Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVKUDAGUR 7. APRÍL 1999 MIÐVIKUDAGUR 7. APRÍL 1999 17 Iþróttir íþróttir Bland i P oka ítalska iþróttablaóió Tuttosport skýrði frá því í gær að spænska liðið At- letico Madrid hefði boðið Alessandro Del Piero hjá Juv- entus fimm ára samning. Hann myndi gefa Del Pi- ero yfir 600 milljónir króna í aðra hönd á ári. Leikmaöurinn hefur litið leikið með Juventus í vetur vegna meiðsla. Ancelotti, þjálfari Juventus, segir lið- ið eiga erfiðan leik fyrir höndum gegn Manchester United á Old Traff- ord annað kvöld. Það megi ekkert út af bera og leika verði af skynsemi frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Þorbergur og Atli spá í handboltann: Framgangan ræðst af dagsforminu - Afturelding-Haukar í kvöld Valery Lobanovski, þjáifari Dynamo Kiev er þokkalega bjartsýnn á leikinn við Bayem Múnchen. Kiev getur teflt fram sínu sterkasta liði á meðan þrír sterkir leikmenn Bæjara em frá vegna meiðsla. Jozef Venglos, þjálfari Celtic 1 Skot- landi, hefur mikinn hug á þvf að vera áfram þjálfari félagsins, en fréttir hafa verið um það að Tékkinn myndi fara frá félaginu f vor. Hann var und- ir pressu framan af tímabilinu, en meiri ánægja er með störf hans eftir sem á hefur liðið. Guómundur Stephensen, Víkingi, varð um helgina sig- urvegari Reykjavfk- urmótsins f borð- tennis. Guðmundur varð fjórfaldur meistari, í meistara- flokki, tvenndar- keppni, tviliðaleik karla og tviliðaleik drengja. Reykjavik- urmeistari f kvennaflokki varð Lilja Rós Jóhannesdóttir úr Víkingi. Spœnska liöið Real Madrid sektaði Júgóslavann Petrag Mijatovic um rúmar 200 þúsund krónur fyrir að neita að leika með liðinu gegn Alaves í deildinni um liðna helgi. Mijatovic segir að hann leiki ekki með félaginu á meðan NATO haldi uppi loftárásum á heimaland sitt. Fleiri júgóslavnesk- ir leikmenn á Spáni léku sama leik- inn og Mijatovic um helgina. Franz Wohlfart, markvörður Stutt- gart og austurríska landsliðsins, fer þegar þessu tímabili lýkur til sins gamla félags, Austria í Vínarborg. Wohlfart, sem er 34 ára, langar að enda ferilinn í heimalandinu. Úrvalsdeildarlió Hauka f knatt- spymu kvenna sá á bak þremur leik- mönnum rétt fyrir páska. Ásdís Petra Oddsdóttir og Guörún Jóna Jónsdóttir fóru 1 Val og Ragnhildur Ágústsdóttir í Stjömuna. Áður var Hildur Sœvarsdóttir farin i Breiða- blik og Rita Þorsteinsdóttir í Ein- herja á Vopnafirði. Steinar Ingimund- arson, sóknarmað- urinn reyndi sem lék með Leiftri í úrvals- deildinni í knatt- spyrnu í fyrra, er genginn til liðs við 1. deildarlið Þróttar úr Reykjavík. Bjarki Gunnlaugsson lék síðustu 20 mínúturnar með Brann í gærkvöld þegar norska liðið burstaði landslið Litháens, 4-0, i æfmgaleik i Bergen. Sigurður Jónsson lék síðustu 24 mínútumar með Dundee United sem tapaði, 1-3, fyrir Hearts í fallslag i skosku A-deildinni í knattspymu i gærkvöld. Dundee United er með 29 stig, Hearts 28 og Dunfermline 27 á botninum, en neðsta liðið fellur. Walsall komst i gærkvöld í annað sætið í