Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 nienn/ng Um og eftir endalok tímans Tríó Reykjavíkur hélt tónleika í Hafnar- borg síðastliðið sunnudagskvöld, og hófust þeir með tríói í C-dúr Hob. XV:21 eftir Haydn. Þetta var glaðleg byrjun á tónleikum, því tríóið eftir Haydn er fjörug tónsmíð sem var listilega leikin af þeim Peter Maté píanó- leikara, Gunnari Kvaran sellóleikara og Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara. Und- irrituðum er illa við orðið frábært, en þegar allar nótur eru á sínum stað, túlkunin létt og samkvæm anda og stíl tónverksins, og manni leiðist ekki eitt augnablik, hvemig á þá að lýsa tónlistarflutningi öðru vísi en sem frábærum? Kannski til að skapa andstæðu og til að undirstrika hversu lífið er fallvalt, var næst á dagskrá verk eftir Jón Nordal, Andaó á sof- inn streng, fyrir fiðlu, selló og píanó, sem samið var í fyrra. Það er eins ólíkt verki Haydns og hugsast getur; fyrst heyrði maður einmanalega hugleiðingu fiðlunnar, því næst tók sellóið við eitt og sér, og loks kom píanó- ið með ískalda hljóma sem varla túlkuöu nokkuð annað en vonleysi. Manni datt helst í hug heimur þriggja persóna sem búa sam- an en þó í óravegu frá hvort öðra. Út frá þessu eintali hljóðfæranna var spunninn til- fmningaþrunginn tónavefur, en samt endaði verkiö líkt og það byrjaði, í þögn og einsemd. Þetta er mögnuð tónsmíð, ekki aðgengileg en gengur upp í lokin, og var hún prýðilega flutt af Tríói Reykjavíkur. Regnbogi ólíkra tóna og litbrigða Síðasta verkið á tónleikunum var Kvartett um endalok tímans eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen, sem lést árið 1993. Messi- aen skapaði sérkennilegt tónmál þar sem seiðandi hljómar era áberandi, hann mynd- aði þá gjaman með því að skeyta saman Dár og menn Þeir fóru á kostum í Loftkastalanum í fyrrakvöld, æringjamir í skandínavíska fjöl- leikahúsinu Cirkus Cirkör og sönnuðu í eitt skipti fyrir öll að norrænt samstarf þarf ekki að vera leiðinlegt. Tónninn var sleginn áður en hin eiginlega sýning hófst, þegar skötuhjúin Pirkko og Pekka veltumst um meðal grunlausra áhorf- enda í gervi ábúðarmikilla „hreinsitækna" sem dustuðu rykið bæði af mublum sem áhorfendum, milli þess sem þau staupuðu sig, skutluðu út fyrir dyr „boöflennu" eða rifust hástöfum á finnsku. Jú, svo báru þeir Ólafi Ragnari forseta kveðjur frá Matti At- hissari, forseta Finlands, og gerðu sig ógur- lega breið um leið. Þarna voru á ferðinni af- bragðs gamanleikarar, einkum og sérílagi stúlkan. Síðan tóku við atriði dáldið í stíl sem við þekkjum af Skara skrípó og ýmsum blönd- uðum fjölleikahópum nú til dags; alvöru- brögö og sjónhverfmgar í bland við dár, pretti og „slapstick". Er óhætt að segja að enginn sýnenda hafi tekið sjálfan sig ýkja al- varlega nema ef til vill jonglörinn sem henti á lofti bolta svo sáust margir á lofti, en af honum datt hvorki né draup allan tímann. Krúnurök- uð stúlka sem hringsner- ist með sverð á krúnunni var heldur ekki alveg bráðnauðsynleg fyrir „sjóið". „Þetta get ég líka gert“ sagði lítill drengur í námunda við mig sem