Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Hundruö manns á borgarafundi vegna glæpagengis á Hornafirði: Byggöinni haldið í herkví - sagði Árni Stefánsson, fyrrverandi hótelstjóri Fundarmönnum gafst kostur á að prófa tæki og tól til eiturlyfjaneyslu sem rannsóknarlögreglumaður úr Reykjavík kom með austur. Áhuginn leyndi sér ekki enda bærinn undirlagður af gengi sem bendlað er við eiturlyf. DV-myndir Hilmar Þór DV, Hornafirði: Hátt á fjórða hundrað manns mættu á borgarafund í félagsheimil- inu Sindrabæ á Homafirði í gærkvöld þar sem til umræðu var glæpagengi ungra manna sem haldið hefur bæjar- búum nánast í gíslingu undanfama mánuði. Þeir fundarmenn sem DV ræddi við vora sammála um að annar eins fjöldi hefði ekki komið saman til borgarafundar fyrr. Auk heima- manna mættu til ráðgjafar Ólafur Guðmundsson frá Rannsóknarlögregl- unni í Reykjavík og Ástþór Ragnars- son fulltrúi SÁÁ. Fram kom á fúndin- um að svo rammt hefði kveðið að óöldinni að dæmi væra um að fólk þyrði vart úr húsi af ótta við gengið. Þá lýsti kona því að hún hafi sent bam sitt í burtu til að forða því úr klóm meintra ódæðismanna. Fjöl- margir tóku til máls og vora allir sammála um að ástandið væri óvið- unandi en sitt sýndist hverjum um til hvaða aðgerða ætti aö grípa. Sumir vildu forvarnir en aðrir vildu taka lögin i sinar hendur vegna aðgerða- leysis sýslumanns og lögreglu. Hópurinn sem er að hrella Hom- firðinga samanstendur af sex einstak- lingum á aldrinum 14 til 23 ára en sá er jafnframt talin höfuðpaurinn. Hann á að baki dóma fyrir nokkrar íkveikjur sem hann hefur setið af sér. Hann er sagður hóta fólki íkveikjum HornaQörður: Hundar bundnir en krimmar lausir DV, Hornafirði: í fréttablaöi Hornfirðinga, Eystrahorni, er grein eftir Heiðu Jónsdóttur þar sem hún vekur at- hygli á því að bæjaryfirvöld krefj- ist þess að hundar á staðnum séu bundnir. Hún spyr hvernig standi á því að á sama tíma gangi glæpa- menn lausir og vísar til glæpa- gengis sem hrellt hefur bæjarbúa með árásum og hótunum að und- anfómu. „Frekar vil ég nú lausu hundana en krimmana," segir Heiða í greininni sem er til marks um þá reiði sem er á Höfn. -rt sem og meiðingum. Kærur á mennina hafa safnast upp að því er kom fram hjá fundarmönnum án þess að neitt sé að gert. Hópurinn er alræmdur fyrir drykkju og eiturlyijaneyslu og hefur sogað til sín ungmenni á Höfh. Greini- legt var að fundarmenn höfðu gífur- legan áhuga á málinu og fengu marg- ir að handfjatla tæki og tól til eitur- lyfjaneyslu sem Ólafur Guðmundsson lögreglumaður lét ganga um salinn. Hörð gagnrýni á sýslumannsembætti og bæjaryflrvöld var áberandi. Bent var á að forvamarstarf vegna eitur- lyfja og áfengis í skólunum væri nán- ast ekkert vegna þess að fjárveitingar hefðu verið skomar niður. Smnir vildu meina að ástæða þess að jarðvegur hefði myndast fyrir gengi það sem hrellir bæjarbúa sé sú að foreldrar sinni ekki bömum sínum sem skyldi. Þannig benti kona meðal fundargesta á að unglingar gengju í einhverjum tilvikum nánast sjálfala og dæmi væra vun að 14 til 15 ára krakkar væra einir heima dögum saman á meðan foreldramir væra á ferðalagi. Slík gæti ekki boðað gott. Fleiri tóku í sama streng og vildu meina að rætur vandans lægju inni á heimilinum. Löggan í videoglápi? Ámi Stefánsson, fyrrverandi hótel- stjóri, var ómyrkur í máli og sagði fúndinn ekki fjalla um hið raunvera- lega vandamál sem væra ólánsmenn- imir. „Þessir menn halda byggðinni í hálfgerðri herkví. Þetta er óværa sem þarf að eyða,“ sagði hann og lýsti undrun sinni á þvi að lögreglumenn sæjust ekki á fundinum. „Það þarf að skoða samskipti lög- reglu og sýslumanns. Lögreglan sést ekki á götum úti á vinnutíma. Era þeir inni að horfa á sjónvarp eða vid- eo?