Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 13 Hver treystir ekki Finni? Fyrir nokkru kom út svonefnt „Kynningar- blað Sambands sveitar- félaga í Austurlands- kjördæmi" og dreifðist um allt land innan í Morgunblaðinu. Inni- hald þessa bæklings vakti mörgum reiði og hneykslun vegna ein- hliða stóriðjuáróðurs og óvandaðs málflutn- ings. Þessi einsýni boð- skapur var þeim mun ábyrgðarlausari að þar er talað í nafhi allra sveitarfélaga Austur- landskjördæmis þótt mjög öflug andstaða sé við óheft stórvirkjanaá- “ form í kjördæminu. Til að mynda er ekki langt síðan sveitarstjórn Austurhéraðs lýsti sig hlynnta lögformlegu umhverf- ismati á Fljótsdalsvirkjun og hið sama gildir um Fljótsdælinga. Hverjir kostuðu pésann? Þeir sem kostuðu þennan bæk- Kjallarinn Landsvirkjun sem eru því kostunarað- ilar þessa eindæma áróðursrits. Lög- mætt? Varla. Sið- laust? Já. Eða ættu ráðuneyti almennt að taka upp þann sið - í samfloti við ámóta ríkisfyrir- tæki og Landsvirkj- un - að vera kostun- araðilar einhliða áróðursrita sem þau teldu sér þóknanleg og gefln væru út í nafni ýmissa sveit- arfélagasambanda? Auðvitað er löngu “ vitað að Landsvirkj- un vílar ekkert fyrir sér. En óneitanlega er þetta tÚlag iðnaðarráðuneytis sérkennilegt í ljósi þess að á sama tíma skipar Finnur Ingólfsson verkefnisstjóm sem á að forgangsraða virkjunum og móta langtíma-rammaáætlun rikisins í umhverfis- og orkumál- um, auk ferðaþjónustu. Ráðherr- ------------. ann segist vonast Birgir Sigurðsson rithöfundur Er rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma á öllu landinu einka- mál Austurlandskjördæmis? spyr greinarhöfundur. „Svo sem eðlilegt er eiga fulltrú- ar orkugeirans, Landsvirkjun og Orkustofnun, sæti í þessari stefnumótandi verkefnisstjórn. Hins vegar eiga engir málsmet- andi ferðaþjónustufrömuðir þar sæti. Eru þeir ekki nógu hallir undir stórvirkjanastefnuna?“ ling vora Fjarðabyggð, Seyðis- fjörður og svokölluð Starnefnd (nefnd um staðarval iðnaðarsvæða á Reyðarfirði). Að þessari nefnd standa m.a. iðnaðarráðuneytið og til þess að áætl- unin muni „stuðla að al- mennri sátt um nýtingu vatnsafls og jarðvarma". (Mbl. 10.3. sl.) Telur hann að of- angreint tillag iðnaðarráðuneyt- isins til áróður- spésans stuðli að slíkri sátt? Og er það í nafni sáttar sem hann skipar einn svæsnasta penna bæklingsins, Þorvald Jó- hannsson, í ofannefnda verkefnis- stjóm? Varla. Hins vegar er einkar þénugt fyrir ráðherrann að hafa Þorvald þennan í verkefnisstjóm- inni þar sem hann er jafneinnsýnn stóriðjumaður og ráðherrann sjálf- ur. Skylt er að geta þess að Þorvald- ur er formaður orku- og stóriðju- nefhdar Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi. En er rammaáætlun um nýtingu vatns- afls og jarðvarma á öllu landinu einkamál Austurlandskjördæmis? Hefði ekki verið nær að skipa fuU- trúa frá Sambandi íslenskra sveit- arfélaga? Traustvekjandi? Svo sem eðlilegt er eiga fulltrú- ar orkugeirans, Landsvirkjun og Orkustofnun, sæti í þessari stefnu- mótandi verkefnisstjórn. Hins veg- ar eiga engir málsmetandi ferða- þjónustufrömuðir þar sæti. Em þeir ekki nógu haílir undir stór- virkjanastefnuna? Frjáls og óháð náttúruverndarsamtök eiga þar ekki heldur fulltrúa. Þeir sem ótt- ast um ósnortna náttúra þurfa samt engu að kvíða. Formaður Landverndar er nefnilega í verk- efnisstjórninni. Það era nú nátt- úruverndarsamtök sem segja sex: Formaðurinn er Jón Helgason, fyrrverandi framsóknarráðherra, og Landsvirkjun er aðili að þeim. Fyrirtækið á meira að segja full- trúa í stjóm Landverndar. Það er einkar þénugt þvi þá getur Lands- virkjun