Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 31. MARS 1999 nn Ummæli Splunkuný vinstristefna? „Hinir þrautseigu talsmenn sósíalismans hér á landi hafa þó ekki látið bugast af reynslu né stað- reyndum frekar en fyrri daginn heldur telja þeir sig hafa upp- götvað splunkunýja vinstristefnu sem hafl þá nátt- úru að hún sé jafngóð og sú gamla var vond.“ Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra, í Degi. Kvótalausir rógberar „Hinir kvótalausu rógberar ættu að líta í eigin barm og huga að þeim skaða sem þeir hafa unnið samfélagi sínu undanfarin ár með því að setja hvert fyrirtæki af öðru á hausinn." Guðmundur Þ. Ásgeirsson útgerðarmaður, í DV. Aldamótakynslóðin og aldarlokakynslóðin „Munurinn á hrokafullu aldamótakynslóð- inni og þeirri sem er með gorgeirinn núna og hægt væri að kalla ald- arlokakynslóð- ina er sá að sú síðarnefnda er miklu linari, enda sprottin úr velmeguninni með klækjum." Guðbergur Bergsson rithöf- undur, í DV. Ekki spilandi þjálfari „Ég hef oft lýst því yfir að ég muni leggja skóna á hilluna þegar heim er komið enda tel ég ekki rétt að lið hafi spilandi þjálfara." Geir Sveinsson handknatt- leiksmaður sem hefur verið ráðinn þjálfari Vals, í Morg- unblaðinu. Orðið ágætt „Ég held að þetta sé orðið ágætt. Fyrir tíu ! árum hélt ég að ég væri kominn heim til að hætta en það hefur ekki gengið eftir.“ Sigurður Sveinsson handknattleiksmaður, í Morgunblaðinu. Myndmál sem þarf að túlka „Draumar eru á eins konar myndmáli sem þarf að túlka. Þeim má líkja við myndagátu sem þarf að ráða.“ Sigurjón Björnsson sálfræð- ingur, í DV. Skíðasvæði landsins * - i Seljalandsdalur, ^ ' Tungudalur^ UTjorour , .. jr \ * ék \ •Húsavík \ * afsfjörður \Da|vf|( Akurevri SevSisfi. Siglufjörður Óla % Virj 9 3 , *' " ^ Kerlingar- Snæfellsjökull fjoM Bláfjöll, Skálafell, ^ Hengilssyæðið^ Akureyri Seyíisfjöfei Egilsstaðir Neskaupstaður DV Pétur Jónsson, nýráðinn slökkviliðsstjóri Borgarfjarðardala: Útköllum fækkaði með rúllubaggatækninni DV, Vesturlandi: „Mér list nokkuð vel á nýja starf- ið, þetta er mikil ábyrgðarstaða en ég vona að allt gangi vel, maður þarf alltaf að vera viðbúinn því eng- inn veit hvenær kallið kemur," seg- ir Pétur Jónsson, byggingameistari á Hvanneyri, nýráðinn slökkviliðsstjóri Borgar- fjarðardala. Hann tekur við af Bemharð Jóhannessyni ég að slökkviliðið sé nokkuð vel tækjum búið þó alltaf þurfi að bæta við, helst á hverju ári. Tækin eru víðs vegar á svæðinu, á Hvanneyri, Dagverðamesi og Reykholti.“ Pétur segir að það sé misjaínt hversu mörg útköll séu á ári, sem betur fer hafl Maður dagsins sem lét af störfum fyrir skömmu. Fyrsta verk Péturs var að fara til Þýskalands til að skoða notaða slökkvibifreið sem kemur til greina að kaupa. „Ég er búinn að vera í slökkviliðinu síðan 1979, nú síðustu árin varaslökkviliðsstjóri og þegar ég var beðinn að taka starfið að mér gat ég ekki neitað því og er spennt- ur að takast á við það og vona að ég axli þá ábyrgð sem því fylgir." Starfssvæði Slökkviliðs Borgar- fjarðardala er hið nýja sveitarfé- lag Borgarflarðarsveit ásamt Skorradals- og Hvítársíðu- hreppi. Pétur segir að slökkvi- liðið sé nokkuð vel tækj- um búið. „í ferð minni til Þýskalands í síðustu viku var ákveðið að kaupa Magims Deutz slökkvibíl, vel tækj- um búinn. Eftir að hann er kominn tel DV-mynd Daníel þeim fækkað, sérstak- lega eftir að rúllu- baggatæknin kom til sögunnar, hér áður fyrr vora heybrunar alltof margir. Áhugamál Péturs eru hesta- mennska, sund og ferðalög. „Einnig hef ég verið í stjórn Lang- jökuls hf. undanfarin ár og unnið þar að þvi að bæta móttöku ferða- manna í héraðinu. Ég hef einnig verið formaður Veiðifélags Andakílsár í nokkuð mörg ár. Eiginkona mín er Svava Sjöfn Kristjánsdóttir, skrifstofumaður við Bændaskólann á Hvanneyri. Börn- in okkar eru Ómar, 28 ára tré- smiður, býr í Danmörku, Krist- ján Ingi, 22 ára tré- smiður í Árdal, og Kristín, 18 ára nemi í Reykja- vík. -DVÓ Góðir gestir frá Færeyjum Nú um páskana verður * hér á landi í söngferð Fugla- flarðar Sangkór, sem er blandaður kór frá Fugla- flrði í Færeyjum. Kórinn er gestur Vörðukórsins í Ár- nessýslu og er að endur- gjalda heimsókn hans á kór- stefnu i Fuglaflrði í maí á síðasta ári. Fuglaflarðar Sangkór var stofnaður 1932 en þetta er hans fyrsta söngferð til útlanda. í kóm- um eru nú 40 