ensku C-deildinni i knatt- spyrnu með 1-0 sigri á Wrexham. Walsail er meö 74 stig og er með leik til góða á Preston sem er í 3. sætinu með 73 stig. Bjarnólfur Lárusson fór af velli hjá Walsall þegar 12 min- útur voru eftir en Sigurður Ragnar Eyjólfsson kom inná undir lokin. Július Jónasson og félagar í St. Otmar töpuðu í gærkvöld fyrir Wint- erthur, 30-26, í undanúrslitunum um svissneska meistaratitilinn í hand- knattleik. Staðan liðanna er þá 1-1 og þau mætast í oddaleik á heimaveili St. Otmar um helgina. Enska knattspyrnusambandiö kærði í gær Robbie Fowler hjá Liv- erpool fyrir að „sniffa" af endalín- unni þegar hann fagnaði marki gegn Everton á laugardaginn. Fowler fékk hálfs mánaðar frest til að útskýra sitt mál. -JKS/VS Undanúrslitin í 1. deild karla í handknattleik hefjast í kvöld þegar Afturelding tekur á móti Haukum að Varmá. Annað kvöld leika hins vegar Fram og FH í Framhúsinu. Ljóst má vera að gríðarleg spenna er framundan og telja margir að ómögulegt sé að spá fyrir um hvemig þessar viðureignir komi til með fara. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki tryggir sér sæti í úrslitum um íslands- meistaratitilinn. DV fékk tvo kunna þjálf- ara til að spá í spilin, þá Þorberg Aðalsteinsson, sem þjálfað hefur ÍBV sl. þrjú ár, og Atla Hilmarsson, þjáif- ara KA. FH-ingar hafa sýnt að þeir geta leikið sterka vörn „Ég held að Framarar vinni viðureignina við FH, 2-1. Þessir leikir eiga eftir að verða mjög jafnir. Styk- ur Framara liggur í sterk- um vamar- og sóknarleik og þeir hafa enn fremur mikla breidd. Framliðið á góða homamenn, góðar skyttur og sterkan mann á línunni. Það má því segja að þar sé lítið um veika hlekki." „FH-liðið var framan af vetri veikt vamarlega, en sýndi þó gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitunum að liðið getur leikið gríðarlega sterka vöm. Veika hlið FH-inga er sóknin en þeir ekki nægilega sterk- ar skyttur. Þeir eiga ágæta línu- og homamenn og hjá eldri mönnum liðsins ræðst framganga þeirra af dagsforminu," sagði Þorbergur. „Tiifinning mín gagnvart viður- eign Aftureldingar og Hauka er sú að Mosfellingar vinni 2-1. Bæði þessi lið eru mjög sterk vamarlega og það verður ekki hátt skor í þess- um leikjum. Sóknarlega séð er Haukaliðið meira sem ein heild. Lið þeirra er tiltölulega jafnt og styrkur þeirra liggur í því hve stöðumar eru jafnar. Afturelding byggir meira á 2-3 einstaklingum sem klára oft leikinn fyrir þá. Ef Haukunum tekst að loka fyrir þá Bjarka Sigurðsson og Gintaras getur allt gerst. Svona fyrirfram tel ég Aftureldingu sterkara liðið,“ sagði Þorbergur Að- alsteinsson í spjallinu við DV. „Viðureignir Fram og FH eiga eft- ir að verða skemmtilegir leikir. Ég Þorbergur spáir Fram 2-1 sigri á FH. Atli spáir Aftureldingu 2-0 sigri á Haukum. hef trú á þvi að heimaleikurinn hjá Fram eigi eftir að verða dýrmætur og liðið vinni 2-1. í leikjunum á móti okkur var Sebastian Alexand- ersson, markvörður Fram, okkur mjög erfiður. Ef hann held- ur því formi, sem hann var í