Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 Spurningin Færðu páskaegg? (Spurt í Vík) Erlingur Bjarni Hinriksson: Já, ég fæ örugglega tvö. Ásgerður Ólavía Jónasdóttir: Já, ég held ég fái eitt. Lorea Pallé: Já, ég held ég fái eitt. Valur Wilcox: Já, ég fæ örugglega eitt frá ömmu. Svavar Páll Pálsson: Nei. Ragnar Sævar Þorsteinsson: Nei, ég held ekki. Lesendur Sjónvarpsleysi á hafi úti „Mér er ofar í huga að þúsundir sjómanna geti stytt sér stund- ir við að horfa á dagskrá sjónvarpsstöðvanna og unað glaðir við sín störf líkt og aðrir landsmenn," segir m.a. í bréfinu. Sjómaður á Austur- landi skrifar: Hilmar ritar grein í DV 22.3. þar sem hann svarar þeim línum er ég sendi frá mér og birtust í DV þann 15.3. Ekki kann ég nein deili á Hilmari en í bréfi hans segir með- al annars að „60% heim- ila eru í áskrift hjá okk- ur“ þannig að ég geri ráð fyrir að hann sé starfs- maður íslenska útvarps- félagsins (ÍÚ). Eitt finnst mér tilfínn- anlega vanta í greinar- kom Hilmars, nefnilega það hvaða lausn hann sér á þessu máli. Hann fer vítt og breitt yflr það hverjir hagsmunir rétt- hafa efnisins eru, hve margir hafi atvinnu af ÍÚ og hve mörgum þeir framfleyta. Ég ætla ekki að gera lít- ið úr mikilvægi þess að starfsfólk ÍÚ sjái sér og sínum farborða eða að gætt sé hagsmuna rétthafa efnisins. Mér er ofar í huga að þúsundir sjó- manna geti stytt sér stundir við að horfa á dagskrá sjónvarps- stöðv- anna og unað glaðir við sín störf líkt og aðrir landsmenn. í niðurlagi bréfsins segir: „Það ^r líka réttlætismál að áskrifendur viti aö aörir komist ekki upp meö að svindla". Ég, líkt og Hilmar, ráðlegg að konan taki upp fyrir mig. í stað þess að leggja á konuna mína að taka upp alla kvölddagskrána þá er farin sú leið að fá annan aðila til að vinna það verk „gegn vægu gjaldi". Hvert umfang þess rekstrar var treysti ég mér ekki til að dæma um enda er ég einungis lög- skráður á eitt af þeim skipum sem vom í við- skiptum hjá umræddum Eskfirðingi. Ef farin yrði sú leið að konan min eða eigin- kona einhvers skipsfé- lagans tæki að sér að taka upp fyrir okkur þá myndi hún ekki gera það án greiðslu og þá eigum við á hættu fleiri kærur frá IÚ þar sem um „skýlaust lögbrot" væri að ræða! Ég vona að Hilmar og félagar geti bent á ein- hverja lausn á þessu máli því eins og hann segir vilja þeir „stuðla að ánægjuríkara mann- lífi með því að bjóða góða afþrey- ingu“. Ég held ég geti fullyrt að sjó- menn telji sig hluta af okkar mann- lífi og afreying er nákvæmlega það sem við emm að sækjast eftir með þessum upptökum. Skyldi íslenska útvarpsfélagið hafa tekið saman hve stórt hlutfall af þessum 60% heimila em sjómannsheimili? - Með ein- lægri von um að hægt verði að leysa þetta mál svo öllum líki. Kvótaraunir og áróðursmeistarar Halldór Halldórsson skrifar: Misvitrir erum við íslendingar og hyggjuvitinu misskipt. Undarlegt þykir mér það ef bjóða á aflaheim- ildir upp. Af hverju ekki að bjóða upp verslunarleyfl og selja hæst- bjóðanda? Nei, auðvitað gengm- það ekki. Þaö veröur að vera frjáls verslun. En því þá að fjötra sjávar- útveginn? Við stjómuðum veiöunum mun betur áður en