líka komið að málinu nátt- úraverndarmegin. Má þar með segja að ósnortinni náttúru og ger- semum hennar sé vel borgið! Landvernd, með Landsvirkjun innanborðs og í stjórn, á líka að sjá um svonefndan samráðsvett- vang enda leggur Finnur áherslu á „að rammaáætlunin njóti trausts úti í samfélaginu". (Mbl.10.3.) Hver fyllist ekki trausti og tiltrú þegar svona er staðið að málum? Birgir Sigurðsson Sannleikurinn er sagna bestur Það er býsna mikið rætt í dag um þann margþætta vanda sem af neyslu vímuefna stafar og er það vissulega af hinu góða ef menn í alvöru skyggnast um sviðið og leita orsaka annars vegar og úr- bóta hins vegar. Ekki skal efast út af fyrir sig um einlægni þeirra sem um fjalla, hafandi fyrir sér þá ógn ógæfu af ýmsu tagi sem allt of víða blasir við. Þó bregður of oft fyrir undarlegum tvískinnungi hjá „Það er fróðlegt í dag að bera saman rök og fullyrðingar með og á móti bjórnum en hitt i raun hryggilegra hversu allar spár okk- ar andstæðinga bjórsins hafa ræst. Heildarneyslan hefur aukist að mun..." ágætu fólki sem um vandann fjall- ar, þar sem vímuefnum er skipt í tvo flokka og afar skýr skil dregin um leið þeirra á milli. Lögleg og ólögleg vímuefni Ég segi stundum að menn vilji skipta vímuefnum í góð og vond og ekki laust við að manni þyki sem eigin sjálfselska ráði för um of. Nánar tiltekið er hér um að ræða að skipta vímuefnum í lögleg og ólögleg vímuefni og ekkert nema gott um þá skiptingu að segja ef þau eru ekki slitin úr sam- hengi, rétt eins og um alls óskylda hluti sé að ræða sem engin áhrif hafi innbyrðis. Eftir þvi tek ég oftar en ekki í slikri umfjöllun að á meðan hin ólöglegu vímuefni eru réttilega fordæmd kröftuglega þá er annað- hvort engin afstaða tekin til áfeng- isins eða það meðhöndlað sem tiltölulega sak- laus neysla, að maður ekki segi að vegsamað sé. Oftar en ekki er hér um þá sjálfselsku að ræða og þá skæð- an tvískinnung um leið, að við- komandi neytir áfengis og þykir harla gott enda þykist sá hinn sami engin vandamál hafa þar af og þeim mun kröftugri orð era um önnur vímuefni viðhöfð. Alveg sérstaklega er þá neysla léttra vína og ég tala nú ekki um bjórs vegsömuð eða a.m.k. talin nær af hinu góða. Með og mót bjórnum Nú er það svo að allar rann- sóknir sem ekki eru þá kostaðar af áfeng- isauðvaldinu sjálfu sýna svo ekki verður um villst órofasam- hengi milli neyslu hinna ýmsu vímu- efna: tóbaks, áfengis og ólöglegra vímu- efna þar sem eitt leið- ir af öðra í yfirgnæf- andi tilvikum. Og svo minnst sé á bjórinn, sem margir fögnuðu á sinni tíð ýmist í and- varaleysi eða enn frekar af gráðugri gróðavoninni einni saman, þá man ég mætavel hinar djörfu fullyrðingar bjór- sinna um aö ástand allt mundi batna, heildarneysla áfengis stór- minnka og unglingadrykkjan síð- ur en svo aukast, hvað þá að neyslan mundi enn neðar færast. Það er fróðlegt i dag að bera saman rök og fullyrðingar með og á móti bjómum en hitt í raun hryggilegra hversu allar spár okk- ar andstæðinga bjórsins hafa ræst. Heildameyslan hefur aukizt að mun, unglingadrykkjan hefur aukist, neyslan hefur færst neðar í aldursstiganum og margfræg og margtuggin menningaráhrif held- ur betur látið á sér standa. Og Kjallarinn Helgi Seljan þingtemplar brugg og smygl, sem hverfa áttu eins og dögg fyrir sólu, hafa andhverfuna eina sem virkileika. Feginn vildi ég að þessar spár okkar og uggur um áhrifin heföu ekki ræst, en rauntölur staðreynd- anna liggja fyrir, því miður. Annað mál er svo það að nú á 10 ára óheillaafmæli bjórsins munu margir, allt of marg- ir fagna, þrátt fyrir dauðans alvöru stað- reyndanna. Fyrst