þá, verður það geysilegur kostur fyrir Framara. Vömin er betri hluti Fram- liðsins og ef liðinu tekst vel þar upp þá er liðið erfitt í hraðaupphlaupum," sagði Atli Hilmarsson. Hjá FH-liðinu eru innan um miklir reynslukarlar. Þetta eru þeir leikir sem þeir hafa sérstaklega gam- an af og það yrði gaman fyrir Guð- jón Ámason og Gunnar Beinteins- son að komast í úrslitaleik. I þess- um leikjum eiga þeir eftir að bómstra. Vandamáliö hjá þeim er markvarslan, en Kristján Arason hefur styrkt vöm- ina til muna. Mér flnnst sóknarleikur FH-inga að mörgu leyti skemmtilegri en Framara. Ef þeir ná sér á strik með þessa skemmti- legu skotmenn, þó litlir séu, á borð við Val og Knút og ég tala nú ekki um þegar Guðjón er í formi, getur allt gerst. Þegar öllu er á botninn hvolft þá era Framarar með sterkara lið og þeir komast áfram eftir odda- leik,“ sagði Atli. Haukaliðiö hefur yfir að ráða mikilli breidd „Afturelding vinnur Hauka nokk- uð örugglega í tveimur leikjum. Aft- urelding er búið að fá viðvöranina með leikjunum gegn HK. Þeir geta ekki tekið neitt lið létt og mæta því í þessa leiki við Hauka af fullum krafti. Ef Afturelding leikur af full- um krafti er það besta lið landsins. Það er gott fyrir þá að vera búnir að fara í gegnum leikina við HK, en þar kom í ljós að liðið getur ekki vanmetið neina andstæðinga. Hjá Aftureldingu er valinn maður í hverju rúmi. Haukaliðið hefur mikla breidd og það er nokkuð sama hverju stillt ér upp þar. Liðið hefur tvo jafna menn í flestum stöðum og það hefur hjálp- að þeim mikið í þessum leikjum sem lokið er. Haukaliðið má því við áfóllum, sem Afturelding má kannski alls ekki við,“ sagði Atli Hilmarsson við DV. -JKS Parma með góða stóðu Parma frá Ítalíu er komið með annan fótinn í úrslit UEFA-bik- arsins í knattspymu eftir 1-3 sig- ur gegn Atletico Madrid á Spáni í gærkvöld. Enrico Chiesa skoraði tvö marka Parma og Hernan Crespo eitt, en Juninho skoraði fyrir At- letico, jafnaði þá metin úr víta- spymu, 1-1. Hann tók aðra víta- spymu seint í leiknum en brást þá bogalistin og þar með era möguleikar Spánverjanna orðnir afar litlir. Marseille og Bologna gerðu 0-0 jafntefli í Frakklandi. Góð úrslit fyrirBologna og líkumar á ítölskum úrslitaleik í keppn- inni eru talsverðar. -VS Arsenal stigi á eftir United Arsenal sigraði Blackbum, 1- 0, í ensku A-deildinni í knatt- spyrnu í gærkvöld. Dennis Berg- kamp skoraði markið á 42. mín- útu. Martin Keown hjáArsenal og Keith Gillespie hjá Blackburn fengu að líta rauöa spjaldiö. Arsenal er þá með 63 stig eftir 32 leiki en Manchester United er efst með 64 stig eftir 31 leik. Amar Gunnlaugsson var í byrjunarliði Leicester sem gerði 2- 2 jafntefli við Aston Villa. Hann fór af velli á 59. mínútu. Lee Hendrie og Julian Joachim komu Villa í 0-2 en Robbie Sav- age (63. mín.) og Tony Cottee (71. mín.) svöruðu fyrir Leicester. -VS - Njarðvík vann, 69-80, og þar með 3-1 6-0, 9-7, 14-10, 14-21, 18-25, 24-33, 28-36, 30-40, (35-48) 40-18, 44-53, 47-63, 51-68, 57-71, 61-74, 65-76, 66-78, 69-80. Stig KFÍ: James Cason 23, Ray Carter 14, Mark Quashie 11, Hrafn Kristjánsson 10, Ólafur Ormsson 5, Baldur I. Jónasson 3, Pétur Sigurðs- son 3. Stig Njarðvíkur: Brenton Birm- ingham 30, Teitur Örlygsson 16, Frið- rik Ragnarsson 13, Örvar Kristjáns- son 8, Friðrik Stefánsson 7, Páil Krist- insson 6. 