Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 '>-* | 11 dv________________________Fréttir Tilraun til að rjúfa einangrun Pólverja á Islandi: Kennum þeim ís- lensku með góðu - segir Páll Pétursson félagsmálaráöherra Páll Pétursson félagsmálaráðherra fagnaði mjög útkomu kennslubókar í pólsku. DV-mynd Hilmar Þór „Það hafa ekki komið á borð ráðuneytisins stórvand- ræði vegna tungumálaörðug- leika. Þetta er yfirleitt fólk sem er afar nægjusamt og fer litið fyrir því. Það kemst ógjarnan í kast við lögin. Það liggur þó fyrir að tjáskipti eru öll erfið, þar sem fæstir Pólverjarnir tala eða skilja ís- lensku. Þá eru fáir þeirra enskumælandi,“ segir Páll Pétursson félagsmálaráð- herra, sem í gær kynnti pólsk-íslenska orðabók sem ætluð er til að kenna pólsku fólki að skilja og tjá sig á ís- lensku. Höfundar bókarinnar eru Stanislaw Jan Bartiszek og Anh-Dao Tran og þau lýstu þörfinni á slíkri bók fyrir þá 1000 Pólverja sem eru hér á landi. Það er Fjölmennt ehf. sem gefur út bókina, en innan þess fyrir- tækis er Bréfaskólinn sem gefið hef- ur út nokkur kennslubréf á pólsku. Þau bréf urðu síðan grunnur þess- arar bókar. Hingað til hefur eina kennsla Pólverja á íslandi farið fram á höfuðborgarsvæðinu en ekki þar sem þörfin er mest, í sjávar- plássunum. Alls eru um þúsund Pólverjar á Islandi. Á Vestfjörðum starfa hundruð Pólverja og margir heima- manna kvarta undan því að sáralít- il samskipti séu milli þeirra og Pól- verja. Þannig lifi útlendingamir í lokuðu samfélagi inni í þorpssamfé- lögunum, eða eins konar gettóum. Páll segir að með útgáfu orðabókar- innar vonist aöstandendur til þess að rjúfa einangrun og tengja Pól- verjana íslensku samfélagi betur en nú gerist. Aðspurður hvort ekki væri ástæða til að skikka erlent verka- fólk til að læra íslensku sagðist Páll vera á móti slíkum aðgerðum. Þetta væri oftar en ekki fólk sem ynni mikið og ekki hægt að ætla því að stunda jafnframt erfitt nám. „Ég er andvígur því að neyða fólk til að læra málið. Áftur á móti er já- kvætt að fá fólk til þess með góðu að læra íslensku og rjúfa þannig ein- angmn þess,“ segir Páll. -rt Nýbreytni hjá Háskóla íslands: Fimmtán nýjar námsleiðir 1QRLDWID£[ IQRLDWIDEJ Wil IWORLDWIDE N\ ft \ is.i/euro timnhil ...simiiI u m u m l.niii .1111 "'e EVRÓ Borgartúni 22 sími 551 1414 I N--------------------------------------------/á rAVAI M€NNTflF€LflG GYGGINGAftlÐNAÐflfllNS AUGLÝSING UM SVEINSPRÓF í BYGGINGARGREINUM Sveinspróf í húsasmíði, húsgagnasmíði, bólstrun, málaraiðn, múraraiðn, pípulögnum og vegg- og dúklögn fara fram í maí og júní 1999. Umsóknafrestur er til 1. maí nk. Ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Með umsókn skal leggja fram afrit af burtfararskírteini með einkunnum og afrit af námssamningi. Þeir sem Ijúka námi á yfirstandandi önn þurfa ekki að leggja fram burtfararskírteini. Nemar á vegum skóla hafi samband við deildarstjóra skólans í viðkomandi iðngrein. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Menntafélagi byggingariðnaðarins, Hallveigarstíg 1,1. hæð, Reykjavík, sími 552 1040, fax 552 1043. I haust verður í Háskóla íslands boðið upp á stuttar, hagnýtar náms- leiðir, sem taka munu að jafnaði eitt og hálft ár, eða 45 einingar, og ljúka með sjálstæðu prófi eða diplómu. Stefnt er að því að í haust hefjist tólf slíkar námsleiðir og þrjár haustið 2000. Áhersla er lögð á að ekki sé í öllum tilfellum um nýjar náms- greinar að ræða, heldur samsetn- ingu á námskeiðum í mörgum deild- um. Háskólinn mun leita til ís- lenskra fyrirtækja og stofnana um fjármögnun vertilegs hluta náms- leiðanna. „Við erum sannfærð um að þörf- in fyrir svona nám er mjög brýn,“ segir Páll Skúlason háskólarektor. „Nemendahópurinn sem leitar til Páll Skúlason, rektor Háskóla ís- lands. DV-mynd Teitur Háskólans er miklu Qölbreyttari en var fyrir fáeinum árum. Margir nemendur eru að leita að einhverju sem kemur þeim að gagni í lífinu en eru samt ekki tilbúnir til að fara í langskólanám. Það má segja að við séum að mæta þörfum þessa hóps og þar með að draga úr brottfalli úr Háskólanum. Margir hætta án þess að hafa lokið námi, en þama geta menn þó lokið tilteknum pakka og fengið ákveðna viðurkenningu fyrir hann.“ Nýju námsleiðimar henta m.a. vel nemendum sem gert hafa hlé á námi eftir stúdentspróf og eiga erfitt um vik með að setjast á skólabekk í mörg ár. Verið er að byggja upp fjar- kennslu við Háskóla íslands og verður hún væntanlega stíluð mikið inn á hina nýju braut. „Þetta er tilraunaverkefni. Við munum taka stöðuna eftir um þrjú ár, meta hvort þetta sé eitthvað sem er skynsamlegt og muni ganga upp. Gert er ráð fyrir að sumt muni fest- ast í sessi en annað ekki.“ Meðal námsleiða sem í boði verða era upplýsingastjómun, rekstur tölvukerfa, ferðamálafræði, við- skiptatungumálanám, markaðs- og útflutningsfræði, rekstur sjávarút- vegsfyrirtækja og hagnýt íslenska. -SJ wwwvisir.is FVRSTUB M'O FRÉTTIRSIAR [SERUÍ/ Lbítur. SÉRTILBOÉ)* í TAKT'ANA heim 16“ með 3 dleggstegundum & 9" hvítlauksbrauð, 9“ margaríta eða lítill skammtur af brauðstöngum 990,- gildir ekki á föstudögum og laugardögum OPIÐ ALLA PASKANA! Midvikudaq Ahhah í paskum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.