kvótakerfið var sett á, enda var sátt um veiðamar. Þeim er verr stjómað með sóknarstýringu, svæðaskiptingu og öðrum takmörk- unum. En ef setja ætti á auðlinda- gjald væri hægt að gera það með skatti á fisk við sölu á markaði. Þá myndum við losna við allt brottkast fisks, og fiskurinn færi allur í gegn- um markað. í töflu þeirri er ég sendi með þessum pistli má sjá stöðu fimm mikilvægustu botnflsks- stofnanna. Ekki viröist kvótinn hafa vemdað stofnana. Þeir eru í sögulegri lægð. Kerfið takmarkar aðeins en vemdar ekki. Rækja: Aflaheimild 1998 var alls 79.255 tonn, en aðeins veiddust 60.379 tonn. (...Hér kemur tafla sem Geir í Grafdeild útbýr samkv. uppsettri töflu bréfritara) íslendingar em likt og steinaldarmenn í markaðssetn- ingu á ferskum sjávarafla og til at- hlægis væri skýrt satt og rétt frá stöðu sjávarútvegs á íslandi í er- lendum fjölmiðlum. Það er kominn timi til að aðrir fari með stöðu sjáv- arútvegs á Islandi í erlenda fjöl- miðla en áróðursmeistarar LÍÚ og ríkisstjómarinnar. Reykjavíkurflugvöllur - nær ekki alþjóðlegu lágmarksgildi Birgir skrifar: Það er rétt sem fram kemur í grein Leifs Magnússonar, fyrrv. varaflugvallarstjóra og núverandi framkvæmdastjóra hjá Flugleiðum, í Mbl. sl. laugardag, að lítið hefur heyrst frá þeim sem telja eðlilegt að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á þeim stað sem hann hefur verið sl. 58 ár. Hinir sem telja sig fara með rétt mál og krefjast þess að Reykja- víkurflugvöOur hverfi og aOt utan- lands- sem innanlandsflug verði frá KeflavíkurflugveOi hafa haft sig mjög í frammi og fært rök fyrir máli sínu. Slysahætta mikO, hávaði og óþægindi af fluginu í hefld og að í Vatnsmýrinni bíði byggingarland sem tilheyri í raun miðborg Reykja- víkur og vöflurinn standi skipulagi miðborgar fyrir þrifum. Híggíglí^ þjónusta allan sólarhringinn 39,90 mínútan Lesendur geta sent mynd af sér með bréfum sínum sem birt verða á lesendasíðu Flugbraut 07/25, svonefnd norðvestur/suðvesturbraut, skiptir hér miklu máli. Hún er nær ónýt í dag en notuð í nokkurs konar neyðartilvikum, segir m.a. í bréfinu. Ég bendi stuðningsmönnum og andstæðingum ReykjavíkurflugvaO- ar á að lesa grein Leifs Magnússon- ar, hún veitir góðar upplýsingar um tilurð ReykjavíkurflugvaOar í upp- hafi og ýmsar mælieiningar sem fluginu um vöOinn tilheyra. Þar kemur m.a. fram, að flug- braut 07/25, svonefnd norðvest- ur/suðvesturbraut, skiptir hér miklu máli. Hún er nær ónýt í dag en notuð í nokkurs konar neyðartil- vikum þegar vindur hamlar lend- ingu á öðrum brautum. En, eins og kemur fram í grein Leifs: Tilvist þessarar brautar er grunnforsenda fyrir því að notkunarhlutfaO flug- vaOarins...geti náð alþjóðlega viður- kenndu lágmarksgildi (95%). Hér er snert á afar viðkvæmu máli í starf- semi ReykjavíkurflugvaOar og hef- ur verið umdeilt árum saman. Nú er mál að kanna þennan sérstaka þátt niður í kjölinn. Ríkisstyrktur sjávarútvegur Grétar Mar Jónsson skrifar: íslensk stjómvöld beita sér fyrir afnámi ríkisstyrkja hjá þeim þjóð- um sem hafa styrkt sjávarútveg beint. En er ekki íslensk útgerð rík- isstyrkt, þegar stjórnvöld afhenda útgerðum ókeypis kvóta