3ja stiga körfur: KFÍ 8/16, Njarðvík 9/26. Vítanýting: KFÍ 12/16, Njarðvík 13/16. Sóknarfráköst: KFÍ 8, Njarðvík 7. Vamarfráköst: KFÍ 23, Njarðvík 21. Áhorfendur: Um 700. Dómarar: Leifur Garðarsson og Kristinn Albertsson, góðir. Maður leiksins: Brenton Birm- ingham, Njarðvik. FRAMHALDSFUNDUR KNATTSPYRNUDEILDAR ÞRÓTTAR verður haldinn í ÞrDttheimum, föstudaginn 9. apríl kl. 19:00. Efni fundar: Kusning stjórnar. Hugljúfar veitingar að luknum fundi. Stjórnin DV, ísafirði: Njarðvíkingar tryggðu sér í gær- kvöld sæti í úrslitum íslandsmóts- ins í körfubolta þegar þeir sigraðu KFÍ, 69-80, í fjórða leik liðanna á ísafirði. Njarðvík vann þar með ein- vígið 3-1 og mætir nágrönnunum í Keflavík i úrslitarimmu sem hefst næsta þriðjudag. ísfirðingar byrjuðu betur í leikn- um og héldu Njarðvíkingum niðri framan af fyrri hálfleik. Njarðvík- ingar tóku við sér í stöðuni 14-10 og áttu síðan 11-0 kafla um miðjan hálfleikinn og virtist það slá ísfirð- inga út af laginu og gekk lítið upp hjá þeim það sem eftir lifði hálfleik. Staðan í hléi var 35-48. í þeim seinni var það sama uppi á teningnum. ísfirðingcir byrjuðu bet- ur og minnkuðu muninn niður í 8 stig, en Njarðvík svaraði bara og hleypti ísfirðingum aldrei nálægt sér. Forystan var 10-16 stig það sem eftir lifði leiks og öruggur 11 stiga sigur Njarðvikinga var staðreynd. Besti maður Njarðvíkinga var Brenton Birmingham sem skoraði 30 stig, þar af 22 í fyrri hálfleik. Hjá ísfirðingum var það að venju James Cason sem var í aðalhlutverki, en hann gerði 24 stig. -AGA Brenton Birmingham var bestur Njarðvíkinga á ísafirði. Keflvíkingar fagna sigrinum í einvíginu gegn Grindavík. Til hliðar sýna þeir sannan íþróttaanda og bera Grindvfkinginn Warren Peebles meiddan af leikvelli á meðan Grindvíkingar ræða málin. DV-myndir Hilmar Þór Keflavík í úrslitin eftir sigur í Grindavík: Mjög ánægður - annar útisigur Keflvíkinga í leikjum liðanna, 82-90 DV, Grindavík: „Ég verð að hrósa Grindvíkingum fyrir gífurlega baráttu, þeir lentu und- ir en gáfúst aldrei upp. Warren meidd- ist og Paul Denman var fjarri góðu gamni, þannig að þeir era vafalaust ekki sáttir, en ég er mjög ánægður með þennan sigur. Það er alls ekki auðvelt að sigra í Grindavík, en okkur tókst það þó tvisvar í seríunni," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, eftir að lið hans hafði tryggt sér sæti í úrslitum með góðum sigri á Grindvíkingum í Röstinni í gær, 82-90. Keflavík vann þar með einvígi lið- anna, 3-1, og mætir grönnum sínum í Njarðvík í úrslitunum og fer fyrsti leikurinn fram í Keflavík næsta þriðjudag. Þetta var baráttuleikur framan af, en leiðir skildu skömmu fyrir hlé, þeg- ar Keflvikingar skoraðu 16 stig í röð og tryggðu sér