var sennilega alveg rétt hjá honum. Leiklist Aðalsteinn Ingólfsson magnaöur seiður Oiivier Messiaen tónskáld - Tónlist Jónas Sen hefðbundnum en „óskyldum" hljómum, svo úr varð nokkurs konar regnbogi ólíkra tóna og litbrigða. Einnig hafði hann mikinn áhuga á fuglasöng og likti eftir honum í verkum sin- um, fúglamir voru fyrir honum heilagir og tákn fyrir „þrá okk- ar eftir ljósi, stjömum, regnbog- um og fagnaðarsöngvum“, svo vitnað sé í efnisskrá tónleik- anna. Eins og tilvitnunin gefur tO kynna var Messiaens mjög á há- spekilegu nótunum, hann var afar trúaður og mikið fyrir guð- fræðilegar vangaveltur og hafa margir talið sig finna guðlegar opinberanir í tónlist hans. Kvartett um endalok tímans er í átta köflum og fylgir hverjum þeirra texti sem innblásinn er úr Opinberunarbók Biblíunnar. Yrkisefnið er heimur manns- ins/tímans og tilvist Krists/ei- lifðarinnar, og er tónlistin væg- ast sagt áhrifamikil. Flutningur Tríós Reykjavikur og Sigurðar I. Snorrasonar klarinettuleik- ara var líka í einu orði sagt yf- irgengilegur. Túlkunin var svo sannfærandi að undirritaður hefur sjaldan upplifað annað eins. Á svona tónleika fer mað- ur ekki oft, þetta var ekki bara tónlistarflutningur heldur magnaður seiður. í rauninni er ekki hægt að lýsa svona tónlist og vonar maður því að Tríó Reykjavíkur og Sigurður I. Snorra- son eigi eftir að endurtaka þennan flutn- ing fyrir fleiri tónleikagesti í nánustu framtíð, eða a.m.k. fyrir endalok tímans. spé og frískir Blöðrumaðurinn gengur laus. DV-mynd Hari Súperkjúkl- ingur Að ólöstuðum léttrugl- uðum Svía sem var með í farteskinu útskorinn sænsk- an hest, svona til að sirkús- inn stæði undir nafni, var stjama kvöldsins ógnarlang- ur Dani, hvers nafn var hvergi nefnt í þeim pappírum sem ég sá. Hann brá sér í gervi boðflennu við upphaf sýningar, súperkjúklings, fakírsins mikla, Ali Muhammeds, og loks Blöðru- mannsins. Fakírinn fram- kvæmdi það sem hann kall- aði „fakirtricks" sem hljóm- aði kannski ekki nógu vel í eyrum bamafólksins úti í sal en reyndust vera ýmiss kon- ar eggjámagleypingar með aðstoð gesta utan úr sal og kostulegar einræður um lifið og tilveruna á indvensku. Blöðrumaðurinn var hins vegar meiri háttar en hann virtist geta farið inn og út úr heljarstórri blöðru án þess að hleypa úr henni lofti. Á end- anum sat hann gjörvallur í blöðrunni eins og risavaxið fóstur og blés upp litlar blöðr- ur í grið og erg... Þessi sýning Cirkus Cir- körvar í rauninni aðeins sýn- ishom af atriðum sem flokk- urinn hefúr verið að flytja til þessa. í sumar kemur gjör- vallur flokkurinn til landsins með nýja efhisskrá og ef hún er eitthvað í líkingu við þá sem hér var kynnt eiga lands- menn von á góðu. Laxness í mörgum þýskum útgáfum Bækur íslenskra rithöfúnda eru famar að verða mikilsverð útflutningsvara ef marka má þau tíðindi sem berast með reglulegu mUlibiU frá íslensku bókaútgáfunum. Samkvæmt fréttum frá Vöku-Helgafelli eiga bækur Halldórs Laxness nú aftur mikilli velgengni að fagna í Þýskalandi. TO dæmis hefúr hið virta Steidl-forlag afráðið að gefa út þrjár skáldsögur