiptir máli fyrir marga
plebba á borð við undirritaöan. Svo var
Helfgott mun bijálaðri en systumar ógurlegu
tU samans, og æsUeg tónlistin eftir Rachmanin-
off og Rimsky-Korsakoff mun áheyrUegri en
drungalegur seUókonsert Elgars. Saga
Helfgotts var líka áhugaverð, og þurfti ekki
kjaftasögu tU að gera hana spennandi. Þegar
upp er staðið er Hilary and Jackie því ekki
bitastætt verk, hún er að vísu ágæhega unnin
og leikurinn oftast góður, en sagan sem hún
byggist á bara enn eitt kynlífshneykslið. Og
hver þarf það?
Anna Guðjónsdóttir hlýtur
styrk úr Edstrandssjóðnum
Edstrandssjóðurinn sænski er áreiðanlega
stöndugasti myndlistar-
sjóður á Norðurlöndum
en úr honum eru veittir
i árlegir styrkir til mynd-
listarmanna á öUum Norður-
löndunum auk þess sem haldin er sérstök sýn-
ing á styrkþegum í Rooseum-safninu í Malmö.
Sjóðurinn heitir í höfúðið á þremur systkinum,
Reinhold, Theklu og GunhUd Edstrand, sem voru
miklir listunnendur og komu sér upp mUdu
einkasafni bæði sænskrar og alþjóðlegrar mynd-
listar við upphaf þessarar aldar. Safn þeirra var
síðar selt og ágóðinn settur tíl ávöxtunar í ofan-
greindum sjóði. í dag er tæpum 14 miUjónum ís-
lenskra króna deUt á miUi átta norrænna lista-
manna. Meðal styrkþega í ár er íslenska listakon-
an Anna Guðjónsdóttir sem býr og starfar í Ham-
borg þar sem hún rekur einnig gaUerí. DV óskar
henni hér með tU hamingju með viðurkenning-
una og vegleg verðlaunin. Aðrir norrænir styrk-
þegar eru Carl Michael von Hausswolff frá Sví-
þjóð, Joachim Koester frá Danmörku, Henrietta
Lehtonen frá Finnlandi og Bjame Melgaard frá
Noregi. Verk þessara listamanna verða síðan tU
sýnis í Rooseum-saihinu dagana 3. júlí-29. ágúst.
Allt í himnalagi
Þeir sem búnir eru að lesa upp tU agna eintak-
ið sitt af DV i dag ættu að teygja sig í útvarpstæk-
ið og opna fyrir góðu gömlu Gufúna, en eftir
smástund eða kl. 13.05 hefst þar útvarpsleik-
ritið Klóraöu mér á bakinu, elskaneftir Þor-
stein Marelsson. Það er eitt af mörgum ís-
lenskum leikritum sem frumflutt veröa nú í
mars og apríl. í tilkynningu segir að leikritin
séu „ólík að innUialdi og formi en eigi það
sameiginlegt að lýsa fólki sem felur og bælir
sinn innri mann en viðheldur um leið þeirri
blekkingu að aUt sé i himnalagi".
Persónur í verki Þorsteins eru eldri hjón sem
taka sig upp einn góðan veðurdag og aka norður
í land i því augnamiði að heimsækja dóttur sína
og tengdason. Þegar líður á ferðalagið kemur ým-
islegt fram sem varpar ljósi á eiginlegan tílgang
ferðarinnar. Það eru þau Margrét Ólafsdóttir og
Steindór Hjörleifsson sem fara með hlutverk
hjónanna, en leikstjóri er Halhnar Sigurðsson.
Skert dómgreind
Hingað tU hefúr umsjónarmaður menningar-
síðu stUlt sig um að fara í skóna myndlistargagn-
rýnandans, enda er DV með slikan rýni á sínum
snærum. Getur hann þó ekki orða bundist vegna
sérkennUegrar sýningar sem nú blasir við í einu
höfuðvígi islenskrar
menningar, sjálfri Þjóð-
arbókhlöðunni. Þar er í
fyrsta sinn blásið tU
einkasýningar á verk- | J
um núlifandi myndhst-
armanns, sem er út af fyrir sig bæði vel tU fúnd-
ið og fréttnæmt. Því er fremur óskemmtUegt að
þurfa að skýra frá því að sá núlifandi listamaður
sem hér um ræðir er engan veginn í stakk búinn
tU að sýna á þessum stað; hefúr augljóslega
hvorki tU þess hugmyndalegar né tæknUegar for-
sendur. Dómgreindarleysið er víðar en hjá stjóm
Þjóðarbókhlöðunnar því sýningunni fylgir skrá
með uppáskrift Kristjáns Kristjánssonar, heim-
spekings á Akureyri, og Jóns Proppé sem tiUaður
er aUt í senn „listfræöingur, A curator, techer, art
expert and critic", en málfarið á skránni er dáldið
í þessu líki. Því miður, það verður ehifaldlega að
gera meiri kröfur til Þjóðarbókhlöðu vorrar en
kaffistofú úti í bæ.
Möguleikhús, kaífileikhús og
dansleikhús hljóta styrki
í gær var tUkynnt um árlega úthlutun styrkja
tU atvinnuleikhópa. Þar fengu Flugfélagið Loftur
3 mUljóna króna starfsstyrk til eins árs, LeUcfélag
íslands 2 mUljóna króna starfsstyrk tU eins árs
og Möguleikhúsiö það sama og KaffUeikhúsið 1
milljónar króna starfsstyrk tíl eins árs. Síðan
hlutu Dansleikhús með ekka, Leikfélagiö Annað
svið og Leikfélagið Fljúgandi fískar 1 milijón
hvert tU uppsetningar ákveðinna verka. Brúðu-
leUchúsið Tíu fingur, LeUchópurinn Á senunni og
Nótt og dagur fengu einnig 750 þúsund krónur og
500 þúsund tU undirbúnings eða uppsetningar
verka.
Umsóknír bárust frá 39 aðUum tU rúmlega 70
verkefna. TU úthlutunar voru samtals 21 milljón
króna. Þar af runnu 8 miUjón krónur tU Hafnar-
fjaröarleikhússins Hermóðs og Háövarar vegna
tveggja ára starfssamnings við leikhúsið, en þetta
ágæta leikhús hlaut Menningarverðlaun DV fyr-
ir leUcsýningu fyrir nokkrum árum.
Umsjón
Aðalsteinn Ingólfsson