góða forystu í halfleik, 43-56. Grindvíkingar minnkuðu mun- inn í 75-76 með þristi frá Páli Axel Vil- bergssyni, en nær komust þeir ekki og gestimir sigu fram úr með vítaskotum í lokin og úrslitasætið varð því þeirra. Peebles meiddist Warren Peebles meiddist um miðjan seinni hálfleik, en kom haltr- andi inn á í lokin. Herbert og Páll Axel vora bestir í liði heimamanna en Damon Johnson fór að vanda fyrir sínum mönnum og Fannar Ólafsson átti fína innkomu í seinni hálfleik. Gríöarleg vonbrigði „Þessi úrslit era okkur gríðarleg vonbrigði og era langt frá því sem við ætluðum okkur. Við leyfðum þeim að leika þann leik sem þeim líkar best við. Við vitum hvemig þeir vilja helst spila og í kvöld leyfðum við þeim ná- kvæmlega að leika þann leik, það er ekki flóknara en það,“ sagði Herbert Amarson, vonsvikinn að leikslokum í gær. -bb Reykjavíkurmótið: Línurnar eru að skýrast Flest bendir til þess að ÍR, KR, Víkingur og Fram komist í und- anúrslit Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu. Úrslit í gærkvöld og stöður í riðlum eru sem hér segir: A-riðill: KR-Fjölnir.............3-0 Bjami Þorsteinsson, Amar Jón Sig- urgeirsson, Björn Jakobsson. Leiknir R.-ÍR..........0-1 Njörður Steinarsson. ÍR 3 3 0 0 4-1 9 KR 2 2 0 0 4-0 6 Leiknir R. 2 1 0 1 3-1 3 Þróttur R. 3 1 0 2 4-3 3 Fjölnir 4 0 0 4 0-10 0 B-riðill: Fram-Víkingur .............2-1 Ágúst Gylfason 2 - Arnar Hrafn Jó- hannsson. Fram-Víkingur ..............2-1 Ágúst Gylfason 2 - Arnar Hrafn Jó- hannsson. Valur-Léttir................2-1 Arnór Guðjohnsen, Ólafur V. Júlíus- son - Óskar Ingólfsson. Víkingur R. 4 2 1 1 8-5 7 Fram 3 2 1 0 5-2 7 Valur 3 111 4-4 4 Fylkir 3 1114-4 4 Léttir 3 0 0 3 1-7 0 -vs NBA-DESLDIN Úrslit leikja í nótt: Philadelphia-Millwaukee . . 95-87 Iverson 27, Ratliff 18 - Robinson 22. Toronto-Miami..............70-92 Wallace 12, Mcrady 12, Carter 10 - Mo- uming 20, Brown 16, Majerle 11. Cleveland-Chicago..........96-86 Kemp 25, Knight 19, Person 18 - Sim- kins 21, Kukoc 19, David 16. New York-Orlando ......... 72-81 ewing 28, Houston 14, Childs 13 - Hardaway 30, Armstrong 17, Austin 10. Washington-New Jersey .. . 93-97 Howard 27, Cheaney 16, Richmond 14, Strickland 14 - Marbyrry 29, Van Hom 26, Feick 12. Houston-Golden State .... 111-74 Olajuwon 18, Mobley 17, Barkley 14 - Jamison 13, Deck 11, Caffey 10. Portland-Vancouver........98-89 Wallace 15, Rider 15, Coto 15 - Rahim 19, Bibby 19, Lopez 19. Seattle-Sacramento......106-112 Payton 21, Polynice 18, Ellis 17 - Willi- ams 21, Wahad 18, Webber 15. LA Clippers-Phoenix...... 83-88 Piatkowski 29, Olawokandi 11, Murry 10 - Robinson 22, Kidd 22, Manning 13. LA Lakers-Utah Jazz .... 93-106 O’Neal 24, Fox 19, Bryant 15 - Malone 30, Stockton 17, Homacek 14. Úrslit leikja í fyrrinótt: San Antonio-Golden State . . 