“ spurði Ámi en fékk engin svör. Ólafur Guðmundsson benti þó á að einn lögreglumaður hefði enga mögu- leika á að vinna í málum tengdum eit- urlyfjum. Krafa um sannanir væra slíkar að ekki dygði minna en tveir lögreglumenn til að sanna sök. Jafn- vel þó vitað væri hver glæpurinn væri. Þá sagði Ólafur enga leið vera til að fá menn dæmda fyrir að aka bíl undir áhrifum eiturlyfla. í orðum hans lá að löggjöfin væri þannig að ill- mögulegt væri fyrir lögreglu að sanna sök. Ólafúr lýsti því jafnframt að hann myndi ekki gefa sig í það að vera eini lögreglumaðurinn á Höfn. Nokkrir fundarmanna vöraðu við því að dómstóll götunnar tæki að sér að afgreiða sexmenningana. Lög væra í landinu til þess að taka á málum sem þeim sem uppi væra á Höfn. Spurt var til hvaða ráða væri hægt að grípa til að fyrirbyggja að slikir hópar mynduðust. Ástþór Ragnarsson frá SÁÁ benti á að vandalaust væri að koma upp sérsveit innan bæjarins sem hefði næga yfirsýn til að bregðast við í tíma áður en gengi næðu að skjóta rótum. Slík sveit gæti saman- staðið af fulltrúum frá sýslumanni, heilsugæslu, grannskólum og fleiri aðilum. Hópurinn kæmi saman reglu- lega og þannig færi fátt fram hjá hon- um sem gerðist á staðnum. Fundinum lauk í raun án niður- stöðu en Haildóra B. Jónsdóttir, for- seti bæjarstjórnar, lýsti því yfir að bæjarstjómin myndi taka vandamálið fyrir. Þá yrði reynt að herja út frekari fiárveitingar til að efla löggæslu. -rt Gunnar Pálmi Pétursson sem hefur sætt árás og hótunum: Ognaröldin er nánast algjör - uppræta verður gengið áður en voðaatburðir gerast DV, Hornafirði: Gunnar Pálmi Pétursson bifvéla- virki sagði í samtali við DV í gær- kvöld að nánast algjör ógnaröld ríkti á staðnum. Hann segir sýslumann og lögreglu lítið sem ekkert aðhafast. Fjöldi dæma sé um hótanir og nýlega hafi einhverjir úr genginu ráðist á starfsmann sölutums í bænum vegna þess að sá vildi ekki selja þeim gas. Ástandið á staðnum sé skelfilegt. „Það era ótal dæmi um líflátshótan- ir þessara kóna. Meira að segja fólk á kvöldgöngu hefúr orðið fyrir barðinu á þeim. Þessir menn svífast einskis og ég mun ekki una mér hvíldar fyrr en búið er að uppræta þetta gengi og senda hyskið úr bænum," segir Gunn- ar Pálmi sem sl. fostudagskvöld varð fyrir árás eins úr hópnum en áður höfðu þeir komið á bifreiðaverkstæði hans og hótað honum öllu illu. Hann segir þar hafa veriö um að ræða 17 ára pilt úr hópnum sem gjaman sé „notaður" fyrir hönd hópsins til að ógna fólki þegar þess sé talin þörf. Gunnar Pálmi segir manninn hafa ráðist að sér þar sem hann sat undir stýri í bíl sínum. „Hann var gjörsamlega trylltur þeg- Gunnar Pálmi Pétursson talaði síðastur á fund- inum í Sindra- bæ. Áheyrendur risu úr sætum og hylltu hann þegar hann hafði lokið ræðu sinni. ar hann réðst á mig en ég náöi aö komast út úr bíln- um og snúa hann niður. Þessi árás var skipulögð og kom í framhaldi þess að ég ræddi við foreldra höfúö- paursins þar sem ég varaði þau við því að ég gripi til minna ráða gagn- vart honum ef þessu ástandi linnti ekki,“ segir Gunnar Pálmi. Hann segir bar- áttu sína meðal annar snúast um að halda 14 ára dóttur sinni frá genginu sem veiti óspart eiturlyf og áfengi. Málin snerast ekki um að grípa til forvama svo sem einhverjir fundarmenn vildu. Vandinn væri allt annars eðlis og spumingin nú stæði eingöngu um hvemig ætti aö uppræta ástandið. „Máliö stendur þannig í dag að það era annaðhvort við bæjarbúar eöa Troðfullt var í Sindrabæ á Hornafirði í gærkvöld þar sem til umræðu var sú ógn sem að íbúm steðjar vegna hóps ungra manna sem veður uppi. Annar eins fjöldi hafði ekki sést þar áður á fundi, að mati þeirra sem DV