Halldórs samtímis í inn- bundnum útgáfum, Sjálfstætt fólk, Kristnihald undir Jökli og Paradísarheimt. Þessar þrjár skáldsögur hafa allar komið út áður í annars konar innbundnum útgáfúm í tíu binda ritsafni á verkum Halldórs og þar að auki í kiljuformi. Fá- títt mun vera að skáldverk komi út í tvenns kon- ar innbundnu formi og kiljuútgáfum með skömmu millibili sem er til marks um vinsældir Halldórs meðal þýskra. Undanfarið hafa nokkrar bækur Halldórs einnig komið út í vönduðum út- gáfúm fyrir þýska bókaldúbba. Loks er þess að geta að dr. Hubert Seelow, sem hefúr ýmist frumþýtt eða endurskoðað eldri þýð- ingar á tíu helstu skáldsögum Halldórs, vinnur nú að þýðingu á Heimsljósi sem gefm verður út á þýsku á næsta ári. Dali & Lorca: Sönn ást Nú er ljóst að hin mikla ást myndlistarmannsins og skelmisins Dali var ekki rússneska nomin Gala, sem hann þó hyllti í ótal mörgum verka sinna, heldur ljóðskáldið Federico Garcia Lorca. Það er að minnsta kosti niður- staða írska rithöfúndarins Ians Gib- sons sem skrifað hefur manna mest um menningarlíf á Spáni á árunum milli stríða. Meðal annars hefur hann skrifað ævisögur þeirra beggja, Dali og Lorca. Gibson hefur komist yfir fjölda ástarbréfa frá Lorca til Dah, sem skrifuð vom meðan báðir vom við nám í lista- akademíunni í Madrid á þriðja áratug aldarinnar og hefur nú gefið þau út í bók um samband þeirra sem nefnist El Amor que non pudo ser eða Ástin sem aldrei gat oröiö aó veru- leika. Að. því er Gibson segir var Dali mjög hrifinn af ljóðskáldinu unga en óttaðist afleiðingamar af hómósexúal sambandi við hann. Þetta mun Dali hafa staðfest í samtali við Gibson skömmu áður en hann lést. Gibson heldur því einnig fram að það hafi verið félagi þeirra Lorca og Dali við hstaaka- demíuna, Luis Bunuel, síðar kvikmyndaleikstjóri, sem stíaði þeim í sundur. Bunuel hafði lítið álit á Lorca, auk þess sem hann vildi fá Dali með sér til Parísar. Sem honum tókst. í París unnu þeir Bunu- el og Dáh að súrrealísku kvikmyndinni Andalúsíu- hundurinn, en Andalúsíumaðurinn Lorca leit á hana sem grín á sinn kostnað. Parsifal fyrir páska Um nokkurra ára skeiö hafa forfallnir aðdá- endur tónskáldsins Richards Wagners sést skunda upp í Norræna hús á fóstudaginn langa þar sem þeir hafa setið klukkutímum saman yfir myndbandi af einhverri ópem hans. Þessi aðdá- endahópur, sem nefiiist Richard Wagner-félagið, heldur uppteknum hætti í ár nema hvað sýning- in fer fram í Norræna hús- inu á laugardaginn fyrir páska kl. 13. í þetta sinn verður sýnd fræg kvik- mynd Hans-Júrgens Syber- bergs af Parsifal frá 1962 en í henni þykir höfundur túlka tónlist Wagners af stakri snihd. í myndinni syngur Reiner Goldberg hlutverk Parsifals, Wolf- gang Schoene syngur Am- fortas, Roberet Lloyd syngur Gumemanz, Aage Haugland syngur Klingsor og Yvonne Minton fer með hlutverk Kundry. Sýning myndarinnar- tek- ur rúmlega ijórar klukkustundir. Sungið er á þýsku en enskur skjátexti fylgir. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson HHHHIHHHHHHHHHHHHHB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.