og ““ síðast auðvitað sá Qöldi sem á annarra ógæfu græðir ótæpilega og svo hinir sem sjá allt í einhverri menningarglýju, sitjandi sem hin „góða“ fyrirmynd hinna ungu náttlangt á ótölulegum bjórkrám borgarinnar og varðar ekkert um staðreyndir. Hugsandi fólk setur hlutina i samhengi og virðir staðreyndir. Sannleikurinn er nefnilega sagna bestur í þessu sem öðru og breyt- ir þar engu um fagurgali gróða- punga og annarra þjóna vímunn- ar, þó hátt láti svo sem heimskra er siður. Helgi Seljan Með og á móti Grunnskólahald á Korpúlfsstöðum Sigrún Magnús- dóttir borgarfull- trúi. Meira öryggi „í Engja- og Borgahverfi hefur skólastarf verið hafið í tvö ár með færanlegum skólastofum. Reynslan af því hefur leitt í ljós að það er verra að vera með skólahald þar sem stórfram- kvæmdir eru í gangi. í Víkur- hverfi háttar þannig til að eftir er að byggja leik- skóla líka og Ijóst að framkvæmd- irnar með til- heyrandi um- stangi munu ógna öryggi skólabarna. Þau fá ekkert öruggt útivistarsvæði. Samkvæmt áætlun okkar verður Víkurskóli tekinn í notkun 2001-2002. í áætluninni var ekki gert ráð fyrir skólastarfi í Staðar- hverfi en nú er ljóst að þar er meira um barnafólk en í Víkurhverfi. Við verðum því aö koma til móts við íbúa þess hverfis ekki síður en íbúa Víkurhverfis. Vestasta álma Korp- úlfsstaða er ónotuö. Þegar við sáum hversu myndarlega golfarar höfðu staðið að framkvæmdum í austur- endanum kom upp sú hugmynd að nota vesturendann sem bráða- birgðáhúsnæði fyrir skólastarf með- an Víkurskóli væri i byggingu. Þannig fæst bráðabirgðakennsluað- staða fyrir þau 80 börn sem hafa verið skráð í skóla í þessum hverf- um. Og það sem ekki er síður mik- ilvægt: börnin fá stórt og öruggt úti- vistarsvæði. Þau verða ekki í hættu vegna byggingarframkvæmda.“ Veriö að svíkja fólk „Sé málið skoðað út frá sjónar- miði íbúa Víkurhverfisins þá hafa þeir gert ráð fyrir að skóli væri í því hverfi, samkvæmt þeim upplýsing- um sem fengist hafa fram til þessa. Það er því verið að svíkja þetta fólk um það sem því var lofað og tók ef til vill ákvörðun út frá þeim forsendum um að búa þarna. Augljóslega þýðir þetta mikið rask fyrh börn þegar þau era jafnvel að skipta á unga aldri þrisvar um skóla þótt þau búi á sama staðnum. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hversu óhentugt það er út frá öllum forsendum fyrir viðkomandi böm og foreldra þeirra. Einnig má benda á fiarlægðir frá viðkomandi hverfum til skólans sem geta ekki verið af hinu góða. Menn eru að tala um tvísetningu í Korpuskóla þannig að ekki verður um að ræða einsetningu eins og víða annars staðar. Einnig er lík- legt, að fenginni reynslu, að þarna verði skólahald til lengri tíma en talað er um nú, þegar einu sinni er búið að koma upp skóla á annað borð. Korpúlfsstaðir henta ekki vel undir skólastarf. Forystumenn Sam- foks, sem skoðað hafa fyrirhugaðar teikningar, bentu á að mjög óhent- ugt væri að vera með skólastarfsemi þar. Þeir sem best þekkja telja að ekki sé gott að vera með skólastarf- semi í þessari byggingu. Þegar tekn- ar eru inn í dæmið kostnaðartölur, sem eru mjög loðnar og í lausu lofti, er ekki hægt að sjá að sú leið sem R- listinn vildi fara þarna, gegn mót- mælum okkar sjálfstæðismanna, sé skynsámleg. Helstu rökin fyrh þess- ari ráðstöfun eru fjárhagsleg. En ef menn skoða þær forsendur sem gefnar eru fyrir þeim spamaði sem R-listinn talar um að ná þá virðist ávinningurinn af þessari ráðstöfun ekki verða mikill, ef hann er þá ein- hver.“ -hlh/JSS Guölaugur Þór Þóröarson borgar- fulttrúi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.