93-86 Duncan 25, Robinson 25, Elliott 13 - Starks 18, MiIIs 13, Jamison 11. LA Lakers-Denver........117-104 Rice 26, Bryant 26, O’Neal 20 - Van Exel 41, Fortson 21, Billups 15. Charlotte-Atlanta .........71-77 Wesley 18, Jones 15, Cambell 11 - Bla- ylock 13, McCleod 13, Mutombo 11. Orlando-Boston............106-99 Armstrong 28, Hardaway 24, Harpring 18 - Mercer 29, Pierce 23, Potapenko 14. Detroit-Indiana............86-88 Dele 19, HUl 18, Dumars 12 - Miller 23, Davis 17, Smits 13. Minnesota-Dallas..........100-93 K.Garnett 18, Mitchell 18, Hammonds 14 - Trent 26, Bradley 14, Nash 12. -JKS Jóhannes B. meistari Jóhannes B. Jóhannesson vann Ásgeir Ásgeirsson, 5-3, í úrslitaleik á áttunda og síöasta stigamóti vetrar- ins í snóker um síðustu helgi. Jóhannes tryggði sér stigameistaratitilinn 1999 með þvi að sigra sinn skæðasta keppi- naut, Brynjar Valdimarsson, 4r-2 í und- anúrslitum. Jóhannes vann einnig keppnina um Gullkúluna, en hana hlaut sá sem gerði flest stuð yfir 70 á timabil- inu. Jóhannes gerði 27 sinnum yfir 70 í vetur og hæsta stuð hans var 125. -VS Stórleikur hjá Arna Ámi Gautur Arason átti stórgóðan leik í marki Ros- enborg þegar liðið vann Viking Stavanger, 1-0, í loka- leik sinum áður en norska deildakeppn- in i knattspymu hefst. Norsk blöð sögðu að hann hefði forðað meisturunum frá stórtapi og spá því að Árni Gautur hafi með þessu ýtt aðalmarkverðinum, Jöm Jamtfall, út í kuldann. Þjálfari liðsins segist vera í miklum vanda því hann sé með tvo góða markverði og erfitt sé að gera upp á milli þeirra. -GK/VS Gunnar til Brage Gunnar Sigurðsson, markvörður ÍBV í knattspymu, skrifar í dag undir 2ja ára samning við sænska B-deildarliðið Brage. Gunnar fór alfai’inn til Svíþjóðar í morgun, en stutt er í að keppnistímabilið fari af stað þar í landi. Gunnar hefur orðið íslandsmeist- ari með ÍBV tvö undanfarin ár en hætti hjá Eyjamönnum um leið og ljóst var að Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður kæmi til þeirra. -EH/VS Leist vel á Nordhorn Guðmundur Hrafnkelsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik er kominn með tilboð í hendumar frá þýska B-deildarliðinu Nordhom, sem leikur nær örugglega í A-deildinni næsta vetur. Guðmundur var á dögun- um í Þýskalandi og leit á aðstæður hjá félaginu og leist vel á. Hann er einnig með tilboð frá spænska félaginu Val- encia. Guðmundur mun taka ákvörðun um framtíðina síðar í þessum mánuði. -SK Njarðvíkingar í úrslit: Oruggt a ísafirði Gríndavík (43) 82 Keflavík (56)90 8-6, 21-21, 25-35, 38-37, (43-56), 58-62, 68-70, 75-76, 82-85, 82-90. Stig Grindavíkur: Herbert Amar- son 31, Páll Axel Vilbergsson 18, Pét- ur Guðmundsson 15, Warren Peebles 8, Guðlaugur Eyjólfsson 6, Bergur Hinriksson 4. Stig Keflavíkur: Damon Johnson 39, Falur Harðarson 17, Birgir Öm Birgisson 10, Fannar Ólafsson 10, Hjörtur Harðarson 9, Guðjón Skúla- son 3, Gunnar Einarsson 2. Fráköst: Grindavík 29, Keflavik 40. 3ja stiga körfur: Grindavík 11/26, Keflavík 10/25. Vítanýting: Grindavik 12/12, Keflavlk 10/16. Dómarar: Kristján Möller og Jón Bender. Ágætir. Áhorfendur: Um 850. Maður leiksins: Damon John- son, Keflavík. KFI (35) 69 Njarðvík (48)80 f 4 I V i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.