manns og er - stjómandi hans Frits Jó- hannesen og undirleikarar Eyöun á Lakjuni, Heðin Kambsdal og Jóhan Hentze. Kórinn syngur ásamt Vörðukómum í Félags- heimilinu Flúðum miðviku- daginn 31. mars kl. 21.00. Að tónleikunum loknum verð- ur stiginn dans jafnt að ís- lenskum og færeyskum sið. Fuglaflarðar Sangkór syng- ur í Skálholtskirkju kl. 14.00 og Selfosskirkju kl. 17.00 á skírdag, 1. apríl. Þá mun kórinn syngja í Safn- aðarheimilinu Vinaminni á Akranesi laugardaginn 3. apríl kl. 17.00 og i Hafnar- flarðarkirkju annan páska- dag, 5. apríl, kl. 14.00. Eftir tónleikana í Hafnarfirði munu félagar úr Færey- ingafélaginu selja kaffi í safnaðarheimilinu Strand- bergi. Þessari söngferð Fuglaflarðar Sangkór lýkur síðan með tónleikum í Langholtskirkju þriðjudag- inn 6. apríl kl. 20.30. Skemmtanir Myndgátan Reiðikast Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Jóel Pálsson er meðal þeirra djass- leikara sem koma fram í Deiglunni i kvöld. Páskadjass í Deiglunni Jazzklúbbur Akureyrar efhir til páskadjasstónleika í Deiglunni í kvöld kl. 22. Sex tónlistarmenn koma fram á tónleikunum en þeir eru: Margot Kiis, söngkona, Jóel Pálsson, saxófónleikari, Ómar Ein- arsson, gítarleikari, Stefán Ingólfs- son, bassaleikari, Karl Petersen trommuleikari og Benedikt Bryn- leifsson á slagverk. Á efnisskránni em lög af djassvinsældalistanum fyrr og síðar í bland við nýrri djass. Tónleikar Margot Kiis er frá Eistlandi og á að baki klassískt söngnám og djass- söng. Hún hefur komið fram í söng- leikjum og með djasshljómsveitum í heimalandi sínu og einnig á Norður- löndunum. Jóel Pálsson hlaut ís- lensku tónlistarverðlaunin 1999 sem besti blásari landsins. Ómar Einars- son hefur verið virkur í djasslífi Reykjavíkur og er auk þess alls ekki ókunnur norðlenskum djassáhuga- mönnum. Stefán Ingólfsson hefúr búið á Akureyri í nokkur ár. Minna hefilr heyrst í bassanum hans en skyldi en þær stundir era eftiminni- legar þegar hann dustar af honum rykið. Karl Petersen er einnig bú- settur á Akureyri, slagverkskennari við Tónlistarskólann og hefur nokk- uð látið aö sér kveða í djasshljóm- sveitum. Benedikt Brynleifsson er við tónlistamám á Akureyri og hef- ur verið afar virkur í djasslífi yngri kynslóðarinnar undanfarin ár. Bridge Norðurlandamót yngri spilara fer fram í júlímánuði næstkomandi og að þessu sinni verða íslendingar gestgjaf- arnir. Spilað verður í húsnæði Bridgesambandsins og verður eflaust áhugavert að flygjast með viðureignum þjóðanna. Norðurlöndin hafa flest hver sterkum spilurum á að skipa í flokki yngri spilara og verður eflaust hart barist um titilinn. íslendingar era nú- verandi Norðurlandameistarar yngri spilara (Magnús Magnússon, Sigur- björn Haraldsson, Steinar Jónsson, Stefán Jóhannsson) en eflaust verður erfltt að verja titilinn. Sigurbjörn Har- aldsson er eini spilarinn úr sveit Norð- urlandameistaranna sem skipar liðið nú, en aðrir i sveitinni era Guðmundur Halidórsson, Frímann Stefánsson, Páll Þórsson, Guömundur Gunnarsson og Ómar Olgeirsson. Vitað er að Danir senda sterkt lið til leiks, enda leggja Danir mikið upp úr góðum árangri spil- ara sinna í yngri flokki. Claus Sörensen er einn af efnilegri Dönum í flokki yngri spilara, en hann sat í sæti vesturs í þessu spili í Danmerkurmótinu í tví- menningi á dögunum. Sagnir gengu þannig, vestur gjafari og NS á hættu: 4 G92 * 106532 * 832 * Á3 4 ÁKD65 •* D7 ^ ♦ 6 ♦ K10854 ♦ 10843 * 98 ♦ 954 * D972 ♦ 7 ÁKG4 ♦ ÁKDG107 4 G6 Vestur Norður Austur Suður Claus Lundby Carsten Sörens. Pass 1 4 pass 1 ♦ Pass 1 * pass 2 * Pass 3* pass 4 grönd Pass 5 4 pass 6 grönd P/h Fjögur grönd var fimm ása spuming (RKCB) og fimm spaðar lofuðu tveim- ur ásum af fimm og jafnframt spaða- drottningu. Claus Sörensen var ekki lengi að finna útspilið, laufþrist! Sagn- hafi setti lítið spil í blindum og vömin tók tvo fyrstu slagina á lauf. Ib Lund- by var svekktur út í félaga sinn að finna ekki rétta spilaleið, því vestur hlaut að vera líklegri til að spila frá ás heldur en drottningu upp í sannaðan lit í blindum. Hins vegar vom 6 grönd spiluð á fleiri borðum i suður og á nokkrum þeirra fannst sama útspil. Austur setti hins vegar sjöuna í stað drottningarinnar og sagnhafi fékk alla slagina í þeim tilfellum, vestri til mik- illar armæðu. fsak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.