ræddi við. DV-myndir Hilmar Þór þeir. Annan hvom hópinn verður að flarlægja svo friður komist á. Mér finnst flandi hart að búa við það að margdæmdur brennuvargur skuli komast upp með að hóta fólki íkveikj- um og jafhvel lífláti. Þaö er á hreinu í mínum huga að þetta hlýtur að enda með voðaatburði ef ekki verður grip- ið til róttækra aðgerða. Þá er ég að tala um morð eða íkveikju. Fólk lifir hér í stöðugum ótta og sjálfum kæmi mér ekki á óvart þótt kveikt yrði í húsinu mínu einhverja nóttina," segir Gunnar Pálmi. Hann var síðastur á mælendaskrá fundarins í Sindrabæ og uppskar gíf- urleg fagnaðarlæti áheyrenda þegar hann krafðist róttækra aðgerða. Fólk reis úr sætum og hyllti hann þar sem hann hélt til sætis síns. -rt Má vera fótboltafélag Samkeppnisstofnun hefur úr- skurðað í máli KR, Knattspymufé- lags Reykjavíkur, gegn Fram vegna notkunar félagsins á hlutafé- lagsheitinu Fótboltafélag Reykja- vikur hf. Nafnið er ekki talið fara á skjön við samkeppnislög og Fram heimilt að nota það áfrarn. Menningarmálastjóri Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Signýju Pálsdótt- ur til að gegna nýrri stöðu í borgarkerfinu, stöðu menning- armálastjóra Reykjavikm-. Má kallast Frítal Samkeppnisstofnun úrskurðaði í gær að notkun Tals á þjónustuheit- inu Frítal bryti ekki í bága við 20. og 21. grein samkeppnislaga. Nota megi því nafnið áfram. Máttu hækka gasið Samkeppnisráð hefúr úrskurðað að ekki væri ástæða til íhlutunar vegna verðhækkana olíufélaganna á própangasi á undanfómum þremur árum. Aöstoðviö Albana Ríkisstjómin ræddi á fúndi sínum í morgun um að veita Kosovo-Albön- um mannúðaraðstoö í samvinnu við innlendai' hjálparstofnanir. Fréttavef- m- Morgunblaðsins sagði frá. Lóan er komin RÚV hefur eftir Hálfdáni Bjöms- syni í Öræfasveit að lóan sé komin. Hennar hafi orðið vart í fyrradag. Þá sást til maríuerlu á Stöðvarfirði í gærmorgun og telja menn þar hana óvenjusnemma á ferðinni. Fá borgað í dag Geir H. Haarde flármálaráðherra ákvað í gær að greiða ríkisstarfs- mönnum laun þeirra í dag þar sem 1. apríl ber upp á helgidag, skírdag. Deilt um pissuvörn Gatnamálastjóri Reykjavíkur vill rífa steinvegginn sunnan og vestan við Dómkirkjuna í Reykjavík þegar svæðið í kring um hana verður hellulagt nú í sumar. Vegguriiin var reistur árið 1934 til að vama því að karlar migju utan í kirkjuna. Árbæj- arsafn viU að veggurinn standi. Hann sé snilldarleg lausn á vanda- málinu. RÚV sagði frá. Hundaeigandi sýknaður Hæstiréttur hefur sýknað hunda- eiganda af skaðabótakröfú stúlku sem hélt því ffam að hundur hans hefði bitið sig og veitt sér höfúðáverka. Rétturinn taldi ekki nægilega sannað að stúlkan hefði slasast af völdum hundsins. Morgunblaðið sagði frá. Skattabreytingar Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð stefnir að 5 til 7 milljarða króna tekjuöflun og tilfærslu í skattakerf- inu. Ríkissjónvarpið greindi þá frá því að hreyfmgin vildi róttækar breytingar á sjávarútvegsstefhunni. Áburðurinn 40% Áburðarbirgðir Áburðarverksmiðj- unnar námu 750 m.kr. þegar Harald- ur Haraldsson og fleiri keyptu verk- smiðjuna á dögunum. Kaupverðið var 1257 m.kr. þannig að í raun má segja að kaupendur hafi greitt hálfan millj- arð fyrir fasteignir og tæki Áburðar- verksmiðjunnar sem er um 60% af kaupverðinu. RÚV sagði ffá. Þurfum háa vexti „Við þurfum háa vexti tii að koma í veg fyrir ofþenslu," sagði Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankasflóri á aðalfundi bank- ans í gær. Hann sagði mikilvægasta verkefniö að koma böndum á viðskiptahallann sem var 33,4 milljarðar kióna í fyrra eða 5,7% af landsffamleiðslu. Við- skiptablaðið segir frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.