Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Héraðsdómur í heimahéraði úrskurðar radarmælingu ólöglega og vísar máli frá: Kópavogslögreglan á að vera sín megin - ef brýna nauðsyn ber ekki til á löggan að halda sig sín megin - lögreglan kærir Tveir lögreglumenn á bíl frá lögreglunni í Kópavogi staðsettu sig af ásettu ráði fyrir innan bæjarmörk Garðabæjar þegar þeir voru við radarmælingar. Nú segir dómstóll að máli lögreglunnar gegn ökumanninum skuli vísa frá dómi - hún verði að mæla sín megin. DV-mynd ÞÖK Lögreglan í Kópavogi má ekki mæla menn á of miklum hraða ef hún er staðsett rétt fyrir innan bæjarmörk Garðabæjar eins og hún hefur gjam- an gert. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þar sem máli lögreglunnar á hendur ökumanni sem ók of hratt var einfaldlega vísað frá dómi fyrir páska. Hæstiréttur kveður upp dóm í málinu á næstu dögum - hvort frávísunin skuli standa. í skjóli skilta Þann 19. ágúst á síðasta ári var tæplega sextugur Hafnflrðingur á leiðinni heim tO sin. Hann ók yfir Reykjanesbrautina við Kópavogslæk og upp slakkann áleiðis að svokallaðri Amamesbrú. Þar hægra megin, rétt áður en afreinin kemur upp að brúnni, staðsetur lögreglan sig gjam- an við hraðamælingar. í þessu tilfelli er algjörlega óumdeilt að lögreglu- menn frá Kópavogi vora staðsettir Garðabæjarmegin, það er inni í um- dæmi lögreglunnar í Hafnarfirði. Halhfirðingurinn var mældur á 95 km hraða en þama er hámarkshraðinn 70 km á klukkustund. Manninum var kynnt niðurstaðan án þess að hann gengist við sök. Lögreglustjórinn í Hafnarfirði bauð síðan ökumannin- um aö ljúka málinu með greiðslu 8 þúsund króna sektar. Þeim málalok- um hafnaði maðurinn. Var þá gefin út ákæra og ákveðið að taka málið fyrir hjá dómara. Má einungis ef brýna nauðsyn Verjandi mannsins krafðist frávís- unar þar sem lögreglan hefði ber- sýnilega verið utan starfssvæðis síns - annmarkinn á lögreglurannsókn- inni hefði verið slíkur að ekki yrði úr bætt fyrir dómi. í úrskurði Jónasar Jóhannssonar héraðsdómara segir að dómsmála- ráðherra hafi verið heimilt sam- kvæmt nýjum lögreglulögum sem öðluðust gildi 1. júlí 1997 að ákveða að hluti lögregluliðs skyldi gegna störfum hvar sem er á landinu eða gegna annars löggæslustörfum utan umdæmis síns. Meginreglan hafi hins vegar ótvírætt verið sú að starfsvettvangur lögreglumanns sé það umdæmi þar sem hann er skip- aður eða ráðinn. Frá þeirri reglu hafi hins vegar verið settar undantekn- ingar: - lögreglumanni sé heimilt að fara út fyrir eigið starfssvæði til að ljúka aðgerð sem hann hóf innan þess - einnig geti hann farið út fyrir umdæmið ef verkefnið krefst þess eða brýna nauðsyn beri til - að síöustu sé lögreglumanni sem er að störfum eða er á leið um annað umdæmi heimilt að hafa afskipti af mönnum sem hann stendur að lög- brotum. Dómurinn úrskurðaði að ekkert þessara undantekningarákvæða ætti við í tilfelli Kópavogslögreglunnar sem ákvað að leggja „radarbílnum“ innan marka Garðabæjar þó svo að hún hafi allt eins getað fært sig nokkra tugi metra og verið innan eigin umdæmis. Ríkissjóður á að greiða lögmanni Hafhfirðingsins 40 þúsund krónur í málsvamarlaun, við það bætist virðisaukaskattur. -Ótt Kosovo-Albanir á íslandi áhyggjufullir: Þarna er verið að drepa alla - allir hræddir um ættingja sína, segir Arsim Haxhiajdini „Okkur líður hræðilega, ekki bara þeim sem eiga foreldra og systkini þama úti, heldur lika hinum sem eiga ættingja sína hér. Við stöndum saman og deilum tilfinningum okk- ar hvert með öðru,“ segir Arsim Haxhiajdini, en hann er búsettur hér ásamt fjölskyldu sinni, eigin- konunni Ardíönu, tveimur litlum bömum, foreldrum og tveimur bræðram. Klukkan hálf fimm á hverjum degi sest fjölskyldan sam- an fyrir framan sjónvarpið og horf- ir á tveggja tíma beina fréttaútsend- ingu frá Albaníu. Fréttimar eru teknar upp og Arsim dreifir síðan efninu til landa sinna sem eru bú- settir hér, en hafa einhverra hluta vegna ekki tök á að fylgjast með út- sendingunum. Eins og fyrr sagði er fjölskylda Arsims meö honum hér. Hann hefur búið hér á landi í níu ár, konan hans í þrjú og foreldrarnir komu fyrir sjö mánuðum. Þau vita nú að ævistarf föður hans er að engu orð- ið, eignir hans brunnar til kaldra kola. Fjölskylda Ardíönu er hins vegar landflótta frá Kosovo, samtals átta manns. Arsim sagði að þau Danskeppni í Blackpool: Sigrún Ýr og Gunnar í 6. sæti DV, Blackpool: Nú stendur yfir árleg danskeppni barna í Blackpool, þar sem íslend- ingar era meðal þátttakenda. í hópi 12-15 ára unglinga hófu 120 pör keppni. Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir kepptu þar til úrslita og lentu í 6. sæti. 11 ára böm og yngri kepptu í einum dansi, Cha Cha Cha, og af þeim 85 pörum sem hófú keppni komust þau Þorleifur Einarsson og Ásta Bjama- dóttir í 16 para úrslit. -Lára Fjölskyldan horfir á fréttir í beinni útsendingu frá Albaníu á hverjum degi. Upptökum er svo dreift til landa hennar sem hafa ekki tök á að sjá útsendingarnar. DV-mynd ÞÖK hefðu sannfrétt að fjölskyldan væri enn á lífi. Þau hefðu frétt af henni eftir krókaleiðum. Þá var hún kom- in um 300 kílómetra frá heimili sínu. Arsim sagði að landar sínir hér væra mjög þakklátir íslenskum stjórnvöldum fyrir aðstoð við þá sem eru á flótta undan stríðsátökun- um í Kosovo. „íslendingar era mjög hjálpfúsir," sagði hann. Þegar hann var spurður hvort hann vonaðist til að einhverjir ættingjar konu hans yrðu meðal flóttamanna sem vænt- anlegir era hingað, svaraði hann: „Ég segi það hreinskilnislega að mér er alveg sama, ég verð alveg jafn feginn hverjir sem koma. Þama er verið að drepa alla. Hér er fólk sem saknar foreldra sinna og systk- ina og allir eru jafn hræddir um af- drif þeirra." -JSS Vatnsflóð í Smáranum i f- • í- T Vatn flæddi um gólf Rúmfatalagersins í Smáranum í gær. Einhverjar skemmdir hlutust af en ekki er talið að þær hafi verið miklar. DV-mynd S Tal lækkar Tal hf. ætlar að bregðast við verðlækkumun Landssímans á farsímaþjón- ustu með því að lækka verð á GSM-símtöl- um hjá Tali. Þórólfur Ámason, forstjóri Tals, segir að fyrirtækið hafi frá upphafi verið leiðandi í gjaldskrárákvörð- unum auk lækkunar á símtækjum og á því yrði engin breyting. Til- kjunt verður um verðlækkunina á næstu dögum. Morgunblaðið greindi frá. Stjórnin bætir viö sig Bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bæta við sig fylgi skv. nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir fféttastofu RÚV. Fylgi Sjálfstæðisflokks er nú 45,7 prósent og fylgi Framsóknar- flokks 17,5 prósent. Samfylkingin hlýtur 29 prósenta fylgi í könnun- inni og Vinstri hreyfingin - grænt framboð 6,5 prósent. Frjálslyndi flokkurinn fær 1,3 prósent. Flugstöðin stækkar Framkvæmdir við stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hefj- ast í haust. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga stækkunarinnar, sem er um 9.000 fermetrar, er um 2,5 milljarðar. Gert er ráð fyrir að hann verði tilbúinn tú notkunar vorið 2001. Eggert efstur Eggert Haukdal, fyrr- um oddviti V- Landeyja- hrepps og al- þingismaður, verður i efsta sæti Frjáls- lynda flokks- ins á Suðurlandi fyrir alþingis- kosningamar í vor. Hann leiddi lista Suðurlandslistans í síðustu kosningum. Annað sætið skipar Þorsteinn Ámason, vélstjóri á Sel- fossi, hið þriðja Ema Halldórsdótt- fr, verslunarmaður á Selfossi, og í fjórða sæti er Sigurður Marinós- son, skipstjóri í Þorlákshöfh. 1.600 úrsagnir Um 1.600 úrsagnir úr gagna- grunni á heilbrigðissviði hafa borist embætti landlæknis í gær- morgun. Um 100 úrsagnir berast dag hvem en búist er við aukn- ingu þegar bæklingur landlæknis- embættisins um gagnagrunninn með úrsagnareyðublöðum berast heimilum. Gert er ráð fyrir að um 8 til 12 þúsund manns segi sig úr gagnagrunninum fram til 17. júní þar til skráning í hann hefst. Dag- ur sagði frá. Hagnaður hjá Skifunni Skífan ehf. skilaði rúmlega 35 milljóna króna hagnaði á síðasta ári en hagnaðurinn var 1,3 milljón- ir fyrir árið á undan. Rekstrartekj- ur námu 1.330,5 millj. kr. en vora 954 millj. árið 1997. Skifan ehf. sameinaðist Spori hf. á árinu sem er að líða. Morgunblaðið sagði frá. Allir vilja breyta Steingrímur J. Sigfússon, formaöur Vinstri hreyf- ingarinnar græns fram- boðs, sagði í umræðuþætti í Ríkissjónvarp- inu í gærkvöld að ailir flokkar vildu breyta fiskveiðistjómunar- kerfinu. Þetta taldi Steingrímur pólitískan árangur af umræða undangenginna mánuða mn sjáv- arútvegsmál. Morgunblaðið greindi frá. Kennarskortur Allt lítur út fyrir að kennara vanti nú í 423 stöðugildi í grunn- skólum landsins á næsta skólaári. Þá er talið að 752 kennara muni vanta skólaárið 2004r-2005. Þetta kemur fram í nýrra skýrslu nefnd- ar sem falið var að kanna þörf fyr- ir kennara til ársins 2010. Morgun- blaðiö greindi frá. -hb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.