sem þær geta síðan selt eða leigt? Er þetta ekki ríkisstyrkur, eða alla vega ígildi hans? Sjávarútvegsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði, sem eru að nokkra eign þess fólks sem sárast fer út úr óbilgimi kerfísins, geta verið að leigja þorsk til sín á 108 krónur kílóið innan ársins, og selt á sama tíma varanlegar heimfldir fyrir 850 þúsund krónur þorsktonn- ið. Hvað er ríkisstyrkur, ef ekki þetta? Tökum til hjá okkur sjálfúm áður en við ætlumst til að aðrir geri það. Auðvitað hefúr þetta áhrif á landsbyggðina og að sjálfsögðu hefur kvótakerfið veruleg áhrif á að fólk flýr þaðan. Þetta er það vandamál sem stjómvöld verða að viðurkenna. Það er verið að taka vonina frá fólki, vonina um að það getið unnið fyrir sér, átt i sig og á. Hæg þjónusta í 118 Guðlaug Jónsdóttir hringdi: Það er engin vafi að þjónusta Landssímans í 118 - almennum símaupplýsingum - hefur sífellt orðið verri að undanfórnu. Ég hef mörg dæmi og það hafa áreiðanlega margir aðrir. Sem dæmi: Sl. sunnu- dagskvöld þurfti ég á því að halda að fá uppgefið símanúmer á Reykjavíkursvæðinu. Þetta var rétt eftir kl. 20. Ég hringdi og hringdi aftur og lét hringja, en ekkert svar. Þetta gekk svo þannig, þar til nærri kl. 20.15, þá svaraði loksins. En ein- hver er ástæðan fyrir því að fjölgað hefur verið fólki í 118. Það er auð- vitað símaskráin þykka og óþjála. Ég veit mörg dæmi um að fólk nennir ekki að fletta skránni heima og hringir því bara beint í 118 tfl að fá uppgefið símanúmer sem það man ekki í svipinn. Fróölegt væri að heyra um málið frá yfirmönnum Landssímans. Luxair-flugið til íslands Einar Þór hringdi: Nú er fyrsta flug Luxair flugfé- lagsins til og frá íslandi hafið. Ég fagna því, en finnst flugið á sunnu- dögum ekki ýkja aðlaðandi. Með því að fljúga frá Keflavík laust eftir miðnætti aðfaranótt mánudags, kemur maður til Lúxemborgar eldsnemma morguns, líklega kl. 5 eða fyrr. Þá er aOt lokað og maður verður að bíða opnunar fiestra þjónustufyrirtækja, eða kaupa sér hótelpláss efla. Ég þarf t.d. til Lúx- emborgar í júnímánuði og á að vera mættur á sunnudagseftirmiðdegi. Of seint er fyrir mig' að fljúga að- faranótt mánudags og þvi yrði ég að fljúga kl. 18. á fimmtudegi, sem er þó idskárri flugtími. Ég skora á for- ráðamenn Luxair að breyta sunnu- dagsfluginu þannig aö brottfór frá Keflavík sé mun fyrr á sunnudegin- um, helst ekki seinna en um hádegi. Þessi auglýsti brottfarartími á mið- nætti héðan er fráhrindandi. Ungmennin á landsbyggðinni Stella hringdi: Manni blöskrar hvemig ungling- ar eru famir að láta til sín taka í skemmdarstarfsemi og jafnvel of- beldi gagnvart eigum fólks, dýrum og fólki. Ég las í DV um að á Horna- firði hefði verið haldinn borgara- fundur um þróun mála í bænum varðandi afbrot unglinga og þaðan af eldri, allt upp í 20 ára. Hornfirð- ingar mega þó eiga það að taka saman höndum og halda borgara- fund um málið og ætla að uppræta þetta ófremdarástand með öllum tiltækum ráðum. íslenskt þjóðfélag verður að snúa sér að þessu vanda- máli af alvöru og hörku, ekki með því að horfa í gegnum fingur sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.